Tíminn - 08.05.1951, Page 4

Tíminn - 08.05.1951, Page 4
TÍMINN, þriðjudaginn 8. maí 1951. 100. bliii'? Tilkynning ríkisstjórnarinnar um varnarsamninginn milli íslands og Bandaríkjanna Þegar íslendingar gerðust aðilar Norður-Atlantshafs- samningsins ákváðu þeir þar með að verða aðilar varnar- samtaka Norður-Atlantsháfs- ríkjanna. Um það segir m. a. í inngangsorðum samnings- ins, að aðilar hans haíi ákveð ið að taka höndum saman um sameiginlegar varnir og varð veizlu friðar og öryggis. Enn- fremur skuldbundu aðilar sig í 3. gr. s^imningsins til þess, hver um sig og í sameiningu, með stöðugum og virkum eig- in átökum og gagnkvæmri að- stoð, að varðveita og efla möguleika hvers um sig og allra í senn, til þess að stand ast vopnaða árás. Vegna sérstöðu íslendinga var það hins vegar viður- kennt, að ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her og að ekki kæmi til mála að erlendur her eða herstöðv ar yrðu á íslandi á friðartím um. Hins vegar var það fast- mælum bundið, að ef til ófrið ar kæmi mundi bandalagsþjóð unum veitt svipuð aðstaða og var í síðasta stríði, og yrði það þó algerlega á valdi íslands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði látin í té. íslendingar verða því sjálf- ir að meta, hvenær ástand í alþjóðamálum er slíkt, að sér stakar ráðstafanir þurfi að gera til að tryggja öryggi og frelsi landsins. Aðild íslands að Norður-Atlantshafssamn- ingnum leggur þessa skyldu á ríkisstjórn íslands. Nú hefir svo skipazt, að á síðustu mánuðum hefir tví- sýna í alþjóðamálum og ör- yggisleysi mjög aukizt. Þó að eigi séu blóðugir bardagar í þessum hluta heims, hafa Sameinuðu þjóðirnar orðið að grípa til vopna annars staðar til varnar gegn tilefnislausri árás. íslendingar eru ein hinna Sameinuðu þjóða, og þótt við getum ekki styrkt samtök þeirra með vopna- valdi, komumst við ekki hjá að viðurkenna, að friðleysi og tvísýna ríkir nú í alþjóða- málum. Hinar friðsömu, frjálsu lýðræðisþjóðir reyna með öllu móti að komast hjá allsherjarófriði, en friðartím- um er því miður ekki að fagna um sinn. Atburðir siðustu tíma hafa sannað, að varnarleysi lands eykur mjög hættuna á þvi, að á það verði ráðizt og um það barizt. Hinar frjálsu, friðsömu þjóðir hafa því allar aukið mjög vígbúnað sinn, og telja helztu vonina til þess að hindra nýjar árásir og alls- herjarófrið þá, að koma upp sterkum samfelldum vörnum. Hafa flestar þjóðir í þessu skyni tekið -á sig mjög þungar byrðar í þeirri von, að þá megi frekar >fstýra allsherjarófriði og koma á fullum friði. En eftir því, sem aðrir efla varn ir sínar, verður meiri hættan á árás á þann eða þá, sem engar varnir hafa, því að á- rásarmenn ráðast yfirleitt ekki á garðinn, þar sem hann er hæstur, heldur þar sem hann er lægstur. Allt hefir þetta orðið til þess að íslenzka ríkisstjórnin hefir komizt á þá skoðun, að varnar leysi íslands stefni, eins og nú er ástatt í alþjóðamálum, bæði landinu sjálfu og frið- sömum nágrönnum þess í ó- bærilega hættu. Af þessum ástæðum hefir verið fallizt á að taka upp samninga við Bandaríkin fyr ir hönd Norður-Atlantshafs- bandalagsins um varnir