Tíminn - 08.07.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.07.1951, Blaðsíða 4
TÍMINN, sunnudaginn 8. júli 1951. 151. blað „Ef þér trúið eigi, munið þér eigi fá siaðist” Texti: Jes. 7, 9 b. „Ef þér trúið eigi, munuð þér eigi fá staðist,“ sagði spá- maðurinn Jesaja, er hann tal aði til þjóðar sinnar á átt- undu öld fyrir Krists burð. Þá voru dimmir dagar í Júða- riki. Sýrlandskonungur og ísraelskonungur sátu um Jerúsalem og ríkið var í al- varlegri hættu. En spámaður- inn taldi kjark i þjóðina. „Ótt ast þú eigi og lát eigi hugfall- ast fyrir þessum tveimur rjúk andi brandabrotum." Og hann sagði, að Guð mundi gefa þjóð inni tákn. „Sjá, yngismær verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanu- el“, en það þýðir „Guð er með oss.“ Það er þessi trú á, að Guð væri með þeim, sem veita skyldi löndum hans styrk og mátt, svo að þeir fengju stað- ist. „Ef þér trúið eigi, munuð þér eigi fá staðist," sagði spá- maðurinn. í þessum fáu orð- um felst í raun og veru megin- mál þess boðskapar, sem spá- mennirnir höfðu að flytja. Það var sannfæring þeirra, að Guð hefði valið þjóðinni sérstakt verkefni í sögu ver- aldarinnar, og svo framarlega sem hún reyndist Guði trú, mundi hann styrkja hana til þess að þola hvaða raunir og erfiðleika sem vera skyldi, og standast hverja raun. Og ég hygg, að enginn geti lesið sögu þessarar austrænu smá- þjóðar án þess að sannfærast um, að þrátt fyrir ósigra, land flótta og herleiðingu var það trú hennar að þakka, að lífs- máttur hennar þvarr ekki, heldur auðnaðist henni að ínna af hendi merkasta hlut- verkið, sem nokkurri þjóð hefir verið á hendur falið. En biblían sannar þetta einnig með neikvæðum dæm- um. Þau timabií komu fyrir í sögu þjóðarinnar, að hún gleymdi Guði sínum og boð- um hans, að siðferðið spilltist og menningin rotnaði, trúin dvínaði og dauðinn náði tök- um á sálum mannanna. Og þegar svo var komið, var sem grafið væri undan sjálfum lífsmeiðnum og fallið var skammt framundan. Sú þjóð, sem ekki trúði, hún fékk ekki staðist, — ekki fyrr en trúin kom að nýju og kveikti nýjar vonir og fyrirheit. Og þessi marghrjáða þjóð eignaðist vonir, sem vísa oss veginn enn í dag, eins og kyndlar sem lýsa á dimmri nótt. í dag er þjóðhátíðardagur vor íslendinga — hinn 17. júní, — fæðingardagur þess manns, sefn öðrum fremur reyndist spámaður hins ís- lenzka þjóðernis. Á þeim tím- um, er öll heilbrigð skynsemi mælti gegn því, að hin js- lenzka þjóð gæti öðlast frelsi sitt, og varðveitt menningu sína, sá hann spámannlegar sýnir og dreymdi drauma, sem virtust vera f jarri öllum veru- leika. En draumarnir umsköp uðu veruleikann, vonirnar urðu að staðreyndum, trúin lét sér ekki til skammar verða. Og Guð gaf oss frelsið, án þess að sverði væri brugð- ið, og sættirnar urðu með þeim hætti að bæði vér sjálfir og frændþjóðin handan við IPródikiin um þjóðeriiisinál fslending’a, leftir séra Jakob Jónsson. flutt 17. jiiní s.l. hafið höfðu fullar sæmdir af, og vér getum nú hugsað til hinnar dönsku þjóðar með fullri vinsemd og bróðurþeli. Þeir, sem nú kunna að vilja vekja upp óvild eða andúð til Dana, líkjast þeim, sem forð- um lágu á kirkjugörðum um nætur og reyndu að vekj a þá upp, er komnir voru undir græna torfu. Allur rígur ætti að gleymast, og ég hefi þá trú, að senn muni takast að ráða fram úr þeim vandamálum, sem eftir er að gera út um. Það mætti því svo virðast, að vér gætum bæði sofið og vak- að rólegir, með tilliti til hins íslenzka þjóðernis. Eða er þvi ef til vill svo háttað, þegar allt kemur til alls, að enn sé þjóðerni vort i hættu? Vér lifum á mikilli byltinga og breytinga öld. Ef þér eigið í fórum yðar gamla landa- fræði, sem ég og mínir jafn- aldrar lærðum í barnaskólan- um, skuluA þér einhvern tíma gera yður það til fróðleiks að bera landaskipunina þá sam- an við það, sem nú á