Tíminn - 29.04.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.04.1951, Blaðsíða 6
6. TIMINN, sunnudaginn 29. apríl 1951. 95. blíi*. Pnradís piparmey|anna Bráðfyndin þýzk gaman- mynd með: Heinz Ruhmann Sænskar skýringar. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Gissur gerist cowboy (Out West) Sprenghlæileg ný, amerísk skopmynd um Gissur Gull- rass og Rasmínu í hinu villta vestri. Joe Yule Rennie Riano Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJ A BÍO Við lifiim á ný (Let’s live again) Sérkennileg, fyndin ný am- erísk gamanmynd. Aðalhlutverk: John Emery Diana Douglas og undrahundurinn „Rags“ Aukamynd: K. J ARN ORKUMÚ SIN Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. HAFNARFIROI BÆJARBIÖ Sekí og sakleysi •Morgunblaðssagan: (Unsuspected) Mjög spennandi ný amerísk kvikmynd byggð á skáldsögu eftir Charlotte Armstrong. Joan Caulfield Claude Rains Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9. Frnmskógar Afríkn Sýnd kl. 7. Sími 9184. Rafmagnsofnar, nýkomnir 1000 wött, á kr. 195,00. Sendum 1 póstkröfu. Gerum við straujáin og önnur heimillstækl Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI H.F. Laugaveg 79. — Stmi 5184. Austurbæjarbíó Tisa mín (My girl Tisa) Sýnd kl. 5, 7 og 9. I Fruni.sk wgastúlkan I. hluti. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. ÍTJARNARBÍÓ Rigoletio [Ópera í fjórum þáttum eftir Giuseppe Verdi. Sungin og leikin af listamönnum við jóperuna í Rómaborg. IH1 j ómsveitarst j óri: Tullio jSerafin. — Söngvarar: Mario Filippeschi Tito Gobbi Lina Pagliuhi Sýnd kl. 7 og 9. ■ Hrúi Ilöítiir Bráðskemmtileg amerísk æv- intýramynd í eðlilegum lit- um um Hróa Hött og félaga hans. Aðalhlutverk: Jon Hali Patrica Morison Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. h. jGAMLA BÍÓ Osknbnska (Cinderella) Nýjasta söngva- og teikni- mynd WALT DISNEYS gerð eftir hinu heimskunnq ÉevintýVi. ' . ’' Sýnd kl. 5, 7 og 9. Engin 3 sýning. HAFNARBÍÓ’ RAFÐ4 (Red River) Spennandi ný amerísk stór- mynd. John Wayne Sýnd kl. 9. Sysíip mín og cg (Min syster och jag.) Létt og skemmtileg ný sænsk músík- og gamanmynd eftir óperettu Ralph Benatzky. Aðalhlutverk: Sickan Carlsson Gunnar Björnstrand Cecile Ossbahr Sýnd kl.»3, 5 og 7. Sala hefst kl. 11 f. h. Askriftxsrsímft TIMINIV SS2S GcrXzt VÍDSK3PTI HÚS • ÍBÚÐIR LÓÐIR • JARÐIR SK!P • BiFREIÐAR EINNIG: Vcröbréf Vátryggingar Auglýsingasrarfscmi FASTEIGNA SÖLL MIDSTÖDIN Lækjargötu 10 B SÍMI 6530 •* Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu.i sakir standa. Nú er talað um það, hvort heimilislausir flótta- menn í Evrópu geta ekki fengið hæli í Alaska. Er þá lífsþróttur þeirra manna brostinn? Geta þeir numið sér land? Yrðu þeir í rauninni góðir frumbýlingar. Þessu svara sérfræðingar þann ig, að beztu frumbýlingarnir séu alltaf þeir, sem ekki eigi neinar brýr að baki. Frá því sjónarmiði eru Evrópubúar þeir, sem hrakt ir hafa verið frá heimilum sín- um og staðfestu álitlegasta land námsfólkið. Hvað er þá hægt að gera ráð fyrir að Alaska taki við mörg- um innflytjendum? Eflaust væri þar rúm fyrir fullar 