Tíminn - 17.08.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.08.1951, Blaðsíða 8
„ERLENT YFIRLMT“ í DÆG: Geta Finnar tekiii þátt í narrœnn rfíðf/jafarþinfii?___________ 85. árgangur. Reykjavík, 17. ágúst 1951. 184. blað. „Stöðvið þessa hræðilegu herferð”, segir Truman Truman íorseti Banda- ríkjanna hélt ræðu í sam- bandi gamalla hermanna í fyrradag og ásakaði harð lega hina óábyrgn and- kommúnisitaherferð, sem rekin er í Bandaríkjunum um þessar mundir og gerði að hans dómi meira ógagn en kommúnistarnir sjáífir. Þetta var harðasta árás forsetans til þcss á stefnu og starf Mac Carthy. Forset'nn hvatti fólk til að gera sitt til að stöðva „þessa hræðilegu herferð“, sem eykur að mun þá hættu, að enginn maður þorj lengur að segja mein- ingu sína. Þessi hatursfulla slaðurs herferð innan og utan þingsins, sagði Truman, mun eyðileggja þýð'ngar- mikil grundvallarréttindi á enn afdrifaríkari hátt en kommúnistar sjálfir geta gert. í einræðisríki Hfa all'nr í ótta um að verða rægðir. Engtnn þorir að verja rétt sinnar þar. Siíkt ástand má aldrei skapast í Banda ríkjunum. Egyptar gefi sigl- ingar frjálsar um Suez Á fundi öryggisráðsins í gær fluttu Jebb fulltrúi Breta tillögu þess efnis, að örygg- isráðið skipaði Egyptum að leyfa frjálsar siglingar um Súezskurðinn, án allra hindr ana og afskipta af þelrra hálfu. Jebb lagði á það á- herzlu, að Súez væri alþjóð- leg siglingaleið og öllum frjáls. Bretum hefði verið fai ið að hafa þar varðgæzlu á hendi, ekki til þessað stemma stigu fyrír siglingum heldur tíl þess að koma í veg fyrir að þjóðir þær, sem lönd ættu þarna að, hindruðn með nokkrum hætti siglingar um skurðinn. Þeirri skyldu hefðu þeir gegnt svo, að ekki hefði verið um kvartað af þeim þjóðum, er sigldu þarna um. Egyptar hefðu engan rétt til afskipta af siglingum þama, og Bretum bæri skylda til að fylgja fram kröfunni um það, að þeim væri skipað af al- þjóðlegum yfirvöldum að hætta öllum slíkum afskipt- um. - Dr. Adenaner forsæt isráðlaerra hittir Truman Mac Cloy herstjóri Banda- ríkjanna í Þýzkalandi til- kynnti í gær, að dr. Adenauer forsæt'sráðherra Þýzkalands hefði verið boðið vestur um haf til Bandaríkjanna til við ræðna við ýmsa stjóvnmála- leiðtoga þar. Adenauer hafði fyrir nokkru látið í ljós óskir um að fá tafckifæTÍ t'í að ræða við Truman forséta, einknm um hernámskostnað Vestur- Þýzkalands. A SKRUÐPLANTNASYNINGUNNI Bandaríkin senda Rússum orðsendingu um Japan Minna á, að ráðstefnan i Sait Franeiseo sé aðeins til að gera oíí undirrita samningana Taismenn utanríkisráðuneytis Bzndaríkjanna hafa fagn- að bátttöku Rússa í ráðstefnnnni utn friðarsamningana við Jaiian og telja það mikinn ávinning að Rússar skuli ekki skerast úr ’eik í þessu efni. í orðsendingu, sem Alan G. Kirk sendiherra llandaríkjanna í Moskvu afhenti utanríkisráð- herra Rússa í gær, er þetta ítrekað. 1 Þessi mynd sýmr meginhluta annars grámosabeðsins í skál- 1 anutn við Lönguhlíð, þar sem skrúðplantnasýningin er. Þarna er margt fagurra blóma, sem hver garðeigandi | myndi kjcsa sér í garð sínn. (Ljósmynd: Vigíús Slgurgeirss.) !