Tíminn - 04.04.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.04.1951, Blaðsíða 5
75. b!að. TÍMINN. miðvikudaginn 4. apríl 1951. 5, imttm Nliiívihusl. 4. apríl Bætt verzlun .* Framsóknarflokkurinn hef- ir árum saman barizt gegn ó- frelsi í verzlun. Hann hefir ekki viljað una því, að fólk ætti ekki um neitt að velja í verzlunarmálum en væri þröngvað til að skipta við á- kveðna verzlun samkvæmt valdboði ofan að. í ‘annan stað hefir Framsóknarflokk- urinn mjög fast barizt gegn því, að vefnaðarvara væri svo mjög látin í saumastofur, að ekki fengjust ósaumuð efni i einfaldasta fatnað. Nú hefir orðið gagnger breyting í þessunj efnum. Ýms konar vefnaðarvara liggur i búðunum og verzlanirnar aug lýsa vörur, sem árum saman hafa myndast biðraðir við hvenær sem þær komu í búð- ir. Og stjórnarandstöðublöðin auglýsa kappsamlega jækvæð an árangur þessarar hliðar ráðstafana með því að segja frá mismunandi verði í hin- um ýmsu verzlunum. Þannig getur Þjóðviljinn þess í gær, að ein verzlun selji flónel á 10,15 krónur metrann en i annarri verzlun sé það á 17,45 krónur, og er þetta dæmi grip ið af handahófi úr frásögnum blaðanna. Það er allt annað að geta á þennan hátt valið milli verzlana og keypt efni í al- gengan fatnað eða verða að kaupa fatnaðinn fullsaumað- an út úr búð eða vera án hans ella eins og verið hefir. Hér er því um að ræða veruleg ar kjarabætur öllum almenn ingi til handa. Auk þess, sem létt er af fólki hvimleiðu þvingunarhelsi, er þetta fjár- hagslegur ávinningur, ekki sízt fyrir barnaheimili. Þetta hefir tekizt vegna á- hrifa frá gengislækkuninni á gjaldeyrisbúskapinn og með stuðningi frá samstarfi með öðrum þjóðum til að koma efnahagslifi þjóðanna í Vest ur-Evrópu á heilbrigðan grundvöll. Þetta er nauðsynlegt að menn geri sér ljóst, því að það er að hægt að spilla því, sem á hefir unnizt, ef illa er á málunum haldið og óvitur- leg fjármálaþróun kippir fót- unum undan heilbrigðum gjaldeyrisbúskap. Þessar kjarabætur geta þvi aðeins orðið varanlegar, að fram- leiðslutekjur þjóðarinnar gangi ekki saman og hófs sé gætt í gjaldeyrisbúskap öll- um. Því eru þessar hagsbætur meðal annars í hættu, ef verð bólgan í landinu er aukin með ótimabærum kauphækk- unum, öllum atvinnurekstri þar með stefnt í tvísýnu, gj aldeyiýsöflun þjóðarinnar trufluð og myndað fullkomið jafnvægisleysi i fjárhagsmál um. Frjáls og heilbrigð verzlun er einhver hin raunveruleg- asta og bezta kjarabót, sem fengizt getur fyrir allan al- menning í landinu. í þá átt hefir nú verið stigið stórt spor. Ef allt fer með felldu er þess að vænta, að sú þróun geti haldið áfram. Til þess að svo geti oröið þarf þjóðin þó meðal annars að varast hávær an áróður skammsýnna æs- ingamanna, sem láta eins og hærri tölur og meiri verð- bólga sé það fyrsta eða jafn- Innflutningur og úthlutun heimilis- Olíukyndingartækin dráttarvéla og jeppabifreiða Sökum hinna fjölmörgu fyrirspurna, sem beint hefir verið til Úthlutunarnefndar jeppabifreiða, í tilefni af væntanlegum innflutningi og úthlutun dráttarvéla og jeppa, og vegna 'óljósra frá- sagna um mál þessi í blöðum. þykir hlýða að gefa bændum og öðrum, er þessi mál varða. nokkrar skýringar og leiðbein ingar, varðandi þessi mál. Til eru sérstök lög um inn- flutning og dreifingu heimilis dráttarvéla og jeppabifreiða. Nauðsyn. bæri til að sérprenta þessi lög.og senda öllum bún- aðarfélögum