Tíminn - 04.04.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.04.1951, Blaðsíða 8
Reykjavík, 35. árgangur. 9,Á FÖRMJM VEGI“ í DAGi Ga röaffróðu r Lítið um sjósókn og tregur afli í Ólafsfirði Tveir togbátariáta afla sinn í frysíihiss. Fiskiðjjuverið í Ólafsfirði ónwtað. 75. blað. Frá fréttaritara Tímans á Ólafsfirði. Sjór er ennþá lítið síundaður frá Ólafsfirði. Tveir tog- bátar leggja þar upp afla sinn en þeir hafa fiskað heldur illa það sem af er vertíð. Trillubátar eru ekki byrjaðir veiðar. Þrír Ólafsfjarðarbátar stunda róðra frá Faxaflóa- höfnum. Eru það Einar Þver- ningur, Sævalduf og Græðir. Afii togbátanna tveggja :r frystur. Fiskiðjuverið í íilafsfirði er ekki starfrækt, :n það hefir vélar til afkasta nikillar nlðursuðu á síld og áðrum sjávarafurðum. iðlega, en aldrei hefir kom- ði til mjólkurleysis i kaup- staðnum af þeim sökum. — Bændur sveitarinnar hafa sýnt mikinn dugnað við að koma mjólkinni og flutt hana á sleðum dregnum af hest- um, hvernig, sem viðrað hef- ir að kalla. 4. april 1951. Snjóklukkurnar eða vetrargosarnir, eins og þær eru stundum kallaðar, eru falleg blom, þótt ekki séu stórvaxin, og brjóta af sér vetrard ómann fyrst allra garðblóma. Þær eru þegar farnar að skjóta upp koilinum í skjólgóðum görðum hér í bænum. 11 bændasynir til verk- náms í Bandaríkjunum Fara þangað á vcgum Efnahagssamvinnn- stofnunarinnar o»' niunu vinna á búgörðum Dagana 12. og 19. þessa mánaðar munu ellefu íslenzkir bændasynir leggja af stað vestur um haf á vegum Efnahags- samvirnustofnunarinnar til dvalar á bandarískum bænda- bvlum. Það er Búnaðarfélag íslands, sem séð hefir um undir- búning fararinnar hér heima. Þessir ungu menn munu fara í tveim hópum, sjö með skipi og fjórir með flugvél. Menn þeir, sem fara eru þess ir: Gunnar Halldórsson, Skeggjastöðum í Hraungerð- ishreppi, Arngrimur Guðjóns son, Gufudal í Ölfushreppi, Björn Kristjánsson, Bústaða- bletti 3 við Reykjavík, Hörður Sigurgrímsson, Holti við Stokkseyri og Jón Sigurgrims son sama stað, Hákon Krist- insson, Skarði, Landssveit, Sig urður Erlendsson, Vatnslevsu i Biskupstungum, Jón Teits- son, Eyvindartungu í Laugar- dal, Jón Guðmundsson, Fjalli á Skeiðum, Ásbjörn Sigurjóns son, Álafossi og Sæmundur i Jónsson, Austvaðsholti í Landssveit. i I Dvölin vestra. Menn þessir eru ráðnir til dvalar og starfs á bandarísk, sveitabýli og munu verða 6— 8 mánuði og verður þeim greitt kaup. 60—75 dollarar á mánuði auk fæðis og húsnæð is. Bóndi sá, sem hver og einn vinnur hjá skuldbindur sig til að veita tilsögn við störfin og kenna öll hin helztu landbún aðarstörf, sem um hönd eru höfð á býlinu, og eru býlin valin með það fyrir augum, að sem bezt not geti orðið að dvölinni þar. Þegar námskeiðið er hálfn að verður öilum þátttakend- unum safnað saman á ein- hvern stað miðsvæðis svo að þeir geti borið sig saman um þá fræðsiu, sem þeir hafa hlot íð. Er þess að vænta,' að sem beztur árangur geti af þessu orðið, svo sem til er stofnað, og ungu mennirnir komi heim ríkari af reynslu og margvís- legri þekkingu um landbún- aðarstörf. EBIiði seidi vel í gær Siglufjarðartogárinn Ell- iði seldi afla sinn í Grímsby í gær, 3338 kit fyrir 12431 pund. Er Elliði þar með orð- inn hæstur með meðalsölu af þeim togurum, sem selt hafa í Bretlandi á þessu ári, í þeim þrem söluferðum, sem hann hefir farið. Hefir Ell- iði selt samtals fyrir 41 þús. pund. íslenzkir togarar hafa alls selt fyrir rúmlega 40 millj. ísl. króna í Bretlandi það sem af er árinu, og hafa verið farnar 87 söluferðir. Varð að fá flugvél frá Rvík til að flytja lækni frá Akur- eyri til Mývatnssveitar í fyrradag flaug Björn Pálsson norður í Mývatnssveit með lækni. Hann flaug fyrst norður á Melgerðisflugvöll i Eyja- firði, en þangað kom læknirinn, Þóroddur Jónasson, frá Ak- ureyri á snjóbíl. Var síðan flogið austur í Mývatnssveit og lent á Grænavatni rétt hjá bænum Grænavatni, en þar var hinn sjúki maður. Heldur að glæðast afli. Upp