ís- lands á grundvelli Norður- Atlantshafssamningsins. Þeir samningar hafa nú staðið yfir undanfarið. Ríkisstjórnin hefir talið sjálfsagt að leita samþykkis þingmanna lýðræðisflokk- anna þriggja um samnings- gerðina. Hins vegar hefir ríkis stjórnin ekki talið rétt að hafa samráð við þingmenn Sam- einingarflokks alþýðu - sósíal istaflokkinn, um öryggismál íslands. Samningsgerðinni er nú lokið og höfðu allir þingmenn lýðræðisflokkanna þriggja, 43 að tölu, áður lýst sig sam- þykka samningnum svo sem hann nú hefir verið gerður. Utanríkisráðherra íslands hef ir þess vegna i umboði ríkis- stjórnarinnar, undirritað samninginn af íslands hálfu hinn 5. maí s. 1. og var samn- ingurinn sama dag staðfestur í ríkisráði af handhöfum valds forseta íslands svo sem lög standa til. Samningur þessi er gerður með það fyrir augum, að á slíkum hættu- og óvissutím- um, sem nú eru, sé séð fyrir vörnum íslands, þannig að al- gert varnarleysi leiði ekki hættur bæði yfir íslenzku þjóð ina og friðsama nágranna hennar. Jafnframt er það tryggt, að íslendingar geta með hæfilegum fyrirvara sagt samningnum upp, þannig að við getum látið varnarliðið hverfa úr landinu, er við vilj- um og teljum það fært af ör- yggisástæðum. Ef íslendingar sjálfir vilja og treysta sér að einhverju eða öllu leyti til að taka varnirnar í eigin hendur, er það á okkar valdi, en enga skyldu tökum við á okkur til þess. Eftir samningnum er gert ráð fyrir, að Bandaríkin taki að sér að sjá fyrir nauðsyn- legum ráðstöfunum til varnar landinu. Það er komið undir ákvörðun íslenzkra stjórn- valda, hver aðstaða þeim verð ur veitt í því skyni. Sam- kvæmt samningnum er ætlazt til, að Keflavikurflugvöllur verði notaður í þágu varna landsins, en ísland mun taka í sinar hendur stjórn og ábyrgð á almennri flugstarf- semi á flugvellinum, enda fell ur samningurinn frá 7. októ- ber 1946 úr gildi við gildistöku þessa samnings. Fjöldi liðsmanna er einnig háður samþykki íslenzku rik- isstjórnarinnar. Bandaríkin heita þvi að framkvæma skyldur sínar skv. samningnum þannig, að stuðl að sé svo sem frekast má verða að öryggi íslenzku þjóðarinn- ar og skal ávallt haft í huga, hve fámennir íslendingar eru svo og það, að þeir hafa ekki öldum saman vanizt vopna- burði. Berum orðum er tekið fram, að ekkert ákvæði samnings- ins megi skýra þannig, að það raski úrslitayfirráðum íslands yfir íslenzkum málum. Um framkvæmdaratriði samningsins náðist í höfuðat riðum samkomulag jafnframt samningsgerðinni, og verða samningar um þau efni undir ritaðir bráðlega, og eru þar sum atriði þess eðlis að að- gerða Alþingis þarf'við, enda mun málið á sínum tíma verða lagt fyrir Alþingi. Þar sem ísland var með öllu varnarlaust taldi ríkisstjórnin það sjálfsagða varúðarráðstöf un, að jafnskjótt og samning- urinn væri birtur yrði séð fyr- ir vörnum í landinu og hefir þvi í dag lið komið til Kefla- víkurflugv. og setzt þar að. Ráðstafanir þessar eru gerð ar af ríkri nauðsyn. Auðvitað hefðu menn kosið að komast hjá þeim, á sama veg og allar aðrar friðsamar þjóðir vilja sleppa við þungann og óþæg- indin af nauðsynlegum varn- araðgerðum. En