Tíminn - 08.07.1951, Blaðsíða 5
151. blað
|wu
TÍMINN, sunnudaginn 8. júlí 1951.
I,
Sunnud. 8. júU
Hinn „glæsilegi”
viðskilnaður
Hér í blaðinu í gær var að
gefnu tilefni af hálfu Mbl.
brugðið upp nokkrum mynd-
um af þeirri reynslu, sem
fékkst af ellefu ára fjármála-
stjórn Sjálfstæðismanna á ár
unum 1939—49. Þessar mynd-
ir sýndu m. a.:
Að rekstrarútgjöld ríkis-
ins höfðu sautjánfaldast á
þessum tíma.
Að samanlagðir tollar og
skattar höfðu fjórtánfaldast
á þessum tíma.
Að skuldir ríkisins höfðu
sexfaldast á þessum tima og
þó raunar enn meira, þar
sem alltaf eru að skella á
ríkinu ábyrgðir, er stofnað
var til á þessum árum.
Út á við var ástandið þann-
ig, þegar Sjálfstæðisflokkur-
inn lét af fjármálastjórninni,
að seinustu árin hafði verið
stórfelldur halli á verzlunar-
jöfnuðinum og þjóðin fengiö
verulegan hluta af lífsnauð-
synjum sínum fyrir gjafafé.
Afkoma útflutningsatvinnu-
veganna var þannig komið,
að ekkert annað en stórfelld-
asta gengislækkun nægði
þeim til bjargar.
Þó hafði þjóðin aldrei bú-
ið við annað eins góðæri og á
þeim árum, sem Sjálfstæðis-
menn fóru með fjármála-
stjórnina. Ráðdeildarlaus og
ábyrgðarlaus forysta fjár-
málastjórnarinnar átti einn
drýgstan þátt í því að snúa
þessu mikla góðæri í hálfgert
illteri og fjárhagslegt öng-
þveiti.
Hér að framan er því lýst,
hvernig útflutningsatvinnu-
vegirnir voru komnir i full-
komið þrot, þegar fjármála-
stjórn Sjálfstæðisflokksins
lauk. Viðskijjgaðurinn þar var
því eins ömurlegur og verið
gat. Samt var ástandið hjá
sjálfu ríkinu eða ríkissjóðn-
um enn ömurlegra.
Seinustu árin, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn fór með
fjármálastjórnina, hafði
jafnan verið hin stórfelld-
asti. greiðsluhalli. Lausa-
skuldir höfðu stöðugt haldið
áfram að hrúgast upp, án
þess að nokkuð væri gert til
að breyta þeim í föst lán.
Þegar Sjálfstæðismenn létu
af fjármálastjóriúnni vet-
urinn 1950 voru lausaskuld-
ir þessar hvorkj meira né
minna en 113 millj. kr. Auk
þess voru ógreiddir reikn-
jngar I öllum áttum. AUir
sjóðir voru tæmdir og láns-
traustið hjá bönkunum þrot
ið. í raun og veru var ríkis-
sjóðurinn gjaldþrota, þótt
því hefði ekki verið form-
lega yfirlýst.
Það er vissulega erfitt að
hugsa sér hörmulegri viðskiln
að hjá fjármálastjórn en þau,
sem hér höfðu átt sér stað.
Meginorsakirnar til þessa
hörmulega viðskilnaðar var að
finna í stjórnarháttum ný-
sköpunarstjórnarinnar og arf
inum, er hún lét eftir sig. Hún
hafði látið samþykkja ýmsa
útgjaldafreka löggjöf
(fræðslulög, tryggingar, o. s.
frv.), án þess að sjá fyrir
nokkrum tekjum á móti, enda
gætt þess að lögin kæmu fyrst
til framkvæmda eftir hennar
Andrés Kristjánsson:
Átján
dagar í Austurríki V.
llra þjóðveg aldanna - Dónárdal
Eftir langan dag á gráum
strætum Linz, hinnar miklu
iðnaðarborgar við Dóná í Efra
Austurríki, og heimsóknir í
tröllaheima stáliðnaðarins er
það sannkölluð endurfæðing
að halda fagran og sólbjart
an dag niður eftir Dónárdaln
um áleiðis til Vínar. Og þó
væsti svo sem ekki um mann í
Linz, því að meðlæti var mikið
í öllum aðbúnaði. En löngun
fulltrúa austurrísku stjórnar
innar til að uppfræða okkur
fáfróða, norræna blaðamenn
um. landsins gögn og nauð-
synjar var dálítið þreytandi
og þótti sumum jafnvel keyra
úr hófi fram. Stundaskráin
var svo nákvæm og vísinda-
lega samin, að hver héima-
vistarskóli stúlkna hefði mátt
vera hreykinn af.
