Tíminn - 17.08.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.08.1951, Blaðsíða 6
* 6. TÍ'VflNN, föstudaginn 17. ágúst 1951» 184. blað. ALLT FYRIR ÁSTINA Ný, amerísk ástamynd. Cornel Wilde Sýnd kl. 7 og 9. NÝJA BÍÓ Fox ættin frá W Harrow Hin fræga ameríska stór- mynd gerð eftir samnefndri sögu, er komið hefir út í ísl. þýðingu. Aðalhlutverk: Rex Harrison Maureen O’Hara Sýnd kl. 5 og 9. : BÆJARBIO HAFNARFIRÐI Astir og afbrot (Vio evil my love) Afarspennandi >og vel leikin amerísk mynd, byggð á sönn um atburðum, er áttu sér stað í Bretlandi 1866. Aðalhlutverk: Ann Todd Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. Alunfð að greiða blaðgjaldið >♦< | Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Slmi 5833. Heima: Vitastig 14. 4« | (frruiÁJrur^joéLuAjUi^ *Ci* 6e&2JO 0uafeUi$urty Aiisturbæjarbíó Tígris flugsveitin (Flying Tigers) Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ Drauinur ungrar stúlku (Dream Girl) Ný afarskemmtileg amerísk mynd. Betty Hutton McDonald Carey Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ TYCOON Stórfengleg og spennandi ný amerísk kvikmynd í eðliieg- um litum, er gerist í Andes- fjöllunum í Suður-Ameríku. Aðalhlutverkin leika: John Wayne Loraine Day Sir Cedric Hardwicke Sýnd kl. 5 og 9. HAFNARBÍÓ BAGDAO Glæsileg ný amerísk ævin- týramynd í eðlilegum litum. Maureen O’Hara, Paul Christian, Vincent Price. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Einræðisherrann (Duck Soup) Sprenghlægileg amerísk gam anmynd með hinum skop legu Marx- bræðrum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ELDURINN gerir ekki boð á undan sér. Þeir, sem eru hyggnir, tryggja straz hjá Samvinnutryggineu«n Leiðrétting Nýlega birtist í Tímanum frétt frá íþróttamóti Austur- lands, er haldið var að Eið- um og í Egilsstaðaskógi 21. og 22. júlí sl. í fregn þessari er klausa, sem rétt þykir að leiðrétta. Þar segir, að U.Í.A. fái ekki að halda samkomur í Eiðaskóla. Þetta er ósatt. U.Í.A. hefir jafnan fengið að halda hvers konar samkom- ur aðrar en dansleiki í húsum skólans. Auk þess hefir sam- bandið fengið þar inni fyrir fundi og haft þar vísan gisti- stað handa íþróttamönnum, starfsfólki og ýmsum gestum, sem sótt hafa mót sambands ins og ennfremur aðstöðu til þess að hafa þar mat og aðr- ar veitingar. Mér er kunnugt um, að þessi fríðindi hefðu fengizt á umræddu móti, en þess var ekki beiðzt, nema hvað nokkrir iþrótítamenn gistu í skólahúsunum. Hins vegar eru dansleikir ekki leyfðir í skólanum. Er ekki um annað dansrými að ræða en fimleikasalinn, og munu fleiri en forráðamenn Eiðá- skóla vera á einu máli um, að illa fari saman að hafa fim- leika og dansleiki með öllu því, sem þeim fylgir, í sömu húsakynnum, enda hefir reynslan sýnt það. Hinn greinargóði frétta- sendir frá Eskifirði ætti að gæta þess að reynast sannleik anum örlítið trúrri, þegar hann sendir næstu frétt frá U.Í.A. Ármann Halldórsson, ritari U.Í.A. Forðizt eldion og eignatjón Pramleiðum og seljum flestar tegundlr handslökkvl tækja. Önnumst endurhleðslu á slökkvitækj um. Leltlð upp- lýslnga. Kolsýruhleðslan s.f. Slml 3381 Tryggvagötu 10 Reykjavík — Laugarvatn Reykjavík — Gullfoss — Geysir í Grlmsnes, Biskupstungur og Laugardal, daglegar sér- leyfisferðlr. Flyt tjaldaútbún að og fleira fyrir ferðafólk. ÓLAFUR KETILSSON sérleyfishafi -- sími 1540. ♦♦♦♦oooo »♦♦♦♦♦♦< Frímerkjaskipti Sendið mér lOd fslenzk trt- merkl. Ég sendi yður um hm' 200 erlend Irlmerki. JON 4GNARS Frlmerkjaverzlun. P. O. Boz 35«, Reykjavtk TENGILL H.F. Siml 80 694 Heiði Tið Kleppsveg annast hverskonar raflagn- lrog viðgerðir svo sem: Verk smiðjulagnir, húsalagnlr, sklpalagnir ásamt vlðgerðum og uppsetnlngu á mótorum, röntgentækjum og helmllls- Vélum, _____i* Ingibjörg las. Hún brýndi röddina og lækkaði til skiptis og gaf lestrinum allt það lif og allan þann kraft/ er ólgaði í barmi hennar. Andlit hennar talaði sama máli og kapítul- inn, sem hún las. Hún ákærði, ógnaðj — túlkaði trú sína á það, að illt verk bæri einnig í sér hegninguna. .... Þá mælti drottinn til Kains:^,Hví reiðist þú, og hví ert þú niðurlútur? Er því ekki þannig farið: ef þú gerir rétt, þá getur þú verið upplitsdjarfur. En ef þú gerir ekki rétt, þá liggur syndin við dyrnar og hefir hug á þér, en þú átt að drottna yfir henni.