Tíminn - 12.06.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.06.1951, Blaðsíða 5
128. blað TÍMINN, þriðjudaginn 12. júní 1951. 5. ERLENT YFIRLIT: Þrtðjud. 12. jjúní Aðvörun, sera ekki má gleyraast íslendingar munu almennt fagna þeim stórframkvæmd- um, sem verið er aö hrinda í verk undir forustu núverandi ríkisstjórnar þ. e. Sogsvirkjun ununni, Laxárvirkjununni og I áburðarverksmiðjunni. Við þessar framkvæmdir eru tengdar miklar vonir um bætta afkomu þjóðarinnar. Undantekning frá þessu munu þó hinir heittrúuðust Moskvu kommúnistar vera, því að þeir telja allt það, sem til um- bóta horfir, skerða vaxtar- möguleika sína og vera þvi þránd í götu sinni. íslendingar munu og al- mennt kunna vel að meta þá aðstoð, sem Bandaríkin veita til að koma þessum fram- kvæmdum áleiðis. Án aðstoð- ar þeirra myndu þær ekki komast fram að sinni. En hinu er þó vissulega ekki að neita, að ánægjulegast hefði verið að geta komið þessum framkvæmdum í höfn af eig in ramleik. Þjóðin hafði líka tækifæri til þess, en það tækifæri var látið ónotað. Þess er jafnan hollt að minnast. Nokkrum misserum áður en styrjöldinni lauk, báru Fram sóknarmenn fram á Alþingi tillögu þess efnis, að gerð skyldi áætlun um helztu stór framkvæmdir, er hafist yrði handa um að styrjöldinni lok inni. Tilgangur þessarar áætl unar var að tryggja það, að gróða þeim, sem þjóðinni safnaðist á stríðsárunum, yrði skynsamlega variö. Áætlunin skyldi ná til framkvæmda á sviði landbúnaðar, sjávarút- vegs og iðnaðar og skyldi ekki síst lögð áherzla á vatns virkj anirnar. Alþingi féllst á þá tillögu Framsóknarmanna, að sér- stök nefnd skyldi semja slíka áætlun. Sú nefnd fékk hins- vegar aldrei að ljúka störfum. Rétt eftir að hún hóf störf sín kom „nýsköpunarstjórn- in“ svonefnda til sögunnar. Eitt fyrsta verk hennar var að leggja þessa nefnd niður. Ekkert virtist meira eitur í beinum þeirrar stjórnar en skipulegar og fjölþættar framkvæmdir. Eini atvinnu- vegurinn, sem hún virtist sjá, var sjávarútvegurinn. Ekki að eins landbúnaðurinn varð hornreka, heldur líka marg- háttaðar framkvæmdir aðrar, eins og t. d. rafvirkjanir. Stjórnin lagðj ekki aðeins á- burðarverksmiðjumálið til hliðar, heldur einnig allar meiriháttaðar rafvirkjanir. Öllum stríðsgróðanum var eytt, án þess að nokkur meiri háttar vatnsvirkjunarstöð væri byggð. Undir forustu nýsköpunar- stjórnarinnar fór allur hinn mikli stríðsgróði í súginni, nema sá takmarkaði- hluti hans, er rann til sjávarút- vegsins. Það var að vísu góðra gjalda vert, að sjávarútvegur inn efldist nokkuð. En það var samt skammsýni að trúa á hann sem eina undirstöðu- atvinnuveg þjóðarinnar, þótt hann sé góður með öðrum. Það var óheyrilegt ráðleysi að láta þann meginhluta stríðs Harmsaga rússneskrar konu Elinor Lipper lilaut önnur kynni af „dýrð- arríkfmi“ cn hana liafði drovint uni Hollenzk kona af Gyðingaætt um hefir nýlega gefið út bók, sem athygli vekur um allan hinn menntaða heim. Kona þessi heitir Elinor Lipper, en bók hennar: Ellefu ár í fanga- búðum Rússa. Þetta er ægileg harmsaga konu, sem fór til Rúss lands árið 1937, sannfærð um að þar væri fyrirheitna landið, hið verðandi ríki verkamanna og bænda. Þessi- hollenzka stúlka fékk starf í Rússlandi og var sæmi- lega ánægð framan af, en svo urðu örlög hennar þau, sem hent hafa miklu fleiri austur þar en vestrænt fólk hefir hug- mynd um. Leynilögreglan kom og sótti hana eina nóttina — fyrir hvaða sakir vissi hún aldrei. Hefir kannske talað ó- gætilega einhvers