á siðkastið virðist svo sem afli togbátanna sé held- ur að glæðast. Komu þeir inn á sunnudaginn með um 30 lestir hvor, og er það bezti afli hjá þeim i veiðiför, það sem af er vertíðinni. Fannfergi er enn mikið í Ólafsfirði og ekki bílfært nema um lítinn hluta bæjar- ins. Var ýtt af götunum frá höfninni upp að verzlunar- húsunum, svo að bílfært er nú um þann hluta bæjarins, sem er aðalvettvangur atvinnu- lífsins. Mjólkurflutningar erfíðir. Mjólkurflutningar til Ól- afsfjarðar hafa gengið erf- Mývetningar höfðu komið þangað margir saman og mok að snjónum af ísnum með skóflum og myndað þannig nothæfa lendingarbraut. — Þurftu þeir að moka með skóflum einum snjólag, er víðast var um fet á þykkt. Björn flaug síðan með lækninn til Akureyrar og var [ þar í fyrrinótt en flaug síð- an til Reykjavikur í gær- morgun. Enginn læknir í héraðinu. Sjúklingurinn á Græna- vatni var ungur maður með skæða lungnabólgu, en eng- inn læknir var á Breiðumýri. (Framhald á 2. síðu.) Sa mgönguverkf all- inu í Paris lokiÖ Fulltrúar samgönguverka- manna í París samþykktu i gær að hvetja verkamenn í þessari starfsgrein til að hverfa aftur til vinnu í dag eftir að þeir höfðu athugað skýrslu og tilboð stjórnarinn- ar í málinu. Verkfallið hefir nú staðið þrjá.r vikur. Um 140 neðanjarðarlestir voru á ferð í París í gær og er það um þriðjungur þess sem venju- legt er. Dómsmálaráðherra höfðar mál gegn Jónasi Þorbergssyni Hinn 29. marz s.l. ritaði dómsmálaráðherra sakadóm- aranum í Reykjavík bréf þess efnis, að hann fæli honum að höfða mál gegn Jónasi Þorbergssyni útvarpsstjóra, samkvæmt 14. kafla hinna al- mennu hegningarlaga, sem fjallar um brot í opinberu starfi. Mál þetta var tekið fyrir 2. apríl og stefna til-1 kynnt, en síðan ákveðinn1 frestur til að skila vörn til 21. apríl. Leggur verjandi þá fram skriflega vörn. Nvju tognrunum öllum ákveðinn staður Ríkisstjórnin hefir nú á- kveöið ,hvert allir hinir nýju togarar, sem smíðaðir eru fyrir ísland í Bretlandi verða seldir. Fjórir togarar eru þeg ar komnir til landsins og hafa verið afhentir kaupendum, eins og fyrr hefir verið frá skýrt, en hinir sex munu all- ir koma á þessu ári, hinn síð- asti í október. Af þeim fara þrír til Reykjavíkurbæjar, einii tjl ísafjarðar, einn til Patreksfjarðar og einn til Austfjarða. Munu Eskifjörð- ur, Seyðisfjörður og Fáskrúðs fjörður verða saman um kaup þess togara. Nær algert aflaleysi á Hornafirði Frá fréttaritara Tímans í Hornafirði. Aflaleysi er hér og róa bát- ar stopult. Eru menn orðnir vondaufir um að vertíðin ætli að ná meðallagi. Bátar munu þó eitthvað halda á- fram róðrum enn í von um að úr rakni. Fiskur, sem á land berst er allur saltaður, en engin fisktökuskip hafa verið hér að undanförnu. Fyrir nokkrum dögum er lokið bráðabirgðaviðgerð á símalínunni héðan frá Ilöfn til Hóla, og eru viðgerðar- mennirnir farnir suður. Hinn mikla snjó, sem setti hér niður fyrir hálfum mán- uði, er nú byrjað að taka, því að þiðviðri og rigning hefir verið hér þessa siðustu daga. Bretar leggja hart að sér við vígbúnað Brezka stjórnin birti í gær efnahags- og framleiðsluá- ætlun sína á þessu ári. Er þar gert ráð fyrir margvislegum breytingum til að hraða sem mest vígbúnaði og framleiðslu til hernaðarþarfa. Mun brezka þjóðin verða að minnka töluvert neyzlu ým- issa vara og herða að sér til þess að áætluninni verði náð. Draga verður úr notkun kola og stáls og eins útflutningi þessara vara. Hráefnavöntun er mesta vandamálið einkum vöntun á járni og stáli, og mun framleiðsla á því sviði iðnaðar til friðarþarfa því dragast saman. Þjóðverjum leyft að auka iðnað HernámsStjórnir vestur- veldanna í Þýzkalandi hafa nú rýmkað töluvert til um á- kvæði um iðnaðarframléiðslu í Vestur-Þýzkalandi. Verður Þjóðverjum nú leyft að auka járn- og stáliðnað sinn tölu- vert og meðal annars afnum- ið ákvæði um stæré-og hrað- skreiðni skipa, er þeir mega byggja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.