Tíminn - 27.09.1951, Síða 3
V»’VÍ*
í
v>-
**,>;■ iv»''
fc>104 U104).
1A
Ferð á bílum yfir 535 m.
háa heiði á Ingjjaldssandi
Eftir Björn Guðmundssou, skólastjóru
Undanfárin 3 sumur hefin
verið unnið að því með jarð-
ýtu, að ryðja undirlag bílveg-
ar úr Dýrafirði yfir Lands-
heiði á Ingjaldssandi. Er því
verki nú svo langt komið, að
bílar komast þar hindrunar-
lítið. Ingjaldssandur tilheyrir
Mýrahreppi, þótt dalurinn
liggi upp frá Önundarfirði,
fyrir opnu hafi norðan til við
Barðann. Leið þessa, yfir á
6. hundrað metra háa heiði,
hefir þvi orðið að fara um
ár og aldir gangandi eða ríð-
andj til allra innansveitar-
starfa og embættisverka.
Presturinn til messugerða og
annarra skyldustarfa, dalbú-
ar sótt hreppsskil og aðra al-
menna sveitarfundi o. fl. Mér
finnst eins og þetta allt blasi
við mér með öllum sínum erf
iðleikum, þegar ég nú í fyrsta
skipti get farið þessa leið
hindrunariítið, sitjandi í
þægilegu sæti með þak yfir
höfði mér og jafnframt sé í
hendi mér, að þessi leið verð-
ur farin á minna en einni
klukkustund, þegar vegurinn
verður fullgerður.
Það var laugardaginn 8. þ.
m. að Slysavarnadeild Mýra-
hrepps ákvað að heimsækja
Sandsbúa. Um 40 manns tóku
þátt í förinni. Sex jeppar voru
farartæki okkar og skiptust
þeir yngri um að ganga spöl
og spöl, þar sem mestar voru
torfærurnar á veginum.
Þetta gekk allt slysalaust
og það var notalegt að koma
inn í upphitaðann salinn í
félagsheimili þbirjja Sands-
búa að Vonalandi. Brátt var
setzt að kaffiborði og nesti
snætt undir fjörugum sam-
ræðum. Seinna um kvöldið
komu Sandsbúar til móts við
okkur og tóku þátt í skemmt-
uninni. Fól þá formaður slysa
varnadeildarinnar og farar-
stjóri, Valdimar Kristinsson,
undirrituðum að ávarpa sam
komuna með nokkrum orðum.
Var í því ávarpi minnzt á sam
starf slysavarnadeildanna,
sagt frá því, sem áunnizt hefði
með því að reisa skýlið á
Fjallsskaga. talað um þýðingu
þess, sem nú væri að gerast
í samgöngubótum fyrir sveit-
arfélagið, látin í ljós sú skoð
un, að Ingjaldssandur væri
grösugasti dalur Vestfjarða
og minnt á vísuna, sem prest
ur nokkur hefði kveðið, er
hann leit af heiðarbrún yfir
dalinn:
„Veí lízt mér á byggð og bú
brautir, teiga og mosa.
Sé ég ofan á Sandinn nú,
sýnist mér hann brosa“.
Var svo þéttstiginn dans
fram yfir lágnætti með miklu
fjöri og almennri þátttöku.
Þá kvaddi Guðmundur Bern-
harðsson í Ártúni sér hljóðs
og minntist á fyrstu drögin
til vegagerðar á Sandinum
hjá Ungmennafélaginu Vor-
blómi fyrir 40 árum. — Bauð
hann, fyrir hönd Sandsbænda
öllu ferðafóikinu til gistingar
á býlum þeirra og til hádegis
verðar að lokinni hvíld. Var
að verðleikum gerður góður
rómur að ræðu hans.
Eftir að notið hafði verið
hinnar ágætu gestrisni Sands
manna var lagt af stað heim
leiðis eftir áðurnefndum vega
frumdrögum frá Brekku að
Núpi, sem mun vera um 15
km. leið og fór jeppinn, sem
ég var með, þá leið á rúmlega
2 yz klukkustund.
Raunveruleiki.
Sandsbúar hafa haft og
hafa verzlunarviðskipti sín
við Flateyri, því þangað er
tæplega klukkustundar ferð á
vélbát. En nú var veðráttan
þannig að aldrei var fært að
komast fram fyrir brimi all-
an ágústmánuð og voru ýms
ar vörubyrgðir bænda þrotn-
ar. Var þá gripið til þess að
fara á vörubíl um hinn ný-
brotna veg yfir Sandsheiði
og Gemlufjallsheiði og sem
leið liggur innfyrir Önundar
fjörð að Flateyri. Mun sú leið
vera um 55 km., eða 110 km.
ferð, er bændur þurfa að fara
til að bæta úr nauðsynlegustu
þörfum sínum, þegar hin
skjóta sjóleið var lokuð. Væri
það mjög eðlileg úrbót í þessu
efni að Sandsmenn hefðu
verzlunarviðskipti við Þing-
eyri, þegar vegurinn yfir
Sandsheiði verður fullgerður.