Dagurinn í Linz, sem um
leið var fyrsti dagur hinnar
reglulegu stundaskrár þessar
ar blaðamannafarar, hófst
klukkan átta að morgni, og
var haldið í spánskan reið-
skóla utan við borgina, þar
sem prúðir og fagurbúnir ridd
arar dönsuðu á fákspori fyrir
okkur fram undir hádegi, og
var það fögur sjó og tignarleg.
Hádegisverðurinn var hinn
ríkmannlegasti, snæddur í
lystiskipi, sem lá við Dónár-
bakkann Ameríkumegin.
Þjónninn var að vísu óhreinn,
titrandi, sveittur og timbrað-
ur og þurrkaði sér um nefið á
servíettunni, þegar hann gat
ekkj haldið innihaldi þess í
J skefjum með því að sjúga upp
í það. Drottinn minn dýri, ef
allir þjónar í Austurríki eru
svona! En þessi var undan-
tekningin frá reglunni, og við
1 komumst síðar aö því, að þjón
i ustufólk á greiðasölustöðum
i í Austurríki er hreinlátt, alúð
iegt og kurteist svo sem bezt
verður á kosið.
Eftir hádegisverðinn erum
við léiddir í stáliðjuverin
miklu, sem risin eru við Dóná.
Saga þeirra nær ekki lengra
aftur en til mektardaga Hitl-
ers í Austurríki og voru þau
kennd við Hermann Göring.
Þau gerðu þó nafn þess dánu
manns lítinn sóma, því að
bandamenn létu þau engan
frið hafa til starfa og
sprengdu þau í loft upp jafn
éðum og upp var byggt. í lok
stríðsins voru verin lítið ann
að en rústir.
Nú eru þessj stáliðjuver
byggð upp sem óðast á ný,
stálið rennur glóandi í strið
um straumum sem vax í mót-
in, en nafn Görings er ekki
lengur nefnt í sambandi við
þau.
Hetja, sem er gleymd.
Næst á eftir kemur auðvit
að sýningarhringferð um borg
ina. Hópurinn er rekinn inn
í kassabíl og jafnvel Person
gamli kemst ekkj undan, þótt
Myndin sýnir líkbrennsluklefa í Mauthausen-fangabúðun-
um. Til hægri er ofninn opinn og börurnar, sem líkunum var
ýtt á inn í ofninn liggja í opinu og á þeim blómvöndur og
blómsveigur. Til vinstri eru blóm og minningartöflur um
nokkra menn, sem þarna hafa látið lífiö.
daga. Hún hafði jafnframt
leikið atvinnuvegina þannig,
að þörf var stórfelldra upp-
bóta úr ríkissjóði. Stórfelldar
tollahækkanir í stjórnartíð
Stefáns Jóhanns nægðu ekki
til þess að mæta þessum stór
auknum útgjöldum, er stjórn
arhættir nýskþpunarstjórnar
innar höfðu leitt af sér. Af-
leiðingin var istöðug skulda-
söfnun, er raunverulega ’nafði
leitt til ríkisgjaldþrots, þegar
stjórn Stefáns Jóhanns gafst
upp.
Kommúnistar töldu lika,
þegar þeir yfirgáfu nýsköpun
arstjórnina, að nú væru þeir
búnir að ganga svo frá hnút-
unum, að meira þyrfti ekki til
þess að ríða fjárhagsafkom-
unni að fullu. Það munaði
vissulega orðið litlu, að þessi
áætlun þeirra hefði gengið að
óskum.