10 milljón- ir íbúa. Sennilega vildi stjórn landsins ekki opna það fyrir hverjum sem er. En heimilis- lausum milljónum Evrópu- manna, sem hrekjast stað úr stað, mætti vel unna nýrra tæki færa í ósnortnu landi. Það væri hollt fyrir hina ungu kynslóð, sem annars virðast allar leiðir lokaðar, og það væri sannarlega heppilegt fyrir Evrópu, þar sem margskonar erfiðleikar þrengja nú að. Með slíku móti yrði Alaska áreiðanlega fljótlega 49. fylkið í Bandaríkjunum. Þá væri lok- ið beinni nýlendustjórn frá Washington. Alaska fengi þá heimastjórn, eigin lög og eigin skatta til eigin mála. Alaska yrði sérstakt menningarríki, með þeim kostum og göllum, sem því fylgja. i: ^JJeitln Bernhard Nordh: 'onci VEIÐI MANNS 3. DAGUR Þáttnr kirkjnniiar (Framhald af 3. síðu.) að geta dregið sig út úr slcark ala heimsins og notið hljóðr- ar stundar í helgidómi guðs. — Kirkjurnar standa opnar, og ættu raunar alltaf að gera það. Hér á landi eru menn ó- vanir að nota kirkjur sínar á þennan hátt. Erlendis er það algengt, bæði meðal kaþólskra og mótmælenda. Mér verður það löngum minnisstætt, er ég kom í fyrsta skipti til borg arinnar Montreal í Kanada, öllum ókunnugur, og beið þar nokkra klukkutíma, þreyttur og leiður, hugurinn fullur af söknuði. Ég gekk inn í kirkju og sat þar hljóður góða stund. Þar var ég hvorki einn né einmana. Þar hlaut hugurinn þá hvíld, er hann þráði. En eigi veran í kirkjunni að hafa tilætluð áhrif, þurfa menn að gæta þess, að trufla ekki hver annan með samtölum eða 6- þarfa umgangi. Vonandi kem ur hinn almenni bænadagur einnig til að hafa þau áhrif, að menn fýsi oftar að ganga inn í kirkju sína, — ekki til að skoða og skrafa, heldur til að hlusta eftir rödd guðs á hljóðri bænastund. Jakob Jónsson. Ctbreiðið Tíraann. í ■15 ii ÞJÓDLEÍKHÚSID Sunnudag kl. 20.00 Söluraaðnr deyr Leikstjóri: Indriði Waage. Mánudag kl. 20,30. 100 ára afmæli IDRIÐA EINARSSONAR rithöf. Hljómleikar. Ræða Upplestur Einsöngur Leikþáttur Þriðjudag kl. 20. Sölumaður deyr Aðgöngumiðar seldir írá kl. 13,15 til 20,00 daginn íyrir sýn- lngardag og sýningardag. Tekið á mótl pöntunum. Sími 80000. Ingibjörg var fámælt þennan dag. Hún anzaði varla, þótt systir hennar yrti á hana. Blóðið dunaði í æðum hennar, og hún gat ekki um annað hugsað en unnusta sinn og úrslita- kosti föður síns. En það var líka nóg að gera. Daginn eftir áttu vorhreingerningar að byrja, það þurfti að búa Elínu út í selið og enn voru óofnar tíu álnir vaðmáls, áður en vef- urinn yrði tekinn niður. Annað veifið langaði hana mest til þess að hlaupa frá þessu öllu. Hvað hafði hún hér að gera? Hún horföi hatursfullum augum út yfir akrana, er hún fór út í gripahúsin til þess að gefa svínunum og kálfunum. Það var jörðin, sem varna/ði þeim Erlendi að njótast. Það hefði engin torfæra verið á vegi þeirra, ef hún hefði verið fátæk dóttir hjáleigubónda. Nú var hún ambátt þessarar jarðar — réttlaus skepna, sem átti að beita fyrir plóginn með ein- hverjum, er hæfði jörðinni. En hún ætlaði ekki að sætta sig við slíkt. Var ekki til eitthvað, sem hét frelsi? Jú — hún skyldi lifa sem frjáls