Tíminn - 06.03.1951, Qupperneq 4

Tíminn - 06.03.1951, Qupperneq 4
TÍMINN, þriðjudaginn 6. marz 1951. 54. b!að. / slendi ngaþæt t i r Dánarminning: Jón Sveinsson, útvegsbóndi tííð9,stliðið haust andaðist á heimili sínu í Neskaupstað 7ón Sveinsson útvegsbóndi á 'Tröllanesi. Með Jóni er fallinn i valinn dnn þeirra framtakssömu nanna, sem drýgstan þátt ittu í vexti og viðgangi þorps ns á Nesi við Norðfjörð fyrstu tratugi þess og fram yfir >ann tíma, er það varð kaup- daður og myndarlegur út- íerðarbær. Jón var í hópi jeirra manna, er grundvöll- nn lögðu að vélbátaútgerð )ar, og vann ósleitilega að ýmsum framfaramálum um angt skeið. Auk þess var 'iann mikill mannkostamað- ir, sem vert er og skylt að ninnast. Jón Sveinsson var fæddur tð Seldal í Norðfirði 1. des. 879, sonúr hjónanna Þor- rjargar Pálsdóttur og Sveins átefánssonar. l>au voru bæði íorðlenzk að rett, Þorbjörg ákagfirðingur, fædd á Álf- 'eirsvöllum í JNTaí.ifellssókn 842, en Sveinn H únvetningur æddur á Ytri-Löngumýri í iuðKúlusókn 1838 Til Norð- jarðar fluttust þau með séra Jinriki Hinrikssyri, er prest ir varð á Skorrastað árið 1858, m Þorbjörg var fósturdóttir éra Hinriks, náskyld konu íans. Sveinn og Þorbjörg gift ust nokkrum árum eftir að pau flutrust austur og bjuggu Norðfirði, lengst af í Nausta jvammx. Eignuðust þau nokk ' xr börn, en af þeim komst j ,ón einn til fullorðinsára. Laust eftir fermingaraldur íuttist Jón að Nesi með for- 1 jldrum sínum (1895), og átti I xann þar heima upp frá því.! Jm þær mundir var þar að xsa upp þorp, og var sj ó-1 iókn stunduð þar af miklu tappi á opnum árabátum. Ó- /íða í fjörðum austanlands /ar styttra að sækja á góð iskimið en frá Norðfirði. Skömmu eftir að Jón flutt- .st áð Nesi, fór hann aðstunda ijóróðra- Fyrstu árin var! íann i skiprúmi hjá öðrumj m árið 1901 keypti hann ára xat frá Færeyjum og hóf út- j geró árið eftir með öðrum ingum og tápmiklum Norð-! irðingi, Magnúsi Hávarðs- j )yni, og áttu þeir Jón og Magn j xs lengi síðan mikið saman xð sælda. Fyrrnefndan bát gerðu þeir út til ársins 1905. áumaríö 1904 var storma- j ■amt á Austfjörðum, og var pá erfitt um sjósókn á opn- im arabátum, en afli var góð :r, þegar á sjó gaf. Það sum- xr var í fyrsta sinn gerður ut vélbátur á Seyðisfirði, og aöfðu Norðfirðingar spurn- xr af því, að útgerð hans hefði gengið ágætlega. því að hann gat oft verið að veiðum, þó að árabátar yrðu að liggja í landi. Ekki leið á löngu, áð- ur en þeir Jón og Magnús réðust í að kaupa vélbát i x-élagi við fjóra aðra unga ug bjartsýna Norðfirðinga, og var það fyrsti eða næstfyrsti vélbátur, sem til Norðfjarðar kom, og er hann enn gerður út á Norðfirði. Útgerð hans vpkk nrýðilega í höndum .jeirra sexmenninga, en þeir kusu brátt fremur að kaupa sér bát tveir og tveir saman og slitu því fljótlega félags- skap sínum. Jón og Magnús héldu þá áfram fyrra sam- starfi og létu smíða sér nýj- an bát, Hrólf Helgason, er jafnan var nefndur Hrólfur kraki eða aðéins Kraki, og gerðu þeir hann út saman til ársins 1923. Um eitt skeið áttu þeir jafnframt og gerðu út stærri vélbát, Drífu, en seldu hana brátt, því að út- gerð hennar heppnaðist miklu miður en Kraka. Árið 1907 reistu þeir Jón og Magn ús hús saman í þorpinu, þar sem heitir að Tröllanesi. Hús þetta stækkuðu þeir 1912 og hefir það ávalt síðan verið með reisulegri húsum á Norð firði. Þar var heimili Jóns til dauðadags, og var það ætið með hinum mesta myndar- brag. Eftir að Jón og Magnús skildu að skiptum, fékkst Jón við ýmis störf. Um hríð var hann verkstjóri við fiskverk- un hjá Hinum sameinuðu ísl. verzlunum á Norðfirði og síð ar við ýmsar framkvæmdir, er bæjarfélagið réðst í- Enn- fremur gerði hann út ára- bát og opinn vélbát (triliu) frá 1925 og fram yfir 