Tíminn - 10.07.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.07.1951, Blaðsíða 3
152. blaö. TÍMINN, þri'ðjudaginn 10. júli 1951. r m ERLENDAR IÞROTTA/,,*;, ir :: M Í! eftir H.S. ft Aðeins þeir bezfu Váierengen sigrar eru nógu góðir ” í Noregi Norska íþróttablaðiö, Sports manden, ræðir nokkuð um iandsleik íslands og Svíþjóðar í knattspyrnu og segir þar m. a.: ísland lék mjög vel i fyrri hálfleik og vörn Svíanna hafði mikið að gera. Ríkarð- ur Jónsson, sem lék með KR í Noregi 1949, skoraði tvö mörk í hvorum hálfleik, og var hann beztf maðurinn á vellinum ásamt Rune Eman uelsson. í síðari hálfleiknum náðu Svíarnir betra spili, og fengu góð tækifæri til að skora, en gátu samt ekki hindr að sigur íslands. Næsti lands íeikur, sem ísland leikur, verð ur við Noreg í Þrándheimi og það er ekki vist að það verði leikandi létt fyrir Noreg. Á- huginn' fyrir leiknum verður áreiðanlega mikill eftir hinn góða árangur gegn Svíum. Að k>kum segir blaðið: Við meg- um vara okkur á því að meta íslenzka knattspyrnu of lítils á alþjóðlegum vettvangi. Að- eins bezta lið Noregs er nógu gott íyrir leikinn við vini okk ar. „ Sexmenningarnir ” í Svíþjóð íslenzku frjálsíþróttamenn- irnir, sem nú eru í Svíþjóð, kepptu í Uppsölum á föstu- dagskvöldið. íslendingarnir voru þar sigursælir sem fyrr, en árangurinn þó ekki eins góður og á undanförnum mót uni. Norska knattspyrnuliðiö Válerengen, sem kom hingaö til lands á sunnudaginn, lék reynsluleik fyrir íslandsför- ina á miðvikudaginn við knattspyrnumeistara Norður- Noregs, Nor frá Narvik. I.eik ar fóru þannig, að Váleréngen sigraði með miklum yfirburð um, skoraði átta mörk gegn engu. Syndi iiðið mjög góða knattspyrnu, sérstaklega framherjarnir Toffa Olsen og Lærum, einnig stóðu Berge, Ragnar Andersen og Jorum sig vel. Lið Válerengen, sem hingað er komið, er mun veikara vegna þess að framverðirnir, Olsen og Lærum, gátu ekki komið vegna anna. Þeir leika báðir í norska landsliðinu.1 Með tilliti til landsleiksins við Noreg, sem fram fer í þessum mánuði, er það nokkur kostur I að þeir komu ekki, því þá skapast meirí möguleikar fyr- ir innherja okkar að koma á óvart í Noregi, eins og þeir Ríkarður og Bjarni gerðu í landsleiknum við Svíþjóð fyrir stuttu, sem átti sinn stóra þátt í, að íslendingum auðn aðis að bera sigur úr býtum. Góður árangur hjá Þjóðverjum Á alþjóðlegu frjálsíþrótta- móti í Helsingfors á fimmtu daginn setti Þjóðverjinn Her mann Shade nýtt þýzkt met í 5000 m. hlaupi. Tími hans var mjög góður 14:16,6 mín. Torfi Bryngeirsson háði þar þriðja einvígi sitt við Ragnar Lundberg í stangarstökki og tapaði nú. Torfi stökk aðeins 4' metra, en Lundberg 4,15. Haukur Clausen vann 100 m. hlaupið á 10,9 sek., en Hörður Haraldsson varð ann ar á sama tíma. Guðmundur Lárusson vann 400 m. á 49,7 sek. Gunnar Huseby vann kúluvarp með 15,52 m„ en varð annar í kringlukastf með 45,81 m. Sigurvegarinn kast- aði 46,92 m. Torfi vann lang- stökkið með 6,85 m. og Örn