Tíminn - 17.08.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.08.1951, Blaðsíða 5
184. blað. TIMINN, föstudaginn 17. ágúst 1951. Fostud. 17. ágúst ERLENT YFIRLIT: Geta Finnar tekið þátt í norrænu ráðgjafarþingi ? Fjárstjórn ríkisios og Reykjavíkur Fyrir síðustu bæjarstjórn- arkosningar stóð mikið til hjá Sjálfstæðisflokknum, því að mikla nauðsyn þar til að viðra flíkurnar áður en geng- ið væri fyrir kjósendur, svo að traust þeirra fengist til» að fara með stjórn bæjarins næsta kjörtímabil, sem auðvit að átti að verða glæsilegra framfara- og blómatímabil en nokkru sinni fyrr, og ljómi gullinna loforða breiddist yf- ir síður Morgunblaðsins. Ein- hvern veginn fannst borgar- stjóranum þó, að sá gullroði einn væri ekki nægur. og sýna þyrfti einhvern manndóm í verki. En það var ekki hægt u'm vik. Tíminn hafði þá um skeið flett ofan af óstjórn- inni, ráðleysinu og ónytjungs hættinum í sjúkrahúsmálum bæjarins og sýnt og sannað með tölum, samanburði og ó- hrekjandi rökum, að önnur eins forsinán átti sér hvergi stað á öllu landinu, sem í sjálf um höfuðstaðnum. Reykjavík urbær átti ekkert sjúkrahús sem gefandi var það nafn, og sjúkragjöld í þeim fáu sjúkra rúmum, sem bærinjj réð yfir \oru hærri en þekktist ahn- ars staðar. En þegar borgarstjórinn vildi hefjast handa um sjúkra húsbyggingu og sótti um leyfi til þess, var ekki einu sinni til teikning af henni. Þær teikningar og annar undir- búningur er nú fyrst að sjá dagsins Ijós um þessar mund- ir. En eitthvað varð að gera fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar, og það fangaráð var tekið að fara að grafa fyrir nýrri heilsuverndarstöð við Barónsstíg. En hin „glæsi- lega fjármálastjórn‘“ Reykja víkur átti engan eyri til að leggja í bygginguna. Þá var gripið til þess ráðs að láta ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins, sem með þessi mál fór, greiða Rcykjavíkurbæ .eina miljón króna af framiagi rík isins til framkvæmdanna þeg ar í stað og fyrir fram. Þetta var ólöglegt með öllu. Sam- kvæmt lögum má ekki greiða ríkisframlag til slíkra fram- kvæmda, nema til jafns við það, scm bæirnir leggja sjálf ir fram hverju sinni. Var nú farið að grafa og steypa grunninn, kosningarn ar fóru fram og íhaldinu var falin fjármálastjórn Reykja- víkur eitt kjörtímabil enn. En svo þraut ríkisframlagið, og bærinn átti engan eyri fram að leggja í heilsuverndarstöð ina. Nú eru liðin tvö ár, og heilsuverndarstööin er ekki risin úr grasi. Búið er að vinna þar fyrir ca. 1,2 milj. kr. En á þessum tveimur ár- um hafa bæjaryfirvöldin þrá faldlega heimtað aðra miljón úr ríkissjóðí til framkvæmd- anna. Málin standa því þann i'g, að ríkið hefir lagt eina miljón 1 heilsuverndarstöðina en bæjarsjóður 200 þúsund kr. Samt heimtar borgarstjóri aðra miljón, þótt lög mæli fyrir, að slík framlög megi Á ráðstefnu norræna þing- mannasambandsins í Stokk- hólmi sl. mánudag var borin fram tillaga sem hlýtur að vekja mikla athygli allra þeirra, er áhuga hafa á því að treysta nor ræna samvinnu. — Danskir þing menn á ráðstefnunni báru fram tillögu þess efnis að komið verði á fót norrænu þingi, eins fljótt og auðið verði. í tillögunni er ekki gert ráð fyrir, að um lög- gjafarþing verði að ræða heldur ráðgjafaþing. Er ætlazt til þess af flutningsmönnum tillögunn- ar, að fulltrúarnir á samkundu þessari ræði um og velji þær leiðir, er happadrýgstar þykja til eflingar norrænni sam- vinnu, og er svo ráð fyrir gert í tillögunnni að