Tíminn - 26.04.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.04.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, fimmtudaginn 26. apríl 1951. 92. blað. i til heiia Útvarpib írtvarpið í dag: 8.30 Morgunútvarp. 9.00 Hús- mæðraþáttur. — 10.10 Veður- fregnir. 12.10—13.15 Hádegisút- varp. 15.30 Miðdegisútvarp. — 16.25 Veðurfregnir. 18.30 Dönsku kennsla; I. fl. — 9.00 Ensku- kennsla; II. fl. 19.25 Veðurfregn ir. 19.30 Tónleikar: Danslög (plötur). 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Frá útlönd- um (Jón Magnússon frétta- stjóri). 20.45 Tónleikar (plötur). 20.50 Lestur fornrita: Saga Har- alds harðráða (Einar Ól. Sveins ,son próf.). 21.15 Sextugsafmæli Björgvins Guðmundssonar tón-' skálds. 22.00 Fréttir og veður- fregnir. 22.10 Tónleikar (plöt- ur). 23.00 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: M.s. Hvassafell losar sement fyrir Norðurlandi. M.s. Arnar- fell fer frá Blyth í dag áleiðis til Islands. M.s. Jökulfell er væntanlegt til Reykjavíkur kl. 10.00—11.00 f. h. í dag. Ríkisskip: Hekla er á leið frá Austfjörð- um til Reykjavíkur. Esja verður væntanlega á Akureyri í dag. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Skjaldbreið ér í Reykjavík. Þyrill var á Skaga- strönd í gær. Oddur er á Aust- fjörðum á norðurleið. Ármann fór frá Reykjavík í gærkvöld til Vestmannaeyja. Hafborg er á Breiðafirði. Eimskip: Brúarfoss fór frá London 23. 4. til Grimsby, Húll og Reykja- víkur. Dettifoss kom til Haifa i Palestínu 21.4. Fjallfoss fer frá Reykjavík 26.4. til Vestur- og Norðurlandsins. Goðafoss fór frá Rotterdam 21.4., væntanleg- ur til Reykjavíkur um kl. 20.30 i kvöld 25.4. Lagarfoss er í Bol- ungavík, fer þaðan til Lang- eyrar, Isafjarðar og Súganda- fjarðar. Selfoss fór frá Gauta- oorg 22.4. til Reykjavíkur. Tröllafoss kom til New York 24.4. frá Reykjavík. Tovelil fer væntanlega frá Rotterdam 25.4. til Reykjavíkur. Barjama ferm- ir í Leith um 25.4. til Reykja- víkur. Dux fermir í Rotterdam og Hamborg 26.—28.4. til Reykja víkur. Hilde fermir í Rotter- dam og Leith um 27.—30.4. til Reykjavíkur. Hans Boye fermir 1 Álaborg og Odda í Noregi í oyrjun maí til Reykjavíkur. Xatla fer frá Reykjavík 25.4. til New York, fermir þar vörur til Reykjavíkur. Lubeck fermir í Antwerpen og Hull 2.—6. maí til Reykjavíkur. Þessi kjóil er talinn hsnn heppilegasti búningur á hlýj- um vorkvöldum. Hann er úr stálgráu silki og röndóttu satini og hálsmálið saumað með silfurlitum þræði. Kjól! inn er frá tízkuhúsi Viktoriu Pybus í London. Úr ýmsum áttum Þótt harðindi séu á Norðurlandi, er búfén- aður í háu verði. Bóndi, sem seldi sauðfé sitt sökum brott- flutnings, fékk fimm hundruð krónur fyrir kindurnar upp til hópa, ær og gemlinga, nú um sumarmálin. Háskólafyrirléstur um 2000 ára afmæli Parísarborgar. Franski sendikennarinn, hr. Schydlowsky, flytur fyrirlestur am 2000 ára afmæli Parísarborg ar og sýnir kvikmyndir, í I. kennslustofu