staðar, lát- ið á sér skilja, að hún hefði orðið fyrir einhverjum von- brigðum með paradísina. Um þetta fékk hún aldrei neina vitn eskju, en hún var höfð í haldi í Moskvu mánuðum saman, án þess að nokkur rannsókn færi fram í máli hennar og svo var hún send með þúsundum ann- arra kvenfanga til Síberíu, til Kolyma, langt fyrir norðan heimskautsbaug, til þess að þjást þar meira en orð fá lýst í 11 ár, unz henni var sleppt í fangaskiptum Bandaríkja- manna og Rússa upp úr stríðs- lokum. Elinor Lipper kynntist mörgu ógæfusömu rússnesku fólki i fangavist sinni, og í einum kafla bókarinnar segir hún frá reynslu húsmóður í Moskvu. Fer sá kafli hér á eftir, nokkuð sam- andreginn: Ein hinna mörgu mæðra í klefanum með mér (í Butyrk- fangelsinu í Moskvu) var Smirn ova, kona rússinesks embættis- manns. Eftir að eiginmaður hennar var handtekinn, hafði hún verið rekin úr íbúð sinni í Moskvu, ásamt þremur börn- um sínum. Hún fékk húsaskjól i lélegum kofum i úthverfi borg arinnar. Eftir mikla leit — því að enginn þorði að taka konu dæmds manns í þjónustu sina — fékk hún samt starf í pósthúsi. f hléum frá starfi varð hún að hlaupa heim til þess að fæða tveggja mánaða gamalt barn sitt. Næsta barn var sex ára telpa, og hún sat hjá barninu, meðan móðirin vann úti. Elzta barnið var 14 ára drengur, sem var i skóla. Litla stúlkan spurði oft eft- ir föður sínum, og móðirin bjó til alls konar kynjasögur til þess að útskýra hv#rf hans. En drengurinn spurði einskis. Hann hafði verið viðstaddur, begar faðir hans var handtekinn, og hann gat ekki gleymt undrunar svipnum á föðurnum, þegar hann uppgötvaði að þeim var alvara að handtaka hann og flytja brott með valdi. Dreng- urinn hafði staðið við glugg- ann og séð bílinn þeysa á burt með föður hans innanborðs. Á þeirri stundu var æsku hans lokið. Heimur, sem hingað til hafði virzt vingjarnlegur og hlýr, hrundi til grunna. Enginn af vinum hans eða skólafélög- um virti hann viðlits eftir þetta, því að hann var sonur „fjand- manns þjóðarinnar". Kennari sá, sem hann hafði dáð mest, og hafði kennt honum í f jögur ár, varð nú fráhrindandi og hranalegur. Enginn vildi sitja við hlið hans í bekknum. Sér- hverjar frímínútur urðu kvala- stund fyrir hann, því að börn þekkja enga miskunnsemi, er svona stendur á. Fjórtán ára gamall var þessi drengur fyrirlitinn útlagi. Eina manneskjan, sem enn elskaði hann, var móðir hans. Og svo kom leynilögreglan eina nótt- ina til þess að taka hana hönd- um líka. Skjálfandi á beinun- um og náfölur stillti drengur- inn sér upp fyrir framan hana. En lítill drengur stöðvar ekki leynilögreglu stórveldis. Ekki bætti það úr skák, er litla stúlk an vaknaði og hékk grátandi í pilsfaldi móður sinnar. Og ekki heldur, er móðirin í örvæntingu sinni greip hvítvoðunginn úr vöggunni. Lögreglumennirnir settu barnið í vögguna og drógu konuna út í bíl. Járnhlið var opnað og því lok að aftur. Hún var fangi í Bu- tyrkafangelsi. Þeir leituðu á henni. Þegar það var búið, sneri hún sér að varðmannin- um: „Félagi, ég verð að kom- ast heim til litla barnsins míns. Það deyr úr hungri, ef ég kem ekki. Ég grátbið þig!“ En á andliti varðmannsins var enga svipbreytingu að sjá. Hann svaraði engu orði. Smirnova beið Og beið, og að- eins ein hugsun komst að: Börn in hennar heima. Brjóstin bólgn uðu upp af mjólk, en heima grét hvítvoðungur af hungri. „Viltu skýra okkur frá and- byltingarstarfsemi mannsins þíns?“ var spurt. „Maðurinn minn var ekki and byltingarsinni." „Hvað er nú þetta?