Tíminn - 12.06.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.06.1951, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, þriðjudaginn 12. jútií 1951. 128. blað. íSödransrevían 1951 i Ný revía í 17 atriðum leikin | aí fremstu gamanleikurum! ! og ballettdönsurum Svía. Ake Söderblom Naima Wifstrand Douglas Hage Sýnd kl. 7 og 9. Týndur þjvð- s flokkur Viðburðarík og spennandi amerísk mynd um Jim, kon- ung frumskógarins, viður- eignir hans við villidýr. Mynd in er tekin inni í frumskóg- um Afríku. Sýnd kl. 5. Bönnuð innan 12 ára. TRIPOLI-BÍÓ Ástalíf Byrons lávarðar (The Bad Lord Byron) Ensk stórmynd úr lífi Byronsj lávarðar. Dennis Price Joan Greenwood Mai Zetterling Sýnd kl. 7 og 9. Gög og' Gokke í eireus Skemmtileg og- smellin am- erísk gamanmynd með Gög og Gokke Sýnd Kl. 5. NÝJA BÍÓ Fjárbændur í Fagradal Hin fallega og skemmtilega litmynd frá skozku fjalla- dölunum. Aðalhlutverk: Lon McCalIister Peggy Aihi Garner _____Sýnd-kl? 7 ‘ Við Svánafljót \ ÍMúsíkmyndin góða um' æfi Í tónskáldsins Stephan Foster. Aðalhlutverk: Don Ameche Andrea Leeds A1 Jolson Sýnd kl. 5. IBÆJARBIO HAFNARFIRÐI iTíðindalaust á vest urvígstöðvunum Amerísk stórmynd eftir saml nefndri sögu Erich Mariaj Remarque. Aðalhlutverk: Lew Ayres Louis Wolheim Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. JjMyndin er ekki fyrir tauga- ' veiklað fólk. Austurbæjarbíó Dauðasvefninn Sýnd kl. 5. 7 og 9. ' (TJARNARBÍÓ! !St jöruii-dans (Variety Girl) j Bráðskemmtileg ný amerískj j söngva- og músíkmynd. 40! ! heimsfrægir leikarar koma j jfram í myndinni. Aðalhlutverk: Bing Crosby, Bob Hope, j j Gary Cooper, Aian Ladd, Dor! ! othy Lamour, Barbara Stan- j wyck. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ! Ógnaröld á ný ] (Return of the Bad Men) j Afar spennandi og skemmti- !leg ný amerísk kvikmynd. Aðalhlutverk: Randolph Scott, Annfe Jeffreys, Rcbert Ryan, George „Gobby“ Hayes. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBIO Skyldur eigin- mannsins (Yes sir, tliats my Baby) j Bráðskemmtileg ný amerísk i músík- og gamanmynd í eð,li [legum litum. . Aðalhlutverk: Donald O’Connor Gloria De Haven Charles Coburn Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Rarmagnsofnar, nýkomnir 1000 wött, á kr. 195,00. Sendum I póstkröfu. Gerum við straujárn og önnur heimilistæki Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI H. F. [Laugaveg 79. — Sími 5184. ELDURINN \ gerir ekki boð á undan sér. Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá * Samvinnutryggingum Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa j Laugaveg 65. Sími 5833. Heima: Vitastíg 14. Kaupum- Seljum — allskonar húsgögn o. fl. f með hálfvirði. — PAKKHUSSALAN Ingólfsstræti 11. Sími 4663) ♦♦♦♦♦♦ Nýja sendi- bílastööin hefir afgreiðslu á Bæjar- bílastöðinni, Aðalstræti 16. Sími 1395. | Auglýsingasími TÍMANS er 81 300. Askriftarsími: TlMINN 2323 Erlcnt yfirllt (Framhald af 5 síðu.y nazistum. Bók hennar hefir ekki síður vakið mikla athygli. Hún var upphaflega sanntrú- aður kommúnisti, eins og Lipp- er, og flutti því til Sovétríkj- anna, ásamt manni sínum. Þar hlaut hún allt aðra reynslu af dýrðarríkinu en hún hafði bú- izt við. Gefst sennilega tæki- færi