Tíminn - 04.04.1951, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.04.1951, Blaðsíða 7
I i U .1 T 75. blaff. . i j • c e 1 n i ; f i i í 15 i i f V ! f> f K TÍMINN, miðvikudaginn 4. april 1951. 7. Bátar í Þorlákshöfn hafa aflað vel í vetur Ilugiis* í Sunnleiuliii«'um að auka liafnar- mamivirki vegna útg'erðar og flutning'a í Þorlákshöfn hefir sjór verið stundaður af kappi í vetur, og er afkoma báíanna þar mjög góð, eftir því sem nú gerist. Fjórir þiifarsbátar, sem allir róa með línu, cru með 215—300 lestir í afla, það sem af er vertíð, og verður það að teljast jafn og mikíll afli. miðað við aðrar verstöðvar. Blaðamaður frá Timanum átti í gærdag tal við Egil Thorarensen kaupfélagsstjóra, og spurði hann frétta úr hinni nýj.u hafn- arborg Suðurlandsins. Góð afkoma bátanna. Ekki. er hægt annað að segja, en vel hafi gengið í Þorlákshöfn í vetur. Er þar nú meiri útgerð og blómlegra athafnalíf, en verið hefir áð- ur, síðan nýtt tímabil hófst í sögu þessa fornmerku út- gerðarstöðvar Sunnlendinga. Þaðan hafa í vetur róið að staðaldri tóíf bátar. Sex þeirra eru opnir trillubátar og fjórir stærri þilfarsbátar. Eru þessir tíu, allir heimilis- fastir í Þorlákshöfn. Afli hefir verið góður eftir því, sem nú gerist. Þilfars- bátarnir fjórir, sem allir eru um og yfir 20 lestir, hafa feng ið 1110 smálestir og hefir afl- inn allur verið saltaður. Þessir fjórir bátar, sem all- ir eru eign útgerðarfélagsins Meitils í Þorlákshöfn, hafa aflað sem hér segir: ísleifur 310 lestir, Þorlákur 295 lestir, Ögmundur 260 lestir og Bryn- jólfur 245 lestír. Reykjavíkurbátar í viðlegu. Tveir bátar, sem skráse.ttir eru í Reykjavík, hafa róið frá Þorlákshöfn- í vetur og stundað línuveiðar í útlegum frá Þorlákshöfn og lagt þar iifla á land. Hefir útgerðar- félagið á staðnum keypt afl- •ann, sem einnig er saltaður. iihugi Sunnlendinga fyr- ir framkvæmdum í Þorlákshöfn. Að undanförnu hafa flutn- ingaskip kömið að og frá Þorlákshöfn og flutt salt, sement, og tekið fisk til út- flutnings. Hefir bryggjan reynzt vel. Síðastliðið sumar tók til dæmis 700 lesta skip fisk þar til útflutnings. Sunnlendingar skilja vel þá þýðingu, sem auknar hafn arframkvæmdir í Þorlákshöfn hafa íyrir framtíð byggðanna og þess vegna er mikill hug- ur í héraðsmönnum og Sunn- lendingum ýfirleitt, að auka við hafnarmannvirki í Þor- lákshöfn. Anna Pótursdóttir Eftir H. Wiers-Jensen Leikstjóri Gunnar Hansen. Sýning í Iðnó í kvöld kl. 8,15. Aðgöngumiðar seidir frá kl. 2. ELSKU KUT“ Hörð barátta háð í Reykjaneshyrnu Fréttaritari Tímans í Tré kyllisvík skrifar: í öllum hörkum þessa vetrar hafa til þessa geng-j ið úti ær, sem Jón Magn-! ússon, bóndi á Hjalla, á. Urðu þær innilyksa í svo-; nefndu Landskeggi í fram anverðri Reykjaneshyrnu í haust, er vetur lagðist á. Ógerlegt er að komast að þeim á þessum slóðum að vetrarlagi, nema af sjó, en þó er ólendandi nema báru laust sé. Eru þarna klett- ar og skriður snarbrattar í sjó fram, og ekki nema fyrir færa menn að fara þarna um á sumardegi, hvað þá nú, þegar allt er í svelli og harðfenni. Einu sinni var þó gerð tilraun til þess að bjarga kindun- um í veíur, en ógerlegt reyndist að komast að þeim. Upphaflega voru kind- urnar þrjár. En í vikunni fyrir páska hrapaði ein þeirra úr klettunum og í sjó fram og lét þar líf sitt. Hinar hjara enn og bíða vorsins, ef þeim endist líf til þess. Geta má nærri, hvort ekki hafi verið hörð lifsbar áttan á berangurssnögum í snarbrattri klettahlíð- inni beint á móti norðaust anáttinni, sem ekki hefir slegið slöku við í vetur. — Fylgjast menn með því af öllum huga, hvernig þeim tveimur, sem eftir eru, reiðir af. Ein er fallin. — Tekst hinum að sigra ein- hvern