1930. Jafnframt útgerð sinni og öðrum störfum lagði Jón ávalt stund á landbúnað. Átti hann jafnan bæði kýr og kindur og um eitt skeið af- bragðsgóðan reiðhest, sem hann hafði mikið dálæti. á. Jón var maður félagslyndur og hafði glöggan skilning á öllu því, er varðaði almanna- he:ll, og lét til sín taka ýmis mál, er horfðu til umbóta og framfara. Voru honum því falin ýmis trúnaðarstörf. Ár- ið 1913 var hinum forna Norð fjarðarhreppi skipt, og varð Nes þá sérstakur hreppur. Jón var þá kosmn í hrepps- nefnd og átti þar sæti lengst af til 1929, er Neskaupstaður fékk bæjarréttindi. Eftir það sat hann oft í bæjarstjórn sem varamaður Ingvars heit- ins Pálmasonar. Jón var sam vinnumaður af lífi og sál og einn af hvatamönnum að stofnun Kaupfélagsins Fram á Norðfirði 1912 og átti sæti í stjórn þess nálega frá upp- hafi og til dauðadags- Þá átti hann þátt í stofnun íshús- félags Norðfjarðar og sat lengi í stiórn hess. Ennfrem- ur mun hann hafa ver ð einn af stofnendum Lifrarbræðslu félags Norðfjarðar, Sparisjóðs Norðfjarðar og Samvinnufé- lags útgerðarmanna á Norð- firði. Laginn var Jón og sam- vinnuþýður, en þó einarður og þéttur fyrir, ef til átaka kom. Hann var stór í lund og fljót ur að skipta skapi, ef hon- um fannst sér misboðið, cn sáttfús, nema sæmd hans lægi við. Skapfestumaður var hann mikill og óhlífinn við sjálfan sig. Til marks um það má nefna, að hann var lengst af sjálfur formaður á bát um þeim, sem hann gerði út, enda þótt hann losnaði aldrei við sjóveiki. Hefði honum þó verið í lófa lagið að haga störfum sínum á aðra lund, ekki sízt sem hanrx var rnanna bezt fálKnn til að segja fyrir verkum við þau störf, er vinna þurfti íyrir útgerðina í landi. Raunar var heilsu Jóns þannig hátt- að lengst af ævinnar, að hann gekk sjaldan heill til skógar, en hann lét það ekki á sig fá, enda munu fáir hafa um það vitað aðrir en þeir, sem höfðu af honum mest kynni, því að hann var maður æðru laus, og glaðlyndur, svo að af bar. Kímnigáfa og skop- skyn voru ríkir eig’inleikar í fari hans. Hann var manna skemmtilegastur heim að sækja og hrókur alls fagn- aðar í vinahópi. Hann hafði glöggt auga fyrir öllu af hnytti legum tilsvörum manna og hafði gamansögur á taktein- um og fór ágætlega með þær. Gamansemi hans var þó ó- venjulega græskulaus. Við verkstjórn nutu þessir hæfi- leikar Jóns sín ágætlega. Hann hafði óvenjulegt lag á að halda uppi glaðværð við vinnu, en naut þó óskertrar virðingar sem verkstjóri, því að hann var fyrirmannlegur í fasi, röggsamur og einbeitt - ur, en jafnframt góðgjarn og réttsýnn. Hygg ég, að fátítt sé, að verkstjórum takist jafn vel sem Jóni Sveinsssyni að gæta í senn hagsmuna verkamanna og vinnuveit- anda. Jón var hár maður vexti, en fremur grannvaxinn, létt- ur í hreyfingum og allur hinn snyrtimannlegasti. Með glað- legu og hlýlegu viðmóti sínu laðaði hann menn að sér. Hann naut því mikilla vín- sælda, enda var hann. hjálp fús og greiðvikinn. Hann var athafnasamur maður, eins og áður hefir verið lýst, safnaði þó ekki auði, en komst jafnan vel af. 6. júní 1902 gekk Jón að eiga Lilju Jóhannesdóttur, mikla ágætiskonu, norðlenzka aö ætt, frá Nolli í Laufás- sókn við Eyjafjörð, og lifir hún mann sinn. Voru þau hjón mjög samhent um rausn og myndarskap á heimili og utan þess. Þeim varð sex barna auðið. Eitt þeirra dó mjög ungt, en hin fimm eru öll á lífi: Sveinn, útgerðar- maður í Neskaupstað, Jóhann, kennari í Neskaupstað, Hall- grímur, lögregluþjónn í Reykjavík, Ari, klæðskeri i Reykjavík, og Þorbjörg, hús- freyja í Stykkishólmi. Auk þess ólu þau upp tvær fóstur- dætur. Síðustu árin átti Jón við mikla, vanheilsu að stríða og lá rúfhfastur síðustu mán- uðina. í sumar er leið kom ég til Norðfjarðar og fór þá með