“ spurðu lögreglumennirnir. „Þú hefir verið gift honum í 15 ár og veizt ekki um neðanjarðarstarfsemi hans, er hann hefir þó sjálfur játað. Jæja, kannske kemstu á aðra skoðun í fangaklefanum." „En ég verð að komast heim til barnanna minna.“ „Skrifaðu undir þessa yfir- lýsingu um að þú hafir vitað MOLOTOV. ! i um andbyltingarstarfsemi mannsins þíns, og þá skaltu fá að sjá börnin þín.“ „En ég get ekki skrifað und- ir. Maðurinn minn er saklaus." Þeir báru hana burt. Og svo leið tíminn. Yfirheyrsl ur héldu áfram. Henni fannst þeir ætlast til þess að hún und- irritaði dauðadóminn yfir mann inum sínum og lýsi verknaði á hendur honum, sem hún vissi að hann var saklaus af. Hún grét og grátbændi dómarann. En hún vissi ekki, að leynilög- regludómari getur ekki sýnt miskunnsemi, þótt hann vildi. Þessi kona fékk lokst8 ára dóm í þrælabúöum. Hún fékk aldrei að vita, hver urðu örlöj* barna hennar. Elinor Lipper er ekki ein um það að segja frá dvöl í rúss-1 neskum fangabúðum. Önnur kona, Margarete Neuman, sem er þýzk að ættum, hefir nýlega j gefið út bók, sem fjallar um þetta sama efni, en hún hefir það umfram Lipper að hafa1 einnig dvalið í fangabúðum hjá 1 <Framhald á 6. síðu.) gróðans, sem ekki fór til sjáv arútvegsins, fara út í veður og vind. Það er svo kapituli út af fyrir sig, að eftir að komm- únistar höfðu hjálpað til þess með þátttöku sinni í „nýsköp unarstjórninni“, að stríðsgróð anum var eytt án þess að ráð ist var í stórframkvæmdir eins og rafvirkjanir og bygg ingu áburðarverksmiðju, vildu þeir einnig afþakka Marshall fé til þessara framkvæmda. Þannig hafa kommúnistar á fleiri en einn hátt sýnt fjand skap sinn við þessar stór- ftamkvæmdir, er þeir ótt- ast -að stuðli að því að bæta lífskjör þjóðarinnar. Komm- únistar vita, að kyrrstaða og léleg afkoma eru beztu banda menn þeirra. Það er hinsvegar ekki verk kommúnista einna, heldur þeirra flokka allra, er stóðu að ,nýsköpunarstjórninni‘, að um ræddar framkvæmdir verða nú mörgum sinnum dýrari en ef þær hefðu verið reistar á fyrstu árunum eftir styrjöld ina, eins og hæglega mátti gera fyrir atbeina stríðsgróðs ans. Þjóðin þarf að læra það, að hún þarf að byggja afkomu sina á fjölbreyttum atvinnu- rekstri og framleiöslu. Hún á ekki aðeins að efla sjávarút veginn, heldur engu síður land búnaðinn og orkuframleiðsl- una. Það fyrirhyggjuleysi, sem nýsköpunarstjórnin gerði sig seka um á þessu sviði, þarf að verða þjóðinni til varanlegr ar aðvörunar. Raddir nábúanna Forustugrein Dags 6. þ. m. fjallar um 65 ára afmæli Kaupfélags Eyfirðinga. Þar segir m. a.: „Ef menn eiga ríkt ímyndun arafl, geta þeir í huga sér brugðið upp mynd af bæ og héraði i dag, ef búið væri að taka burt öll hin sýnilegu og ytri merki samvinnustarfsins í Eyjafirði, nema á brott verk smiðjurnar og verzlunarhúsin og alla þá aðstöðu, sem sam- vinnustarfið hefir skapað hér. Ef mönnum tekst að framkalla slíka mynd í huga sér, sjá þeir e. t. v. betur en áður, hvað hefir áunnizt, hvert er orðið samvinnustarfiö í 65 ár. Hér í þessu héraði er ekki hægt að benda á neitt afl, sem frem- ur hefir lyft -fólkinu til efna- legs- og menningarlegs sjálf stæðis en máttur samvmn- unnar. Arðurinn af starfi og striti fólksins hefir að veru- legu leyti staðnæmst hér heima í héraðinu vegna starfs Kaupfélags Eyfirðinga. Hann hefir hér skapað atvinnutæki til lands og sjávar. Hann birt- ist í óteljandi myndum þrótt- mikils athafnalífs. Eyfirðingar mega í dag minnast með þakklæti þeirra manna, sem á liðnum áratug- um