lengsta og harðasta vetur þarna á bergsnös- unum og sanna þar með ó- drepandi þrautseigju ís- lenzku sauðkindarinnar? i Baðdúnkur 150 lítra, galvaniseraður, nýr, til sölu. Sími 6103. Gjörizt áskrifendur að % imanum Áskriftarsími 2323 KíJStttS: IEas*@lmlahjálpin (Framhald af 1. síðu.) jafnhliða til Noregs að hálfu landbúnaðarráðuneytisins um heykaup, ef á þyrfti að halda, en svar þaðan er enn ókomið. Verður ekki til þessa innflutnings gripið, fyrr en útséð er um, að ekki sé hægt að fá hpy hér inn- anlands og að hreinn voði sé fyrir dyrum. Fluíningacrfiðleikarnir. — Hvaða vonir eru til þess aö koma fóðurforðanum til bænda? — Það get ég ekki sagt um með neinni vissu. Það hefir verið unnið að því með snjóbílum og jarðýtum að koma fóðurforðanum frá Reyðarfirði upp á Hérað og þaðan um sveitirnar, sem hey skortir, en jafnóðum og slóð- ir hafa verið gerðar um Fagradal, hefir hríðað í þær. Þegar ég talaði við Reyðar- fjörð í gærmorgun, hafði ver- ið vonzkuhríð á fjallinu og snjóað í allar slóðir, en þeir, sem stóðu fyrir flutningunum, töldu, að ef veður skánaði eitthvað, mundu þeir geta annazt flutningana með þeim verkfærum, sem þeir þar hafa, en hey hefir safnazt fyrir á Reyðarfirði, og ekki verið hægt að flytja það nægilega ört upp til sveitanna. — Og eins og áður segir, er þar næg ur fóðurbætir. I Rannsókn enn á ný. — Vita menn þá alveg með vissu, hvað vantar af heyí? — Nú er verið að þaulrann- saka enn að nýju, hvað mik- ið vantar, og verður þeirri rannsókn lokið næstu daga. Að öllum líkindum er hey- skorturinn eitthvað svipaður þvi, sem gert er ráð fyrir og í samræmi við þær pantanir. sem oddvitarnir hafa sent stéttarsambandinu, sem áður er getið. Skorað á þá, scm aflögu- færir eru, að hjálpa. Það, sem nú er nauðsyn- legast af öllu, er það, að all- ir þeir, sem hey eiga af- lögu, gefi sig fram við Stétt- arsambandið þegar í stað. Þótt leitað hafi verið til Nor egs um hey, er miklum vand kvæðum bundið að fá það þaðan. Það er eins og kunn- ugt er, ekki leyfilegt að flytja inn hey, og verður þess vegna að breyta lög- um til þess að flytja það inn. í annan stað hefir ver- ið Ieitað fyrir sér um flutn- inga á heyinu og sýnist ætla að valda miklum erfiðleik- um að fá skip til flutning- anna. Þess vegna vil ég biðja Tímann að hvetja alla þá, sem hey hafa aflögu, að gefa sig fram þegar í stað við Stéítarsamband bænda. ♦♦♦♦♦♦♦ í(tbretíti Tímahh AuylijMl í Tmahufn ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦•*♦♦♦♦♦♦♦«♦»♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦** Raforkuver fyrir tugi miljóna í Færeyjum Sainiiin«'aiicfml í Kauiimaiiiiah. jicssa tlaga Sendinefnd frá Færeyjum hefir verið í Kaupmannahöfn til þess að ljúka samningum við Höjgaard & Schultz og fleiri fyrirtæki um byggingu rafstöðvar í Færeyjum fyrir 15—16 miljónir danskra króna. Er Dal Olsen sýslumaður formaður hinnar færeysku nefndar. Miðlar þrem eyjum rafmagni. Það er vatnsaflstöð, sern í ráði er að reisa, og á að dreifa rafmagni frá henni um Straumey, Austurey og Vogey, þar sem koma á upp niður- suðuverksmiðjum, sem vinna úr sjávarafurðum. Hluti Fær- eyinga af Marshall-hjálpinni og fé fyrir hlutabréf, sem selzt hafa í Færeyjum, mun standa undir helmingi af kostnaði við rafvirkjunina, en það, sem á vantar, verður feng ið að láni úr ríkissjóði Dana eða gegn danskri ríkisábyrgð. Mikið mannvirki. Rafstöðin verður á Straum- ey, en þar eð vatn er fremur af skornum skammti verða gerðar miklar stíflur og mynd uð tvö uppistöðulón til vatns miðlunar handa hinu fyrir- hugaða raforkuveri. Verður hér um mikið mannvirki að ræða. ' 5 £ fflæðrafræðum ið á Klaustri Sýning í Iðnó annað kvöld. kl. 