Stj órnarandstæðingarnir
hamra nú oft á því, að ríkið
hefði átt að geta lækkað ýmsa
tolla og skatta í sambandi við
gengislækkunina, þar sem
hún létti af því útflutnings-
uppbótunum. Undir eðlilegum
kringumstæðum hefði þetta
líka átt að verða auðvelt. Það
hefir hins vegar verið ógerlefet
vegna þess, að rikið hafði á
undanförnum árum verið rek
ið með stórfelldum greiðslu-
halla og þann hallarekstur
var ekki hægt að láta hald-
ast áfram.
Enginn maöur, sem ekki vill
láta íslenzka ríkið komast á
vonarvöl, mun óska eftir því,
að ríkissjóður komist aftur í
sama fenið og hann var i,
þegar ellefu ára fjárstjórn
Sjálfstæðisflokksins lauk og
kalla mátti að hann væri hvar
vetna í vanskilum og því
raunverulega gjaldþrota. Þess
vegna mun líka fáa fýsa, að
Sjálfstæðisflokkurinn fái fjár
málastjórnina á ný.
hann hafi komið auga á lokk
andi vínstofu h:num megin
v ð götuna. Ungur og hrað-
mælskur maður tekur sér,
beljarmikinn lúður í hönd og
hellir yfir okkur af nægtar- j
brunni vizku sinnar fróðleik
um hús og götur, kukjur og
kapellur, svo að manni dettur
ósjálfrátt í hug, að það hafi
verið énærgætni 'af guði að
skapa ekki lokur fyrir eyrun
á mannfclkinu. Svo endum við
hringferðina á torginu fram
an við ráðhúsið, og lúðurmað
urinn heldur langa ræðu um
alla þá dýrð, sem fyrir aug-
un ber. En í lok hennar segir
einn blaðamannanna, og bend
ir upp á svalir ráðhússins: —
Eru þetta ekki svalirnar, sem
Hitler kom út á þegar hann
ávarpaði Linz-búa i marz
1938? — Jú, það er víst, er
svarið, en síðan ekki orð meira
um það. Þetta er óneitanlega
töluvert sögulegur atburður,
en það er engu líkar en Aust
urríkismenn hafi gleymt því,
að Hitler hélt inn í Austurríki
sem sigurvegari og hetja og
var fagnað af milljónum. Og
þeir, sem fögnuðu honum sem
lausnara þá, segja aðeins í
dag: Jú, það er víst.
Austurríkismaðurinn vill
ekki ræða um atburði síðustu
tveggja áratuganna. Sé hann
spurður að því, hvers vegna
þjóðin hafi tekið Hitler með
fögnuði, ypptir hann aðeins
öxlum og finnst það barna-
leg spurning. Hvað þýðir að
ergja sig í leit að orsökum
staðreyndar, sem ekki verður
breytt? Það er bezt að reyna
að aka seglum þeim eftir
vindi, sem blæs í dag en vera
ekki að fárast yfir því, að
hafa misst það leiði, sem var
í gær, eða býsnast yfir þeim
ósköpum, að ekki skuli nú
blása af annarri átt. Þess
vegna er eins og enginn muni
eftir sigurförinni miklu hina
sögulegu marzdaga. Hetjan
Hitler er gleymd, og mönnum
finnst það jafnsjálfsagt að
afgreiða þessar svalir í dag
með orðunum: Já, það er víst,
eins og að hrópa heil Hitler
af öllum lífs og sálar kröftum
hér á torginu fyrir 13 árum.
Laun heimsins eru vanþakk
læti.
Um kvöldið er snætt í boði
fylkisstjörnarinnar í veitinga
húsi einu á Tíæð í útjaðri borg
arinnar, og við sjáum á tungl
skinið merla á skyggðum fleti
Dónár. Gleissner fylkisstjóri
og frambjóðandi þjóðflokks-
ins við forsetakosningarnar
heldur snjalla ræðu af anda
gift sinni og glæsimennsku.
Það er komið fram á nótt,
þegar haldið er til gistihúss-
ins.
Dagur Dónár.
En svo rennur dagur Dónár
upp. Að morgni er lialdið af
stað til Vínar. Leiðin liggur
fyrst yfir Dóná en síðan nið
ur dalinn að norðan. Hér er
undirlendi nokkurt, blómlegar
byggðir, akrar og engi, en
ávalar skógarhæðir hið efra.
