Tíminn - 26.04.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.04.1951, Blaðsíða 6
TIMINN, fimmtudaginn 26. apríl 1951. 92. blað. 6. •|TB Við mætumst á á morgnl Mjög skemmtileg gaman- mynd. William Egthe Hazel Cocert 8 Sýnd kl. 9. fiestur Bárðarson Sýnd kl. 7. I»rír félagar Amerísk Cowboymynd. Sýnd kl. 5. TRIPOLI-BÍÓ Leynlfarþegar (Monkey Buisness) Eráðsmellin og sprenghlægi- j leg amerisk gamanmynd. Að aihlutverk leika hinir heims | frægu Marx bræður. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ Aiuia Pétursdóttir Stórfelld og snilldarvel leikin mynd eftir samnefndu leik- riti Wiers-Jensen, sem Leik- iélag Reykjavíkur hefir sýnt að undanförnu. Bönnuð innan 14 ára Sýnd kl. 9. Snerting tlaaóans Þessi óvenju stórbrotna og spennandi sakamálamynd með: Victor Mature Coleen Gray Richard Widmark Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. BÆJARBÍÓ HAFNARFIROI Sckt og sakleysi Morgunblaðssagan: (Unsuspected) Mjög spennandi ný amer- ísk kvikmynd, byggð á skáld- sögu eftir Charlotte Arm- strong. Joan Caulfield Claude Rains (' Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. atu áejtaJU 0Ciu/eUí$ú?% i Cfca;-- Rafmagnsofnar, nýkomnlr 1000 wött, á kr. 195,00. Sendum I póstkröfu. Gerum við straujárn og önnur hcimilistæki Raftækjaverzlunín LJÓS & HITI H.F. Laugaveg 79. — Síml 5184. Au stn rbæ jarbíó VÍTISELDLR (Hellfire) Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ RICOLETTO Ópera í fjórum þáttum eftir Giuseppe Verdí. Sungin og leikin af listamönnum við óperuna í Rómaborg. H1 j ómsveitarst j óri: Tullio Serafin. Söngvarar: Mario Filippeschi, Tito Gobbi, Lina Pagliughi. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BIO Öskuliuska (Cinderella) Nýjasta sör.gva- og teikni- mynd WALT DISNEYS gerð eftir hinu heimskunna ævintýri. Sýnd kl. 5 og 9. Hljómleikar kl. 7,15. HAFNARBfÓ R A U Ð A (Red River) Afar spennandi og viðburða- rík ný amerísk stórmynd. Aðalhlutverk: John Wayne, Montgomery Clift, Johanne Dru. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5 og 9. ELDURINN gerlr ekki hoð á undan «ér, Þeir, lem ern hyggnlr, tryggja atrax hjá Samvinnutryselnsum Aakriftarsfwfi TIMIMW tsss Garlxt áakrlfeadar. Auglýsmgaslmi TIMAAS er »1300 VIÐSKSPTI HÚS • ÍBÚÐIR LÓDIR • JARÐIR FASTEIGNA SÖLU MIÐSTÖÐIN Lækjargölu 10 B SÍMI 6530 Skotland vann England Fyrri laugardag háðu Eng- land og Skotland landsleik í knattspyrnu og fór leikurinn , fram á Wembley-leikvangin- um í London. Brezk blöð voru almennt mjö# ánægð með, hvernig niðurröðunin var í lið Englands, en þar léku þess ir menn talið frá markmanni: Williams (Wolves), Ramsey (Tottenham), Eckersley (Blackburn), H. Johnson (Blackpool), Frogatt (Ports- mouth), B. Wright (Wolves), Matthews (Blackpool), Mann ion (Middlesbro), Mortensen (Blackpool), Hassal (Huds), og Finney (Preston). Sérstak- lega voru blöðin ánægð með j val Blackpool-leikmannanna. i Tveir þessara leikmanna I höfðu ekki áður leikið í enska . landsliðinu, Frogatt og Hass- I al. Af leikmönnum skozka liðsins má nefna Billy Steel og j Billy Liddell vinstri framherj j ar, Waddell hægri útherji og j hina frábæru varnarleikmenn j Cowan í marki, ásamt varnar- I tríói Rangers, Woodburn, Cox og Young. Leiknum lauk með sigri Skotlands 3—2 og voru það réttlát úrslit eftir gangi leiks- ins, en þess ber að geta, að Mannion slasaðist alvarlega1 eftir 15 mín .og liggur nú í sjúkrahúsi, og léku Bretarnir því 10 mest allan leikinn og, hafði það auðvitað úrslitaþýð ingu. í fyrstu sóttu Skotarnir mjög og fengu tækifæri til að' skora,sem ekki nýttist, mest| vegna frábærrar varnar mark manns Breta. Smám saman varð leikurinn jafnari og á 25. mín. kom fyrsta markið, og var nýliðinn Hassal þar að verki fyrir England, eftir góða sendingu frá Mortensen. Á 36. mín. jafnaði B. Johnson (Hi- berian) fyrir Skotland, en hann er aðeins 22 ára gamall og lék n í fyrsta skipti í lands- liðinu. Fyrri hálfleikur endaði því 1—1. í byrjun seinni hálf- leiks náðu Skotarnir sér vel á strik og áður en 10 mín. voru liðnar höfðu þeir skorað tvö mörk. Wrighley og Liddell skoruðu. En Bretarnir voru ekki á því að gefast upp, þótt útlitið væri ekki sem bezt og þeir léku aðeins 10. Framlínan sýndi afbragðs leik og hinar gömlu kempur Mortensen, Matthews og Finney hafa að áliti sérfræðinga, sjaldan leik ið betur. Og á 22. mín. heppn- aðist Flnney að brjótast í gegn