Tíminn - 24.08.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.08.1951, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, föstudaginn 24.jigúst 1951. 190. blað. Guðni Þórðarson: 2. grein Þriðja hver flugfreyja fórnar starfinu fyrir hjónabandið Að vakna yfir nýrri heimsálfu. | Það er einkennileg tilfinn- ( ing, sem grípur þann, sem vaknar yfir ókennilegri heims, álfu 1 sex þúsund feta hæð, I er birta tekur af nýjum degi. Klukkan var rúmlega 9 eft ir íslenzkum tíma. Við voru- um komin yfir land, hafið viða var ekki lengur grund- völlur tilverunnar, heldur skógivaxnarv sléttlendur með óteljandi stöðuvötnum og bændabýlum inn á milli í rjóðr um akra og túna. Á stöki} stað voru ^rrisulir flutninga- bílar á þjóðvegunum, og lítil þorp gægðust á stöku stað app úr morgungrárri tilver- unni þar sem þau voru vel sett á vatnamótum eða á bökk um straumlygnra íljóta. Við erum yfir nyrztu fylkj- um Bandaríkjanna, á austur- ströndinni. Fyrst er flogið ekki langt frá ströndinni, þar sem fiskimennirnir sækja veiðar út í Atlanzhafið, rétt eins og heima, en hafa þó yfirleitt lengra að sækja og sjaldan eins mikinn afla. Svo er stefn an tekin inn yfir landið. Á- fram þeysist flugvélin með nærri 240 mílna hraða, þótt ekki finnist fólki í vélinni sjálfri hún fara hratt. Eftir því sem sunnar dreg- ur stækka borgirnar og bænda býlunum fjölgar, en hvar- vetna eru samt víðáttumikil skóglendi. í útjaðri einnar stórborgarinnar er svo lent á geysilega stórum flugvelli hersins, þar sem mikill fjöldi flutningaflugvéla er saman- komin. Þetta er einn af þýð- ingarmífctu samgöngumið- stöðvum loftflutningadeildar bandaríska hersins. Blökkumaðurinn ræður á landamærnnum. Þegar fíugvélin hefir stað- næmzt og stöðvað hina gang vissu hreyfla, sem vel hafa dugað á löngu ferðalagi ,er hurðin opnuð og hlý golan streymir í fangið á manni. Nú er eftir að fara yfir hin raunverulegu landamæri til Bandaríkjanna. Allir farþeg- arnir koma saman í stórum afgreiðslusal, þar sem sæti og lítið borð er fyrir hvern og einn, rétt eins og i kennslu- stofu. Tafla á veggnum og kennarapúlt. Liðsforinginn, sem er blökkumaður, býður okkur velkomin til Bandaríkj anna og afhendir eyðublöð til útfyllingar og gengur á milli fcil að aðstoða. Það, að blökkumaður ræður í landamærastöðinni, er tákn rænt fyrir þann vilja ráðandi Bandaríkjam. að minnsta kosti í Norðurríkjunum, að svertingjar hljóti jafnrétti við hlið hvítra manna. Eftir að vegabréfið er stimplað liggur leiðin til toll- þjónanna, sem §egja, að það geti ekki verið neitt hættulegt í svo litlum handtöskum og ástæðulaust að tefja för fólks með óþarfa leit. Leitað á leiðarenda. En nú er erfitt að komast til New York. Klukkan er um hálfátta að morgni og hin risavaxna flugstöð er orðin full af lífi og fjöri. í bygg- ingu einni mikilli eru margs Komlð yltr hafið — hlökkumaðiirinn ræour — gofið fyrir strætisva^ni — fróðlegar við- ræður — fliigfreyian slepnir símanúmerinu konar skrifstofur til leiðbein inga og upplýsinga fyrir her- mennina, meðal annars um það, hvernig þeir geti haldið, ferð sinni áfram ti! heimkynn anna. Leiðir þeirra liggja í allar áttir, þegar hingað kem