Tíminn - 29.08.1951, Síða 8
,ERLENT YFIRLtT“ í DAG:
Éru Muo ofi Staiín ósamtnéla?
S5. árgangur. Revkjavík,
194. blað.
29. ágúst 1951.
Neita að framselja
morðiogja Abdullah
Sex menn hafa nú verið
úæmdir til dauða vegna
morðsins á Abdullah Trans-
jcrdaníukonung:. Tveir þeirra
komust úr lanöi eftir mörðið
og dveljast nú í Egyptaiandi.
Hefir stjörn Egyptalands neit
að að framselja þá Trans-
jórdaniu til að taka út refs-
inguna. Annar þeirra er bróð
ursonur stórmúftans sem
einriig dvelst landflótta í
Egyptalandi.
Ridgway sendir liðs
foringja til Kaesong
Ridgway liershöfðingi sendi
í gær tvo liðsforingja sína i
helikopter til Kaesong til
fundar við fulltrúa norður-
hers'ns. Fékk hann þar afrit
af orðsendingu þeirri, er her-
stjórn norðurhersins lét lesá
í Peking útvarpið í fyrradag.
Ridgway hershöfðingi hef-
ir ekki enn svarað þessari orð
sendingu. Hann lét svo um
mælt í gær, aö nánari rann-
sókn að loftárárs þeirri, sem
kommúnistar fullyrða að flug
vélar S. Þ. hafi gert Kaesong
svæði fyrir viku, væri nú til-
gangslaus, þar sem staður
þessi hefði algerlega verið
undir umsjá norðurhersins
þenna tíma og nægur tími
hefði nú gefizt til að búa til
vegsummerki, er hægt væri
að segja að væru frá loftárás
þessari. Rannsókn þessi
hefði átt að fara fram þegar
daginn eftir, en þá hefði íull-
trúum S. Þ. verið meinað það.
Harðir bardagar geisuðu
á austurvígstöðvunum í gær
og lét her S. Þ. undan síga á
nokkrum stöðum. Flugvélar
S. Þ. gerðu geysiharða árásir
á ýmsar flutningaleiðir norð-
urhersins i gær.
Fyrir nokkru var skýrt frá því í frétium, aö norskt skip
hefðj farizt í Norðursjó. Hét það Bess. Áhöfn og farþegar
fóru í bátana og var nokkrum bjargað af þýzku skipi, sem
fór með þá til Esbjerg, en áður liafði skipbrotsfólkið orðið
að hrekjast í opnum bátum í 2C klukkustundir. Mynditt sýn-
ir þernu af skipinu, eftir komuna til Esbjerg og franskan
mann, sem hörfði á unnustu sína drukkan. Til hasgri eru
tvcir menn af áhöfn skipsins. FranSki maðurinn var feini
farþeginn sem bjargaðist
Akurnesingar sigr-
uðu Akureyringa
Eins og fyrr hefir verið frá
sagt hér í blaðinu fóru ís-
landsmeistararnir, Knatt-
spyrnufélag Akraness norð-
ur t'l Akureyrar og kepptu
við úrval úr knattspyrnufé-
lögunum á Akureyri. Lauk
þeim ieik svo, að Akurnesing
ar sigruðu með 10 mörkum
gegn 1. Akurnesingar láta hið
bezta yfir förinni og öllum
móttökum á Akureyri.
Tregfiski fyrir
Austfjörðum
Frá fréttaritara Tímans
á Stöðvarfirði.
Mjög tregur fiskur er nú
fyrir Suðausturlandi og raun-
ar Austfjörðum öllum. Trillu
bátar héðan fá ekki nema
éitt til hálft annað sk ppund
i róðri, en afli getur ekki
kallazt sæmilegur nema tvö
til þrjú sk ppund fáist.
Óþurrkar hafa verið hér um
slóðir nú i hálfan mánuð.
Ríkfsvaidið á Norður-
löndum á hættubrsut
AfstaSa iii^fræðinga á norrænu móti
Það hefir kþriiíð 'skýyt í Ijós á norrænum lögfræðinga-
fundi í Síokkháími, að lögfræðingarnir óítasí vaxandi íhíut
un framkVæmdavaldsins í norrænum ríkjum af margs kon-
ar málefnum, sem bæri í raunirini ekki að hlutast tii.
