Tíminn - 26.04.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.04.1951, Blaðsíða 8
ERLEDiT YFIRLIT: Fjjárlatiafrumvarp Gaitskells 35. árgangur. Reykjavík, JL FÖRMM VEGI“ t DAG: Hvíldarduqar 26. apríl 1951. 92. blað. Vélbáts frá Sand- gerði saknað Vélbáturinn Garðar Bryn- jólfson, sem fór í róður frá Sandgerði klukkan fjögur í gærmorgun, kom ekki að landi aftur í gærkvöldi, og voru skip beðin að gefa bátnum gætur, ef þau yrðu hans vör. Garðar Brynjólfsson var að vitja lóða, sem hann átti klukkustundarferð frá Sand- gerði. Sýnt þykir, að vél bátsins muni hafa bilað, en veður var hins vegar svo gott, að vart er ástæöa til þess að óttast um bátinn. Björgvin Guðmunds- son sextugur Frá fréttaritara Tim- ans á Akureyri. Björgvin Guðmundsson, tónskáld er sextugur í dag. f gærkveldi efndi Kantötu- kór Akureyrar til afmælistón leika á Akureyri til heiðurs tónskáldinu. Akureyrarblöðin, sem út komu í gær, minntust Björgvins með greinum. M.ALVERKASYNING PETURS FRIÐRIKS Málverkasýning Péturs Friöriks Sigurðssonar í Listamanna- skálanum hefir verið fjölsótt, og hafa selzt seytján mál- Verk. Sýningin verður oif.n þir til á mánudagskvöldið kemur. — Myndin hér að ofan er af málverki frá Húsafelli. Albert Guðmunds- spi boðin 8 þús- und pund Norska blaðið Sportsmand en skýrir frá því, að Arsenal í London hafi boðið átta þús- und sterlingspund í íslenzka knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson, er hann hafi lokið tveggja ára ráðningar- tíma sínum hjá Racing Club i París. Blaðið telur þó hæp- ið, að Albert verði veitt at- vinnuleyfi í Bretlandi. Þegar Albert fer frá Racing Club þarf hann að endur- greiða því félagi tvær miljón- ir franka, sem það hefir lagt út fyrir hann. Minningarlundur Jón- asar Framkv.nefnd skipnð — fjársöfnnn hafin Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Skri Jur er ná að komast á það mál, að minningarlundur verði gerður um Jónas Hallgrímsson skáld. Er fjársöfnun haf in i þessu skyni að nýju undir stjórn nefndar, sem skipuð hefir verið og veitir Búnaðarbankinn á Akureyri viðtöku framlögum manna í þessu skyni. Á hundruðustu ártið Jón- asar Hallgrimssonar komu fram tillögur um það að reisa Jónasi Hallgrimssyni minnis- merki. Var þá hafin fjársöfn- un í þessu skyni og safnaðist nokkurt fé, og ýmis félags- samtök í Eyjafirði höfðu sam starf um málið. Málið rætt á ársþingi Skóg- ræktarfélags íslands. . Á ársþingi Skógræktarfé- lags íslands í fyrrasumar, var (Framhald á 7 siðu.) DANSSÝNING REYKVÍSKRA LISTDANSARA Bæjarábyrgð samþykkt til handa ísfirðingi AlþýðaiflokkKinenn og Sósíalisínr taka við stjúrn ísafj. Jén Guðjénssosa bæjarstj. Frá fréttaritara Tímans á ísafirði. Eins og fyrr hefir verið frá skýrt hér í blaðinu lýsti full- trúi sósíalista í bæjarstjórn ísafjarðar yfir fullkomnum sam vinnuslitum við Sjálfstæðismenn á mánudagskvöldið var. I gærkveldi tilkynntu fulltrúar Alþýðuflokksins og Sósíalista flokksins á bæjarstjórnarfundi, að samningar væru á komnir milli þessara tveggja flokka um stjórn bæjarmálanna. STARFIÐ Á HEIÐMÖRK: 50 ÞÚSUND PLÖNTUR í FYRRA, 100 ÞÚS. í ÁR IUeiri áiragi á skúgræklarniálum en áifiur ,.Það voru í fyrra gróðursettar fimmtíu þúsund trjá- plöníur á Heiðmörk. í áf verður hundrað þúsund plönt- um bætt við, og næsta ár ættu þær að verða tvö hundruð þúsund. Þannig verðum við alltaf að tvöfalda gróðursetn- inguna á Heiðmörk hin næstu ár,“ sagði Einar G. E. Sæ- mundsen, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. á aðalfundi þess í fyrrakvöld, uiimiiiiiiniiiiiliHiiininiiifiKiiiiiiiinuiiiiiimiiiiiiiiiiii I Vígða tréð á Heið- j mörk komið I undan snjó I Hið vígða tré á Heið- j I mörk hefir verið undir | | snjó í vetur, en nú er það i i komlð undan fönninni. § 1 Virðist því hafa farnazt á- i Í gætlega þennan fyrsta vet | i ur á mörkinni, og má gera | | sé fyilstu vonir um, að það | Í dafni vel í sumar. Umhverf | I is það er ofurlitið af lágu i | kjarri, sem veitir því nokk | í urt skjól í næðingunum, | | sjálft er tréð þróttmikið i Í og