Tíminn - 12.06.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.06.1951, Blaðsíða 3
128. blað TÍMINN, þriðjudágtnn 12. júní 1951. Draumarnir hafa rætst Rabbað við Helga Haraldsson á Hrafnkelsstöðum Einn af merkustu fjárrækt armönnum landsins, Helgi Haraldsson á Hrafnkelsstöð- um, á sextugsafmæli í dag. Hann er fæddur að Hrafn- kelsstöðum í Hrunamanna- mannahreppi 12. júní 1891. Hann er sonur Haraldar bónda þar Sigurðssonar og konu hans, Guðrúnar dóttur Helga Magnússonar í Birting arholti. Helgi var á ferð í Reykjavík fyrir fáum dögum og náði þá blaðamaður hjá Tímanum tali af honum. Þegar minnst var á vorið og fénaðarhöld svaraði Helgi því til, að í haust yrði allt hans fé fellt vegna fjárskiptanna eftir 30 ára ræktun. Við hvað miðarðu það? — Ég fór að tilhlutun Hreppamanna norður í Þing eyjarsýslu haustið 1920 og var þar einn vetur og vor til að læra fjárrækt. Ég var hjá Helga á Grænavatni. Þar fannst mér ég læra margt og hafa gott af kynningu minni bæði við fólk og fé. Um vorið hafði ég svo heim með mér 10 gimbrar og nokkra hrúta. Ég rak féð til Akureyrar, þaðan var farið með skipi til Reykjavíkur og kiudurnar síðan reknar aust- ur í Hreppa. Ég hefi aldrei gleymt því, sem Sigurgeir á Helluvaði sagði við mig þegar ég lagði af stað að norðan. Hann sagði þá við mig: „Mér líkar þetta fé að mörgu leyti vel en legðu þér eitt á minni. Varastu skyldleikarækt Þaö er svo stutt inn í gallana í okkar fé, að þaö þolir ekki skyldleikaræktun". — Hvernig hefir þér gengið með þennan stofn að noröan? — Það sannaöist á honum, að það er hægt að flytja fé úr Þingeyjarsýslu án þess að það skemmist. Ég hefi reynd ar fengið fé víðar að á seinni úrum. — Og er orðin mikil breyt ing á fé í Hreppunum? — Þegar ég var á Grgpna- vatni þekktist það ekki syðra að vigta fé á fæti. Við vigtuö um þá ærnar á Grænavatni og þyngsta ærin þar var 140 pimd. Það vakti talsvert um- tal i Þingeyjarsýslu þann vet ur, að ærnar hjá Jóni á Sig- uröarstööum í Bárðardal voru 120 pund að meðaltali. Ég skriíaði Sigurði bróður mín- um og bað hann að vigta ærn ar heima. Þyngsta ærin á Hrafnkelsstöðum var þá 100 pund. Ég held við tryöum því varla núna. Ég var á Hvanneyri 1909— 1911. Halldór Vilhjálmsson bað nefnendur sína að senda sér bréf og segja fréttir. Seinni veturinn minn las hann fyrir okkur bréf úr Ár- nessýslu. Bréfritarinn hafði komið til Gests á Hæli, þar sem hann var að slátra sauð um sínum. Það voru fjögurra og íimm vetra valdir sauðir, enda jöfnuðu þeir sig með rúmiega 50 punda fall. Þeim þótti það heldur lélegt piltunum að vestan. Júlíus í Garpsdal elti okkur til að minna olckur á að „valdir sauðir“ hjá okkur væru eins Og ær hjá þeim. Árið 1920 lét faðir minn 30 .