Tíminn - 04.04.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.04.1951, Blaðsíða 4
TÍMINN, miðvikudaginn 4. apríl 1951. 75. blað, d. Ljóð Hjálmars frá Hofi Eftir Riehard Bech práfessor Hjálmar frá Hofi: KVÖLDSKIN. Ljóð. Helga- fell, Reykjavík, 1950. Höfundur þessara kvæða er ióngu kunnur fyfir skáldskap sinn og gaf út kvæðakverið Geislabrot (1928), er hlaut vinsamlega dóma. Bar sú bók því vitni, að þar var óvenju- 1 lega hagorður maður á ferð, er kunni, að gömlum og góð- ! um sið, tökin á hörpustrengj- um íslenzks alþýðukveðskap- ar. — Með þessari nýju bók sinni verður hann fastari i sessi. Honum leikur stuðlað mál svo létt á tungu, að hann yrkir heil kvæði í hringhendum, enda hefir hann sýnilega tek- ið sérstöku ástfóstri við þann hljómfagra bragarhátt. Fylgja hér á eftir nokkur dæmi þess úr lausavisum hans, og skulu fyrst teknar tvær náttúrulýs- mgar; skýrir hin fyrri sig ájálf, en hin síðari nefnist ,Sjávarsýn“: Gróðurlág, en ljós á brá, iiljan smá og fjóla, rjöllin blá í heiði há himna dáir sjóla. Blossa vitar boðum á, oáru titra vígin, eygló ritar ofan frá •tai iiti á skýin. En skáldinu er hringhend- a,n tiltæk til annarra hluta, eins og iýsir sér í þessari vísu, sem heitir „Ort undir fyrir- iestri“: Hann til þrautar rhælir mál, mærðar stauti háður, sami grautur, söm var skál, sem eg hlaut þar áður. Og enn er hringhendan hon- um nærtæk, er hann slær á dlvarlegri strengi, svo sem í pessan prýðilegu vísu um Guðmund Jóhannsson frá Srautarholti, bæjarfulltrúa í íteykjavík, er fórst í bílslysi: Hniga óðum mætir menn, myrkvast hljóð í strengjum, íjölgar þjóðar föiinum enn, tækkar góðum drengjum. Fjarn fer þvi þó, að Hjálm- ar eigi ekki onnur grip á hörp- anm, því að hann yrkir jafn snjailar ferskeytlur undir öðr- im hattum og í ýmsum tón- cegundum, og getur verið bæði meinyrtur og beinskeyttur, pegar svo ber undir, eins og fram kemur í þessari vísu um tildurdrósina: Fölsk eru brjóst og falskar fölsk er hún í svörum, [brár, falskar tennur, falsað hár, t'alskur roði’ á vörum. Miklu oftar er þó hitt, að göðhugur skáldsins til sam- terðasveitarinnar syngur 1 strengjum hans, og tekur það til landa hans beggja megin hafsins, eins og höfundur þessarar umsagnar ber þakk- latlega í minni. Mikill fjöldi af liprum og vel ortum tæki- færiskvæðum er í þessari bók Hjálmars, og hittir hún t. d. vel 1 mark þessi vísa um nafna vorn og frænda, Ríkarð Jóns- son skurðlistarmann: Einhver mesti auður eru þínar syndir, [manns að þú skulir skaparans skera niður myndir. TENGILL H.F. Heiði við Kleppsveg Simi 80 694 Hjálmar er sér einnig vel vitandi ætternis síns og and- legs skyldleika við alþýðu- skáldin íslenzku að fornu og nýju, og sem vænta mátti jafn glöggskyggn á menningargildi hlutverks þeirra í lífi bjóðar- innar og á mikilvægi alþýðu- menntunarinnar í heild sinni. Það er því engin tilviljun, að eitt af fallegustu kvæðum hans nefnist „Harpa kvöld- vakanna", og eru þetta fjögur fyrstu erindhr Þegar öldin ógna há ægði völdum manna, hafði fjöldinn hlýju frá hörpu kvöldvakanna. Harpan fræðum lagði lið, listir gæða málar. Eldaði kvæðið unga við aringlæður sálar. Allra tíða átti völd, eyddi kvíða og skugga, þegar hríðin hélu köld háði stríð við glugga. Undur fróð og hljóma hrein, helgur sjóður ættum. — Geymdi móðurmálið ein mitt í þjóðarhættum. Af sama toga er það