Tíminn - 04.04.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.04.1951, Blaðsíða 3
75. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 4. apríl 1951. 3, /slerLdingaJpættir Sextugur: Jón G. Ólafsson Jón G. Ólafsson er fæddur að Hólum í Dýrafirði 29. marz 1891, sonur hjónanna Sig- ! -ríðar Kristínar Jónsdóttur og Ölafs Guðmundssonar bónda þar. Faðir hans var ættaöur úr Dýrafirði, góður og gegn búþegn, en móðir hans, Krist ín, var ættuð úr Önundar- firði, var hún ljósmóðir langa æfi, frábær gáfukona og skáld mælt. Gaf hún út ljóðmæli sín á efri árum sínum. £ Jón Ólafsson ólzt upp í for- bldrahúsum við dagleg störf til sjós og lands.. Stundaði hám í skóla sr. Sigtryggs á ( Núpi 1910—«12, og var þar| framarlega f-hópi góðra nem- j enda. Vann síðan á búi for- eldra . sinna og fluttist með . þeim til Þíngeyrar og stund- ' aði þar sjósókn á þilskipum. Nam hann slátraraiðn hjá Sláturfélagi Suðurlands, er j komið hefir héraðinu að góðu haldi. Árið 1916 kvæntist hann á- j gætri konu: Ágústu Guð- J mundsdóttur frá Brekku í, Dýrafirði. Keyptu þau þá jörðina Minni-Garð í Dýra- firði og fluttust yfir fjörð- inn og fóru foreldrar Jóns til' bús með þeim og dvöldust hjá þeim til æfiloka. Vorið 1920 fluttust þau að Gemlufalli og hafa búið þar síðan. Gerðist Jón þá jafn- framt ferjumaður yfir Dýra- fjörð, þvi Gemlufall hefir ver- Ið ferjustaður lengi. Var það oft ónæðissamt og erilsamt starf og olli miklum frátöf- um frá daglegum heimilis- störfum, þar sem sinna þurfti flutningum nótt sem nýtan dag. Jón er prýðilega gefinn maður, gjörhugull og víðförli í hugsun og grundar dýpstu rök tilverunnar. Einkum hef- ir hann aðhyllst mjög kenn- ingar Helga Péturs. Jón er einnig einlægur trúmaður og lætur sig kirkju og kristin- dómsmál miklu varða. Hann hefir lengi setið í sóknar-1 nefnd og verið safnaðarfull- | trúi. Hann hefir tekið góðan 1 þátt í menningarmálum j sveitar sinnar, mikið fengizt við barnakennslu, bæði með j því að taka börn á heimili j sitt og sem barnaskólakenn-' ari.Hann hefir verið kjöt- og( ullarmatsmaður lengi og kenndi mönnum hér slátrun og kjötverkun. Þá hefir hann um alllangt skeið verið símstjóri og póst- j afgreiðslumaður. Heimili þeirra hjóna hefir því verið mjög gestkvæmt og oft gest- um og gangandi að sinna. Börn eiga þau sex og eru fimm þeirra á lífi, og einn fósturson eiga þau, er hjá þeim dvelur. Elst barna þeirra er Sigríður Kristín, kona sr. Eiríks J. Eiríkssonar á Núpi, þá Jónína ógift heima, Elín, gift Oddi bónda Andréssyni ú Hálsi í Kjós, Ingibjörg Ijós- móðir, gift Gísla hreppstjóra bróður Odds, og Guðmundur trésmiður, heima ásamt Skúla, fóstursyninum. Ágústa, kojna Jóns, átti sextugsafmæli 1. ágúst s.l. Þessara tímamóta í lífi þess ara merkishjóna, vina minna og nágranna um 30 ára skeið, vil ég minnast með innUegu þakklæti fyrir ágæt samskipti og marga ánægjustund, er ég