sér stað. Þá sjáum vér, að þjóðir, sem fyrir nokkrum áratugum voru taldar stórveldi, eru nú sund- urtættar, og ríki, sem þá voru sjálfstæð, hafa nú orðið lepp- ríki stórvelda í nágrenni, og landsmenn ekki einu sinni frjálsir ferða sinna í hugsun, trú og tali. Það gæti því hæg- lega fárið svo, ef stríðsmyllan fer aftur í gang, að vér ís- lendingar kæmust milli kvarn arsteinanna og og yrðum mal- aðir mélinu smærra. Geymir ekki mannkynssagan nöfn margra horfinna þjóða, sem eitt sinn gumuðu af mikilli menningu, en létu síðan eftir sig brotin listaverk, grafin í sandinn eða grónar rústir? Eigum vér í rauninni nokkuð meiri kröfur til lífsins en þær? Getum vér gengið fram fyrir almættið og sagt: Vér erum meira virði en allar hinar? Ég get ekki að því gert, að slíkar spurningar hafa leitað á hug minn undanfarin miss- eri, meðan ófriðarskýin hafa verið að hnyklast saman, og blikan við hafsbrún verður svartari og svartari. Og aftur og aftur spyr ég sjálfan mig: Er hlutverki hinnar íslenzku þjóðar að verða lokið á þess- arri öld, — eða ætlast forsjón in til þess, að þessi þjóð, sem lifði hungur og felli, elda og ísa, haldi áfram að lifa og vinna sitt verk, þrátt fyrir allt, sem yfir heiminn gengur? Þegar vér reynum að gera oss grein fyrir slikum vanda- málum sem þessum, verður oss kristnum mönnum fyrst fyrir að leita svarsins í þeirri opinberun um vilja guðs, sem vér eigum í orði hans. Hvernig lítur allt þetta út við ljós hinn ar kristnu trúar? Ekki höfum vér fengið neina opinberun um sérstakt hlutverk í sögu mannkynsins. Þó hefir hver þjóð að sjálf- sögðu sitt verk að vinna og sína köllun, eins og hver ein- staklingur. En það eina, sem vér vitum, er það, að vor þjóð, eins og allar þær þjóðir, sem fagnaðarerindi Krists hefir náð til, hefir með því fengið köllun til þess að ryðja guðs- ríki veg. En er ekki guðsríkið hið eina alþjóðlega ríki, þar sem ekki er Gyðingur né grísk ur, ekki Englendingur né Þjóðvérji, ekki Rússi né Bandaríkjamaður, — ekki íslendingur né neitt annað. Hefir ekki Kristur kallað menn sina til þess að fara út um allan heiminn og gera all- ar þjóðir að lærisveinum. Og 1 frammi fyrir honum er það ! aldrei neitt hrósunarefni að tilheyra neinni sérstakri þjóð. ,Um leið og einhver þjóð er 'farin að telja sig meira virði |í guðs augliti en aðrar þjóðir, , er hún komin undir þann dóm, sem Kristur felldi yfir sinni eigin þjóð, er hann grét yfir Jerúsalem. Slíkt er and- styggilegasta tegund þjóð- ! rembingsins, — að maður ekki kalli það syndsamlegan of- metnað þess skurðgoðadýrk- anda, sem setur sjálfan sig á goðastallinn og krýpur fyrir sinni eigin mynd. Þrátt fyrir þetta sýnir bæði predikun Jesú og líf, hvers hann mat þjóð sína og henn- ar helgu erfðir. Hann trúði á köllun hennar, og hvatti hana (til að rækja þá köllun, og inn- reið hans inn í hina forn- ' helgu höfuðborg landsins sýndi það, að hann var eng- inn þjóðleysingi. Og það er með ábærilegum sársauka, sem hann hugsar til þ'ess, að þjóðin kunni að bregðast þvi hlutverki, sem einmitt hún hafði verið kölluð til að vinna. Að þessu leyti sem í svo mörgu öðru, var hann arftaki spá- mannanna fornu, um leið og hann var uppfylling þeirra dýrðlegustu fyrirheita og vona. Hví skyldum vér þá ekki vilja feta í fótspor hans að þessu leyti, og elska þjóð vora og land, varðveita sönn menn ingarverðmæti hennar frá glötun og tortímingu, — og loks leggja fram krafta vora, til þess að hún megi lifa sinni helgu köllun sem kristin þjóð? Og ef ég má leyfa mér á pre- dikunarstóli að benda á dæmi úr lífi heiðinna forfeðra til fyrirmyndar, vildi ég mega minna á það, að eitt sinn voru til á íslandi menn, sem spurðu ekki, hve lengi þeim yrði auð- ið lifa, heldur höfðu hug til að falla ekki fyrr en þeir dóu. Einnig samkvæmt kristinni lífsskoðun og trú gildir hið sama. Þú veizt aldrei, hve