hafa af alhug starfað að því að gera þetta hérað og þennan bæ að mesta samvinnu byggðarlagi þessa lands. En þeir eiga ekki þar fyrir að halda að sér höndum. Sam- vinnustarfið er ævarandi. Ekk ert lát má verða á því starfi að byggja upp þetta hérað og þetta land, til hags og heilla fyrir heildina. Reynslan hefir þegar kennt, hvernig það starf verður bezt unnið. Ár- angurinn næst ekki með póli- tískum bægslagangi, með hjálp neinna „isma“ eða kreddu- kenninga, heldur með broður- legri samvinnu fólksins við sjó og í sveit.“ Hin friðsamlega uppbygg- ing samvinnunnar, segir Dag- ur að lokum, er öruggasta leið in til framtíðarríkisins. Hví loka Rúss- ar að sér? Undanfarið hefir mátt lesa í Þjóðviljanum stærðarfyrir- sagnir um fund á þessum eða öðrum stað, þar sem sendi- nefnd MÍR myndi segja frá Rússlandsferö sinni. Svo stór- ar hafa þessar fyrirsagnir ver ið, að vel hefði mátt halda, að hér væri um fólk að ræða, sem væri nýkomið frá tungl- inu eða öðrum enn fjarlægari hnöttum og hefði því hinar nýstárlegustu fréttir að segja. Sú er þó ekki raunin, heldur er þetta fólk aðeins nýkomið frá Moskvu, sem segja má að ekki sé nema drjúga bæj- arleið í burtu, þegar miðað er við samgöngur nútímans. Hvers vegna lætur þá Þjóð viljinn svo, að þetta fólk geti sagt álíka nýstárlegar frétt- ir, eins og það sé nýkomið frá tunglinu? Til þess liggur fyrst og fremst sú skýring, að Rúss- land hefir um nokkurra ára- tuga skeið og þó einkum síð- ari árin mátt heita lokað land fyrir útlendinga. Engir nema þeir, sem eru sérstak- lega útvaldir, hafa fengið að sleppa inn fyrir Iandamærin. Þannig hafa Rússar byrgt sig á bak við eins konar járn- tjald, sem ekki er lyft fyrir aðra en þá útvöldu. Til þeirra landa í Evrópu, sem ekki lúta stjórn Moskvu- kommúnista, getur hver sá komið, sem þangað vill koma og kynna sér land og þjóð af eigin raun. Þar geta ferða- mennirnir kynnt sér afkomu almennings, framkvæmd dómsvalds og allt fyrirkomu- lag stjórnarhátta. Heittrúuð- ustu kommúnistar geta ferð- ast um Bretlandseyjar og Norðurlönd, eins og þá lystir, og aflað sér þar allra þeirra* gagna, sem fáanleg eru til ádcilna á stjórnir jafnað- armanna, en þá telja komm- únistar nú liættulegustu fjandmenn sína, eins og sjá má á því, að sjálfur Stalín hefir stimplað Attlee „fjand- mann friðarins nr. 1“. Jafn- aðarmönnum er hins vegar fullkomlega bannað að fara í slíkar heimsóknir til Sovét- ríkjanna. Þangað fá ekki einu sinni að koma sauðmeinlaus- ir ferðamenn, er ekki myndu gera minnstu tilraun til að gera valdhöfum . Rússlands mein. Aðeins þeim útvöldu er sleppt bak við rússneska járn tjaldið. Þótt Rússland sé þannig lokað land og menn fýsi að fá fréttir þaöan, munu ekki aðrir en auötrúuðustu komm únistar leggja á sig að hlusta á það, sem menn eins og Kristinn Andrésson eða Guð- geir Jónsson hafa að segja þaðan. Það var fyrir- fram vitað, hvernig frá- sögn þeirra yrði. Það er líka vitað, að för þeirra er farin undir þeim kringum stæðum, að þeir fá ekkf að sjá annað en það, sem gerir þá að enn ákafari „agent- um“, Meðan Rússar loka sig inni og Ieyfa ekki ferðafólki að koma .til landsins, verður þeirri skoðun ekki útrýmt, að þeir hafi meira en lítið að fela. Það er vissulega meira en lítið tortryggilegt, aö ekki fá aðrir en útvaldsr að koma þangað. Það sýnir heldur ekki mikinn friðarvilja Rússa, því að fátt er líklegra til að upp- ræta tortryggni og misskiln- (Framhald á 6. slðu.),

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.