hef hjá þeim átt. Á ég þá einlægu ósk nú, að við sveitungar þeirra hjóna fáum enn lengi að njóta þeirra. Jóhannes Davíffsson. UTAN ÚR HEIMI Samvaxnir tvíburar tii sýnis. í Los Angeles er nýlega byrjað að sýna samvaxna tví- Bura gegn aðgangseyri. Höfuð þeirra eru vaxin saman. Móð- . ir þeirra .er svertingi og hefir maður hennar nýlega skilið við hana. Tvíburarnir þurfa sérstaka aðhlynningu og er framfærzla þeirra talin kosta 5 þús. kr. á dag. Móðir þeirra telur sig þurfa að afla fjár til framfærzlunnar með fram angreindum hætti. II Tvíburarnir, sem eru stúlk- ur, eru nú tveg'gja ára gamlir. Þeir eru þegar farnir að tala allmikið og virðast hinir skyn ugustu. Samkomulagið er yf- irleitt gott, en þó kemur það fyrir, að Yvonne, sem er stærri og sterkari, stjórnar Yvelle allóþyrmilega, ef hún vill ekki fylgja með. ★ Athafnasamur fjölkvænismaður. Nýlega hefir lögreglan í Kairo handsamað mann, sem heitir Seadek Ahmed. Hann hefir játað á sig að hafa gifzt 42 konum seinustu 15 árin, án þess að hafa skilið formlega við nokkra þeirra. — Ég er ákaflega gæflyndur, sagði hann fyrir réttinum, og falli mér illa við konu, vil ég heldur skilja við hana en ríf- ast við hana. ★ Fertug kona á 21 barn. í Veroqua í Wisconsin er kona, sem heitir Freda Scho- ville. Hún er rétt fertug að aldri, en átti nýlega 21. bam sitt. Aldrei hefir hún þó átt tvíbura. Hún átti fyrsta barn- ið, er hún var á 16. árinu. Þess skal getið, að sami mað ur er faðir að öllum börnun- um. ★ Dýrt handtak. Sá atburður gerðist nýlega í Sönderborg í Danmörku, að kona missteig sig og greip í hendina á karlmanni nokkr- um í fallinu. Handtak þetta virðist hafa verið nokkuð ó- venjulegt, því að maðurinn fór úr axlarliðnum. Hann hef ir nú fengið frúna dæmda til að greiða sér nær 3000 kr. í skaðabætur. Ferfaldur munur. Samkvæmt skýrslu frá efna hagsdeild S. Þ. nam stálfram- leiðsla Sovétríkjanna og lepp- ríkja þess 36 millj. smál. á s. 1. ári, og er það 6 millj. smál. meira en árið áður. Stálfram- leiðsla Vestur-Evrópulandanna nam á s. 1. ári 53 millj. smál., og er það einnig 6 millj. smál. meira en árið áður. I Banda- ríkjunum nam stálframleiðsl- an 87,7 millj. smál. Stálframleiðsla lýðræðisríkj- anna nam þannig 140 millj. smál., og er því næstum fjór- um sinnum meiri en fram- leiðsla Sovétríkjanna og lepp- ríkja þeirra. BIFREIÐAEIGENDUR! Hafið þér athugað að á hverju ári verða allmörg slys, sem bæta verður með meiru fé, en flestir hafa tryggt fyrir. Á síðastliðnu ári önnuðumst vér t. d. uppgjör tjóns, sem bætt var með kr. 126.000.00 Tryggt var fyrir kr. 30.000.00. Eigandi bifreiðarinnar greiddi kr. 96.000.00. A síðastliðnu ári voru einum manni dæmdar bætur sem námu kr. 135.000.00. Greiðsluskyldan á því, sem er fram yfir tryggingarupphæðina, hvilir á yður. Fleiri dæmi mætti nefna, en verður ekki gert hér. Aðeins skal lögð áherzla á það, að þessi áhætta