háskólans, föstu- daginn 27. apríl kl. 6.15 e.h. öllum er heimill aðgangur. Knattspyrnusamband fyrirtækja. S.l. mánudag var stofnað hér i bænum Knattspyrnusamband J fyrirtækja í Reykjavík. Á stofn íundinum voru mættir fulltrú- j ar frá eftirtöldum 10 fyrirtækj- j um: Egill Vilhjálmsson h.f., j Flugfélag Islands h.f., Héðinn h.f., Hreyfili h.f., Keilir, Land- smiðjan, Olíufélagið h.f., Olíu- verzlun íslands, Slippfélagið og Strætisvagnar Reykjavíkur. Samþykkt voru lög fyrir sam oandið og ennfremur reglugerð fyrir væntanlega firmakeppni. Keppt verður í deildum og er ráðgert, að ekki verði fleiri en 6 fyrirtæki í hverri deild. Til árslita keppa tvö , stighæstu fyrirtæki deildanna. Ákveðið hefir verið, að firma- keppnin hefjist 10. maí n.k., og er öllum fyrirtækjum í Reykja- vílc heimil þátttaka í henni sé vissum skilyrðum uppfyllt. Þátt cöku ber að tiikynna til for- manns K.F.R., Baldvins Bald- vinssonar c/'o Olíuverzlun ís- iands, eigi síðar en 5 dögum fyr- æ kepppi. Mikil áhugi ríkir nú hjá starfs mönnum margra fyrirtækja í Reykjavík varðandi fyrirhug- aða firmakeppni, og er búizt við talsverðri þátttöku í þessari fyrstu keppni. Ferðir af Keflavíkurflugvelli. Næstkomandi sunnudag, hinn 29. april, hefjast ferðalög til merkistaða fyrir íbúa Kefla- víkurflugvallar að tilhlutun ferðaskrifstofunnar. Verða ferð ir farnar vikulega í allt sumar. Nú um helgina mun hópur manna skoða markverðar bygg ingar og þekkt minnismerki í Hafnarfirði og Reykjavík. Er vonast til að hægt verði að heimsækja Þjóðminjasafnið og hið heimsfræga listasafn Ein- ars Jónssonar. Þykkbæingar vestan heiðar hafa kynnis og skemmtikvöld í Tjarnarkaffi uppi í kvöld, og hefst hann kl. 8.30. Ýmis skemmtiatriði. FÉLAGSLÍF Skíðaráð Reykjavíkur. Skíðanámskeiðið heldur á- fram í Hveradölum. í kvöld (fimmtudag) sitja A- og B-flokkur fyrir kennslu, en C-flokkur og di'engjaflokkur á morgun (föstudag). Ferðir verða í kvöld og ann- að kvöld kl. 18.30 frá afgreiðslu Skíðafélaganna, Hafnarstræti 21. Skíðaráðið væntir þess, að sem flestir notfæri sér. kennsl- una, þar sem Hanson et nú senn á förum. Flugferðir Flugfélag íslands: í dag eru ráðgerðar flugferð- ).r til Akureyrar, Vestmanna- eyja, Reyðarfjarðar .Fáskrúðs- fjarðar, Neskaupstaðar, Seyðis- fjarðar og Sauðárkróks. Á morg an er áætlað að fljúga til Akur- eyrar, Vestmannaeyja, Kirkju- oæjarklausturs, Fagurhólsmýr- ar og Hornafjarðar. fí/öð og timant Útvarpsblaðið, 5. tölublað er komið út. Grein er um dagskrána, með mynd- um af nokkrum þeirra, sem þar koma fram á næstunni. Héðan og handan. Aldarafmæii Indr- iða Einarssonar. Framhalds- sagan; Barið að dyrum, eftir Loft Guðmundsson og loks dag- skráin frá 29. apríl til 12. maí. Gamanþáttur og fleira. * A tfci-Hum iefit HVÍLDARDAGAR Það er vafalaust engin þjóð, sem hefir annan eins fjölda helgidaga og við íslendingar, enda er svo kom- ið, að flestum blöskrar, líka þeim, sem helgidaganna