____________________________________ ! Skinn iækka í verði á heimsmarkaðinum Hnizt vlð verðlækkun á skófatnaði Undanfarnar tvær til þrjár vikur befir orðið gífurlegt verðfall á skinnum á heimsmarkaðinum. í Danmörku er enginn markaður fyrir skinn eins og nú standa sakir. Mánaðargatnlar birgðir. Skinnaverksmiðjur hafa nú í fórum sínum mánaðargaml- ar birgðir skinna, og enginn markaður er fyrir þau hvorki innanlands né erlendis. í fyrsta sinn í 11 ár geta Danir nú flutt út skinn, en kaup- endur fást engir. Svipaðar fregnir berast frá öðrum löndum. M;klar birgð- ir af skinnum safnast fyrir í verksmiðjum, sem ekki vilja selja vegna þess hve verðið hefir lækkað gífurlega. Vcrðlækkun á skófatnaði. Þessi verðlækkun á skinn- um hefir þegar haft. í för með sér, að skóverksmiðjur hafa dregið saman seglin og kaupa nú aðeins skinn eftir hend- ínni. Enda kaupir nú almenn ingur í Danmörku lítið sem ekkert af skófatnaði í von um að hann lækki í verði innan skamms. Haldist verð á skinn um jafn lágt og það er nú getur þess heldur ekki orðið langt að bíða, að um mikla verðlækkun á skófatnaði verði að ræða. Morrison í Ktimarfrii i \orogi Morrison utanrlkisráðherra Bretlands kom til Bergen i gær. Kvaðst hann vera þar I algerum einkaermdum og hvUdarleyfi og neitaði með J öllu að ræða um stjórnmál, kvaðst hafa lagt þau alveg á hilluna nokkra daga. Hann mun dvelja á aðra viku í Nor eg:, aðallega á kyrrlátum fjallagliítihúsum. Það virðist svo. að Noregur sé að verða hvildarhælj brezkra ráðherra þvi að ekkj er Attlee fyrr kom inn heim úr sínu sumarleyfi, er hann eyddi þar, en Morison ber að garði. Skemmdir á kart- öflugrösum í Húna- vatnssýslu Næturfrost hefir gert nokkr um sinnum í Húnavatnssýsl- um, og hafa þau víða valdið stórskemmdum í kartöflugörð um. Lítur því ekki vel út um kartöfluuppskeru í héraðinu, því að óhugsandi er annað en mikill hnekkir verði að þessu fyrir kartöfluvöxtinn. Orðsendingin er svar við orðsendingu rússnesku stjórn arinnar frá 12. ágúst, þar sem þátttaka þetrra er tilkynnt. í orðsendingu Bandaríkjanna I í gær er síðan skýrt tekið |fram, til að fyrirbyggja mis- skilning, að eins og skýrt hafi verið frá í boðsbréfinu, sé ráð stefnan í San Francisko að- eins haldin til þess að gera og undirrita friðarsamning- ana við Japan, en ekki til að bera þar fram nýjar tillög- ur um þá eða ræða önnur atriði en koma fram í tillög- um. Hafa fengið tækifæri. Rússneska stjórnin hafi eins og aðTar stjórnir er hér eiga hlut að máli fengið upp- kastið með fyrirvara og á- kveðinn frest til að bera fram breytingartillögur sínar. Þá segist-stjórn Bandaríkj anna fagna því að fá tæki- íæri til þess í San Francisko að skýra betur en áður hafi verið tækifæri til eðli og inn tak samningsuppkastsins og hlýða á athugasemdir Rússa um einstök atriði. Telur að samningarnir mtini ekki tefjast. Truman Bandaríkjafor- seti hélt hinn vikulega blaða mannafund sinn í gær. Spurn ingu um það, hvort ekki væri hætta á, að þátttaka