Clausen varð annar í 110 m. grindahlaupi á 15,1 sek. Sví- inn, sem vann, hljóp á 15,0 sek. Þá vann íslenzka sveitin 1000 m. boðhlaup. Afrek Schade er enn athyglis verðara fyrir það, að hann sigraði marga beztu langhlaup ara Finnlands. Annar í hlaup inu varð hinn ágæti hlaupari Hannu Posti, hljóp á 14:24,4 mín. Af öðrum árangri á mót inu má nefna að Svíinn Gösta Svenson stökk 1,96 m. í há- stökki. En síðan reyndi hann við 2,02 m., sem er betra en sænska metið, en honum heppnaðist ekki að stökkva þá hæð í þetta sinn. Þjóðverj inn Karl Friedrich Haas sigr aði í 400 m. hlaupi á 47,8 sek. Annar varð Rolf Back. Finn landi, hljóp á 48,8 sek. í sleggjukasti náði Þjóðverjinn Karl Storch beztum árangri, kastaði 55,54 m. Við ræðum oft um æskuna og frístundir hennar. Æskan er framtíöin og hagur þjóðar- innar veltur mjög á því hversu æskan mótast og því er margt gert fyrir hana og félög, skólar, sveitar- og bæj- arfélög og einstaklingar leit- ast við að beina notkun frí- stundanna inn á hollar braut ir, íþróttir, útilíf, skátastörf, námsflokkar, listiðkanir o. s. frv. Æskumaður eða kona leitar uppi gleði og félaga. Þetta fæst auðveldlegast með dans- inum. En hvernig er dansin- um varið? Að mestu leyti svo, aö það er leitaður uppi „fé- lagi“ til þess að dansa við allt kvöldið og það er dansað á ýmsa vegu. Nautnin af dans er: Hljómlistin eða hljómfaliið, hreyfingin og samvist félaga.Sé nútíma dansinn metinn samkvæmt þessum þáttum, þá er sá síð- asti mest ráðandi og það til skaða fyrir hóp-félagsskap- inn, hópánægjuna, á kostnað hreyfingarinnar, því að sam- vistin verður þvinguð návist, sem leyfir litla hreyfingu og hljómlistin, ef má kalla hana því nafni, er aukaatriði og hljómfallið stigið oft á hinn afkáralegasta hátt. Margir hafa komið auga á hið skað- lega við þennan dansmáta og vegna þessa var fyrir 5 ár- um tekið til við kennslu bjóð- dansa. Tvivegis áður hafði verið reynt að koma á iðkun (Framhald á 7. siðu). Finnski Þjóödansaflokkurinn mum Utan úr heimi Bændahátíð Þingeyinga „Verndun friðarins.“ 1 vetur voru sett lög í Ung- verjalandi „um verndun frið- j arins“. Fyrsti dómurinn sam- fyrir nokkru. Maður að nafni Geza Dohi var dæmdur í 10, ára þrælkunarvinnu. Samkv. frásögn ungvérska útvarpsins' hafði hann gert sig sekan um j að vinna gegn því að menn; undirrituðu Stokkhólmsávarp- i ið. ★ Ung átján barna móðir. Kínversk kona í Singapore eignaðist nýlega 18“ barn sitt. Fleiri konur hafa átt 18 börn, en met hennar er fólgið í því, að hún er ekki nema 32 ára gömul og er talin líkleg til að eiga mörg börn enn. Hún átti fyrstu börnin, tvibura, er hún var 16 ára gömul. Fimmtán af börnunum eru á lifi og eru hin hraustustu eins og móðir þeirra. Faðirinn er vei efnum búinn og er að þvi leyti allt í lagi, þótt fjölskyldan stækki enn. ★ Eftirsóttur Svíi. Svíi að nafni Per Jörn- feldt setti nýlega auglýsingu í þýzk blþð, þar sem hann ósk aði eftir að kynnast þýzkri stúiku með hjónaband fyrir