Tíminn - 17.08.1951, Blaðsíða 4
4.
184. blaff.
TÍM-INN, föstudaginn lL^ágúst 1951.
fslenzkir sjómenn í siglingum
suður við miðjarðarbaug
Jökulfellið hefir nú frá því
í sumar verið í bananaflutn-
ingum frá Ecuador suður til
Valparaiso í Chile og norður
til New Orleans í Bandaríkj-
unum. Hefir það í þessum
flutningum farið allmargar
ferðir gegnum Panamaskurð
inn á leið sinni norður til
New Orleans og til baka aft-
ur. Skipið mnn væntanlegt
heim til íslands um mánaða-
mótin október og nóvember
Skipverjum líður öllum vel,
en hitiníi er gífurlegur, sól-
skin flesta daga. Sólin kem-
ur upp í háaustri og gengur
siffan nokkurn veginn beint
yfir höfuð manna, unz henni
hallar aftur til vesturs. þar
sem hún sígur svo í Kyrrahaf
ið. í næstu andrá dettur svo
myrkrið á. Sakna skipverjar
hins svala, norræna sumars,
og hlakka mjög t'l þess að
koma heim, enda þótt þá verði
komið haust og skammdegi.
Pyrsta ferð yfir
miðjarðarbaug.
Þegar menn fara á skipi
yrxr miðjarðarbaug í fyrsta
skipti, er það siður að nokk-
urskonar skírn fari fram. —
Meðal áhafnarinnar á Jökul-
felli er aðeins einn maður.
sem farið hafði yfir miðjarð-
aobaug, áður en skipið fór
það í þessum siglingum. Var
það brytinn á skipinu, Axel
Mogensen, er svo víðreist
liafði gert.
Er Jökulfellið fór yfir mið-
jarðarbaug í fyrsta skipti,
bjó hann sig eins konar jóla-
sveinsbúningi og vígði síðan
skipsfélaga sína, er aldrei
fyrr höfðu komizt svo sunn-
arlega á hnöttinn. Fór vígsl-
an fram á þann hátt, að hann
stökkti á þá kampavíni, en
síðan var gleðskapur um borð
í skipinu til hátíðabrigða á
þessum merkisdegi i lífi ís-
tenzku sjómannanna. Fór þó
allt fram með hófsemi og á-
nægjulegan hátt.
S daga ferð til
New Orleans.
Frá Gyayaquil í Ecuador,
þar sem Jökulfellið hefir tek-
ið bananana, er um það bil
átta daga sigling til New Orl-
eans i Bandaríkjunum.
Hefir Jökulfellið reynzt vel
við flutningana, enda þótt
lofthitinn sé mikill, og sjór-
inn sé alltaf 25—30 stiga heit-
ur. Hefir skipið skilað farm-
inum i góðu ástandi.
Gegnum Panamaskurðinn.
Á leiðinni í gegnum Pan-
amaskurðinn er skipið dreg-
ið um skipastigana af járn-
brautarvögnum. Skipastig-
arnir eru bráttir, og hæðar-
munur er mikill, svo að þetta
er einkennileg sigling, enda
tekur oftast 8—10 tíma að
fara í gegnum skurðinn og
stundum mikið lengri tíma.
Einu sinni var skipið 26 klst.
á leiðinni frá Crisrooal gegn-
um skurðinn. — Það gengur
ekki allt hratt í Ameríku.
Píóðhestar og krókódílar.
Það, sem augum manna
mætir, er viða talsvert annað
en sjómennirnir eiga að venj-
ast af norðurslóðum. Krókó-
dílar og flóðhestar getum við
sagt, að séu einkenni náttúr-
Áhöfnin á Jökulfellinu hiður að heilsa
Myndin er tekin í Púna í Ecuador, þegar verið er að ferma
Jökulfellið banönunum. Hafnarverkamennirnir bera hver
sinn bagga á öxlinni, og það þarf nokkuð marga menn til
þess að ferma heilt skip á einum degi.
unnar, og svo hinn mikli gróð-
ur hitabeltislandanna. Híns
vegar eru eyöimerkur á þeim
svæðum, þar sem himinninn
er jörðinni ekki svo eftirlát-
ur að veita henni regn. En slik
svæði eru yfirleitt fjær haf-
inu.
Fólkið kemur hinu fram-
andi auga norðurbúans einn-
ig sérkennilega fyrir sjónir
fyrst í stað. Á þessum sióð-
um ægir saman Svertingjum,
Indíánum og hvítum mönn-
um og alls konar kynblend-
irgum þeirra á milli, og menn
mgarstigið yrði vaíalaust
ekki hátt metið á þá vísu,
sem viðurkennd er í Evröpu.