Rússa i ráðsteínunni um japcnsku friðarsamningana mundi ekltj tefja afgreiðslu þeirra, svaraði hann á þá lund, að hann væri ekki trúaður á það, að neitt slíkt gæti tafið undirskrift samninganna úr þessu. Flytur Mac Arthur ræðu? Þá var hann að því spurður, hvort hann hefði óskað eftir þvi, að Mac Arthur fyrrv. hers liöfðingi ílytti ræðu á ráð- stefnunni. Hann kvaðst ekki hafa óskað eftir því en fagn- aði því hins vegar ef banda- ríska utanríkisráðuneytið vildi bjóða honum það. Tillaga um norrænt löggjafarþing samþ. Þlngið stamli Iiálfan mánuð ár hvert og verJli skipað 15 jtingm. frá hverju lamli Tillögu Hans Hedtofts á norræna þingmannafundinum I Stokkhólmi um að stofnað verði norrænt löggjafarþing, hef- Ir vertð tekið með miklum áhuga, og málinu hefir miðað svo vel fram undanframna daga, að það hcfir nú verið afgreitt frá þinginu samhljóða og í ákveðnum og skýlausum bún- ingi. Skurðgr öf u vinna í íyrsta sinn í Fljótnm Frá fréttaritara Tím- ans í Haganesvík. í sumar kom skurðgrafa í fyr3ta skipti í Fljót, en ekki var hún búin að vinna að framræslu á nema tveimur bæjum, er hún var send til Siglufjarðar til sumarvinnu þar. Það er þó ætiunin, að skurð grafan komi aftur í Fljótin, áður en Siglufjarðarsk. lok- ast, og vinni þar fram eftir haustinu. — Það er vélasjóð- úr, seta á þessa skurðgröfu. Nefnd sú, sem fjallað heíir um málið lagði fram einróma tillögur. í þeim er gert ráð fyr ir því, að Finnland geti verið með, en auk þess er gert ráð fyrir þvi, að hvert landið sem er geti staðið utan samtaka þessara. Tillögurnar gera ráð fyrir því, að þing þetta komi ár- lega saman til skiptis í höfuð borgum Norðurlanda og standi um hálfan mánuð hverju sinni og verði að lík- indum skipt í tvær deildir. Hvert land mundi senda þang að sveit 15 þingmanna undir stjórn forsætisráðherrans og utanríktsréjðherrans. Samþykkt þessarar tillögu ▼ar síðast gerð einróma. Gafst upp við upp- mokstur í Höfða- kaupstaðarhöfn f sumar tók Óskar Hall- dórsson útgerðarmaður að sér að moka upp úr höfninni í Höfðakaupstað og gera upp fyllingu úr uppmokstrinum. Nú hefir vinnu við þetta hins vegar verið hætt, því að þegar grafan fór að vinna, kom i ljós, að grunnt var niö ur á móhellulag, sem hún vann ekki á, og sandurinn ofan á þá svo fínn, að hann hrærðist aðeins saman við sjóínn. Héraðshátíð Fram- sóknarmanna í Austur-Skaft. Á sunnudagfnn kemur efna Framsóknarfélögin í Austur-Skaftafellssýslu t l i Léraðshátíðar í Höfn í Ilornafirði. Samkoma þessi átti að vcra um siðustu helgi en vegna sérstakra atvika varð að fresta hcnni þá. Á samkomunni á sunnudaginn verður margt (11 skemmtunar svo sem ræðuhöld, einsöngur, kvik inyndasýningar og dans. Veitingastarfsmenn í knattspyrnu. Knattspyrnukappleikur milli veitingastarfsmanna í landi og veitingastarfsmanna á Gull- fossi var háður í gær í Reykja- vík og sigruðu landmenn með þremur mörkum gegn tveim- ur. Karl Finnbogason úr Hafnar firði, matreiðslunemi í Hótel Borg, setti öll mörlc landmanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.