Tíminn - 22.06.1951, Side 8

Tíminn - 22.06.1951, Side 8
85. árgangur. Reykjavlk, 22. júní 1951. 137. blað. „Bezta knattspyrnufélag ísl. 1951” REIKNINGAR RE/EKJAVÍKURB/EJAR: Greiðsluhallinn varð 7.5 milljónir og skuldaaukningin 17 millj. kr. Bifreiðaliristnaðiir bœjfarskrifstofaim5t‘ , 1850 varð oins mikill og' iög'rog'liiimar 1949j HVGF kíirfsfsrílllir" inn af öðrum kemur til Akraness L5ð Akurnesinga, sem sigraði í íslandsmótinu og hlaut titil- inn. „Bezta knattspyrnufélag íslands 1951“ Á myndinni eru í fremri röð talið frá hægri: Guðjón Finnbogason, Ólafur Vilhjálmsson, Magnús Kristjánsson, Sveinn Benediktsson og Sveinn Teitsson. Efrj röð. Halldór S'gurbjörnsson, Rík- arður Jónsson, Dagbjartur Hannesson, Þórður Þórðarson, Pétur Georgsson og Guðmundur Jónsson. (Ljósmynd Ragnar Vignir) Reikningar Reykjavíkurbæjar voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær. Niðurstöður þeirra eru óglæsilegur vitnisburður um óreiðustjórnina í fjármálum Reykjavíkur undanfarið ár. Það var ófagurt um að litast þar í árs- byrjun, en þó sýna reíkn'ngarnir, að enn hefir mjög sigið á ógæfuhliðina á síðasta ári. Það var heldur ekkert sigur- hljóð í borgarstjóranum eða öðrum forsvarsmönnum þess- arar ráðsmennsku, heldur aðeins vesaldarlegar afsakanir vegna þess, hvernig komið er. Jón fligurðsson, formaður Knattspyrnusambands íslands afhendir Ríkarði Jónssyni, fyrirliða Akurnesinga á leik- Velli, íslandsmótsb:karinn. (Sjá grein á 3. síðu) (Ljósmynd Ragnar Vignir) Akurnesingar fögnuðu vel sigurvegurunum Slnrlaug'iir Böðvarsson gaf Ígiróttabamlal. Akranoss 10 S»ú«- kr. hoiðursgjöf Frá fréttaritara Tímans á Akranesi Akurnesingar tóku fagnandi á móti knattspyrnul'ði sínu er það kom heim sigri hrósandi með íslandsbikarinn og titilinn „bezta knattspyrnufélag íslands 1951“ í fyrrakvöld. Þótt komið værj fram yfr miðnætti, voru 6-700 Akurnes- ingar saman komnir á bryggjunni, er piltarnir komu, til þess að fagna þeim. 300 sóttu leikinn. Það voru ekki færri en 300 Akurnesingar, sem fyigdu lið jnu til Reykjavíkur, er það fór til að leika síðasta leik- inn, seni þó var ekki einu sinni úrslitaleikur, því að það var búið að vinna mótið áður. Svo þegar Laxfoss lagðist að bryggju á Akranesi klukk an hálfeitt í fyrrakvöld, voru þar saman komnir 3—400 raanns, eða allir, sem á fót- um voru, svo svo að í allt var mannsöfnuðurinn 6—700. Bæjarstjórinn býður þá velkomna. Bæjarstjórinn á Akranesi bauð piltana velkomna heim úr sigurförinni með ræðu og þakkaði þeim fyrir hönd bæjarins. Karlakór fagnaði þeim einnig með söng, og mannfjöldinn hvllti þá. 10 þús. kr. heiðursgjöf. En þeim var ekki einungis þakkað með orðum. Sturlaug ur Böðvarsson, útgerðarmað- ur, gaf íþróttabandalagi Akraness 10 þús. kr. í þakkar og heiðursgjöf af þessu til- efni. Skal féð notað tii fram kvæmda í þágu íþróttanna á Akranesi. Þórður Björnsson deildi fast á niðurstöður reikning- anna og sýndi með Ijósum dæmum hve ástandið er í- skyggilegt. Það er nú svo kom ið, að Reykjavík er í mikilli fjárhagslegri hættu ef ekki verður stungið við fótum. Ilallinn 7,5 millj. Rekstrarútgjöld bæjar- sjóðs fóru 4 millj. kr. fram úr áætlun árið 1950, og greiðslu- halli bæjarsjóðs nam 7,4 millj. kr. Þrátt fyrir það fóru tekj- urnar 4,4 millj. fram úr á- ætlun þetta ár. Hvernig hefði útkoman orðið, ef tekj ur hefðu aðeins staðizt áætl- un eða jafnvel orðið minni? Skuldaaukningin gífurleg. Skuldaaukning bæjarsjóðs á árinu 1950 varð hvorki meira né minna en 17 millj. kr. Skuldir uxu úr 24 millj. í 40 millj. kr. Þessi geysilega skuldaaukning stafar þó ekki af hlífni við greiðsluþol borg aranna, því að útsvörin hækk uðu um 15 millj. kr. á árinu. Innheimt útsvör urðu áríð 1949 45 millj. kr. en árið 1950 hvorki meira né minna en 60 millj. Bruðlið allsráðandi. Reikningarnir bera það svo greinilega með sér, að ekki verður um villzt, að skulda- söfnunin og greiðsluhallinn stafa af gegndarlausu bruðli í rekstrinum einu saman Kostnaðurinn við bæjarskrif stofurnar