En í hitabeltislöndunum láta
menn yfirleitt hverjum degi
nægja sína bjámng og bera
ekki áhyggjur fyrir því, hvað
komandi tíxnar bera i skauti
sínu. Það er vafalausi: á sinn
hátt blessunarrik t lvera, en
fólk, sem lifir »samkvæmt
þeirri lifsreglu er þó ekki lík-
legt til þess að vera vlðbúro.
eins cg skátarnir segja.
Dalakarl ber hér fram nokkr
ar fyrirspurnir:
„Herra Starkaður! Gjörðu svo
vel að upplýsa eftirfarandi: |
Á ekki sá maður, sem fær
póstkröfusending og þar af leið
andi greiðir burðargjaldið, rétt
á að fá frímerkin, sem límd eru
á fylgibréfið. Og ef svo er ekki,
þá hvers vegna?
Hví á hann þá frekar rétt á
að fá frímerkin á þeim bréfum,
sem hann fær send? Hann hef-
ir þó, borgað þau. Má ekki eins
líma frímerkin á böggulinn eins
og fylgibréfið? Hver fær þessi
frímerki, megi viðtakandi ekki
fá þau? Og hvaða rétt hefir sá
aðili til þeirra?“
Blaðið sneri sér til póstmeist-
ara og spurðist fyrir um um
þau atriði er „Dalakarl“ óskar
eftir upplýsingum um. Sagði
póstmeistari að samkvæmt póst
lögunum megi ekki skerða eyðu
blöð, sem póststjórnin selur þ.e.
fylgibréf og póstávísanir. Fara
þau óskert til endurskoðenda
póstsins, og verða að vera þar
ákveðin tíma sem sönnunar-
gögn samkvæmt alþjóðaregl-
um. Frímerkin á fylgitaréfunum
og ávísunum fær Póstmanna-
sjóður síðan samkvæmt reglu-
gerð, staðfestri af konungi 1923.
Þá sagði póstmeistari einnig
að þessi háttur væri hafður á
í flestum löndum heims, nema
hvað Bandaríkin og Bretland
hafa nokkuð aðrar reglur. Þá
væru einnig í sumum löndum
m. a. hefðhsvo verið í Þýzka-
landi fyrir stríð, að stimplar
hefðu verið notaðir sem kvitt-
un fyrir burðargjaldinu.
Það kann að vera að „Dala-
karl“ verði ekki ánægður með
þessar upplýsingar póstmeist-
ara, en sá háttur sem hér hefir
verið hafður á, hefir oft vakið
gremju þeirra, sem hafa frí-
merkjasöfnun sem „hobby'. Mik
ið hefir verið skrifað um þessi
mál, en svör póstmálastjórnar-
innar hafa alltaf verið á sömu
lund.
Samband við aðrar jarðstjörnur
Skákunnandi skrifar: „Hvern
ig er það með Skáksamband ís-
lands, er það ætlunin hjá því
að láta Landskeppnina i skák
falla niður á þessu ári? Lands-
liðskeppnin hefir verið skemmti
legasta skákkeppnin sem fram
hefir farið hér á landi. Hún sker
úr hver -hlýtur titilinn skák-
meistari Islands, og er því til
nokkurs að vinna að taka þátt
i keppninni, enda hefir það oft
ast verið svo, að flestir beztu
skákmenn landsins hafa verið
meðal keppenda, og keppnin því
oft verið jöfn og hörð.
Venjan hefir verið sú á vmd-
anförnum árum, að Landsliðs-
keppnin hefir farið fram á vorin
venjulega í apríl, en nú er kom
ið fram í miðjan ágúst og ekk-
ert taölar á því að undirbúning
ur sé hafinn fyrir keppnina.
Skora ég því á Skáksambandið
að sjá sóma sinn i því að láta
Landsliðskeppnina ekki falla
niður á þessu ári, heldur hefja
þegar undirbúning-og láti keppn
ina fara fram í haust. Ég efast
ekki um að þátttaka verður mik
il, og lítil hætta á, að fjárhags-
legt tap verði.
íslendingar hafa á undan-
förnum árum eignast marga
unga, efnilega skákmenn, sem
ekki eru síðri þeim eldri.
Nægir í því sambandi að minna
á Norðurlandaskákmótið, sem
haldið var í Reykjavík sumarið
1950. Þá varð Guðjón M. Sig-
urðsson annar í landsliðsflokkn
um og Friðrik Ólafsson sigraði
í meistarflokki og hlaut nafn-
bótina Norrænn skákmeistari.