samþykktir þingsins geti haft úrslitaáhrif á ákvarðanir viðkomandl ríkis- stjórna í ýmsum málum. Undén, utanríkisráðherra Sví þjóðar, lýsti þegar yfir stuðn- ingi sínum við tillöguna, með þeim fyrirvara, að þeir, sem stæðu að stofnun norræna þings ins, lærðu af reynslu þeirri, er fengizt hefði aí Evrópuráðinu í Strassborg og létu sér mistökin þar að kenningu verða. Hann lagði til að tillögur þær, sem dr. P. Munch, fyrrv. utanríkisráð- herra Dana samdi 1938 um stofnun norrænnar þingsam- kundu, yrðu lagðar til grund- vallar við stofnun væntanlegs þings. Tillögur Munch voru aldrei birtar, aðeins ræddar af stjórnum Norðurlandanna. Nefnd fjallar nú um hvernig unnt muni að hrinda þessu máli í framkvæmd. Fram hefir kom- ið tillaga um að allt að 85 full- trúar eigi sæti á hinu norræna þingi, er komi saman til fund- ar nokkrar vikur á ári hverju, og verði rætt þar um nýjar til- lögur varðandi norræna sam- vinnu og gerðar samþykktir og ályktanir. Spurningin, sem fyrst og fremst vaknar, þegar athuguð er tillagan um stofnun norræns þings, er sú, hvort Finnland geti átt þar fulltrúa. Fulltrúarnir á ráðstefnunni eru á einu máli um að mikil- vægt sé að Finnland geti átt aðild að þinginu, ef það geri ekki samvinnuna erfiðari og dragi úr starfsgetu þingsiiis. Það er einlæg ósk Finna sjálfra að eiga fulltrúa á þinginu. Hins vegar er augljóst, að nokkur vandkvæði munu vera á þátttöku þeirra. Sem fyrr greinir var tillaga þessi borin fram á ráðstefnu nor ræna þingmannassambandsins en forseti hennar er Vilhelm Buhl, fyrrum forsætisráöherra. Ráðstefnu þessa sitja 81 full- trúi. Það var Hans Hedtoft, fyrr verandi forsætisráðherra, er bar tillöguna fram, en hann nýtur óskoraðs stuðnings alira dönsku. fulltrúanna í ráði þingmanna- sambandsins, þeirra Bertel Dahlgaard, Elgaard og íhalds- þingmannsins Einar Foss. Hedtoft fylgdi tillögunni úr hlaði með ræðu, þar sem hann rakti þætti norrænnar sam- vinnu i dag. Síöan vék hann að ræðu, er norski forsæ tisráðherr ann Einar Gerhardsen flutti og mikla athygli vakti á sínum tíma, en þar ræddi Gerhardsen um, hve umræður á norrænu þingi gætu haft mikil áhrif á skoðanir og ákvarðahir ríkis stjórna Norðurlanda. Því næst ræddi Hedtoft um tiUögur dr. Munch frá 1938 og áður hefir verið drepið á. Dr. Munch sneri sér til utan- ríkisráðherra Finnlands, ís- lands, Noregs og Svíþjóðar og benti á ao skipuleggja þyrfti betur norræna samvinnu og taka hana fastari tökum en ver ið hefði, en slík samvinna milli Norðurlandanna gæti verið mjög mikilvæg á ýmsum svið- um, Hún væri enn alltof laus í reipunum. Hann kvaðst því vilja leggja til að komið yrði á fót norrænni ráðgjafasam- kundu. Þar skyldu eiga sæti for sætis og utanríkisráðherrar auk þingmarma er skipaðir væru af þingum viðkomandi landa. Sam kunda þessi skyldi koma sam- an til fundar 14 daga ár hvert. 1 febrúar 1939 ræddu utan- ríkisráðherrar Norðurlanda hug mynd þessa í Helsingfors. Að- eins einn þeirra var andvígur henni, prófessor Halfdan Koht, þáverandi utanríkisráðherra Noregs. Hann vildi að ráðherr- arnir einir ræddu þessi mál, án þátttöku þingmanna. Hedtoft skýrði ennfremur frá því að í Daiftnörk yrði nú vart vaxandi undrunar og óánægju vegna þess hve þing og rílós- stjórnir Norðurlandanna fimm virtust láta sig litlu skipta nor- æna samvinnu og hve lítill ár- angur næðist á því sviði. Hed- toft sagði að Norðurlöndunum þætti sjálfsagt að taka þátt i, störfum Evrópuráðsins með fjar' lægum og framandi