á landinu. Telja má líklegt, að Úthlutunar- nefnd hlutist til um það, áður en langt líður. í lögum þessum er ákveðið, að stjómir hreppabúnaðar- félaga - skuli safna pöntun- um bænda og annarra á sínu félagssvæði, á heimilisdrátt■■ arvéluim. og landbúnaðarvél- um, og hafa komið þeim pönt unum til Úthlutunarnefndar 1 fyrir lok.. nóvembermánaðar ár hverfe | Pöntunarlista úr hverju búnaðarfélagi skal fylgja rök 1 stutt álit búnaðarfélagsstjórn ar um^að, í hvaða röð um- 'sækjendur skuli koma til greina. J^ð þýðir, að stjórn- ir búnaðarfélaganna hafa til- lögurétt um úthlutunina, og Úthlutunarnefnd er skylt að hafa hliðsjón af þeim tillög- um. Hins vegar úthlutar hin lögskipaða úthlutunarnefnd tækjunum til einstaklinga, en ekki búnaðarfélögin. Þetta fyrirkoxrmlag hefir það í för með sér„ að þeir aðilar er telja stjórn síns búnaðarfé- lags vera mislagðar hendur í tillögum sínum, geta skotið máli sínu til úthlutunar- nefndar, Getur þá úthlutun- arnefnd,. vikið frá tillögum búnaðarféla’gsstjórnanna, ef henni virðist að skort hafi á réttsýnL, , Samkvæmt lögum frá síð- asta þingi hafa bændur og aðrir, er innkaupaleyfi fá fyr ir umræddum tækjum, leyfi til að ákveða sjálfir hvaða vél eða bíl þeir vilja. Aðeins verða þjeir að binda sig við það land eða lönd, sem Fjár- hagsráð hefir ákveðið að var- an sé fljitt frá. Varðandi úthlutun þeirra dráttarvéía og landbúnaðar- bíla er Fjárhagsráð hefir veitt innflutning á, á árinu 1951, er þetta að segja. Fjárhags- ráð hefir veitt innflutnings- leyfi á 150 dráttarvélum keyptum á sterlingssvæðinu. Með hverri vél fylgir innflutn ingsleyfi ‘ fyrir hjálpartækj- um, serff nema má 100 sterl- ingspurtda verði. Hvaða tæki það á að vera, á kaupáhdi vélarinnar alveg um við það innflutningsfyrir tæki, ef'umboð hefir fyrir þá vél, er hann kaupir. Hefir út hlutunarnefnd þar enga milli göngu, ;heldur snýr sá, sem Efílr flanncs Pálsson frá En«;irfclii úthlutun hefir fengið, sér beint til innflutningsfyrirt.ek isins, er hann felur að kaupa fyrir sig vélina. Fjárhagsráð veitti ennfrem ur innflutningsleyfi fyrir 100 jeppabifreiðum. Mega );ær vera bæði af sterlingssvæð- inu og dollarasvæðinu eftir frjálsu vali þeirra, er úthlut- un fá. Geta menn því valið á milli hins enska jeppa, um- boðsmaður Heildverzl. Hekla h.f., eða hins ameríska jeppa bíls, umboðsmaður Hjalti Björnsson og Co. Leyfi fyrir hjálpartækj- um með jeppabílunum er allt óvíst með ennþá, enda munu þeir meira skoðaðir sem sam göngutæki, en jarðvinnslu- eða heyskapartæki. Til þess að hinar 150 drátt- arvélar gætu komið bændum að fullu gagni á næsta sumri, tók Úthlutunarnefnd það ráð, að úthluta dráttarvélunum strax og innflutningsleyfið var fengið. Voru þá lagðar til grundvallar þær pantanir, er lágu hjá nefndinni, en þær voru nær 2000. Hefði nýjum pöntunum ver ið safnað, þá var vonlaust, að vélarnar hefðu komið að not- um á þessu ári. Þar sem stjórnir búnaðar- félaga höfðu látið fylgja til- lögur um úthlutun, voru þær teknar til greina svo sem kost ur var. Varðandi jeppana tók nefndin það ráð, að auglýsa eftir nýjum umsóknum og til lögum búnaðarfélagsstjórn- anna. Gagnvart jeppunum skal þetta tekið fram: Hver sá, sem starfar að landbún- aði og vill kaupa jeppa skal senda umsðkn til stjórnar síns búnaðarfélags. Umsókn- in má vera stíluð til Úthlut- unarnefndar. Stjórnir búnaðarfélaganna skulu hafa sent Úthlutunar- nefnd allar umsóknir fyrir lok aprílmánaðar þ. á. og láta fylgja rökstudd álit fyrir því, hvaða umsækjandi hafi mesta þörf fyrir bílinn að þeirra áliti. Gjarnan geta bún aðarfélagsstjórnirnar sent raðaðan lista, enda þótt telja megi víst, að í þetta sinn komi tæpast til greina nema 1 bíll á svæði neins búnað- arfélags. 