einar jókst um 900 þús. kr. Þar af er bifreiða- kostnaður skrifstofanna ó- heyrilegur. Bifreiðakostnað- ur borgarstjóraskrifstofanna varð éins mikill árið 1950 og bifreiðakostnaður allrar lög- reglunnar árið áður. Sparnaðurinn sem varð meiri halli. Flestum er í fersku minni, er íhaldið hældi sér af því að það hefði átt tillögu að sparn aðarnefnd þeirri, sem skipuð var í fyrra og vann gott starf. Sýndi hún með ljósum rök- um og lagði til, að spara mætti allverulega á ýmsum bæjarstofnunum, sem mikill tekjuhálli hafði orðið á að undanförnu. Bæjarstjórnar- íhaldið tók því öllu með fag- urgala og þóttist ætla að hlíta ráðum nefndarinnar. Og reikningarnir sýna árangur- inn. Á þeim stofnunum ein- um, sem nefndin taldi að mest mætti spara og draga úr kostnaði á, óx rekstrarhall inn um hálfa milljón króna, úr 1,2 millj. árið 1949 í 1,7 millj. árið 1950. Frá fréttaritara Tím- ans á Akranesi Togarinn Egill rauði land- aði á Akranesi í fyrrinótt og gær karfafarm og Fylkir land aði þar 250 lestum á mánu- daginn. Kemur nú hver tog- arinn af öðrum til Akraness með lcarfa, svo að ekkert lát verður á frystingunni. Er unnið alla daga í frystihús- unum. Húsln eru nú öll að fyllast af karfa og þarf að losa þau. Dettifoss mun og koma þang að þessa daga og taka farm af frystum fiski til Ameríku. Dómur í Geysismálinu: Flugstjórinn og flugleið- sögumaður dæmdir í sektir AAalorsök slyssins talin si^liugaskekkja sem stafaði af röiigum staöarákvörðnnum Hinn 16. þ. m. var kveðinn upp dómur í aukarétti Reyk.ja- víkur í máli því, sem höfðað vanr vegna Geysisslyssins í haust. Blaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning um niálið frá sakadómara: „Mál var höfðað gegn flug- stjóranum, Árna Magnúsi Guðmundssyni og flugleið'- sögumanninum, Guðmundi Sívertsen fyrir brot gegn loft ferðalöggjöfinni og XXIII. kafla hegningarlaganna og gegn Arnóri Kristjáni Hjálm arssyni flugumferðarstjóra á Reykjavíkurflugvelli fyrir mánuði, en flugleiðsögumað- urinn var dæmdur í 3000 kr. sekt og sviftur flugleiðsögu- mannsréttindum ævilangt." Samkvæmt rannnsókn und irrétar í málinu er megin or- sök slyssins talin siglinga- skekkja, sem stafaði af röng- um staðarákvcrðunum flug- leiðsögumanns og ónákvæmni brot á loftferðalöggjöfinni. í starfi hans. Þá var talið aö Niðurstaða dómsins var sú,flugstjórinn hefði eigi haft að Arnór Hjálmarsson varþað eftirlit með öryggi flug- sýknaður, flugstjórinn dæmdvélarinnar, sem honum bar ur í 2000 króna sekt og svift-skylda til við þau flugskilyrði, ur flugmannsréttindum í 6sem fyrir hendj voru. Óeirðir aukast í Persíu Allmiklar óeirðir og verk- föll og kröfugöngur urðu í Persíu í gær, einkum í höfuð borginni og Abadan. Á þingi í gær fór forsætisráðherrann fram á traustsyfirlýsingu til handa stjórn sinni og hlaut hana með 90 samhljóða at- kvæðum. Hafði hann lýst yfir að hann mundi biðjast lausn ar og hætta afskiptum af þjóðnýtingu olíulindanna, ef þingið veitti honum ekki traust. í Abadan voru miklar kröfugöngur en ekki kom til verulegra óeirða. Leiðslunum að brezku olíuhreinsunarstöö inni hefir ekki verið lokað enn. í Teheran brauzt æstur múgur inn í skrifstofur brezk íranska olíufélagsins og braut þar auglýsingaspjöld og fleira eftir það lokaði lögreglan skrifstofunum. Mikið kal í túnum í Norður-Þing. — Eftir hrakviðrasumar og harðindavetur kom einhver hinn bezti maímánuður, sem menn muna hér i Norður- Þingeyjarsýslu, sagöi Benja- mín Sigvaldason er hann leit inn á skrifstofu blaðsins í gær nýkominn að norðan. — Síð- an í byrjun júní hefir hins vegar verið allþurrt, og hefir það tafið gróður á túnum en úthagi er vel sprottinn. Kal er mikið í túnum en einkum í Kelduhverfi og Núpssveit og fremstu bæjum í Öxarfirði. Skepnuhöld eru mjög góð. Snjór er enn mjög mikill á hálendi og Reykjaheiði er að sjálfsögðu ófær enn, en farið er um Hólssand og nýju brúna á Jökulsá til Mývatns- sveitar og þaðmi til Húsavík- ur og Akureyrar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.