til þess síðar að segja nán- ar frá hinni sögulegu en bitru reynslu hennar. Margir aðrir en Lipper og Neumann, er sloppið hafa úr haldi hjá Rússum, hafa einnig orðið til þess að segja frá reynslu sinni. Yfirleitt ber þeim saman við það, sem fram kem- ur í bókum þeirra Lippers og Neumanns. Rússum hefir verið margboðið að afsanna þessar rökstuddu ádeilur á réttarfar þeirra með því að leyfa hlutlaus um aðilum að kynna sér fram- kvæmd þess, eins og hægt er í lýðræðisríkjunum. Því hefir alltaf verig hafnað og sannar það kannske bezt, að frásagnir þeirra Lippers og Neumanns eru samkvæmt raunveruleikanum. Aytjafiskarnlr okkar (Framhald af 4. síðu.) hægt að losna við neitt af þessari síld, því bræðslurnar voru fáar og yfirfullar. Var því nótin að síðustu tekin upp og síldinni sleppt. Kom þá í ljós að meters þykkt lag af dauðri síld lág yfir allan botninn innan nótarinnar. — Gangi maður út frá að nótin hafi verið 160 faðma löng, get ur hver og einn reiknað út hve mörg hundruð þúsund hektolítrar þarna hafa verið drepnir engum til gangs, en mönnunum aðeins til stór- skammar. Hvi loka Rássar? (Framhald af 5. síðu.) ing en frjáls umgengni milli alþýðu landanna. Stafar kannske rússneska járntjald- ið af því, að valdhafarnir í Moskvu kæra sig ekkj um, að rússneska alþýðan fái um það sannar fréttir, að vestrænu þjóðirnar æskja einskis frek- ar en að eiga frið við Rússa og hafa ekkert síður í huga en árásarstríð á . hendur þeim? Víst er það, að fátt myndi auka meira trú á friðarvilja I rússnesku valdhafanna en að þeir kipptu burtu járntjald- inu, sem hindrar ferðamenn frá því að koma til landsins og kynnast alþýðunni og hög um hennar af sjón og raun. X+Y. ► ím ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Þriðjudag kl. 20.00 RIGOLETTO Uppselt. Miðvikudagur kl. 20.00. Sölnmaður deyr Síðasta sinn. Fimmtudag kl. 20.00 RIGOLETTO Hópferðir og félög. Uppselt. Föstudag kl. 20.00. RIGOLETTO Sunnudag kl. 17.00 RIGOLETTO Aðgöngumiðasalan er opin daglega kl. 13.15—20.00. Sími 80000. IV .V.V.V.V.V.V.V/.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V/AV V ^JJeitL i Bernhard Nordh: 'onci VEIÐIMANNS “■"•."■"•-■"■"■"■"■"■"■"■"■"■"."■"■-■"l 2 Ó - DAGUR *mMmmmmmmmmammmm.maammmmmmmm*nmnumm*J malpoka sinn og fitlaði þar við næfraöskju. Ljúfur straum- ur seytlaði um bakið á honum. Það, sem deyddi varginn, gat líka tortimt þessari konu. Ingibjörg lét á borðið tvær krúsir og fyllti þær af heitu svörtu kaffi. Hún vildi líka bera fram brauð, en Lappinn bandaði hendinni. — Ekki brauð, sagði hann. Þú skalt ekki gefa Lappa brauð. Ég er með ost. Þú skalt fá að bragða á honum. Lappinn blés og rumdi, er hann tók upp næfraöskju sína og opnaði hana. Hann virtist hika eitt andartak, áður en hann tók annan ostbitann, sem í henni var, og rétti Ingi- björgu. Hinn bitann byrjaði hann þegar að skera í litla bita og láta í kaffi sitt. Ingibjörg beið með ostinn í hendinni. Hann var ekki girnilegur á að líta, en hún vildi ekki styggja Lappann með því að hafna þessu hnossgæti. Nikulás smjattaði ánægju- lega og sagði henni að láta ostbita sinn í kaffið. Þaö væri ekkert til betra en hreindýraostur í kaffi. Augu hans ljóm- uðu af ánægju, er Ingibjörg fór að