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í dag. Sími 3191. »♦♦♦♦♦♦• UNGLING vantar til að bera út blaðið í KLEPPSHOLT. Afgreiðsla TÍMANS Sími 2323 og 81 549." ' Frá fréttaritara Tímans á Kirkjubæjarklaustri. . . • - \ A sunnudaginn var lauk að Kirkjubæjarklaustri nám- skeiði í húsmæðrafræðum, er þar hefir staðið undanfarnar vikur. Viðstaddir voru kven- félagskonur, aðstandendur námsmeyja og nokkrir aðrir gestir. Hófust námskeiðsslitin með sameiginlegri kaffi- drykkju og var rausnarlega á borð borið af námsmeyjum, sem önnuðust alla fram- reiðslu og skemmtu gestum einnig með söng og upplestri, undir stjórn þeirra Esra Pét- urssonar héraðslæknis og séra Gísla Brynjólfssonar, en þeir höfðu annazt stundakennslu á námskeiðinu i bóklegum greinum. Forstöðukona námskeiðsins var ungfrú Guðrún Jensdóttir og flutti hun ræðu við slitin og lýsti starfi námskeiðsins og árangri, sem hún taldi góð an eftir ástæðum og nám- skeiðið allt hið anægjuleg- asta. Námsmeyjar voru tíu og námsgreinar flestar hinar sömu og í húsmæðraskólum. Námskeiðið stóð 62 daga og varð kostnaður allur um 15 kr. á dag fyrir hverja stúlku. Guðrún Jensdóttir fer nú í Grímsnesið og heldur þar annað svipað námskeið. Til sölu með tækifærisverði Solo-eldavél, emaleruð eldavél, (hvít). Upplýsingar hjá Kaupfélagi Rangæinga, Rauðalæk. Verkun hrossakjöts Eftirfarandi ályktun var gerð á síðasta búnaðarþingi: Búnaðarþing skorar á Fram leiðsluráð landbúnaðarins, að vinna að umbótum á eítir- töldum atriðum varðandi verð skráningu, verkun og geymslu hrossakjöts: 1. Að verðskrá hrossakjöt í hlutfalli við dilkakjöt, sem hér segir: a) Heildsöluverð á folaldakjöti verði allt að þrír fimmtu af heildsöluverði 1. fl. dilkakjöts. b) Heildsöluverð á kjöti af 1—6 vetra tryppum verði fjórir sjöundu af heild- söluverði 1. fl. dilkakjöts. c) Heildsöluverð á kjöti af hross um 7—12 vetra verði V2 heild söluverð á 1. fl. dilkakjöts. d) Heildsöluverð á kjöti af 13 vetra hrossum og eldri verðl V3 af heildsöluverði 1. fl. dilka kjöts. 2. Að láta rannsaka hvaða aðferð við slátrun hrossa, kæl ingu kjötsins og geymslu reynist bezt til að tryggja vörugæði og sjá um að -þær jaðferðir, sem beztar reynast. I verði alls staðar notaðar. 3. Að semja við Atvinnu- deild Háskólans um, að rann saka hvort guli litur hrossa- fitunnar, orsakast af karo- j tín innihaldi hennar, og ef I svo er, þá hve mikiö koró- I tínmagn hrossafitan hefir, samanborið við aðrar kjöt- fitutegundir og gróðrar- ^smjör. Ennfremur verði rann 1 sakaðir aðrir eiginleikar , hrossafitunnar og leita álits 1 efnafræðinga hvaða geymslu- aðferðir hæfa henni bezt. 4. Að fá Tilraunaráð bú- fjárræktar í samvinnu, til að rannsaka, hvort arðvænlegt myndi reynazt, að taka blóð úr fylfullum hryssum til sölu erlendis. Greinargerð: 1 Undanfarin ár hefir verð- jlag á hrossakjöti verið allt of , lágt, samanborið við verð' á | öðrum kjöttegundum. Álvkt- un þessi er því fram sett í þeim tilgangi, að Framleiðslu ráð landbúnaðarins, verðskrái hrossakjöt við næstu skrán- ingu í meira samræmi við verð á öðrum kjöttegundum, en verið hefir. Þá er í 2. og 3. lið ályktunarinnar bent á j atriði varðandi hrossakjöt- t ið, sem þyrftu frekari rann- sókna við, s. s. geymsluaðferð ir og meðferð alla, þegar j hrossinu er slátrað, ennfrem ur rannsóknir á karótin- 1 magni hrossafitunnar. Karó- tínið er A-bætiefnagjafi og myndi stuðla að þvi, ef sann- aö yrði, að mikið væri af því i hrossakjöti, að kjötið yrði enn eftirsóttara til mann- eldis. — Rafmagns- ofnar 220 volt, 925 wött Kr. 200.00. Sendum gegn póstkröfu... Yéía- og raftækjaverzluníh Tryggvagötu 23. Sími 81279,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.