Tíminn - 29.04.1951, Blaðsíða 5
95. blað.
TÍMINN, sunnudaginn 29. apríl 1951.
5.
Stmnud. 29. apríl
Þýðing bænadagsins
f dag boðar islenzka þjóð-
kirkjan guðsþjónustu til að
biðja fyrir friði í heimínum.
Sumum finnst, að það sé
lítils virði að lesa slíkar bæn-
ir. Þeir halda kannske að á-
lyktanir um sekt einstakra
aðila og ávörp og mótmæli
gegn einstökum vopnum sé
áhrifameira friðarstarf. Auk
þess er því sízt að leyna, að'
sumra hugir hafa verið rækt
aðir svo, að þeim er engu
óljúfara að hugsa sér stríð
með vissum úrslitum heldur
en frið.
Þjóðkirkjan efnir til þessa
bænadags af þeirri sannfær-
ingu, að friður og bræðralag
í anda Jésú Krists sé hinn
eini varanlegi grundvöllur
friðar milli manna og þjóða.
Þetta er vissulega satt. í anda
bræöralagsins verða menn
friðaryinir vegna þess, að
þeim þykir vænt um meðbræð
ur sína og unna öllum mönn-
um góðs. Þetta kemur nokk-
uð af sjálfu sér, einuiígis ef
menn hafa frið og andlegt
jafnvægi til að átta sig á því,
sem mestu máli skiptir. Hvort
sem menn eru kommúnistar
eða nazistar, hvítir eða svart
ir, Rússar eða Ameríkumenn,
eru tilfinningar þeirra ósköp
s'vipaðar. Foreldrunum þykir
álíka vænt um börnin sín i
Chicago og Moskvu, i Kákasus
og Kaliforníu, hvað sem ann
ars er um trú og stjórnmála-
skoðanir, efnahag og yfirlit.
Það er sannarlega ekk; á-
stæðulaust á slíkum tímum
sem þessum, að hugleiða bað,
hvort bræðralag í anda Krists
myndi ekki gera mannkynið
farsælla. Sambúðarhættirnir
yrðu betri og vandamálin
fserri, ef menn gengu fram í
góðvild til annarra og vildu
jafnvel heldur búa við skertan
hlut en verða öðrum til ills.
Það, sem heldur uppi menn-
ingu og siðgæði í hinum vest
ræna heimi, er einmitt brot
af þessum anda. Án hans væri
engin vestræn menning eins
og við þekkjum hana.
Hv«,ð þýðir þá þessi bæna-
dagur? Hvað fáum við fyrir
hann? Hvaða árangur næst
með honum?
Þannig spyrja menn og bak
við þessar spurningar er stund
um sú hugsun, að það borgi
sig ekki að gera sér neitt ómak
ef við eigum ekki víst að fá
það borgað.
. Þetta er ef til vill eðlilegur
hugsunarháttur fastra og fyr-
irfram umsaminna launa, en
öll samskipti sín við náttúr-
una í ræktun og yrkju stund-
ar maðurinn i von og trú án
þess að hafa fullvissuna fyrir
fram. Þar nema menn þá
lexíu, að þeir uppskeri eftir
því sem þeir sái.
Enginn mun fullyrða, að
einn íslenzkur bænadagur
tryggi heimsfrið eða sérstak-
lega milda handleiðslu í mál-
um þjóðarinnar. Eflaust þarf
þar líka meira til. En ef vel
er beðið ætti hann að geta
gefið mörgum frið í hjarta og
það út af fyrir sig er mikils
virði. Auk þess er það ekki
mest um vert af öllu að búa
við frið, þó að það sé óendan-
lega mikils virði. Það er meira
vert að óska friðar og vita
ERLENT YFIRLIT:
Alaska er ónumið land
í Alaska er talið að séu lífsskilyrði fyrir
10 millj«>nir maniia en |»ar eru nii Isejilejía
Imntlrað |»úseimlir
Hér birtist grein um Alaska
eftir danskan blaðamann, Th.
Gorgius, þar sem brugðið er
upp myiid af víðáttu og ríki-
dæmi þessa mikla og að mestu
óbyggða lands, sem hernaðar-
leg viðhorf hafa dregið augu
margra áð nú sem stendur.
Varnir Bandaríkjanna
og Alaska.
Eisenhower segir aldrei margs,
— og þess. vegna er tekið eftir
því, sem hann segir. Fáum dög-
um eftir að hann sagði, að víg-
búnaði Bandaríkjanna hefði
hrakað Véfulega kom tillaga
hans um að efla varnir lands-
ins. Þær *oru í fjórum liðum.
1. Efla:rskyldi varnir Alaska
og flugvalfcanna miklu þar gegn
árásum falfhlífasveita.