6. gr. laga um innflutning og úthlutun jeppabifreiða hljóðar svo: „Stjórnir hreppabúnaðarfé laga skulu leitast við í til- lögum sínum um úthlutun jeppabifreiða að fylgja eftir- greindum reglum: 1. Að þeir einir komi til greina, er geta vegna sam- gönguskilyrða haft full not bifreiðanna til flutnings á fólki og vörum að og frá heimilum sínum. 2. Að bændur gangi fyrir öðrum hreppsbúum. 3. Að þeir bændur sítji í fyrirrúmi, er afskekktast búa eða eiga lengsta leið á þjóð- veg og mesta hafa flutninga- þörfina. 4. Nú er ekki teljandi mun- ur á aðstöðu umsækjenda, og skal þá láta tvo eða fleiri bændur, sem sameinast um eina bifreið gar.ga fyrir ein- staklingum. Óheimilt er að úthluta jeppabifreiðum til þeirra, er áður hafa fengið slika bif- reið við úthlutun, eiga ökú- færa fólkshifreið eða hafa ökufæra fólksbifreið á heimili sinu. Nú hefir sveitaheimili ökufæra vörubifreið og kem- ur það heimili því aðeins til greina við úthlutun, að ekki liggi fyrir umsóknir frá öðr- um, er hafi óskoraðan rétt til úthlutunar jeppabifreiða. Þegar úthlutunarnefnd hef ir lokið úthlutun sinni sendir hún tilkynningu til þeirra, er úthlutun hafa hlotið. Til- kynningu þeirri fylgir nokk- urs konar innkaupsleyfi, er viðtakandi sendir því fyrir- tæki, er hann kýs að flytji tækið inn fyrir sig. Þar sem Úthlutunarnefnd lagði gamlar pantanir til grundvallar úthlutun pinni á dráttarvélunum, má ætla að (Framhald á 6. siðu.) vel eina, sem þjóðin þarf. Með því móti að neytendur almennt hafi frjálsræði til að efla verzlunarsamtök sín á öll um sviðum og halda viðskipt um sínum að þeim fyrirtækj- um, sem beztu kjörin bjóða, er hægt að leysa alþýðu þessa lands úr viðjum verzlunar- arðránsins. Að því er nú ver- ið að vinna. Þar hefir mikið áunnizt síðustu mánuðina og þó má segja, að þar með sé fyrst og fremst opnuð leiðin til að koma varanlegum leið- réttingum við. Þær leiðrétting ar og hagsbætur koma svo af sjálfu sér, einungis ef tóm vinnst til að láta friðsam- lega þróun haldast í rökréttu framhaldi þess, sem orðið er, en gjaldeyrisvandræði og öng þveiti verður ekki kallað yfir þjóðina. Raddir aábáanna í forustugrein Alþýðublaðs- ins í gær, en hún fjallar um Marshallaðstoðina, segir m. a. á þessa leið: „Það var upphaflega ekki ætlun Bandarikjanna að gera neinn mun á Vestur-Evrópu og Austur-Evrópu að því ei viðreisnaraðstoðina varðaði. Þau buðu fyrst öllum Evrópu- löndum slíka aðstoð. En Sovét ríkin sáu fljótt, að Marshall- aðstoð og Moskvukommún- ismi myndu litla samleið eiga, og þvi höfnuðu þau tilboði Bandaríkjanna. Og þau gerðu betur: Þau bönnuðu öllum leppríkjum sinum að þekkj- ast það og fyrirskipuðu komm únistum hvarvetna í Vestur- Evrópu að spilla fyrir tilætl- uðum árangri Marshallaðstoð arinnar með öllum hugsanleg- um ráðum. Neyðinni mætti ekki útrýma, því að hvað yrði þá um sigurvonir komm- únismans?! En lýðræðisríki Vestur- Evrópu tóku fegins hendi í hina útréttu hönd og viðreisn in þar hófst með þeim skjóta og glæsilega árangri, sem menn hafa nú fyrir augum á þriggja