þær meta þó á sama hátt og við meira mögu leikann til að komast hjá ó- friði, eða a. m. k. draga úr árásarhættunni. í sjálfri samningsgerðinni hafa Bandaríkin sýnt góðan skilning á sjónarmiðum ís- lendinga og þörfum íslenzku þjóðarinnar. Menn vita, að ýmiskonar vandkvæði eru samfara slíkri dvöl erlends herliðs í landinu. íslendingar þekkja þau af eigin raun, en úr því að slíkar varnarráð- stafanir eru nauðsynlegar, er það fullvíst, að eigi var á betra kosið en að semja á grund- velli Norður-Atlantshafssamn ingsins um þau efni við Banda ríkin, sem íslendingar hafa áður haft slík skipti við og ætíð hafa sýnt íslandi velvilja og stuðlað að sjálfstæði og velfarnaði íslenzku þjóðarinn ar. Óþarft er að taka það fram, svo sjálfsagt sem það er, að ráðstafanir þessar eru ein- göngu varnarráðstafanir. Að- ilar samningsins eru sammála um, að ætlunin er ekki að koma hér upp mannvirkjum til árása á aðra, heldur ein- göngu til varnar. Ráðstafanir þessar mótast af þeirri ósk samningsaðil- anna að mega lifa í friði við allar þjóðir og allar rlkis- stjórnir og eru því einn lið- urinn I þeirri viðleitni Sam- einuðu þjóðanna að efla lík- urnar fyrir varanlegum friði og vaxandi farsæld í heimin- um. Séra Pétur í Vallanesi heldur þá áfram máli sínu í dag: „Af hálfu þeirra, sem amast mest við biblíugagnrýni, hefir því iðulega Verið haldið fram, að ef á annað borð sé tekið að véfengja sannleiksgildi sumra af frásögnum Ritningarinnar, sé mjög hætt við, að menn tapi traustinu á hana í heild sinni. Ég játa góðfúslega, að þarna getur verið nokkur hætta fyrir dyrum. — Það er hlutverk prest anna að vinna gegn þessari hættu. Það hlutverk leysa þeir áreiðanlega ekki bezt af hendi með því, að stangast við stað- reyndir eða sannfræðilegar rök semdir, heldur með því að leggja jafnan höfuðáherzluna á þær af frásögnum hinnar helgu bók ar, sem þeir þykjast vissir um að fái staðist sögulega gagn- rýni. Kristindómurinn þarf áreið- anlega ekki að líða neitt við það, þó að prestarnir takmarki1 boðun sína á þennan hátt. í Nýjatestamentinu er alveg tví- j mælalaust nægilega mikið af ábyggilegum frásögnum um líf j og kenningu Jesú Krists, til þess að tryggja öruggan grund völl undir öllum þýðingarmestu kenningum kristninnar. Það skal fúslega játað, að biblíugagnrýnin getur og hefir stundum gengið of langt. Það getur valdið tjóni, ef tekið er að véfengja hinar og þessar frásögur hinnar helgu bókar að ástæðulausu — einkum þær, sem hafa að geyma þýðingarmikla boðun. — En er hins vegar auð- velt að neita því, að skortur á gagnrýni geti líka valdið tjóni og stuðlað að því að draga úr tign þeirrar guðdómiegu mynd- ar, sem Nýjatestameiitið í heild bregður upp af Jesú Kristi? Er þar ekki sums staðar að finna orð og andsvör eignuð Jesú, sem vér erum sárfegnir að geta gert oss grein fyrir sem rang- lega tilfærðum? Tökum til dæmis frásagnir Nýjatestamentisins af síðustu kvöldmáltíðinni, sem Jesús neytti með lærisveinum sínum — frásagnirnar, sem háheilag- asta helgiathöfn kristinna manna — altarissakramentið — hefir verið reist á. í þessum frásögnum er greint frá því, að Jesús hafi, rétt i því, sem hann er að útdeila brauðinu og víninu meðal hinna tólf læri- sveina, sagt þeim, að einn af þeim myndi svíkja hann. Þetta hafi svo leitt til þess, að læri- , ; / - • r sveinarnir hafi fatrið; •; j um það þarna sín á minf 'hver ‘ ‘ þeirra það myndi vera, er þetta myndi gera. “ ' ’ , •.