lengi þér verður lífs auðið í þessum heimi, en það hvílir á þér sú skylda að vinna verk þinnar köllunar, hvort sem ævin er löng eða stutt. Og þú vilt vinna það sem frjáls mað- ur en ekki undir ánauðaroki. Þetta sama á við um þjóðina. Allar þjóðir eru dauðlegar í þeim heimi, sem- sjálfur er eilífur, en köllun þjóðarinnar stefnir út fyrir hana sjálfa, eins og köllun einstaklingsins. Framh. Gerizt áskrifendur að JJímanum Áskriftarsíml 2323 Hér er kominn Refur bóndi eigi alls fyrir löngu síðan, og sá og hefir verið í ferðalagi og að haframjöli var stráð yfir öans kann frá mörgu að segja. Gefum gólfið áður en dansinn byrjaði. við honum því orðið: , Þá urðu þessar hendingar til: „Þar sem ég er nýkominn heim úr ferðalagi um mitt gamla hérað, dttt mér í hug að senda ykkur í baðstofunni linu, og jafnframt eitthvað af þeim stök um, sem urðu til í ferðinni o. fl. Vil ég ekki þreyta ykkur í bað- stofunni á lengri formála en kem með stökurnar: i Ég misjöfnu hefi mörgu kynnst hjá meyja og drengja fans, að hálfu leyti mér hérna finnst haframjöls-grautar-dans. — Eftir að hafa frétt um sigur íslendinga í landskeppninni við Dani og Norðmenn kvað ég: 1 Frægð sér vinna Frónskir menn Mánudag þann, sem verkfalls hjá frænda þjóðum. deilan var leyst í vor varð þessi Dáðir eru drýgðar enn staka til: af drengjum góðum. Mánudagur mörgum er til mæðu tíðum, en í verkfalls vondum hríðum varð hann nú til gæfu lýðum. Það var einhverju sinni snemma í vor, að ég sá fjórar ungar blómarósir róa á báti sér til skemmtunar. Þá kvað ég: Oft að róa út um mar yndi snótum veitir. Kalla vil ég kvennafar knörrinn, sem þeim fleytir. Aðdáun minni á svonefndri Jazzhljómlist lýsi ég á eftir- farandi hátt: Þessa hljómlist drósir dá dillast við þá hreima. Mig þó helzt hún minnir á mjálm í köttum breima. Eftirfarandi vísa getur tæp- lega hneykslað ykkur í baðstof- unni, þar sem svo óft er þannig að orð komizt um þá, er gegna virðingarstöðum og vel eru metn ir „að þeir eigi mikið undir sér“. Vísan var kveðin við sérstakt tækifæri, en ég tilgreini ekki nánar: Við mig held ég vífih hér vildu tala fleira, ætti ég bara undir mér ofurlítið meira. - .« . a*-i 9 •' Ég Jíwn á dansleik nokkurn Eigi er eftirfarandi staka kveð | in til þess að draga úr dugnaði né heiðri hinna ágætu manna, er stunda og æfa knattspyrnu- íþróttina, en að henni hefir mér aldrei geðjast, enda aldrei verið þar þátttakandi, jafnvel þó að ég tæki þátt í ýmsum íþróttum öðr um, meðan ég var í blóma lífs- ins. Vísan er svona: - ry Á knattspyrnu hefi ég tæpa trú og tek ekki þátt í „mótunum“, því vafasöm finnst mér virðing sú að vera mestur í — fótunum. I Nú fer senn að síga á seinni hluta ■ samnorrænu sundkeppn- innar. Ég er búinn fyrir all- löngu síðan að leysa þá þraut af hendi, sem raunar er ekkert þrekvirki, þar sem ég var all- góður sundmaður á mínum yngri árum. Eftir að hafa leyst þessa þraut af hendi kvað ég: Ég teljast mun flokk hinna öldruðu í en aldur minn fer ekk’i að letra. Ég sýnt hefi þjóð minni sóma með því að synti ég 200 metra“. » «5 . M -4 'fji .. « '* Hér látum viff staðar numið í dag, en Refur bóndi mun halda áfram kveðskap sínum á þriðju daginn. Starkaffur. Hjartans þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför móður okkar, GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Seii, Austur-Landeyjum. Börn, tengdabörn og barnabörn. Hjartans þakklæti færum við öllum þeim, sem auð- sýndu samúð og veittu aðstoð við útför SIGURÐAR ÞORSTEINSSONAR, kaupmanns, Hlöðum. Sérstaklega viljum við þakka Sigríði, Jónsdóttur, Pétri Jónssyni og konu hans, Egilsstöðum, fyrir ó- metanlega aðstoð. Gunnar Þorsteinsson. Anna Sigfinnsdóttir. Deutscher Gottesdienst Sonntag, den 8. VII., 14,00 in der Domkirrhe. Dekan Sehubring. jeKifift úta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.