er meiri, en menn almennt gera sér grein fyrir og fer vaxandi, vegna vaxandi dýrtíðar. Þannig bættum vér i byrjun ársins 1950 t. d. eitt tjón með kr. 29.140.00. Miðað við verðlag nú, ættu bætur, vegna samskonar tjóns, að vera kr. 37.130.00. Vér viljum benda á, að fyrir þessari áhættu er hægt að tryggja, gegn iðgjaldi, sem er mun lægra, en menn almennt álíta. Iðgjöld fyrir nokkra helstu áhættuflokkana eru, sem hér segir: Á 1. áhættusvæði: Bifreiðar skrásettar í Reykjavík, Hafnarfirði, Gull- bringu- og Kjósarsýslu og Keflavík. Ábyrgffartrygging allt að Kr. 30.000.00 Kr. 100.000.00 Kr. 200.000.00 Iðgjald: Iðgjald: Iðgjald: Einkabifreið ... kr. 500.00 kr. 650.00 kr. 750.00 Leigubifreið kr. 1.175.00 kr. 1.527.50 kr. 1.762.50 Jepp-bifreiðar . kr. 600.00 kr. 780.00 kr. 900.00 Vörubifreið til afnota eingöngu einka- kr. 600.00 kr. 780.00 kr. 900.00 Vörubifreið notuð við at- vinnurekstur og sendif. kr. 1.000.00 kr. 1.400.00 kr. 1.600.00 Vöru-leigubifreið kr. 1.000.00 kr. 1.400.00 kr. 1.600.00 Á 2. áhættusvæffi: Bifreiðar skrásettar í Árnes- og Rangárvallasýslum, Akureyri og Eyjafjarðarsýslu. Ábyrgðartrygging allt að Kr. 30.000.00 Kr. 100.000.00 Kr. 200.000.00 Iðgjald: Iðgjald: Iðgjald: Einkabifreið ... kr. 375.00 kr. 487.50 kr. 562.50 Leigubifreið kr. 875.00 kr. 1.137.50 kr. 1.312.50 Jepp-bifreið ... Vörubifreið til einka- kr. 475.00 kr. 617.50 kr. 712.50 afnota kr. 475.00 kr. 617.50 kr. 712.50 Vörubifreið notuð við at - vinnurekstur og sendif. kr. 675.00 kr. 945.00 kr. 1.080.00 Vöru-leigubifreið kr. 800.00 kr. 1.120.00 kr. 1.280.00 Kr. 30.000.00 Kr. 100.000.00 Kr. 200.000.00 Iðgjald: Iðgjald: Iðgjald: kr. 300.00 kr. 390.00 kr. 450.00 kr. 725.00 kr. 942.50 kr. 1.087.50 kr. 450.00 kr. 585.00 kr. 675.00 kr. 450.00 kr. 585.00 kr. 675.00 kr. 550.00 kr. 770.00 kr. 880.00 kr. 625.00 kr. 875.00 kr. 1.000.00 Á 3. áhættusvæði: Bifreiðar skrásettar annarsstaðar á landinu. Ábyrgffartrygging allt aff Einkabifreið . kr. Leigubifreið . kr. Jeep-bifreið . kr. Vörubifreið til einka afnota .................... kr. Vörubifreið notuð við at- vinnurekstur og sendif. kr Vöru-leigubifreið ......... kr. Frá ofangreindum iðgjöldum dregst iðgjaldsafsláttur 15—20% verði ekkert tjón af notkun bifreiðarinnar 2, 3 eða fleiri ár í röð. Mismunur á ið- gjaldi fyrir 30 þús. króna tryggingu og 200 þús. króna tryggingu verður kr. 112.50 hjá þeim sem iðgjöld greiða samkvæmt lægsta áhættuflokki og eiga rétt á 25% bónus, og hjá þeim, sem iðgjöld greiða samkvæmt hæsta áhættu- flokki og eiga rétt á 25% bónus, kr. 450.00. Vér erum að byrja á endurnýjun næsta tryggingaárs, 1. maí 1951 til 1. maí 1952. Ef þér hafið áhuga á að auka öryggi yðar með því að hækka trygginguna, þá hringið til vor eða skrifið og látið oss vita, sem fyrst. Sjóvátryggingarfélag Islands h.f. — Bifreiðadeild — I t: H r:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.