augum. Honum bárust fjölda mörg tilboð. Hann valdi úr tuttugu stúlkur, sem hann taldi álitlegastar, og stefndi þeim til móts við sig á æsku- lýðsheimili í Elmsborn í Norður Þýzkalandi. Stúlkurnar mættu stundvíslega, en brá heldur en ekki í brún, þegar þær sáu, hvernig allt var i pottinn bú- ið, því að hver um sig hafði litið á sig sem hina útvöldu. Svíinn lenti lika í verstu klípu og hafa þýzku yfirvöldin tek- ið mál hans til rannsóknar. ★ Nokay. Nvlega er þessi saga komin á kreik: — Fram hafði komið á full- trúafundi stórveldanna, er ný lega lauk í París eftir langa setu og án árangurs, tillaga, sem talið var, að allir gætu fallizt á. Fulltrúar stórveld- anna sögðu líka óðara: Okay. Gromiko svaraði hins vegar jafnharðan: Nokay. ★ Talplötur í stað bréfa. Hertoginn af Edinborg, mað ur Elísabetar prinsessu, er nú skipherra á einu herskipinu í Miðjarðarhafsflota Breta. Þau hjónin eru sögð löt á bréfa- skriftir. Þau hafa líka fundið upp ráð til að komast hjá þeim. Þau tala daglega inn á plötu, þar sem þau segja frá því markverðasta, er fyrir þau hefir komið þann daginn og enda svo með tilheyrandi kveðjuorðum. Plöturnar senda þau svo vikulega frá sér. Því er spáð, að þetta plötusafn muni þykja verömætt, er fram líða stundir. ★ Neitað um leyfi. Rússnesku hernámsyfirvöld- in hafa nýlega neitað austur- þýzkum blöðum og útvarps- stöðvum um leyfi til þess að hafa fréttaritara í Sovétríkj- unum. Synjunin var byggð á þvi, að óþarft væri fyrir blöð- in og útvarpið í Austur-Þýzka landi að hafa fréttaritara í Sovétríkjunum, því að allar markverðar fréttir þaðan séu sendar þeim fyrir milli- göngu hinna opinberu frétta- stofnana. Anglvsingasími TÍMANS er 81300 jOtbr(ei?ið Tísuaim. >A ■ ■' K » ■ f | Bændahátíð héldu Suður- Þingeyingar að Laugum sunnu daginn 1. júlí s. 1. Var það hin 4. í röðinni og sú fjölmenn asta. Hin fyrsta var haldin um höfuödaginn 1948. Sam komuna setti Jón Þorbergs- son og minntist um leið tveggja manna, sem látizt höfðu á árinu. Voru þeir mikl ir stuðningsmenn hugmynd arinnar um bændahátíð. Það voru þeir Hermann Hjartar- son skólastjóri og Jónas Bald ursson, Lundarbrekltu. Var þeim vottuð virðing og þökk. Þá hófst messugjörö. Séra Sigurður Guðmundsson á Grengjaðarstað prédikaði. Því næst flutti undirritaður há- tiðarræðuna. Að henni lokinni las Valtýr Guðmundsson á Sandi frumorta bændadrápu og þá hélt Hallgrimur Þor- bergsson á Halldórsstöðum ræðu. Sungið var milli ræðu- halda. Söngurinn var almenn ur. Við messuna stjórnaði hon um Jónas Helgason á Græna vatni, en þess utan Sigfús Hall grimsson í Vogum. Að þessu loknu fóru fram íþróttir. ís- lenzk glima, sundkeppni og knattspyrna milli bænda úr Mývatnssveit og Reykjadal. Um þessa íþróttaþætti sá stjórn héraðssambands ung- mennafélaganna. Þá voru sýndar kirkjumyndir. Þar á meðal íslandsmynd samvinnu félaganna, sem S.