^xuðij í :J'áturh’,ús, alla þriggja vetri og eldri. Þeir voru 25 kg. til jafnaðar og þaö þótti gott. í haust voru Helgi Haraldsson dilkarnir mínir 13,12 kg. og þriðjungurinn af þeim tví- lembingar. Þeir voru 23 til 24,5 kg. líkt og sauðirnir fyr- ir 30 árurn. Mig dreymdi ekki um þaö þegar ég var á Hvann eyri. Máiborinn dilkur fvá Tungu felii var 27,5 kg. Þeir voru það ekki Tungufellssauðirn- ir fyrir 20 árum. — Af hverju helduröu að þessi breyting stafi? — Bæði af meðferð, og kyni. Ég er viss um, þótt þeim sé ekki hátt lof haldið karakúl- pestunum, að þær hafa kennt bændunum margt. Bændur hafa meðal annars lært það, að þeir þurfa ekki jafnmargt fé og áður til að hafa eins mikinn eöa meiri arð af búum sínum. — Er margt tvilembt hjá þér? — Svona helmingur. Núna á ég 42 ær með 65 lömbum. Það má alveg hafa vald á því hvað tvílembt er. — Er það nú ekki eitthvaö ætterni líka? — Jú. Fjárkyn eru misjafn lega frjósöm. En ær veröa fremur tvílembdar ef þær eru í bata um fengitímann. Vilji menn fá allt tvílembt er nauð synlegt að fylgjast með ánum næsta hrútmál fyrir fengitim ann og fafa svo að gera þeim vel fimm dögum áður en röð in kemur að þeim. Þannig má fá flest lömb. Aid arandLnn. — Þú segir að fimm dagar séu mátulegur tími. — Já. Það er margt merki- legt í náttúrunni. Hefirðu tek ið eftir því, ef góð er tíð á vorin eftir að kartöflur eru settar niður verður fleira und ir en ef vorhart er? Það er eins og þær miði frjósemina við þaö, hvað útlit er fyrir að þær komi mörgum til þroska. — Ó nei. Ég hefi nú ekki tekið eftir því. En-það er ann ars talsvert merkileg búnaðar saga, sem þú og þínir jafn- aidrar hafa iifað. — Þegar ég var barn tíðk- nðust fráfærur. Þá voru á ann að hundrað ær i kví heima. Geidingar voru allir aldir, ám Og gimbrarlömbum slátraö til heimiiis. Sauðir reknir suð ur. Lambsskrokkarnir voru þá innan við 20 pnnd. Þetta breyttist á stríðsár- unum fyrri og upp úr þeim. Þá varð-verra að fá fóik, kjöt ið hækkaði í verði og menn fóru að láta ærnar ganga með og slátra dilkum. Svo fóru bændur að fjölga kún- nm, og nú er Hrunamanna- hreppur í fremstu röð með mjólkurframleiðslu. Dæmi eru til þess og þau fleiri en eitt, að bændur í Hreppunum hafi fengið 24 kg.1 af kjöti eftir ána, og þá erl það einu kg. minna en þótti1 gott meðaltal af fullorðnum sauðum. — Og nú á að fella þennan fjárstofn ykkar í haust. — Já, en þá verðum við að liugsa líkt og Bernhard af Weimar við Lútzen þegar Gústaf Adolf lá fallinn: „Nú er ekki um undanhald að ræða, heldur hefnd, sigur eða1 dauða“. Og það tekur enginn frá okkur þá reynslu, sem við I höfum fengið og við fáum nýjan og heilbrigðan fjár- stofn aftur. — Jæja. — En viltu nú ekki segja mér eitthvað af sjálfum þér? — Nei. Það held ég ekki. Þar er ekki frá neinu að segja. Við látum þetta nægja, sem komið er um skepnurn- ar. íslandsmótðð hafið Knattspyrnumót íslands í meistaraflokki hófst á sunnu daginn með leik milli Fram og KR. Fimm félög taka þátt í mótinu, Reykjavíkurfélögin Fram, KR, Valur og Víking- ur og íþróttabandalag Akra- ness sendir einnig lið. Fyrir leikinn gengu félögin inn á völlinn og Jón Sigurðsson forseti Knattspyrnusam- bands íslands setti mót- ið með stuttri ræðu. Síðan hófst leikurinn milli Fram og KR og urðu úrslit þau aö Fram sigraði með tveimur mörkum gegn einu. Guðmund ur Jónsson skoraði fyrsta markið fyrir Fram i fyrri hálfleik, en Ólafur Hannesson jafnaði fyrir KR í seinni hálf leik. Sigurmark Fram skor- aðj Haukur Bjarnson úr víti- spyrnu, sem dæmd