föður mínum í heimsókn til Jóns. Hann lá þá sjúkur, (Framhald á 7. siðu.) Refur bóndi átti hérna bréf- Birt hefir upp hin bitru él stubb, sem sitt af hverju er í burt er þrauta-vandi. eins og stundum fyrri. Kemur Skaparinn hefir skýlt þér vel það hér: og skilað þér að landi. „Heilir og sælir heiðursmenn Það ég hreina heppni tel hér í baðstofunni. Þagað get ég ekki enn, i orð mér fljúga af munni. Stökur ylja ýmsum vel ! oft um vetrardaga, þýða andans ísa-skel — er það kunnug saga. Að þessu sinni kem ég með ýmsar stökur, og um hin ó- I líkustu efni til ykkar, ef það gæti orðið til þess að fleiri kæmu fram á sjónarsviðið með stökur sínar. | Mikið hefir verið rætt og rit- að um þær breytingar sem orð ið hafa á lifnaðarháttum manna hér á landi á síðari árum og þá sérstaklega mataræðinu. I tilefni þess urðu þessar stökur til: Hollan mat menn höfðu fyrr hér á landi fanna. Ostur, mjólk og islenzkt skyr efldi hreysti manna. Nú er það ei alveg eins, — orku jafnt þó veiti fæstir vilja neyta neins nema það sé úr hveiti. Eitt af þeim yrkisefnum er svo rnargir hafa kveðið um, er tíðarfarið og á það ekki sizt við á þorranum, því þá eru veður öll válynd. Kemur hér ein staka er kveðin var á þorr- anum fyrir nokkrum árum- Breytist fátt til batnaðar bragna máttur þrýtur. Vestanáttin alls staðar inn um gáttir þýtur. Ennfremur eftirfarandi staka: Élja-Grímur æstur er illu hótar stríði. Finnst mér eins og húsum hér hundrað djöflar ríði. Og mun ýmsum þykja nóg 1 sagt. Þegar vélbáturinn „Kristján“ lenti í sjóhrakningunum fyrir nokkrum árum, sem frægt er orðið, sendi ég einum af skip- verjum hans eftirfarandi stök- ur, en hann var gamall sveit- ungi minn og nágranni: heill að komst úr strandi. Lét þig ekki hljóta hel hulinn verndar andi. Þig ég alvalds umsjá fel eins á sjó og landi. Lifðu bæði lengi og vel laus frá öllu grandi. Eins og getið hefir verið um í ,,Tímanum“ hefir sjónleikur- inn Skugga- Sveinn verið sýnd- ur á Akranesi að undanförnu, við góða aðsókn og mikil fagn- aðarlæti áhorfenda.- Ég kom á eina leiksýninguna og urðu ínér þá eftirfarandi stökur af munni: Skugga-Sveinn á Skaganum skemmtun mörgum veitti. Lýsi ég þannig leikendum — list þar margur beitti. — Skugga-Sveinn um aldir enn öðlast þjóðar hylli. Lengi því að muna menn Matthíasar snilli, Oft þykir efni dagblaðanna misjafnt, og margt tínt til er frétttr skal segja. Um það hljóð ar eftirfarandi staka: Birt er margt í blöðunum ef betra efni þrýtur. Talið er með tíðindum tík ef hvolpum gýtur. Eftir að hafa lesið í „Tim- anum“ frásagnir um afreks- verk sendimanna hins opinbera í Vestmannaeyjum, duttu mér þessar stökur í hug: Ávörp hlutu Eyjamenn urðu „hundar“, „dónar“. Ræðusnjallir reynast enn réttvísinnar þjónar. Menn þó hafi mörgu kynnzt er misjafnlega líkar, nýtum drengjum nóg um finnst nafnagiftir slíkar. Ég skrifa svo ekki lengra bréf að þessu sinni, en mun senda betra bréf síðar. Kær kveðja til Þórarins á Skúfi með þökk fyrir allar stökurnar fyrr og síðar. í guðs friði.“ Starkaður gamli. * Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug, við hið svip- lega fráfall ciginmanns míns og föður okkar MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR matsmanns frá Hörgsholti Hafnarstræti 18, er fórst með flugvélinni GUtfaxa þ. 31. f. m. Bjarnheiður Brynjólfsdóttir Edda Magnúsdóttir Haukur Magnússon Magnús Magnússon Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug, við hið svip- lega fráfall eiginmanns míns, föður okkar og stúp- föður GUÐMANS GUÐMUNDSSONAR matsmanns frá Hörgsholti Vatnsnesvegi 20, Keflavík, er fórst með flugvélinni Glit- faxa þ. 31. f. m. Ólavía Ólafsdóttir og börn AUGLYSrVGASIMI TlMANS ER 8130«

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.