Blómatími kastaníunnar og
annarra trjáa er liðinn, því að
hér er komrji fram á sumar,
þótt aðeins örli á hæstu
hnjóta upp úr snjónum á
Austurlandi þessa maídaga.
En tími aprikósanna er held-
ur ekki kominn hér. Þær eru
enn aðeins svartir hnappar
í klösum á trjágreinunum.
Dóná er í vorvexti, því að
alpasnjórinn er sem örast að
leysa. Hún flæðir sums stað
ar yfir bakka og sleikir trjá-
bolina á bökkunum, og víð®,
bryddir á báru í straumkasti
eða á flúð. Einstaka krafta-
legur dráttarbátur stritar með
einn eða tvo sandpramma upp
eftir ápni og virðist ekkert
miða, en aörir fljúga niður
eftir undan stríðum straumn
um. Og Dóná er ekki blárri en
svo, að Jökulsá á Fjöllum má
kallast litfríð í samanburði
við hana.
11
Helvíti á jörðu.
Svo beygjum við frá ánni
og höldum meira til austurs
upp bratta brekku í krákustíg
um og komum allt í einu að
steinvegg miklum með inn-
hverfri gaddavírsgirðingu á
brúninni. Við ökum gegnum
rammgert hlið, en járngrind
in mikla stendur nú opin.
Svo ökum við heim að stein-
steyptum hliðboga með ramm
gerðum grindum. Við erum
komnir í Mauthausen-fanga-
búðirnar.
Fangabúðir þessar voru
meðal illræmdustu fangabúð-
meðal illræmdustu fangabúða
þeirra i Austurríki og fram
eftir striðsárunum, þar til í
maí 1945, er herir banda-
manna náðu þeim á sitt vald.
Þar voru nokkrir beztu syn
ir Austurríkis, sem ekki vildu
lúta vilja nazista, í haldi ár-
um saman og létust þar marg
ir. Á striðsárunum fluttu
Þjóðverjar stríðsfanga þang
að, og voru þar menn af rúm
lega 20 þjóðernum, þar á með
al allmargir Norðmenn. í
fangabúðum þessum myrtu
nazista frá veldistöku
Flestir þeirra voru Rússar og
nazistar nálega 123 þúsund.
Pólverjar eða rúmlega 30 þús.
af hvoru þjóðerni.
En meðal þeirra, sem létu
þarna lifið, voru 77 Norð-
menn og nú stendur minnis-
merki þeirra þar í einum garð
inum. Norsku blaðamennirnir
lögðu blómsveig á minnismerk
ið.
Gamall maður, sem lengi
var fangi þarna, er nú um-
sjcnarmaður búðanna, sem
standa með svipuðum um-
merkjum sem fyrr og eru
varðveittar sem minnismerki
um þá föðurlandsvini, er lífið
létu í baráttunni við nazista
í Austurríki.
Gamli maðurinn kemur út
úr litlu íbúðarhúsi með stóran
úlfhund við . hlið sér. Hann
fylgir okkur um þessi salar-
kynni dauðans. Innan við hlið
ið gefur þegar að líta fyrstu
píningartækin, keðjur, sem
brugöið var um handleggi og
fætur og strengt á svo að
vöðvar tognuðu og sprungu.
Svo koma yfirheyrsluklefar
með tilheyrandi piningartækj
um, uppfundnum af djöful-
legu hugViti. Gasklefi er þar
skammt frá. Hann er ósköp
sakleysislegur útlits núná 'og
líkist mest snotrum steypi-
baðsklefa í sundhöll með
leiðslum sínum og dreifurum
niður úr loftinu. Ef litið er út
i garðinn sjást hrufur og ör
á múrveggnum eftir kúlur
þær, sem dauðadæmdum föng
um voru sendar. Svo kemur
líkbrennsluklefi, þar sem jarð
neskar leifar fórnardýra þess
arar villimennsku voru máðar
út í einum svip og öskunni
stráð í vindinn.
Fullkomnar
rannsóknarstofur.
En Þjóðverjum er vísinda-
(Framhald á 7. siðu). .