eiga að njóta. Um jól, páska og hvítasunnu eru tvöfaldar helgar, og dagarnir fyrir stórhátíðar eru orðnir hvíldardag- ar líka að mestu eða öllu leyti. Þannig er ekki unnið svo að segja heila viku um bænadagana og páska. í næstu viku eru þrír dagar, sem ekki eru vinnudagar hjá fjölmennum stéttum, sem sé 1. maí og uppstign- ingardagur, auk sunnudagsins. ★ ★ ★ Það er þó óumdeilanleg nauðsyn þjóðarinnar að vinna meira og vinna betur, og það eitt getur tryggt afkomuna. Á annan hátt en þann að vinna og vinna, framleiða og framleiða meira, er ekki unnt að skapa góð lífskjör. En hjá okkur eru fleiri lielgir dagar en öðr um og vinnlok um hádegi á laugardögum á sumrin. ★ ★ ★ Auðvitað ber því ekki að neita, að öllum er hollt og nauðsynlegt að eiga frjálsa daga, og sumarleyfin eru sjálfsagt fyrirkomulag. En allur þessi frídagareyting- ur árið um kring, mitt í viku og hálfar vikur annað veifið, er fráleitur. Það er nefnilega staðreynd, að ekki tapast aðeins .ískyggilega margir vinnudagar, heldur rýra þessir mörgu hvíldardagar vinnuáhuga og vinnu- afköst hina næstu daga. Ég vil eindregið, að bæna- dagarnir, annar í páskum, uppstigningardagur og ann- ar í hvítasunnu falli niður sem frídagar. J. H. Listd anssý nmg ncniciida clansskwla F. í. L. 15. ■! •I haldin í Þjóðleikhúsinu sunnud. 29. apríl kl. 2. e. h. "J ■: ■: Undirleik annast Carl Billich £ Aðgöngumiðar á kr. 10 og 15 seldir í Hljóðfærahús- :■ ;: í inu og hjá Sigfúsi Eymundssyni. .J :■ :■ V.V.’.V.'AV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAV.V.V.V.V.V. Frá skólagörðum Reykjavíkur ♦| Umsóknir um nám í Skólagörðum Reykjavíkur skulu ♦♦ H hafa borizt fyrir 5. maí n.k. til skrifstofu ræktunar- ♦♦ ráðunauts, Ingólfsstræti 5 og skrifstofu fræðslufulltrúa, Hafnarstræti 20. — Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunum og gagnfræða- og barnaskólum bæjarins. :$ :: :: :: g :: :: ♦♦ ♦ ♦ :: I Útvegsmannaíélag i Reykjavíkur boðar til fundar í fundarsal LÍÚ í Hafnarhvoli í kvöld kl. 8,30 e.h. Fundarefni: 1. Afurðasalan innanlands. 2. Tillaga olíumálanefndar um stofnun olíu- samlags í Reykjavík. 3. Önnur mál. Strax að fundi Útvegsmannafélagsins loknum er boð- að til stofnfundar olíusamlags í Reykjavík. Útvegs- menn eru hvattir til þess að mæta á fundinum. — Stjórnin. !■■■■■■■ !■■■■■! SKRIFSTOFUMAÐUR með góða menntun og hagnýta reynslu óskast nú þegar eða innan skamms í skrifstofu hér í bænum. Bóhaldskunnátta er nauðsynleg og einnig æskilegt, að hlutaðeigandi hafi æfingu í erlendum bréfaskrift- um á ensku og Norðurlandamálunum. Tilboð merkt „skrifstofustarf vorið 1951“ sendist af greiðslu blaðsins fyrir næstu mánaðamót. !■■■■■■■■! 30% og 40% OST AR í Er bezta og' hollasta áleggið. Vandlátir neytendtir .j biðja um norðlenzku ostana. | Sími 2678 ■! I ■ ■ ■ ■■■■■■■■■! 1 " ■_■■■■■' l ■ ■ ■ ■ ■ i GERIST ASKRIFENDLR AÐ IIMAKIIM. - ÁSKRIFTASlMI 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.