2. Koniif, skyldi upp föstum
her í Alaska, vel æfðum og vel
búnum og hafa þar radartæki
svo þétt, að fylgjast mætti með
flugferðunl.
3. Loftherinn skyldi aukinn.
4. Koma'.skyldi upp sérstökum
vörnum gegn kafbátahernaði.
Með þessju var lögð ný og auk-
in áherzla á þýðingu Alaska.
Jafnt NorfSurlöndum.
Alaska er mikið land, 1,5 millj.
km. Þetta land er því álíka
stórt og 'Noregur, Svíþjóð og
Finnland-með svo sem 10 Dan-
merkur Jil, uppfyllingar. Það á
vel við að jafna landinu við
Noreg, Svíþjóð og Finnland, því
að það liggur á svipuðu breidd-
arstigi, 60—70 gráðu norður-
breiddar. Ösló, Stokkhólmur og
Helsingförs eru á, sextugasta
breiddarstígi en norðurendi
Skandinavíu teygir sig yfir 70.
breiddarbaug. En þar sem Nor-
egur, Svíþjóð og Finnland hafa
11, 15-og'lQ íbúa á ferkílómetra
hefir hver Álaskabúi til jafnaðar
19 ferkílómetra til að spóka sig
á. Þessi' rrffkli skagi er því eitt-
hvert stffálbýlasta land jarðar
innar.
Það eru um það bil 94 þúsund
manns í Alaska. Það eru hvítir
menn, Indíánar, Eskimóar og
Aleutar. Landfræðilega er Al-
aska skagi, en stjórnfræðilega
er það eyja, sem heyrir til
Bandaríkjunum. Alaska er ný-
lenda Bandaríkjamanna og það
þarf margt að breytast þar til
eðlilegt má kalla að það verði
49. fylki Bandaríkjanna.
Landið, sem Rússar seldu.
Ræðum ékki hér um það, hver
fyrstur fgnn Alaska. Vel mætti
það verða til að kveikja deilur
um milliríkjamál. Rússneskur
leiðangur, sem Daninn Vitus
Bering stjórnaði kannaði strönd
ina við St. Elias og lifnaðar-
hætti Aleuta 1741.
Alaska hefir aldrei verið mik
ils metið land, nema þá í hern
aðarlegu.tilliti. Rússland helgaði
sér þetta nýja land, en varnir
þessa fjárlæga lands í annarri
heimsálfu voru þá svo óhægar,
að keisaíinn leysti sig frá þeim
vanda með því að selja Banda-
ríkjamönnum Alaska fyrir lítinn
____________
pening. Kaupverðið var 7,2 millj.
dollara. Rússar sjá áreiðanlega
sárlega eftir þessari verzlun í
■dag. Bæði hafa flugsamgöngur
raskað öllu mati á fjarlægðum.
Og svo var verðið hlægilegt.
Það vita Bandaríkjamenn allra
manna bezt nú orðið. Árið 1867
tóku þeir við landinu og síðan
hafa þeir grætt meira en tvo
og hálfan milljarð dollara á
því eða 350 sinnum meira en
kaupverðinu nam. Gróða sinn
hafa þeir fengið í fiski, loð-
skinnum, málmum og timbri.
Af Rússa hálfu hefir stundum
verið rætt um að fá Alaska aft-
ur. Ameríkumennn ljá ekki máls
á því. Hið mikla verðmæti lands
ins verður mönnum alltaf betur
og betur ljóst. 1 heimsstyrjöld-
inni seinni óttuðust menn að
Japanir kynnu að fá þá hug-
mynd að hertaka Alaska til að
gera þaðan loftárásir á iðnaðar-
borgir Bandaríkjanna. Kæmi
þriðja heimsstyrjöldin gætu
menn haft tillögur Eisenhowers
til hliðsjónar.
Fallbyssur, sem snúa
að Kanada.
Árið 1933 var allur herafli
Bandaríkjanna í Alaska 245
t menn. Þeir höfðu bækistöðvar
' í grennd við landamæri Kanada
' og af gömlum vana sneru fall-
| byssur þeirra hlaupum sínum að
i Kanada!
Alaska hefir ekki enn orðið
styrjaldarvettvangur. En tvennt
var þó gert, sem verða mátti til
öryggis og rauf einangrun lands
ins. Lögð var akbraut frá Banda
ríkjunum til Alaska, svo að land
ið væri ekki algjörlega komið
upp á flutninga á sjó. Þúsund
km. löng olíuleiðsla var lögð frá
næstu olíulindum í Kanada. Sú
leiðsla var þó misheppnuð og
kom aldrei að notum. Sumir
segja, að olíufélögin hafi ekki
viljað missa atvinnu fyrir tank
skipin og þess vegna hafi þau
fengið menn til að gera leiðsl-
una sviksamlega.