spunn- ið, að hann yrkir einkar fögur og innileg minningarstef um Sigurð Breiðfjörð, og minnist með sama huga margra hinna snjöllustu hagyrðinga sinnar tíðar. Hann birtir einnig margt samkveðlinga, sem far- ið hafa á milli hans og þess- ara bragabræðra hans. í þeim hópi er Pálmi landi vor í Michigan-ríki, sem kunnur er löndum sinum af orðhög- um ferskeytlum sínum og lengri kvæðum, sem árum saman hafa komið í Lögbergi. Til þessa æskuvinar sins yrkir Hjálmar heilt ljóðabréf (i hringhendum), og verða sam- eiginlegar æskuminingar þar eðlilega ofarlega í huga. Samúð Hjálmars með þeim, er höllum fæti standa í lífinu, kemur víða fram í vísum hans og kvæðum, ekki síst í kvæðinu „Skógarmaður". hafa um sjálfan hann nætt enda mun kaldan stundum um dagana,, en þá hefir stak- an stytt honum stundir og létt honum sporin; það er því ekki talað út í bláinn, er hann kemst svo að orði í loka- kvæði bókarinanr: Mig ungan heillaði óður og er mín svalalind. Allmargt er af erfiljóðum í bókinni, og þykja mér þessi bezt: „Sveinn skáld Hannes- son“, „Kolbeinn Högnason skáld“, og sérstaklega minn- ingarljóðin um Hreggvið Þor- steinsson kaupmann, bróður skáldsins, er drukknaði; í því þýða og fagra kvæði er undir- alda einlægrar og djúprar tilfinningar. Hjálmar frá Hofi skipar vel sæti sitt á bekk íslenzkra al- þýðuskálda. Þakka ég honúm svo fyrir skemmtunina og sný upp á hann stökunni, sem fylgdi bók hans til mín: Það er yndi að leika lag ljóðs á skyndi vöku, við þig binda bræðralag brags í myndatöku. (Lögberg 25. janúar 1951). annast hverskonar raflagn- Ir og vlðgerðlr svo sem: Verí smiðjulagnir, húsalagnlr sklpalagnir ásamt vlðgerðum og uppsetnlngu á mótorum röntgentækjum og helmills- <félum. Mlnnmgarspjöld Krablsamefnsfclags Reykjavfkur fást í Verzluninni Remedia, Austurstræti 7 og i skrifstofu Elli- og hjúkrunarheimilis- ins Grund. Forðizt eldinn og eignatjón Framleiðum og seljun flestar tegundir handslökkv" tækja. Önnumst endurhleðslr 4 slökkvitækjum. Leltið upp- lýsinga. Kolsýruhleðslan s.f. Síml 338) Tryggvagötu 10 Hefi ávallt fyrirliggjandi hnakka af ýmsum gerðum og beizli með silfurstöngum. Bendi sérstaklega á skíða- virkjahnakka. Þeir eru bæði sterkari og þægilegri en aðr- ir hnakkar. Sendi gegn kröfu. Gunnar Þorgeirsson, Óðinsgötu 17. Reykjavik. Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður Laugaveg 8 — Síml 7752 Lögfræðistörf og eignium- sýsla. Hinn 15. þessa mánaðar fer fram almenn atkvæðagreiðsla í Vestmannaeyjakaupstað um það, hvort áfengisútsala skuli. haldast þar í bæ eða ekki. Á þessu stigi verður ekki neitt um það sagt, hver árangur kynni að verða af þeirri a.t- kvæðagreiðslu, þó að meiri hluti1 yrði með lokun, en það kem- j ur í ljós hvers menn óska og; sú skoðanakönnun út af fyrir! sig er mjög fróðleg og æskileg. Áfengisvarnanefnd Vestmanna-; eyja gefur út kosningablað, sem heitir Vörn, og undirbúning- j ur þessarar atkvæðagreiðslu virðist vera í fullum gangi í Eyjum. Lög um héraðabönn eru til, Alþingi hefir samþykkt þau og þau verið staðfest, en ákvæði um gildistöku þeirra eru eng- in, svo að ágreiningi kann að valda hvort lögin eigi nokkurn tíma að ganga í gildi. Naum- ast munu þau samt hafa verið samþykkt nema ætlast hafi ver- ið til þess. Skoðanir manna um frjálsa sölu áfengis og takmarkanir og bönn eru mjög skiptar. Is- lendingar hafa hvort tveggja