ur, vestur á Kyrrahafsströnd, suður á Flórída og norður und ir landamæri Kanada. Margir byrja á því að senda skeyti heim til sín, taka svo næstu lest eða áætlunarbíl, ef ekki er ákaflega langt að fara. Ýmsir þeir, sem lengst eiga heim, fá sér flugfar. Til að komast til New York þarf að fara út af fiugstöðinni Flugfreyjan í bæjardyrum sínum. ti! næstu borgar og siðan það an út á flugvöll, sem er em- göngu fyrir innanlandsílug- ið. Farseðlar og flugáætlanir. Eftir um það bil þriggja stundarfjórðunga akstur gegn um borgir og þorp staðnæmist billinn framan við stórt gisti hús, þar sem Amerian Air- lines hefir afgreiðsluskrif- stofu í setustofunni í anddyr inu. Farseðillinn er gefinn út til La Guardia-flugvallarins í New York og allt er í bezta lagi. Það er hálftíma akstur út á flugvöllinn. Fólksbíll tek ur farþeganna við dyrnar klukkan fimm mínútur yfir 10 og farið kostar röskan doll ar. „Þá verð ég að biðja yöur að skipta þessari 200 dollara ávísun, sem er aleiga mín í þessari heimsálfu. Smærri peninga á ég ekki til“. Af- greiðslustúlkan, sem virðist að eðlisfari vera gæflynd og stillt, rekur upp stór augu ýfir háttalagi þessa duttlunga fulla útlendings. Hún taldi í peningaskúff- unni sinni en gat með engu móti fundið seðla til að fylla þessa upphæð, hvernig sem hún taldi. Það er laugardag- ur og allir bankar lokaðir og engin verzlun hefir svo mikil fjárráð þegar viðskiptin eru nýlega byrjuð að morgni. Könnunarferð um verzlanir í nágrenninu veitti enga stoð nema innilega samúð og hlut tekningu í vandræðunum. Lausnin þar sem hjarta- gæzkan ræður. Dökkhærða afgreiðslustúlk an í klefa flugfélagsins var líka full samúðar og með- aumkvunar í garð þessa um- k'omulausa ú!fclend!'ngs, sem var með ávísun upp á meira en mánaðarkaupið hennar í vasanum, farseðil með flug- vél til Washington. en gat þó ekki komizt með strætisvagn inum út á flugvöll fyrir aura leysi. Málið var vandasamt og flókið úrlausnar. En þar sem hjartagæzka ungrar stúlku er annars vegar, verður lausnin aldrei nema á einn veg og þannig var það hjá Barböru Falconer: „Ég skal sjálf gefa þér eða lána tvo dali, sagði hún, í von um að við sjáumst einhvern tíma seinna“ Bros- andi og ánægð fórnaði hún andvirði tveggja para af næl onsokkum, en fékk í staðinn nafnspjald frá íslandi, þar sem Barbara Falconer á heim boð ef leið hennar sky!di ein- hvern tíma liggja yfir Atlanz hafði til sögueyjunnar norðuv við íshaf, sem þó er í alfara- leið nú á miðri öld hinna nýju galdra. „Þú getur notað þennan hálfa dollar sem afgangs verð ur, til að kaupa þér léttan morgunverð“, var það síðasta sem þessj hjálparengill sagði, aður en bílhurðin skall að stöfum. : ' ' ' i Laugardagshelgin og maísinn á ökrunum. Leiðin út á flugvöllin lá fyrst út úr borginni, en síðan um sveitir eftir þjóðbrautinni milli bændabýlanna. Helgar- kyrrðin var komin yfir undir hádegið þennan laugardags- morgun. Vélarnar voru ýmist úti á ökrum eða grassléitum, en bændakonurnar og börnín vorú sums staðar að fægja og bóna heimilisbílinn, en maís- inn bærðist hægt og mjúk- lega á ökrunum í mildum and varanum í steikjandi hita. Fimm mínútum fyrir aug- lýsta brottför var