„.1 n(rin‘n n'. ói, Aó'á Hlýtur ekki hver kriStinn maður að finna til þess, hví- ' líkt gífurlegt ósamræmi hefði hlotið að vera milli þessara tveggja athafna — útdeilingar- ínnar og hinnar kuldalegu spár, sem hlaut að verka eins"0‘gf’ls-JX_ kalt steypibað á að mihhsta kosti þá ellefu, sem ekki- höfðu til hennar unnið. Eigum vér auð... velt með að trúa því, að hann, sem vér tignum mest, myndí.. láta sig það henda að valda ó- . þörfum sársauka og að kásfá'Tá þessa heilögu athöfn skuggá, ’ l'“ sem engum presti, sem síðar hef ir haft hana um hönd, myndi -.\P, nokkru sinni koma . til hugar. — Hljótum vér ekki að fagna _ r yfir því, hversu auðyelt það er að gera sér grein fyrir , spánní um Júdas serri ihhskoti, staf- andi annars vegar frá þéim niðr andi munnmælasðgum,'• ‘ séríi spunnust um Júdas út af mis^ skilningi lærisveinanna. á. v.erkri - - aði hans, og hins vegar ,frá þörfinni á því að verjast. utari,- aðkomandi gagnrýni með því að sýna, að Jesús hafi ekki lát- ið blekkjast af hóhutri;: heldur ‘ ” hafi hann séð svik haris fyrir og verið búinn að spá um þaú? . Er ekki eitthvað bogið við það,. að þeir, sem berá fram frtéði- leg rök fyrir þvi, áð"Jesú Sé'"‘'Q' ‘ ranglega eignuð hiri kulda'l'ega spá um Júdas, sæti aðkastl' ög ásökunum um það; að þeifi .séu að vinna Kristninni tjón? Sæm- . ,-,u. ir það kristnum mönnum .að sækja svo fast að níðast áfram ...... á minningu hins ógæfusairia lærisveins Jesú Kristsf að þeir gæti þess ekki, að þeir hljota jafnframt að kasta - skiiggá''ár! minningu Meistarans?-',c“' Það er algerlega" þýðingaru '* ' laust, að vera að reyna að’telja'" rr* sér trú um, að unntrsé-á vor* um tímum að >(. urixianskiljA Ritninguna fræðilegri. yanosókn (, u - á gildi heimilda hen»ar,..J>að er líka fjarri því, að. slíkt væri . "'1 æskilegt. Fagnaðarboðskapur- inn vinnur fremur en' taþát'vift /0"K‘ slíka rannsókn. Óéðlíieg 'við4 "' ;r- leitni til að streitast gegn-þvir -'U : að hinar skráðu Xrásagnir umi r,- líf og kenningu Jesú Krists séu rannsakaðar og metnar, er bara fallin til að koma irin hjá' möriri um þeirri röngu hugínýnd, áts ^ Nýjatestamentið sé éíris’o'g ..*J spilaborg, þar sem Öfei 'BÉp ’ : <j ?.o .imú ll (FramhalH d 5- si6u)íj-.'h n»»»m»mai»i»m Bruna-, Sjó-, Stríös- og Ferðatryggingar 'i vjbivr i Íaí öii ,515(09?. i niís\i .iJáoi ; i gO 1B3ÍJÍO; .'íqrAz iriJlij i.-J .anöiíi'ÖiO: u | hT.a h> ,ob4 ú . JiilO ,rf :.l tnO'* ’■->'■ :, i I ‘íAÁ:j iii.J -- tggeí ,I;h í-Tsr.I ujóiyd yíiatiriidvbnni í y.vri i jvra i Ói • ~>'I j i» tíi I 'iiíi tif.MiÍ -i.-TTrt t-ior| ry VÁTRYGGINGARSKRIFSTOFA Sigfúsar Sighvatssonar h.f. Lækjargötu (Nýja bíó). — Sími 3171. \£t(í íiLuú :h ] Btrt ríbnsí I í i VSÖ í/ í .ialy: b(j ‘t 'f'-i iz£í: Þ> i i iirt uq<1 . Ixt*. ; í i: ■ >. - ^3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.