Norski prófessorinn Jó-
hannes Andenæs sagði meðal
annars í íyrirlestri, að það
væri gremjulegt íyrir dóm-
stólanna, sem rannsökuðu af
nákvæmni þau mál, er til
þeirra kasta kæmu, að engin
trygging væri fyrir því, að
stjórnarvöldin færu eins aö
við þann þátt málanna, sem
til þeirra kasta kæmi. Þetta
dæmi kæmi oft í ijós, þegar
stjórnarvöldin ættu að kveða
upp úrskurði.
Það væri lágmarkskrafa,
sagði hann, að borgurum
landsins væri leyft áð kynn-
ast málum og segja sitt álit,
ef þá fýsir, áður en stjórnar-
völdin felldu úrskurði um
það, hvað gera ætti. í öðru
lagi ætti að vera hægt að
skjóta úrskurði ráðherra og
stjérnarvalda undir einhvern
yfirdóm.
Danski prófessorinn Poul
Andersen gagnrýndi, hvernig
það væri sífeilt algengara, að
í lögum værj lagt bann við
einu og öðru, en stjórnarvöld-
unum þó leyft að veita undan
þágu.'Allt stefndi í þá átt að
leita þyrfti í sívaxandi mæli
I um leyfi stjórnarvaldanna, og
þau geti leyft æ fleiri
Poul Jacobsen, hæstaréttar
lögmaður í Dánmörku, lét i
ljós, að hætta gæti vevið á, að
^ danska þjóðfélagið bæri upþ
á sker einræðisins, ef ekki
yrði breytt um stefnu. í stáð
dómstólá hefðu menn fengið
nefndir, sem nánast gætu að-
eins skotið dómum undir náð
areamlegan úrskurð stjórnar-
valdanna.
En samfélagið ætti aldrei að
þola löggjöf, sem legði stiórn
arvöldunum í hendur ótak-
markað vald til þess að veita
undanþágur éða fella, úr-
skurði; og borgarar landsins
ættu meira að segja að geta
skotið ágreinirigi við stjórnar
völdin undir dómstólana. Það
væri hlutverk lögfræðings að
berjast gegn óhæfilegri að-
stöðu stjórnarvaldanna, og
embættismönnum ber að
skilja, að þeir eru þjónar en
ekki herrar samfélagsins.
Höfnin í Ólafsfirði
dýpkuð
Frá fréttaritara Tímans
í Ólafsfirði.
Undánfarna daga hefir
dýpkunaskipið Grettir unnið
að uppmökstri í Ólafsfjarðar-
höfn, og er nú verkinu langt
komið. Að verk'nu loknu eiga
flest íslenzk skip að geta lagzt
að bry"gju í Ólafsfirði Vegna
dýpis ,is. Á hinu ie kur vafi,
hvort sandurinn muni ekki
berast inn aftur.
E'nnig hefir verið unhið að
því að aka grjóti frarii á
nyrðri hafnargarðinn, honum
til stýrktar og til varnar því,
að sjór gangi eins yf r hann og
verið hefir. Við þénrian hafn-
argarö laskaðist bryggja í
foráttubrimi í íyrravetur.
a
i Unnið að bryggjugerð
á Kópaskeri í sumar
Heyskapur hefir gcng'ið skaplega í
í sumar eu heýfeiigur varla í meðallagi
„Heyskapur hefir gengið skaplega í Norður-Þingeyjar-
sýslu í sumar, þótí heyfengur nái líklega ckki meðellagi
vegna kals og sprettuleysis“, sagði Baldur Öxdal á Kópa-
skeri, cr tíðindamaöur blaðsins hitti hann að máli í gær
nýkominn að norðan.
Túnin eru yfirleitt ákaflega
léleg en nokkuð hefir bætt úr,
að útengi, einkum áveituengi
er víða mjög vel sprottið, og
gott að heyja það sökum
þurrka. Síðasta hálfan mánuð
inn hefir þó verið þurrkleysa
og er allmikið úthey úti.
Lónaengi og Vatnsbæjaengi
í Kelduhverfi heflr verið frá
bærlega vel sprottið, og bæir
þeir, sem þar eiga land eru
því tiltölulega vel settir. Þeir
hafa og miðlað öðrum engj-
um, en það hrekkur að sjálf-
sögðu skammt.
Byggðir votheystumar.
í sumar hafa verið byggðir
nokkrir votheysturnar, hálf-
turnar í Kelduhverfi og Öxar
firði og hér og hvar er veriö
að byggja peningshús. Litið er
um áðrar byggingar, enda er
fyrir alllöngu búið að byggja
íbúðarhús á flestum bæjuin.
Fjögur nýbýli.