farþegun- um sagt að fara út á flugstöðv arhlaðið og nákvæmlega á réttum tíma lyfti vélin sér af vellinum. Þetta var tveggja hreyfla Conviar, um 40 farþega flug- vél. Farþegarnir gengu inn í vélina aftan við stjórnklefann og framan við farþegasalinn, en ein af hinum víðfrægu flug þernum American Airlines bauð gestina velkomna í húsa kynni sín um leið og þeir lögöu síðustu tröppuna að baki. Flugvél fyrir ofan og neðan. Á leiðinni var flogið yfir stórar iðnaðarborgir og blóm leg sveitahéruð, þar sem alls staðar var mikill óruddur skógur, þrátt fyrir víðáttu- mikla akra og graslendi, sem búið er að ryðja. Flugvélin flaug alla leiðina í svipaðri hæð, eftir skipulagðri um- ferðarstjórn neðan frá jörð- inni. Enda virðist full þörf á Bílstjóri skrifar: „Ein bezta skemmtun mín er að aka góðum bíl í góðu veðri eftir góðum vegi um sveitir lanclsins. En það er nú svo að vegirnir hér á landi eyðileggja þessa skemmtun fyr ir manni. Sem sagt, við eigum góða bíla og ekki hefir þurft að kvarta yfir veðurlaginu^ í sumar, en vegirnir, þeir finnást vart verri í ailri Evrópu. Nýlega fór ég með fjölskyldu mína austur yfir fjall. Allt virt ist vera í bezta lagi til að gera förina sem ánægjulegasta. Ferð in gekk vel upp á Hellisheiði, en úr því fór gamanið að kárna. Vegurinn á Hellisheiði er mjög slæmur, og einna nærtækast að líkja honum við þvottabretti. Eini möguleikinn til að gera ekki alla í bílnum sjúka var að aka með feykihraða, því ef ek- ið var hægt ætlaði hristingur- inn að gera út af við farþegana. Það er von mín að Vegamála- stjórinn hefjist þegar handa og láti einhvern veghefil sinn fara um Hellisheiði og hefla ve'ginn. Yrði það áreiðanlega vel þeg- ið af þeim mörgu, sem þurfa að aka um heiðina.“ Við tökum undir þessi um- mæli „bílstjóra“ en það er á fleiri stöðum, sem pottur er brotinn, og ætti vegamálastjórn in að sjá sóma sinn í því að hafa vegakerfi landsins í sem beztu lagi. Ekki er hægt að kenna rigningum í sumar um, að vegirnir eru ekki í því á- standi, sem þeir helzt ættu að vera. Þá er hér bréf frá „útvarps- hlustanda“, þó það sé kannske að bera í bakkafullan lækinn, því mikið hefir verið rætt um dagskrá útvarpsins að undan- förnu í blöðum, og ekki hefir allt verið lof, sem þar hefir komið fram. En bréfið er þannig: „Ég verð að segja, að sjaldan eða aldrei hefir dagskrá út- varpsins verið lélegri en í sum- ar. Að vísu hefir einstaka er- indi verið gott, og sum meira að segja ágæt, en það er ekki nóg, helzt þyrfti dagskráin öll að vera þannig gerð að allir hafi þar einhverja ánægju af. Mér hefir fundizt einkennilegt, að þættir Péturs Péturssonar skildu lagðir niöur í sumar, sem lítil ástæða var þó til, þvi það, voru tvímælalaust skemmtileg- ustu þættirnir, sem voru flutttr í vetur. Óskalagaþáttur sjúklinga er ágæt nýbreytni og hefir þættin um verið tekið mjög vel, að þvi er virðist. En þessir þættir þurfa að vera oftar, helzt 2—3 í viku. Einnig væri ráð að láta þáttinn hefjast strax er lokið hefir verið við að lesa fréttir og tilkynningar í hádegisútvarp inu, en það myndi lengja þátt- inn mjög mikið. Björn R. Ein- arsson hefir séð um þáttinn og gert það prýöilega, en eitt er