Nú hafa fundizt olíulindir í
Norður-Alaska, og því þarf ekki
langar leiðslur til að birgja land
ið upp. Þar eru líka mörg önnur
ónytjuð náttúruauðæfi. Hingað
til hefir auður Alaska yfirleitt í
verið fluttur úr landi og þeir,!
sem nutu gróðans, festu hann j
í fjarlægu landi. Á þann hátt j
verður ekki lífvænlegt þjóðfélag
byggt upp. Nú eru að verða
straumhvörf í þessum efnum í
sambandi við það, að landið
verður vígbúið sem útvirki
Ameriku.
Framtíðarland.
Lifsskilyrði eru góð í Alaska.
Þar er ekki heimsskautalofts-
lag nema nyrzt í landinu. Þrír
fjórðu hlutar landsins eru að
veðráttu og náttúrufari jafnvel
byggilegir hvítum mönnum og
Sviþjóð eða Noregur. Ræktað
land í Noregi er álíka mikið og
tíundi hluti af ræktanlegu landi
í Alaska. Auk þess eru þar beit-
arlönd mikil fyrir hreindýr. Skóg
ur er níutíu sinnum víðáttu-
EISENHOWER
meiri þar en í Svíþjcú. Gull-
vinnsla er þar mikil og kopar-
námur miklar. Ekki er fyllilega 1
kannað, hvort járnnámur eru
þar, en þar er bæði kol og I
marmari. Laxveiði og selveiði er.
rekin þar í stórum stíl.
1 stuttu máli er Alaska gott
og auðugt land, sem bíður vinn
andi handa, svo að það verði
nytjað. Árið 1937 var talað um|
það í fullri alvöru, að Alaska |
fengi að liggja sem ónumið
land, eins konar ósnortinn nátt-
úrugarður, sem Ameríkumenn
gætu skroppið til endrum og |
eins í tómstundum sínum til að _
leika landnámsmenn meðan
leyfið stæði.
Draumaland flóttamanna
í Evrópu.
Það eru samt allt öðru vísi
landnámsmenn, sem Alaska þarf
á komandi árum og biður eftir.
Öllum er nú Ijóst að landið
verður að byggjast. Það er held-
ur ekki hægt að verja það, nema
það sé byggt. En til þess að það
byggist þarf innflutning í stór-
um stíl. Og hvaðan eiga menn að
koma? Frá Bandaríkjunum
sjálfum? Það væri ekki að
undra, þó að hinn gamli land-
námshugur væri ná tekinn nokk
uð að dofna.
Frekar myndi ástæða til að
snúa sér í aðra átt eins og
(Framhald á 6. síðu.)
hvað til -friðarins heyrir. Það
er meirjk vert að vilja vel og
gera, eir að njóta góðs, því
að maðurinn er það sem hann
vill og éskar og það verðuf
aldrei við hann skilið.
Ef þessi skoðun er fjarlæg
mönnum og boðskapur henn-
ar þykir óaðgengilegur, er það
vegna þess, að hugarfar ræn-
! ingjans hefir náð of miklum
tökum á mönnum og þeir vilja
njóta lífsins án tillits til verð
leika.
Þó að menn séu mildir í
lund og -góðgjarnir, er ekki
þar með sagt, að þeir eigi
andvaralaust og mótþróalaust
að láta villidýr rífa sig í sig.
Það er hægt að veita viðnám
og verja rétt og líf sitt og
sinna án þess, að það sé gert
af hatri og meinfýsi. Hitt er
mönnum hollt að vita, að
enda þótt ofbeldisstefnur og
grimmdarfullt ofstæki nái
tökum á mönnum í bili, eru
þeir þó menn, sem ástæða er
til að vorkenna, þykja vænt
um og óska góðs.
Það er slíkt hugarfar sem
íslendingar vilja biðja um í
dag og sameinast um að
rækta í hjörtum sínum.
Raddir nábúanna
MbL ræðir í gær um fylgis-
tap kommúnista á Vesturlönd
um og sigra jafnaðarmanna
þar og ástandið hér á landi
og segir í því tilefni:
„Hér á íslandi gerðist svipuð
saga og annar staðar i Evrópu.
Kommúnistar unnu á, en jafn
aðarmenn töpuðu verulega. En
áframhaldið hefir orðið á aðra
lund. Kommúnistar hafa að
vísu tapað fylgi og trausti hin
síðari ár. En Alþýðuflokkurinn
hefir ekki endurheimt fylgi
sitt. Hann er ennþá miklu
minni flokku.r en kommúnist-
ar.
Hvernig stendur á þessu?