þroskavænlegt. iinnuminmMiHHiHmmiimmifiiuiiniiiiiimiimiiiiii búningstarfið á Heiðmörk. Nú í vor verður Rauðavatnsgirð ingin endurbætt og haldinn þar almennur skógræktardag ur og er búizt við almennri þátttöku af hálfu Reykvík- inga, sem nú sýna sívaxandi áhuga á skógræktarnaálum. Er það góðs viti, að í vor mun stærsti gagnfræöaskóli bæjarins, gagnfræðaskóli Austurbæjar, leggja Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur lið' við störf þess. Einar G. E. Sæmundsen og Guðmundur Marteinsson, for maður Skógræktarfélagsins, skýrðu einnig frá því, að í fyrra heföu 28 félög fengið land í Heiðmörk, en nú væru fimmtán á biðlista, er fengju land í vor. í fyrra var alls úthlutað 200 hekturum eða einum tí- unda hinnar fyrirhuguöu Heiðmarkar. í fyrra var gróðursett á mörkinni mest skógarfura, en auk þess sitkagreni, birki og rauðgreni, en í ár yrði meira gróðursett af sitka- greni, enda ætti það að verða aðaltréð þar. Plönturnar, sem settar voru niður í fyrra tvöfölduðu hæð slna þetta fyrsta sumar. Fossvogsstöðin. Úr Fossvogsstöðinni feng- ust í fyrra 78 þúsund trjá- plöntur, en í vor munu fást um hundrað þúsund plöntur, og væntanlega tvö hundruð þúsund vorið 1952. Er unnið að þvi af miklum dugnað að auka þar plöntuuppeldið og koma upp skjólbeltum um stöðina. Skógræktardagur. Skógræktai-dagur í Rauða- vatnsstöðinni féll niður í fyrra vegna anna við undir- FJÁRHAGSÁÆTLUN SIGLUFJARÐAR: Áherzla lögð á greiðslu bæjarskuldanna Fjárhagsáætlun Siglufjarðarbæjar var afgreidd á mánudags- kvöldið eftir tvær umræður. Yerður afkoma bæjarfélagsins að teljast góð, þegar miðað er við alla þá örðugleika, scm Siglfirð- ingar hafa átt við að ctja á sviði atvinnulífsins síðustu sex ár og langvarandi óstjórn bæjarmála, þar til núvcrandi bæjarstjórn armeirihluti tók þar við völdum undir forustu Jóns Kjartansson- ar bæjarstjóra. Útgerð togarans orsök samningsslita. Fulltrúi sósíalista kvað út- gerð bæjartogarans hafa valdið samvinnuslitunum. Sósialistar vildu stofna til bæjarútgerðar, en Sjálfstæð- ismenn ekki. Bæjarábyrgðin samþykkt. Alþýðuflokksmenn og sós- íalistar munu nú stjórna bæn um saman um sinn, og á bæj arstjórnarfundi í gærkveldi var bæjarábyrgð handa ís- firðingi h.f. til kaupa á tog- aranum samþykkt með 9 at- kvæðum. Umræöur um mál- ið voru mjög harðar á köfl- um. Bæjarstjóraskipti. Af þessum skiptum á stjórn bæjarins leiðir það, að núver andi bæjarstjóri, Steinn Leós, mun látá af störfum, en bú- izt er við að í hans stað komi Jón Guðjónsson. Myndin sýnlr Guðnýju Pét- ursdóttir og Halldór Guð- jónsson í Gullballcttinum eft ir Chalif. Danssýn'ng list- dansara er í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn. Dansskóli Félags listdans- ara í Reykjavík efnir til dans sýningar i Þjóðleikhúsinu á sunudaginn kemur kl. 2 e.h. Verða þar sýndir tveir ball- ettar, Gullballettinn og Hátíð garðyrki umannsins ef tir Chalif. Kennarar dansskólans í vetur hafa verið ungfrúrnar Sigríður Ármann og Sif Þórs. Við umræður um fjárhags- afkomu bæjarins á bæjar- stjórnarfundi fyrir helgina gerði Jón Kjartansson bæjar stjóri ýtarlega grein fyrir mál efnum bæjarfélagsins, fram- kvæmdum og viðhorfum í at vinnulifi bæjarbúa. Reikningar bæjarsjóðs, hafnarsjóðs og rafveitu bæj- arins fyrir síðasta ár voru lagðir fram á fundinum. Stóðust allar áætlanir tekna megin, en áætlaðar lántökur fórust fyrir og útgjöldin fóru nokkuð frr.m úr áætlun vegna kauphækkana. Voru laun lægst launuðu starfsmanna bæjarins hækkuð á árinu, en laun þeirra, sem hæst höfðu (Framhald á 7. síðu.) Áhugi á saranor- rænu snndkeppninni Það er nú ákveðið, að hér á. landi fari samnorræna sundkeppnin fram 20. maí til 10. júni, og er nú verið að skipuleggja, hvernig henni verði háttað hér í Reykjavík. Víða um landið er mikill á- hugi fyrir samnorrænu sund- keppninni, sagði Þorsteinn Einarsson iþróttafulltrúi rikis ins við tíðindamann frá Tím anum í gær. og væntum við þess, að þátttaka verði mikil og almenn í fjölmörgum byggð arlögum landsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.