í Kelduhveríi er unnið að
byggingu þriggja nýbýla. Eitt
er í Ási, þar sem tveir bræður
búa, og er það annar bróðir-
inn, sem nýbýlið byggir. Ann-
að er í Hlíðargerði í Ingveld-
arstaðalandi, gömlu eyðibýli,
og hið þriðja í landj Hóls og
nefnist Lyngás. Er það einna
lérigst á vég komiði
1 í Axárfirði er byrjað á bygg
irigu nýbýlis í landi Ærlækjar
og nefnist það Víðines.
Bryggja lengd
á Kópaskeri.
i Á Kópáskeri hefir veriö
unnið að því að lengja bryggj
una þaf. Hefir hún verið
lengd um 30 metra í sumar
en hrekkur þó ekki til þess að
, strandferðaskip svo sem
Herðubreið og Skjaldbreið
géti lagzt að henni. Til þess
l'vérður annað tveggja að
ilengja bryggjuna enn um 60
metra eða dýpka við hana
með uppgreftri, og er ekki
fullráðið, hvor leiðin verður
farin. Kaupfélag Norður-
Þingeyinga hefir og í hyggju
að hefjá innan skamms bygg
ingu verzlunarhúss og íbúðar
kaupfélagsstjóra á Raufar-
höfn.
Sæmilegur heyskapur
á Hólsfjöllum.
Tún og engjar spruttu mjög
seint á Hólsfjöllum í sumar,
’ enda kom jörð seint undan
I þar efra. En þegar leið á sum
ar var orðin þar allgóð gras-
spretca, og heyskapur hefir
gengið þar vel, svo að líkur
eru til, að Fj allabændur verði
sæmilega á vegí staddir með
hey í haust. Má það unclur
kalla, hve Fjallabændur
komust vel af í vor eftir hrak
viðrasumariö í fyrra og harð
i indaveturinn. Líkur eru til að
fé verði allvænt á þessum slóð
um í haust.
Unnið að Vegi
við Jökulsá.
Nokkuð hefir veriö uririið
að vegagerð niður með Jökuls
á að austan bæði borið ofan
i gamla veginn og nýi upp-
hlaöni vegurinn niöur frá
Dettifossi lengdur.
Harriman Rominn
til Parísar
Harriman fulltrúi Trumans
forseta hélt frá London i gær
flugleiðis 11 Parísar, þar sem
hann mun ræða i dag viö
framkvæmdastjóra efnahags
samvlnnustofnunarinnar í
París og Eisenhower hershöfð
ingja. Á morgun heldur hanri
flugleiðis vestur um haf og
gengur á fund Trumans for-
seta og flytur honum skýrslu
sina um sendiförina til Persíú
á fostudaginn.
Harriman ræddi enn einu
sinni við fréttamenn í gær
um olíudeiluna. Lagðj hanri
áherzlu á það, að mesturn
erfiðleikum i samningunum
i Teheran hefði valdið, hve
Persar eru viðkvæmir í bjóð-
ern'slegum efnum og yrði að
hafa það vel hugfast, er
sarimingar verða teknir upp
að nýju. Hins vegar kvaðst
hann sannfærður um það, að
hægara væri nú fyrir en áður,
og mundi næsta t'lraun bera
meiri árangur.
Hann kvaðst ekkitrúaður á
að Persar mundu gera samn-
inga við Rússa um olíusölu
heídur reyna að halda þeim
markaði, sem þeir hefðu áð-
ur haft.
Öháði fríkirkjusöfn
uðurinn fær stór-
gjöf frá Vesturheimi
Nýlega hafa vestur-is-
lenzku hjónin Margrét Odd-
geirsdóttir Bjarnason og
Skúli Bjarnason í Los Angel-
es sent Óháða frík:rkjusöín-
uðirium hér í bæ um 2000 kr.
að gjöf í íslenzkum krónuítt
taiið. Þessa stórhöfðinglegu
gjöf, sem Andrés Andrésson
safnaöarformaður hefir veitt
viðtöku, gefa þau til efl'rigar
kirkj ubyggingarhugsj ón þessa
safnaðar, jafnframt því sem
þau láta í ljös aðdáun á áhuga
þess að söfnuðurinn megi
sem fyrst eignast k'rkju.
Frú Margrét er dóttir séra
Guðgeirs Guðmundsens í Vest
mannaeyjum en Skúli er son-
ur Gissurar Bjarnasonar söðla
smiðs á Eyrarbakka óg hafa
þau hjón dvalizt langdvöl-
um vestra en komu þó he.'m
í kynnisför fyrir tveimur ár-
um.