Ástæðan er sú, að Alþýðu-
flokkurinn íslenzki hefir ekki
haft sama hátt á og jafnaðar-
menn í öðrum löndum. Hann
hefir að vísu sagt, sem satt er,
að kommúnistar miðuðu allar
sínar athafnir við það, að
skapa öngþveiti og vandræði
með þjóðinni. Hann hefir sagt,
að þeir ynnu markvíst að þvi
að skapa atvinnuleysi og hall-
æri, skort og þjáningar á heim
ilum verkamanna og annarra
launþega. Þetta er líka satt.
En hvernig framkvæmir Al-
þýðuflokkurinn á íslandi þess
ar skoðanir sínar á starfi og
stefnu kommúnista? Hann hik
ar ekki við að hefja kapphlaup
við þá um ráðstafanir til
þess að leiða hallæri og öng-
þveiti yfir þjóðina. Hann hefir
samvinnu við hann um stór-
feildar upplausnaraðgerðir í
ef nahagsmálum“.
Alþbl. mætti hugleiða þetta
og bera fram aðra skýringu
fyrir gengisleysi Alþfl., ef það
getur fundið hana einhverja.
Oftrú á verd-
lagseftírlitið
Alþbl. hefir fengið ónot
fyrir brjóstið út af hógværri
grein í Tímanum, þar sem
varað var við oftrú á verð-
lagseftirliti og bent á, að þrátt
fyrir allt væri annað meira
vert til að gera verzlun heil-
brigða.
Það vill nú svo til, að Alþbl.
getur hugleitt hvernig gekk
með þessi mál, þegar Stefán
Jóhann hafði stjórnarforustu
og Emil Jónsson var viðskipta
málaráðherra. Þá var svartur
markaður í landinu ekki síð-
ur en nú, og miklu fremur þó.
Um það má meðal annars
vitna í Alþbl. sjálft, ef ske
kynni að það tryði sjálfu sér
betur en öðruní lieimildum.
Svo mikið er víst, að Emii
Jónsson vantaði ekki trú á
verðlagsákvæði og verðlags-
eftirlit, svo að það þyrfti að’
mislánast þess vegna. Enginn
ber honum á brýn, að hann
hafi viljað láta slíkt misheppn
ast og ná sem minnstum á-
rangri. En samt sem áður varð
verðlagseftirlitið fremur lítil-
mótlegt og náði engan veginn
tilgangi sínum.
Þetta er staðreynd, sem ekki
er hægt að ganga fram hjá.
Og sú staðreynd sannar, að
það er ekki nóg að hafa verð-
lagseftirlit og viðskiptamála-
ráðherra, sem trúir á það.
Það er líka söguleg stað-
reynd, að þegar einokunar-
verzlun Dana var illræmdust
og verst á íslandi, vantaði
hvorki verðlagsákvæði né
verðlagseftirlit. .Taxti ríkis-
stjórnarinnar var engu síður
víðtækur þá en í stjórnartíð
Emils Jónssonar.
Með þessu er ekki sagt, að
verðlagseftirlit geti ekki ver-
ið ill nauðsyn og þar af leið-
andi er þá heldur ekki sama,
hverjir með það fara. En hitt
er mesti misskilningur, að
verðlagsákvæðin og valdboð-
ið séu aðalatriði.
Alþbl. mætti gjarnan hug-
leiða þetta. Það er frelsi í
verzlunarmálum . og réttur
fólksins til sjálfsákvörðunar,
sem mestu skiptir. Réttur al-
mennings til að láta fjölda-
samtök sín kcppa við einka-
fjármagnið um ýmsa þjón-
ustu, svo sem verzlun og iðn-
að margskonar eru meginat-
riði fyrir kjarabótum, því að
sannvirðiskjör á samvinnu-
grundvelli gera verzlun og við
skipti réttlát .og heiðarleg.
Þessi réttur félausrar alþýðu
er verndaður með skattaá-
kvæðum samvinnulaganna,
enda kalla málsvarar einka-
fjármagnsins það alltaf for-
réttindi. Gróðamönnum í
verzlun eru þau ákvæði miklu
sárari þyrnir í holdi en öll
verðlagsákvæði og verðlags-
eftirlit, og af því einu saman
ætti að mega nokkuð læra.
Það sýnir hvern arðsugurnar
og sníkjumcnn telja höfuðó-
vin sinn og hvort þeir óttast
meira, opinbert valdboð og
verðlagseftirlit eða samvinnu
hreyfinguna.
Alþbi. þarf því ekki .að
hneykslast yfir því, þó að
sagt sé, a.ð alþýðan eigi sjálf
að annast sitt verðlagseftirlit
í gegnum kaupfélög sín á
grundvelli frjálsra félagssam
taka og sjálfsákvörðunarrétt-
ar í verzlun og viðskiptamál-
um. Það er lélegur Alþýðu-
flokkur, sem skilur það ekki.
Ö+Z.
ituyhjAil í Twahum