Í.S. lánaði á samkomuna. Um myndasýn- inguna annaðist héraðssam- bandið líka. Að lokum var svo dans. Samkcman var hátíöleg og fór vel fram. Almenn ánægja ríkti yfir deginum. Fólkið var fullt af vorhug, þegar blessuð sumarblíðan var komin, eftir raunar margra ára harða veðr áttu samfellt, sem búið var að sigrast á með sæmilegri af komu. Almennur há,tíðisdagur Sveitafólksins ætti að vera á- kveöinn árlega og i hávegum hafður um land allt tii þess að vegsama gróður jarðar, er veitir þjóðinni aðalmöguleik ana til þess að lifa í landinu, og til þess að heiöra bænda- stéttina og sveitamenning- una, sem er undirstaða fyrir öllu þjóðlegu lifi í landinu. Nauðsynlegt er að ákveða vissan dag fyrir þessi hátiða höld og þarf hann að hljóta lögfestingu, svo að ekki sé hægt að truíla hátíðahöldin með neinu öðru. Sjálfsagt er að ákveða sunnudag, því að Jón H. Þorbergsson hið duglega bændafólk vill helzt létta sér upp um helgi. Verður tvimælalaust bezt val inn til þessa fyrsti sunnudag urinn í júlímánuði. Undan- farin fjögur vor hefir sumar- blíðan hér um slóðir ekki kom ið fullkomlega fyrr en um sól stöður og svo getur oftar orð ið. Fyrir því þýðir ekki að á- kveða neinn dag sumarsins fyrir sólstöður, ekki heldur sólstöðudag eða Jónsmessu- dag, eins og stungið heflr ver ið upp á, því að fólkið kemst ekki í hátíðaskap nema kom in sé sumarblíða, jörðin í full um gróðurskrúða og skepnur allar hafi allsnægtir í högum úti. Skotið var á stuttum fundi á hátíðinni til þess að ákveða hvaða dag skyldi velja í fram tíðinni til þessara hátiða- halda. Voru allir á því máli, að fyrsti sunnudagur í júlí- mánuði væri allra daga hent ugastur. Þaö mun ekki athugaö með þjóðinni, svo sem vert er, hve afar mikils virði sá menning- arþáttur sveitafólksins er, að láta fyrirbæri tímanna — í verkföllum og kröfum — ekki hreyfa sig neitt frá dyggðug- um starfsháttum. Það má sannarlega vera eitt tilefni hátíðadagsins. Á þessa hátíð koma allir í sveitunum, yngri og eldri. Það er mjög nauðsynlegt og verð ur því að haga samkomunum þannig að þangað eigi allt sveitafólk erindi. Það sýndi sig á þessari hátíð. Þangað kom meðal annars elzti bóndi héraðsins. Hann hvíslaði þvi að mér að þessar samkomur ættu að heita landbúnaðarhá tíð. nTramhald á 6. siðu.V Morgunblaðsmenn! Einhver ykkar fullyrti nýlega í ísafold, að Eimskip gæti fullnægt allri flutnirtgaþörf þjóðarinnar. Viljið þið þá ekki svara þessu : 1. Hver er flutningaþörfin til landsins árlega? 2. Hver er flutningaþörfin árlega frá landinu? 3. Hver er flutningaþörfin með ströndum fram i sambandi við innfluttar vörur og nauðsynlegan tilflutning útflutningsvara milli hafna innanlands? 4. Hve mikið vörumagn hefir Eimskip flutt árlega undanfarin ár? 5. Hver er flutningsgeta Eimskipafélagsskipanna yfir árið miðað við fyllstu hagnýtingu tíma og skips- rúms og núverandi aðstæður um sölu afurða og innkaup til landsins? Á svörunuin við þessu veltur þaö hvort nokkurt vit er í staðhæfingunni í ísafold urn „almæíti“ Eimskipafé- lagsins. R. S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.