“ Þá sagði Kain við Atael bróður sinn: „Göngum út á ak- urinn.“ Og er þeir voru á akrinum, réð Kain á Abel bróð- ur sinn og drap hann. Þá sagði drottinn við Kain: „Hvar er Abel bróðir þinn?“ En hann mælti: „Það veit ég ekki. Á ég að gæta bróður míns?“ Og hann sagði: „Hvað hefir þú gert? Heyr, blóð bróður þíns hrópar til mín af jörð- unni. Og skalt þú nú vera bölvaður og burt rekinn af akurlendinu, sem opnaðí munn sinn til að taka á móti blóði bróður þíns af þinni hendi. Þegar þú yrkir akur- lendið, skal það eigi framar gefa þér gróða sinn....“ Svitadroparnir hnöppuðust á enni Ólafs. Hann hélt svo fast um borðröndina, að hnúarnir hvítnuðu. Hann starði á Ingibjörgu með augnaráði drukknandf manns, munnur- inn var galopinn, og hann dró andann þungt. Þegar Ingibjörg hafði lokið lestrinum, var enn sama þögn- in. Loks tók Jónas Pétursson biblíuna og þrýsti henni að brjósti sér. — Þetta eru heilög orð, mælti hann lágt. Bölvaður sé sá er drepur bróður sinn! Ólafur spratt á fætur. — Ég hefi ekki drepið Árna, sagði hann hásum rómi. Faðir hans virti hann fyrir sér. * — Hver hefir sagt, að þú hafir drepið bróður þinn? Ingi- björg las guðs orð úr heilagri ritningu. — ★— Er leið á daginn fór Ólafur upp í nýekruna. Þangað hafðl hugur hans stefnt hálfan daginn, en hann hafði ekki viljað láta undan löngun sinni. Hann nam staðar við stóra stein- inn, þar sem hann þrýsti Júdit að sér í fyrsta skipti. Hann hvarflaði þó þaðan fljótlega og hélt áfram að kartöflu- landinu, greip handfylli sína af mold, brá ögn í munn sér eins og frumbýlingur, sem er að kanna, hve feitur og frjó- ríkur jarðvegurinn er. Hann lét moldina hvila uppi i sér um stund, en hrækti svo allt í einu út úr sér, eins og hann hefði brennt tunguna. Smyrill steypti sér úr háalofti skammt frá honum. En Ólafur varð þess ekki var. Hann starði niður í jörðina. Þau orð biblíunnar, að jörðin myndi ekki seðja bróðurmorðingja höfðu ekki farið úr huga hans allan daginn. Skyndilega fleygði hann sér til jarðar. Fingur hans snurtu moldina gætilega ,og það birti yfir honum. Það hvíldi ekki bölvun yfir þessari rein. Kartöflugrösin voru komin upp. Ólafur virti fyrir sér ráklrnar, sem kartöflunum hafði ver- ið sáð í. Hvarvetna gægðust upp lítil, dimmgræn blöð. Hann gekk kengboginn frá einni rákinni að annarri, þar til hann rak augun í grös, sem komu upp þétt hvert við annað. Hér hafði Júdit flýtt sér að demba útsæðiskartöflunum í mold- ina, svo að útsæðið þryti sem fyrst, og það kæmi á daginn, hve Árni hafði farið með mikið í Akkafjall. Það var varla þverhönd á milli grasanna — þrjár langar rákir, þar sem ^svo þröngt var um grösin, að þau hlutu að’ kafna í þrengsl- unum, er þau stækkuðu. Óláfur japlaði svo ákaft, að froðan vall út um munnvikin. Svo rak hann snögglega upp hást gól. Á einni svipstundu breyttist Júdit í illan anda, sem komið hafði I Akkafjall til þess að leiða bölvun yfir hina frjóu mold, sem gaf jurtun- um líf og nærði þær við brjóst sitt. Það fóru um hann kipp- ir, sem minntu á ákafan krampa, og augun ranghvolfdust. Bölvuð var sú kona, sem ekki bar lotningu fyrir hinni frjóu mold! Æðið rann af honum eftir nokkrar mínútur, en sársauk- inn, sem læsti sig um hann, hefði ekki verið ákafari, þótt hann hefði verið brytjaður sundur. Hann var að verða ör- vita. Hann unni moldinni og hinni blessuðu jörð, og nú hafði kona hans forsmáð hana og troðið með fyrirlitningu. Hún var ekki kona, sem leidd yrði fram fyrir altari, heldur illur andi ,sem varð að reka af höndum sér . Ólafur byrjaði að vinna í kartöflureininni, enda þótt sunnu /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.