þjóðum, eins og Tyrklandi, Grikklandi og ítalíu. Hann kvað hins vegar miklu eðlilegra að Norðurlönd- in litu sér nær og ynnu meira og betur saman. Undén utanríkisráðherra Sví þjóðar lýsti yfir fylgi sínu við tillögu Hedtofts með þeim fyrir vara er fyrr greinir. Oscar Torp landvarnaráðherra Noregs, kvaðst einnig fylgjandi henni, en landi hans, Svend Nielsen, fyrrum ráðherra, iét * ljós þá HEDTOFT shoðun að hyggilegra myndi að stækka starfssvið norræna þing mannasambandsins en koma a fót nýrri stofnun. Fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, jafnaðarmaðurinn Karl-August Fagerholm, lét með varúð í ljós skilning á gildi til- lögunnar, en lét jafnframt í ljós ótta sinn við að Finnar myndu ekki geta átt aðild að norrænu þingi. Hann talaði sem fulltrúi finnsku sendinefnd arinnar á ráðstefnunni ,en auk hans eiga sæti í henni kommún istarnir Eino Kilpi, fyrrum ráð- herra, og hin aðsópsmikla eig- inkona hans, Sylvi-Kylliki Kilpi. Þátttaka þeirra í nefndinni er ástæðan fyrir því að allsend- is er talið óvíst að Finnar geti átt aðild að norræna þinginu. Bertel Dahlgaard benti á, að ekki væri nægilgt að halda 10,000 fallegar ræður um nor- ræna samvinnu á ári hverju. Fram til þessa hefði þessi sam- vinna verið alltof áhrifalítil. í þeim geigvænlegu átökum, er nú ættu sér stað milli stór- veldanna, væri smáþjóðunum lífsnauðsyn að vinna saman, til þess að varðveita frelsi sitt og sjálfstæði. Það væri því mikil- vægt að koma á fót norrænu þingi þar sem Norðurlöndin gætu rætt sameiginleg vanda- mál sin. Að umræðunum loknum var eftirtöldum mönnum falið að semja beina tillögu og leggja fyrir ráðstefnuna: Hans Hed- toft, Fagerholm, sænska próf. Nils Herlitz og Sigurði Bjarna- syni alþingismanni. Er því aug ljóst að enn er gengið út frá ; þeim möguleika að Finnland í geti orðið aðili að þinginu. i Ætlunin er að norræna þing- ið geri samþykktir og ályktan- ir varðandi mál þau, er efst eru á baugi hverju sinni, eins og Evrópuráðið í Strassburg. Það á ekki fið ræða landvarnamál. Hins vegar er því ætlað að hafa vakandi auga með öllu er miöa kann að því að efla norræna samvinnu. (Úr „Politiken'.) Katla leigð úr landi Að sögn blaða og annarra, hefir Katla, eitt bezta skip islenzka siglingaflotans, ver- ið leigt til Ameríku um margra mánaða skeið. Þetta þykir mörgum ótrú- legt, þar eð vitað er, að taka hefir þurft mörg útlend skip á leigu vegna nauðsynlegra vöruflutninga og hefir leiga fyrir þau numið stórfé í er- lendum gjaldeyri. Menn vitna líka í lagaákvæði, er lengi hafa verið í gildi, sem BANNA LEIGU SKIPA ÚR LANDI, og undrast því meira þessa ráðstöfun. Það er einnig vitað, að á næstu mánuðum er mikil þörf skiþa, bæði vegna út- flutningsafurðanna og inn- flutningsins. Þeirri þörf verð ur ekki fullnægt nema með erlendum leiguskipum. Menn spyrja því hverju sæti, að Katla er leigð úr landi um lengri tíma, og endurtaka spurninguna á meðan henni fæst ekki svarað. Innflutningur á þessu ári hefir verið mjög mikill og sala afurðanna verið örari en oft áður. Skipaþörfin hefir því verið og er enn mjög mik- il. Sakir alls þessa er leigan á Kötlu til annarra landa mikið undrunarefni og veld- ur þeim vonbrigðum, er álitu að þetta skip væri til þess keypt, að létta á flutningaþörf inni og koma íslenzku þjóð- inni að notum. A. ekki greiða nema til jafns við framlög bæjarins. Á þessum tveimur árum eða hálfu kjörtímabilinu hefir hin „glæsilega fjármálastjórn“ Reykjavíkur snúizt