kona svo lengi sem hún dró andann. Ambátt var ekki þess verð að heita kona. Á akri hinum megin við landamerkin sá hún mann með hest og herfi. Hún horfði um stund á manninn. Gegn vilja sínum varð hún^aö viðurkenna, að margir ungir menn voru óálitlegri en Knútur. Faðir liennar vildi ekki gefa hana einhverjum svíðingi vegna þess eins, að hann væri ríkur. Knútur var aðeins lítið eitt eldri en hún sjálf, vörpulegur maður og hvatlegur. Hann var breiður um axlir, og hendur hans.... Nei — hennar ráð myndi aldrei hvíla í höndum hans. Þær gátu aldrei hleypt ólgu í blóð hennar. Þær voru sterklegar, en þær voru luralegar og hentuðu ekki til ann- ars en grafa skurði, rífa upp grjót og halda um aktauma. Þær gátu ekki fært henni þann auð, sem hún þráði. Það var betra að svelta og varðveita sönginn í hjarta sínu, en hafa gnægð matar og kuldann í blóðinu. Ingibjörg vann baki brotnu næstu daga og rak Elínu og vesalings vinnukonuna áfram með harðri hendi. Hrein- gerningunum var lokið, vefurinn tekinn niður, og Elín gat farið í selið þegar henta þótti. Mikil þykkja var með feðg- inunum, en sauð þó ekki upp úr. Það var eins og bæði ótt- uðust, að lítill neisti gæti tendrað það bál, sem ekki yrði slökkt. En þegar leið að laugardagskvöldi, fór ólgan í huga Ingibjargar að magnast. Ef faðir hennar ræki Erlend á dyr, ætlaði hún að ganga að heiman. Að loknum kvöldverði gaf Jón Einarsson til kynna, að hann ætlaði að bregða sér niður í þorpið. Ingibjörg gaf hon- um gætur í kyrrþey. Faðir hennar var ekki vanur að fara að heiman svo síðla. Hún stóð við gluggann og horfði á eft- ir honum, unz hann hvarf fyrir hlöðuhornið. Fimm mínútum siðar hljóp Ingibjörg upp stíginn, sem lá til skógarins. Hjartað barðist ákaft í brjósti hennar, og augu hennar leiftruðu. Hún var að fara til fundar við Erlend. — ★ — Það duldist ekki morguninn eftir, að Ingibjörg hafði lít- ið sofið um nóttina. En hún bliknaði hvorki né blánaði fyrir spyrjandi augnaráði föður síns. Hún spurði, hvort hann vildi tala við sig —já, helzt einhvers staðar, þar sem þau gátu verið í næði. Jón Einarsson sagði, að þau skyldu ganga upp að nýja akuraukanum. Það væri gott að tala saman þar. Þetta nýja ræktarland var uppi við skógarjaðarinn. Þar átti um sumarið að rífa upp grjót og trjárætur. Það var erfitt verk, en margir ættliðir gátu notið góðs af því. Jón Einarsson otaði staf sínum í öskuna, sem enn lá á jörðinni frá því á útmánuðunum, að kjarr og runnar hafði verið brennt. Hann tautaði eitthvað fyrir munni sér, en Ingi- björg lét sem hún heyrði það ekki. — Ég hitti Erlend í gærkvöldi, sagði hún, ekki mjúk á manninn. — Ég veit það, svaraði hann. — Hann vill ekki verða bóndi hér. — Og þú trúir því? — Já. Því að hann ætlar sjálfur að ryðja land og byggja bæ. Hann vill, að ég fari með sér upp í fjallabyggðirnar, þar sem er land að nema. — Og hverju svaraðir þú? — Ég tek mér í munn orö heilagrar ritningar. Jón Einarsson settist þyngslalega á stóran stein. Hann skildi, hvað Ingibjörg var að fara: Þú skalt yfirgefa föður X3ÍÖ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.