og skora. Það, sem mest hreif áhorfendur, var hin mikla þrautseigja Bjetana, þrátt fyr ir að óheppnin virtist elta þá, t. d. meiddist bakvörðurinn Eckersley í seinni hálfleik og voru þá aðeins niu í enska liðinu um tíma. Skotarnir léku oft mjög vel, sérstaklega var vörnin sterk, en framherjarn ir fóru nokkuð illa með mark- tækifærin. Það er þó mál manna, að úrslitin hefðu sennilega orðið önnur, ef Mannion hefði ekki slasazt í byrjun leiksins. H. S. Mimiiiigarspjölíl Krabhamcinsfélags Reykjavlknr fást í Verzluninni Remedia, Austurstræti 7 og í skrifstofu Elli- og hjúkrunarheimilis- ins Grund. (jina. JC aui: SKIPS- LÆKNIRINN 82 Hann snart hana, horfði á hana, á sama hátt og hann jipfði 1 5mar oft snortið hana og horft á hana. En einmitt af þvi, aðmann hafði snortið hana og horft á hana vissi hann, að hann hafði misst hana fyrir fullt og allt. Ekki vegna Shortwells, ekki vegna hverflyndis hennar — hann hafði misst hana vegna þess nýja lífs, sem hann hafði vigzt til. Hún var ekki hæf til þess að lifa því, og þar var ekki rúm fyrir hana. Þótt hann gleymdi ótryggð hennar, gat hann ekki horfið aftur með hana heim til heimilis þeirra. Fárra dag för yfir hafið hafði orðið lærdómsríkari en allt, sem áður hafð á daga hans drif- ið, og hann hafði fundið nýja köllun. Sybil gat ekki aftur orðið heimur hans. Vegna hins fagra andlits hennar hafði hann hafið baráttuna, en nú var það baráttan sjálf, sem átti hann allan. — Hvað viltu? hvíslaði hún, mildari og ákafari en áður, eins og ró hans hefði gert hana öruggari. — Ég vil — bíddu andartak, sagði hann, enn hálf-ringl- aður. Ilann sleppti henni og snaraðist inn í blómabúðina. Sybil horfði undrandi á eftir honum. Hún þorði ekki að flýja. Hann var með vegabréf hennar ,og hún gat ekki yfirgefið skipið. Og hún þorði ekki að egna hann til reiði. Hún vissi ekki, hvað hún átti af sér að gera, Var þetta Tómas, sem hafð verið eiginmaður hennar í fimm ár? Maðurinn, sem alltaf hafði verið svo eftirlátur og auðsveipur, svo að hún gat næstum vafið honum um fingur sér? Nú hafði hann elt hana um hálfan hnöttinn, sigrast á hinum mestu erfiðleik- um, náð henni og yfirunnið hana. í fyrsta skipti skildist henni, hve ást hans var máttug. Hinn hrottafengni kraftur Shortwells, sem hafði heillað hana, var hégómi, og þó átti hún það á hættu, að sá kæmi dagur, að öllu því tillitsleysi, sem í fari hans var, yrði beitt henni til skapraunar og kvalar. Hvað átti hún sjálf að gera? — Hvað viltu, að ég geri? spurði hún. Þó var hún nú frjáls og gat foröað sér til Shortwells, ef hún vildi það. Þú hefir þó ekki farið alla þessa leið til þess eins að sleppa mér aftur? Hún starði agndofa á rósavöndinn, sem hann rétti henni. — Hefirðu farið hálfan hnötti bara til þess að gefa mér þessar rósir? sagði hún. Tómas hafði þegar snúið við henni bakinu. En nú leit hann við. Þarna stóð Sybil með fangið fullt af rósum — kona, sem fædd var til þess að dást að skamma stund og gleymast síðan. — Jú, sagði hann brosandi. Jú. Ég vildi ekki, að við skild- um, án þess að kveðjast. Endir. Skrifstofan er flutt í vesturendann Á IIAFNARHÚSINU 2. hæð. BERNH. PETERSEN. *♦♦♦*♦♦♦♦♦«♦«♦♦♦••♦♦•♦«♦♦♦•♦♦♦♦••♦♦♦•♦•♦»•♦»»♦♦♦•»♦•♦•♦♦♦♦«♦4♦♦•♦♦«♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦•«♦♦•*«♦♦«•♦♦< mm ÞJÓDLElKHtíSID Fimmtudag* kl. 20 00. Sölmnaður dcyr eftir Arthur Miller. Leikstjóri: Indriði Waage. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13,15 til 20,00 daginn fyrir sýn- ingardag og sýningardag. Tekið á mótl pöntunum. Simi 86000. VÍGSLA ÞJÓÐLEIKHtSSINS Myndarit um undirbúning og vígslu Þjóöleikhússins. í ritinu er fjöldi mynda, ræður og leik- dómar um vígslurit Þjóðleik- hússins.Verð kr. 15.00, Fæst í ‘bókaverzlunum. Bændiii’, gcrið áburðaríilrauiiir (Framhald af 4. síðu.) sem sprettur illa, þá borgar sig tvímælalaust að bera á fosfórsýru- og kalíáburð í slíkum tilfellum, enda þótt allmikið sé liðið á sprettu- tímann. Ákjósanlegt er, að bændur hafi samráð við ræktunar- ráðunaut sinn um fram- kvæmd þessara tilrauna og ræði við hann um árangur þeirra, ef slíku verður við komið. Þess skal getið að lokum, að þessi tilraunatilhögun var nokkuð reynd á s.l. sumri, og hafa ýmsir bændur látið í Ijós ánægju sína og áhuga fyrir því, að slíkri starfsemi verðl haldið áfram, og hún aukin og endurbætt eftir föngum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.