var fyrir grófa hrindingu hægri bak- varðar KR. Þessi úrslit komu nokkuð á óvart og gera úrslit mótsins tvisýnari. Lið Fram var þannig skip- aö talið frá markmanni. Adam Jóhannsson, Karl Guðmunds son, Guðm. Guðmundsson, Sæ mundur Gíslason, Haukur Bjarnason, Hermann Guð- mundsson, Karl Bergmann, Magnús Ágústsson, Lárus Hall björnsson, Guðm. Jónsson og Dagbjartur Grímsson. Lið KR: Berður Bergsson, Daníel Sigurðsson, Guðbjörn Jónsson, Helgi Helgason, Steinn Steinsson, Sverrir Kjæresteð, Ólafur Hannesson, Steinar Þorsteinsson, Hörður Óskarsson, Sigurður Bergs- son og Gunnar Guömunds- son. Dómari var Ingi Sigmunds- son. í kvöld keppa Akurnesing- ar við KR. Ekki þarf að efa, að fjölmennt verður á vellin- um í kvöld, því mikill áhugi er fyrir að sjá lið A*;urnes- inga. Ríkarður Jónsson leikur nú með því og hafa margir spáð, að Akurnesingar beri sigur úr býtum í mótinu. En yfirleitt má búast við skemmtilegum leikjum, þar sem liðin eru öll mjög jöfn að styrkleika. í 70. tölublaði Tímans skrif ar Gunnar Bjarnason grein er hann nefnir „Tamning hesta“. Margt það sem G.B. segir þar, er sannarlega þess vert, að því sé gaumur gef- inn. Það er illt til þess að vita, ég vil segja hörmulegt, að á fjölda b-æja skuli varla vera til hestur svo taminn til reiðar, að á honum sé smal- andi. Á liðnum öldum hefir hesta mennska verið snar þáttur í lífi þjóðarinnar og með hnign un hennar glataði þjóðin ein um sínum glæsilegasta menn ingarþætti. í mínu ungdæmi var talið að fararskjótinn segði mikið til um eigandann. í minningarorðum um stór merkan bónda, nýlátinn, var sagt, að hann hefði alltaf ver ið á glæstum gæðingum. Var þaö eitt af mörgu sem hon- um var sagt til vegsauka. G. B. segir: „Hestamennska og hestatamning hefir verið í mikilli hnignun undanfar- inn áratug, er ekki „móðins“. Ungmennafélögin og íþrótta- félagarnir hafa bundið hugi og áhuga unga fólksins við margvíslegar íþróttir og tíma frekar æfingar, en skeytt minna um hina þj'óðlegu í- þrótt, hestamennskuna, sem raunar er þjóðlegasta íþrótt okkar. Verkþekking og verk- menning hefir hingað til ver- ið vanrækt um of í uppeldi æskunnar. Unga fólkið hefir í stórum stíl verið menntað frá framleiðslustörfunum. Sorglegt dæmi um þetta er, að það er undantekning ef ung- ur sveitapiltur hefir áhuga fyrir að hirða og temja hesta.“ Þetta segir maður, sem er gagnkunnugur um land allt og er það mjög umhugsunar- vert, ef stefnt er með unga fólkið á alranga braut. Mér finnst mikil breyting á hugsunarhætti unga sveita- fólksins nú frá því sem var fyrir 30'—40 árum. Þessi breyt ing kemur fyrst og fremst ( fram í minnkandi áhuga á| öllu þvi, sem skepnum við-; kemur. Ég minnist þess. að ’ þegar ég var að alast upp fyrir t 30—40 árum, að þá þótti það, sjálfsagt að sýna gestum, sem að garði bar að vetrarlagi, j fyrst og fremst lömbin. hrút- ana og svo folana, sem verið var að temja. Var að þessu gengið með mikilli ánægju af beggja hálfu. Nú þekkist þetta ekki lengur að heita má, en í þess stað talar unga fólkið um skemmtifundi, böll, sjónleiki o. s. frv. Þá áttu flest ir ungir piltar reiðhest og var