sem mér finnst að hann ætti að leggja niður, en það eru þér- ingarnar. Björn er mikið eðli- legri, þegar hann fær bréf frá litlum strák eöa stúlku, og þá hefir hann leyft sér að „búa“. Það ætti hann afltaf að gera. Helgi Hjörvar les nú útvarps- söguna „Upp við fossa“ eftir Þorgils gjallanda, skemmtileg saga og það var vel ti! fundið, að hún skildi einmitt flutt núna og auövitað á Helgi Hjörvar sinn þátt í því að gera söguna skemmtilegri fyrir hlustendur. Eitt sem mér finnst vanta til finnanlega hjá útvarpinu, er meiri harmoníkumúsík og það er eins með mig og svo marga að „harmonikan einasta yndið mitt er“. í Reykjavík eru marg- ar hljómsveitir, sem leika gömlu dansana prýðilega. Hvernig væri að gefa útvarpshlustend- um oftar tækifæri til að heyra í þeim?“ Hér lýkur bréfi „útvarpshlust anda“ og verður ekki fleira rætt í dag. Starkaðnr. slíkri umferðarstjórn, þar sem aðrar flugvélar voru stöðugt á ferðinni um sömu slóðir og þutu þá ýmist framhjá, fyrir ofan eða neðan okkar flugvél. Flugfreyjan bað farþegana að láta vita, ef hún gæti gert feröina ánægulegri með að- stoð sinni á einhvern hátt. Hún lét alla sljrifa nöfn sín á farþegalista vélarinnar, þeg- ar flugið var byrjað, en flug mennirnir höfðu opiö inn í stjórnklefann til sín alla leið ina, svo að farþegarnir gætu fylgzt með, hvernig þeir ynnu störfin. „Reykjavík, hvar er það?“, sagði aumingja stúlkan, sem sjálfsagt hefir ekki getað les- ið íslenzka blaðamannsskrift, þegar hún fór að skoða far- þegalistann og útfyllingu hans. Þegar hún heyrði að Reykjavík væri á íslandi, breyttist viðhorfið, því að ein hver nákominn frændi í fjöl- skyldunni hafði einmitt verið á íslandi með bandaríska hernum í stríðinu. Var ung og vissi ekki um Reykjavík. Rose Mary er ein af fimm þúsund flugfreyjum sem starf t andi eru í Bandaríkjunum og flýgur eingöngu á þessari föstu flugleið til New York og Washington. Hún er ekki nema 22 ára, ættuð frá Ohio, og engin getur ætlazt til þess, með nokkurri sanngirni, að hún vitj hvað orðið Revkja- vúk er, þegar það er illa skrif að. En hún veit mikið um flugfreyjustarfið, sem fróðleik ur er að vita. í Bandaríkjunum eru fá störf eftirsóknarverðari í aug um ungra stúlkna. Siðasta ár sóttu 20 þúsund um stöður, en 347 fengu. Um 20 ár eru síðan fyrsta ílugfreyjan steig upp í farþegaflugvél í Banda- ríkjunum. Fyrst urðu þær að vera hjúkrunarkonur, en nú fá þær sérstaka menntun hjá flugfélögunum, áður en þær taka til starfa. Ganga fljótt út. En flugfreyjustaríið endist illa. Óvænt atvik verða venju lega til þess, að yngismeyjarn ar kjósa að hverfa frá bví starfi ,sem þær sóttu svo fast eítir til annars sem hugann heillar meira og það er hjóna bandið. Árlega missa flugfélög in í Bandaríkjunúm 25—30% af flugfreyjum sínum i hjóna bandið. Stjórnendur flugfélag anna telja það góðs viti, þegar giftingarnar eru tíðar. Þeir segja, að það sá sönn- un fyrir þvi, að þeim hafi ekki skjátlast í valinu í stöð- urnar. Þeir myndu hafa á- hyggjur þungar, ef engin flugfreyja giftist. Það er sagt, aö 2C% af flug freyjunum giftist mönnum, sem þær hafa fyrst hitt sem (Framhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.