ára afmæli Marshall aðstoðarinnar. Hin herjuðu lönd Vestur-Evrópu hafa ver- ið reist úr rústum á ný, hjól framleiðslunnar eru alls stað ar komin í gang og stórkost- leg mannvirki hafa verið byggð til þess að búa í hag- inn fyrir framtíðina. Hungr- ið hefir verið sigrað og þær milljónir manna, sem fyrir þremur árum eygðu ekki neinn vonarneista, hafa aftur feng- ið trú á frelsið og lýðræðið, á framtíð Vestur-Evrópu yfir- leitt. En Moskvukommúnism- inn, sem hafði fitnað á neyð- inni, hefir gengið svo saman, að hann er nú ekki nema svip ur hjá sjón, miðað við það, er áður var.“ Fátt sýnir betur en barátta kommúnista gegn Marshall- hjálpinni, að þeir telja neyð- ina og fátækina beztu banda menn sína. I dagbiöðum bæjarins birt- ust nýlega miklar lofgreinar um olíukyndingartæki, sem Olíuverzlun íslands hafði iát ið búa til. Ekki munu þó blöð- in hafa kynnt sér, hvort lof- ið var réttmætt, heldur lát- ið sér nægja að fara eftir upp lýsingum Olíuverzlunarinn- ar. Hér skal ekki lagður dóm- ur á það, hvort þetta lof er verðskuldað. Hins vegar má heyra nákvæmlega sama lofið um flest þau mismunandi ol- íukyndingartæki, sem hér eru til sölu. Öll eiga þau sam- merkt um það að vera „bezt og sparneytnust“. Reynslan sýnir þó, að þau eru mjög mismunandi sparneytin. Kunnugur maður hefir full- yrt, að það gæti sparað millj. króna í gjaldeyri árlega, ef aðeins væru notaðar spar- neytnustu tegundirnar. Sparn aður heimilanna og þeirra stofnana, sem tækin . nota, yrðí enn meiri. Það virðist því full þörf á því, að ríkið léti sérfróða menn rannsaka, hvaða tæki væru bezt og sparneytnust og Iétu almenningi þær upplýs- ingar í té. Þá hefði hann ör- uggt mat, en ekki skrumaug- lýsingar seljenda, til að fara eftir. Það ætti að geta sparað mörgum einstaklingum og þjóðinni í heild miklar fjár- upphæðir. Yfirleitt er alltof Iítið gert að því af opinberri hálfu að leiðbeina mönnum um slík inn kaup á vélum. Slík ieiðbein- ingastarfsemi myndi þó geta sparað mikinn gjaldeyri og dregið verulega úr dýrtíð þeirri, sem almeningur býr nú við. „Eins og í Frakklandi“ Á miðvikudaginn var birti Alþýðublaðið forustugrein, er nefndist: Eins og í Frakk- iandi. í greininni er rætt um nýlega afstaðin verkföll í Frakklandi og auknar dýr- tíðaruppbætur, sem launþeg ar þar höfðu unnið sér til handa. Alþýðubíaðið fór hin um lofsamlegustu orðum um þessar dýrtíðaruppbætur og taldi þetta' fordæmi Frakka geta verið íslendingum til sannrar fyrirmyndar. t Alþýðublaðinu á laugar- daginn var birtist svo á öft- ustu síðu svohijóðandi frétta klausa: ,,Franska stjórnin hefir á kveðið að verð á kolum og i gasi skuli hækka um 5 ' prósent og verð rafmagns um 10 prósent. Hækkun þessi er eftir því sem stjórn in lýsti yfir gerð til þess að I vega upp á móti launa- hækkunum, sem nýlega j hafa átt sér stað og einn- ig til að tryggja hagkvæm ari útkomu á rekstri þess- ! ara framleiðslugreina.“ Þessi fréttaklausa, sem Al- þýðublaðið birtir án frekari umsagnar, sýnir það vel. hvers konar kjarabætur svo nefndar dýrtíðaruppbætur eru. Kaupið hækkar að krónu töhi, en verðlagið hækkar jafnharðan. Og i Frakklandi eru það hin þjóðnýttu fyrir- tæki, er ganga á undan með hækkanirnar. Það er engin furða, þótt Alþýðublaðið setji upp stór- I mennskusvip og sé hrifið af kjörorðinu: Eins og I Frakk- í landi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.