Gaman væri að sjá þessa ungu
menn tefla við hina eldri og
reyndari eins og Baldur Möller,
Norðurlandameistara, Ásmund
Ásgeirsson, Guðmund S. Guð-
mundsson og marga fleiri‘.
Ekki er okkur kunnugt hér
i baðstofunni hvort ætlun Skák
sambandsins er að láta Lands-
liðskeppnina falla niður á þessu
ári. Vonandi svara þeir fyrir-
spurn „Skákunnanda" og gera
grein fyrir hvað þeir ætlast fyr-
ir um Landsliðskeppnina.
Starkaður.
*tTTTimmntTt*ttTtTt7Tt*'
Það var alkunnugt hér, að
dr. Helgi Pjeturss talaði í rit-
um sínum um lif á öðrum
hnöttum og samband við það.
Hitt munu menn aftur á móti
ekki hafa gert sér eins ljóst,
á hvaða grunni hann byggði
þetta tal sitt, og verður því
víst mörgum á að reikna hon
um það til firru. Nú hefir þó,
eins og sagt hefir verið frá
í blöðunum, verið stofnað fé-
lag í þessu sambandi, Félag,
Nýalssinna, og hafa stjórn-
endur þess nú fyrir nokkru
farið fram á fjárframlög al-
mennings til byggingar
stjörnusambandsstöðvar. Veit
ég ekki, hverjar undirtektir
þetta hefir fengið, þó að
nokkrar muni vera. En hitt
veit ég, að haldi einhverjir,
að hér sé aðeins um firru að
ræða, að þá hafa þeir rangt
fyrir sér. Það vantar að vísu
ekki ,að nógar séu firrurnar
og heimskan í þessu þjóðié-
lagi og víðar, og má þar t. d.
nefna þá tekjustofnun ríkis-
ins hér, sem áfengissalan er,
og vígbúnaðinn úti í löndum.
En þetta, sem hér ræðir um,
stjörnusambandsmálið, er svo
mjög úr annarri átt, að eðli-
legt má heita, ao almenning-
ur átti sig þar ekki í fyrstu.
En leiti menn hér yfirsýnar,
verður auðvelt að átta sig.
Geri maður sér grein fyrir,
hvað lífið í innsta eðli sínu er,
þá má ljóst vera, að það er
viðleitni jarðarefnanna til
aukins hemssambands. og
endurspeglast þetta í allri við
leitni manna til þekkingar.
Það, að þekkja og skilja, var
æfinlega falið í víðari sjón.
Lengi vissu menn lítið út fyr-
)r hið næsta umhverfi sitt og
skildu þar því lítiö hin ná-
lægustu fyrirbæú. En loks
fóru þeir að gera sér ljóst,
hvað stjörnurnar eru og þá
um leið, að jörðin er ein meö-
al þeirra. Þeir uppgötvuðu
aðdráttaraflið milli stjarn-
anna og tóku að skilja að af
því stjórnast hreyfing þeirra. j
Síðar uppgötvuðu menn lífs-!
þróunina og sáu fram á, hví- j
líkan óratíma þetta allt hafði j
tekið. Og nú er það að sýna
má fram á, að án sambands;
við líf annarra stjarna hefðij
aldrei orðið til líf á þessari
jörð, því að einnig þar eru það
sambönd n, sem öll verðandi
(Framhald á 5. síðu)
::
ÍB/ENDUR, athugið!
R
♦♦
♦♦
♦♦
Það er alkunna að menn þurfa að reka sín á
miili alls konar viðskipti í sveitum, t. d. gripavið-
skipti vélaviðskipti og vinnufólksráðningar.
Ýmsir gera hagkvæm viðskipti, aðrir ekki, eins
og gengur. Þess vegna er eðlilegt að menn hugleiði
á hvern hátt hægt sé að ná betri samböndum og um
leið ná betri kjörum í viðskiptum sínum.
Þá er að leita ráða hvernig helzt skuli úr þessu
bætt og spurningin er hvernig getur maður náð til
sein flestra með beztum árangri og á ódýrastan
hátt?
Sé málið hugsað til enda, er það Ijóst að hag-
kvæmast og ódýrast er að auglýsa í Tímanum það,
seri maður þarf að selja eða kaupa.
Ef þér eruð vantrúaðir á gildi auglýsinga, þá
skuluð þér reyna og þér munuð sannfærast um nota
gildi smáauglýsinganna. Þær eru ódýrastar, en ná
ti( allra, sem lesa blaðið.
Snúið yður með auglýsingar yðar til næsta um-
boðsmanns eða beint til blaðsins.
AUGLYSIÐ I TIMANUM