í „illa nauðsyn“ aukaniðurjöfnunar samfara yfirlýsingu bæjar- stjórnarmeirihlutans um fjár þrot fyrir dyrum og beiðni um riiksstyrk handa Reykjavík. Sú beiðni lýsir þó Sjálf- stæðisflokknum betur en flest annað. Þegar ráðherrar hans skildu við fjárstjórn rík isins fyrir hálfu öðru ári var svo komið, að lausaskuldir ríkissjóðs voru orðnar 113 milj. kr. Það fannst Sjálfstæð ismönnum að vísu ekki gott og játuðu, að illa væri komið. En svona væri að þurfa að stjórna með öðrum flokkum og hafa ekkj valdið á einni hendi sögðu þeir. Það væri nú eitthvað öðru vísi með Reykjavík, þar sem þeir réðu einir öllu og gætu haldið stefnunni, enda sýndi hin „glæsilega fjármálastjórn“ bæjarins bezt muninn. Nú er skipt um. Framsókn armenn hafa um stund farið með fjárráð rikisins og ofur- lítið tekið að grynna á óreiðu skuldunum og færa margt til eðlilegra horfs. En griman er fallin af fjármálastjórn Reykj avíkur, f j árþrot f yrir dyrum, og þá snýr Sjálfs£æð isflokkurinn sér til ríkisins, af því að hann sér, að það er lítið eitt tekið að rétta við, og biður um styrk, vill hirða í óreiðuhit Reykjavíkur hverja þá krónu, sem kann að afl- ast hjá ríkinu, og veitir ekki af til að grynna á óreiðuskuld um þess frá stjórnartímum Sj álf stæðismanna. Utan úr heimi Ilættumerki frá Suðurhafs- eyjum. Skelfdur trúboði á broshýr- um eyjum í Suðurhafinu, þar sem ógnir veraldarinnar hafa enn ekki barið að dyrum, heí- ir sent trúboðssamtökum sín- um i Suður-Englandi alvar- legt skeyti, þar sem hann var- ar við mikilli hættu. Biður trúboðinn þess heitt og inni- lega, að félagið sendi honum ekki meira af brjóstahöldur- um til þess að auka siðgæðið. Honum hafði tekizt vel að fá stúlkurnar á hinum suð- rænu eyjum til þess að nota þessar þýðingarmiklu flíkur, en því miður misskildu þæi samt tilganginn með þeim klipptu á þær göt og létu við allt annan stað en meiningin var. Samband við aðrar. (Framhald af 4. síðu) er komin undir. Án sambands við þrotlaust lif annarra stjarna væri líf þessarar ein- stöku jarðar jafnóhugsanlegt og kvæðj væri án höfundar, og það sem nú ríður á, er að íbúar jarðarinnar læri áð bæta þetta samband og auka. Menn hafa lengi fundið, að þeir eru sjálfum sér ekki nóg- ir. Þeir hafa fundið, að eitt- hvað æðra er til og stundum þóttst finna handleiðslu bess, og hefir af þessu sprottið trú á guði og vætti og síðar skipu lögð trúarbrögð. Hefir, eins og kunnugt er, miklu fé og fyrirhöfn verið varið til að ná auknum samböndum við þess ar verur, og er þar kunnast, sem fórnað hefir verið hinni kristnu kirkju. Og þykir mönn um það ekki hafa verið um of, þá ætti þeim ekki að þýkja um of að leggja fram nokkitrt fé og nokkra fyrirhöfn til sambandstilrauna, sem miklu væru vísindalegri og þar af leiðandi árangursvænlegri en nokkrar áður. Það sem hér ræðir um, er ekki neitun gegn því, sem trúarbrögðin hafa verið að leita eftir, og ekki heldur nein ógrunduð hugmynd. Heldur er hér um nýja og sérstaka vísindaund- irstöðu að ræða, og að auki allt máiefnið þannig, að allt annað, sem merkilegast er I þekkingu, kemur þar til stuðn ings. Mun hver, sem af alúð reynir að kynnast málavöxt- um, geta gengið úr skugga um, að svo er. Og að styðja þetta málefni mun reynast meira til farsældar en flesta fær grunað. Samband við lengra komna íbúa annarra hnatta er samband við guð- ina, og efling þess sambands yrði sama og að guðsríki verði einnig hér á jörðu. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.