reynt. Bannið þótti ekki gefast vel. ÞaS var afnumið í áföng- um. Alltaf spáðu andbanning- ar því, að ástandið myndi batna við hverjar hömlur, sem felld- ar væru niður. Og alltaf fór á- standið versnandi. Bindindis- mönnum og bannmönnum var opinberlega kennt um það í baráttunni að tveir menn hefðu látizt af eitruðu áfengi meðan sterku vínin voru bönnuð. And banningar ætluðu að frelsa þjóðina undan áhrifum þeirra vondu manna, sem neyddu hana til að drekka tréspíritus og brennsluspritt. Það eru margir tugir manna, sem blátt áfram hafa drukkið sig í hel síðan andbanningar unnu sinn mikla sigur 1933 eft- ir að hafa borið bannmenn þess um sökum. Þau mannslát eru sennilega engum að kenna. Þau hafa komið af sjálfu sér. Sum- ir vilja samt kenna bindindis- mönnum um það, vegna þess að þeir leggja ekki stund á að kenna mönnum að drekka hóf- lega, heldur ofstækisfullt bind- indi. Það verður fróðlegt að sjá, hvernig atkvæðagreiðslan í Vesti mannaeyjum fer. En það skulu menn muna, að engin löggjöf verður haldin nema yfir henni sé vakað. Ef menn vilja vera lausir við áfengissölu þurfa þeir að vera á verði gegn laun- sölum, smyglurum, bruggurum og þess konar lýð. Ef almenn- ingsálifið fordæmir iðju þeirra, koma þeir ekki fram. Almenn- ingsálit, sem telur alla áfengis- sölu ósamboðna sæmilegu fólki getur haldið bannlög í heiðri og landinu þurru. Spurningin er bara hvort við/viljum hjálpa til að skapa slíkt almennings- álit. Meðan svo er ekki verðum við að dragast með áfengis- bölið í öllum sínum myndum, þrátt fyrir alla fína drykkju- skóla, antabus og allt. Mér er sagt, að í Framtíðmni, skólafélagi Menntaskólans, hafi komið fram tillaga um að víta þann fjandskap við persónulegt frelsi, sem fælist í bannstefn- unni. Sú tillaga var raunar felld. Þeir ungu menn, sem að henni stóðu, mættu gjarnan vita það, að meðal Sameinuðu þjóðanna er nú mjög rætt um það að banna ópíumrækt um allan heim nema eitthvað smá- vegis undir eftirliti til lyfja- framleiðslu. Sömuleiðis er til jurt ein í Suður-Ameríku, cola- jurt, sem mikill vilji er innan Sameinuðu þjóðanna til að banna algjörlega sem hið versta illgresi. Þetta er ekki sagt til að rægja Sameinuðu þjóðirnar eða að spilla fyrir þeim á þann hátt, að þær verði taldar fjand samlegar persónulegu frelsi ein staklingsins. Annars verður hver að virða sem vill þessa bannstefnu þeirra og meta þær minna eða meira hennar vegna eftir því, sem honum finnst á- stæða til. Starkaður gamli. ynmmgaiiiiiiiimi MUNIÐ HIN HAGKVÆMU AFBORGUNARKJOR ISLENDINGASAGNA- ÚTGÁFUNNAR Islendinga sögur .................... 13 bindi á kr. 520.00 ú skinnbandi Byskupa sögur, Sturlunga saga Annálar og Nafnaskrá ............. 7 bindi á kr. 350.00 í skinnbandi Riddarasögur ......................... 3 bindi á kr. 165.00 í skinnbandi Eddukvæði Snorra-Edda, Eddulyklar .. 4 bindi á kr. 220.00 í skinnbandi Karlamagnús saga og kappa hans....... 3 bindi á kr. 175.00 í skinnbandi Fornaldarsögur Norðurlanda ........... 4 bindi á kr. 270.00 í skinnbandi Samtals 34 bindi á kr. 1700.00 í skinnbandi ALLAR þessar bækur getið þér eignast og fengið, nú þegar, með því að greiða 300,00 — við móttöku bókanna og síðan 100 krónur á mánuði. LEITIÐ UPPLÝSINGA HJÁ OSS íjaóacý naátcjáf^c an Túngötu 7 — Pósthólf 73 — Símar 7508 og 81244 Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.