orðum hans. Nú þurfti hann ekki að bíða lengi úr þessu. Senn myndi dauðinn glotta við honum úr augum konunnar. Hann smjattaði og sötraði úr krúsinni og hló með sjálfum sér. Osturinn í krús Ingibjargar leystist upp og varð að þykk- um graut. Hún hrærði í með skeið. Illan þef lagði fyrir vit henni, en hún herti upp hugann og lét upp í sig fulla skeið, tuggði og kingdi. Við næstu skeið varð henni óglatt. Mag- inn gerði uppreisn, og hún reis í skyndi á fætur og flýtti sér til dyra. Lappinn tölti á eftir henni. "Krús hans var þegar tóm, og nú hafði hann lokið erindi sínu. Hann gat haldið heim með góða samvizku. Hann hafði séð dauðann í augum konunnar. Ingibjörg stóð við húshornið og kúgaðist. Það var engu líkara en innyflin væru að slitna sundur. Nikulási geðjaðist ekki vel að því. Það voru til úlfar, sem gerðu þetta, og það var sagt, aö þeir væru svo hraustir, að þeir rækju dauðann út um kjaftinn á sér. Hann leit hatursfullum augum til kon- unnar og þreifaði eftir hnífnum. Það lá við, að hann yrði of seinn að skipta um svip, er Ingibjörg vatt sér snögglega að honum. Ingibjörg strauk hendinni um munninn. Henni gramdist það, að hún þoldi ekki ostinn, og sagöi eitthvað um það, að hún væri vanfær. En í sömu andrá afskræmdist andlit Lappans. Hann fann sáran verk i maganum og greip andann á lofti. Allt í einu fleygði hann sér stynjandi á jörðina og engdist þar eins og maðkur. Fætur og handleggir krepptust í krampaflogum, og froða vall út um munnvikin. Hann vissi, hvað gerzt hafði. Þetta'hörundsbjarta flagð hafði villt um hann, beitt hann göldrum, svo aö hann hefði gefið henni annan ostbita en hann ætlaði og étið sjálfur eitraða ostinn. Ingibjörg starði á Lappann. Hún skildi ekki hvað var að gerast. Nikulás hvæsti að henni, en hún heyrði ekki oröa- skil. Augu hans ranghvolfdust, og fingurnir á honum voru líkastir klóm, er hann reyndi að fálma eftir hnífnum. Ingi- björg reyng^ að tala við hann, en mætti svo hatri þrungnu augnatilliti, að hún hörfaðj aftur á bak dauðskelfd. Ingibjörgu leið enn illa. Hún fór inn og dreyptj á vatni. Hún kastaði því undir eins upp, og það kom einhver undar- legur keimur í munn hennar. Hún drakk samt meira vatn og gafst ekki upp, fyrr en það tolldi niðrj í henni. Lappinn byltist enn í snjónum og vældi eins og dýr. Ingi- björgu þótti ekki ráðlegt að láta hann liggja þarna i kuld- anum. Hún rogaðist því með hann inn. Hann reyndi að sparka í hana, og það gnast i tönnunum, er hann læsti þeim saman í krampaflogunum ,er hann fékk. Loks stirðnaði and- litið í ógurlegri grettu. Ingbijörg vissi ekki hvað hún átti að gera við hinn sjúka Lappa. Allt í einu datt henni í hug, að ekki hefði verið allt með felldu með hreindýraostinn. Hún tók krús sína og þef- aði úr henni. Henni varð undir eins óglatt aftur, og nú fór hún út með krúsina og hellti úr henni. Hatrið glóði í augum Nikulásar, er hún kom inn aftur, en andlitið sjálft var stirðn að og hreyfingarlaust. Fæturnir höfðu k-reppzt upp undir höku, og fingurnir voru eins og ránfuglsklær. Ingibjörg þreif yfirhöfn, lokaði húsdyrunum og tók á rás að heiman. GERIST ASKRIFEIVOLR AD TlM ANUM. - ÁSKRIFTASÍMI 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.