þá ekki ótítt að þeir hevjuðu fyrir þeim um helgar um slátt inn, en nú er það eins og G. B. segir, hrein undantekning ef ungur sveitapiltur hefir á- huga fyrir hestum og í raun og veru fyrir nokkru þvi, sem skepnum viðkemur eins og áður er sagt. Það er hreinn viðburður að sjá ungt fólk Óðandi á ferð og heyrt hefi ég farið undrunar- og óvirð- ingarorðum um það að vera á hestum. Unga fólkið þekk- ir ekki og fer á mis við þá un- un, sem góðhesturinn veitir þeim, sem kann með hann að fara. Ég þekki enga skemmt- un, sem tekur ferðalagi á góð um hestum með skemmtileg- um félögum fram. „Knapinn á hestbaki er kóngur um stund. Kórónulaus á hann ríki og álfur“. Heyrt hefi ég menn hafa orð á því, hve dýrt sé að eiga reiðhest og vitanlega þess dýr ara þess fleiri sem þeir eru. Veit ég það víst að of mikið má að öllu gera en eins og er virðist óhóf í þessu efni nokk uð fjarri. Ég minnist eins at viks fyrir alllöngu síðan. Til mín kom gildur bóndi að vor- lagi. Það mun hafa verið í byrjun maí. Færö var þung af aur, en ekki tafði það bónd- ann, sem bar mjög fljótt yfir. Hann reið glófextum hesti og annar með sama lit • hljóp með. Báðir voru hestarnir stólpagripir, stórir og vel með farnir í bezta lagi. Ég hafði orð á því, að þeir hefðu ekki bitið klakann í vetur. „O nei“, sagði bóndinn. „Það hafa þeir nú ekki gert. Ég hefi aldrei beitt þeim á klakann, klárun- um, sem hafa borið mig og þaö hefir treinst úr heyjun- um hjá mér samt furðanlega og ekki verr en hjá hinum“. Þetta var sem fyrr segir gild ur*bóndi, heyjabóndi. Þaö er ömurleg sjón að sjá ungt sveitafólk hrúgast upp á vörubíl urn marga helgi og oft ar þó, allt sumariö eltandi dansskröll, hvar sem þau er að finna, þar sem nóg er af hestefnum, ef þeir væru tamd ir og nóg af grasi til fóðurs, ef dugur væri til að afla þess. Ég get vorkennt því fólki, sem á þessum nýsköpunar og upplausnar tímum hefir slitn að úr tengslum við íslenzka sveitamenningu, eltandi augnabliks sápubólu. Þessari menningu, sem fleytt hefir þjóðinni yfir aldirnar, og á- nægjunni af samlífinu við skepnurnar. Og svo skulum við að lok- um ganga um garð hjá Bene dikt í Hofteigi og heyra hvað hann segir um hestinn og bóndann: „Tamningin verður íþrótt og meðferðin eitt af samvizku spursmálum bóndans í ábyrgð inni á heimili sínu og hlut- verki í þjóðfélaginu. Góðir og traustir hestar hafa um alla sögu veriö óskeikult ytra tákn um hinn innri styrkleika bónd, ans. Hinn lundari áhugasami bóndi getur ekki notað litil- fjörlegan hest nema með því að kvelja sjálfan sig og niðra sjálfan sig, og hann verður of seinn til allra móta og tæki- færa lífsins. En þegar hestur og maöur svara hvor til ann ars í hlutverki sínu og formi lífsins verður úr því sú sam- sæld, sem fræg er.úr skiptum þessara aðila í íslendinga ör lögumj' Hér knýr hvor aðilinn annan. Hér liggur ein af þroskabrautum þjóðlífsins‘“. Dulinn frá Dal. Kominn heim Ófeigur J. Ófeigsson, læknir. 1. flokks Gólfteppi 2x3, 3x4, 3x5 m til sölu. Upplýsingar í síma 81267. SL. Anglvsiugasfimi T i )i \ \ s 44 81300 > »■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.