Jeppaþörf á Sandi.
Það er hverjum manni aug
ljóst mál, að íbúum Ingjalds
sands er þörf á farartæki,
(Framhald á 4. síðu.)
Píanóhljómleikar Gísla Magnússonar
Verðmætasta veganestið,
sem ungur listamaður tekur
með sér frá föðurhúsum, er
gott uppeldi. Síðaii kemur
veganestið frá fyrstu kenn-
urunum, síðan fyrstu kenn-
arar, sem áhrif hafa á sálar-
líf unglingsins, því að listin
verður aldrei nema hálfur
leikur, ef fyrstu kennararn-
ir hafa lagt óskilmerkan veg
í sál byrjandans .
Ungi píanistinn, Gíslj Magn
ússon, sem á vegum Tónlist-
arfélagsins, hélt píanóhljóm-
leik í Austurbæjarbíó á
þriðjudaginn, — hefir bæði
fengið gott uppeldi, og góða
kennara, — hér heima og i
útlandinu. Listamannssál
þessa unga píanista, sem er
stórbrotin, er á þroskabraut,
og hefir nú þegar náð svo
langt, að hægt er að rekja
spor snillingsins í allri leikni
og túlkun á verkum klass-
isku meistaranna. Hin þrjú
stóru „B“, Bach, Beethoven
og Brahms, lék þessi ungi pi-
anisti af óvenjulegri leikni
og skilningi, — og hvar væri
annars þessi syndugi heimur
staddur, ef hann ætti ekki
þessa þj óðversku tónmeist-
ara, — og það er undrunar-
efni, að kornungur piltur norð
an frá ísalandinu skuli vera
orðinn prúðmannlegur prédik
ari í túlkun á stórverkum
þessa meistara. —
Chopin varð heldur ekki
útundan, ef til vill kom þar
bezt í ljós, leikni og skap
þessa unga pianista, sem þó
að öllu leyti var í hóf stillt.
Sýndi hann, að hann hefir
gengið í skóia þess kennara,
sem skilið hefir hans íslenzku
listamannssál.
Sig. Skagfield.
Utan úr heimi
Frímerki
Sameinuðu þjóðanna.
Eftir nokkra mánuði munu
Sameinuðu þjóðirnar í fyrsta
skipti gefa út sín eigin frí-
merki, og mun upplagið skipta
nokkrum milljónum. Er þetta
í fyrsta skipti, sem alþjóða-
samband gefur út sín eigin frí-
merki. Áhugi fyrir útgáfunni
er þegar mjög mikill, og póst-
málastjórn S.Þ. undir forustu
Svíans Bertil Renborg býst við
betri hag eftir útgáfu frímerkj
anna.
Fyrsta útgáfa þessara frí-
merkja verður með 15 mis-
munandi gildum, frá einu centi
til dollars, 11 þeirra verða fyrir j
venjulegan póst, en 4 fyrir
flugpóst. Frímerkin verða J
prentuð í prentsmiðjum í Eng;
landi og Hollandi, og er
reiknað með að 36 milljónir
frímerkja verði sett á markað
inn og er álitið að það dugi í
tvö ár. j
Póstmálastjórn S. Þ. vonar
að hagnaður af frímerkjasöl-
unni verði um 300,000 dollarar
á ári, og á útgáfudaginn er
reiknað með að selja frímerki
fyrir 1000,000 dollara, og muni
frímerkjakaupmenn víðs veg
ar í heiminum kaupa mest.
Markmiðið er þó ekki ein-
göngu að græða á þessari út-
gáfustarfsemi, segir Bertil
Renborg. Frímerkin eiga fyrst
og fremst að kynna almenn-
ingi í heiminum starf og tak-
mark S. Þ.
113 ára gamall Arabi.
Halid Grandura, Arabi, sem
settist að í Sarajevo 1888, varð
nýlega 113 ára, og ekkert bend
ir til þess, að hann ætli að yfir
gefa heiminn næstu 10 árin.
Þegar hann var 72 ára giftist t
hann 13 ára gamalli dóttur.
bezta vinar síns. Hann átti
með henni átta börn — það .
síðasta, þegar hann var 93 ára. i
Hann hefir þegar lifað fjögur
þeirra.
Nú get ég séð stúlkurnar.
Hinn 23 ára gamli Blas Es-
milla missti sjónina fyrir fimm
árum síðan. Nú hafa læknar
gefið honum sjónina aftur
með því að flytja hornhimnu
ÚT nýlátnum manni og setja
hana í augu hans. Blas varð
mjög glaður, þegar hann gat
séð aftur. Það fyrsta, sem hann
sagði var: Guði sé lof, nú get
ég séð stúlkurnar aftur —
greinilega.
Stalin-líkneski í Albaníu.
Albanska fréttastofan hefir
skýrt frá því, að Stalin-
líkneski hafi verið reist í
Stalin Kuchevo í Albaníu. For
sætisráðherrann Enver Hodza
sagði við afhjúpun líkneskis-
ins: Verkamennirnir eiga að
koma hér á hverjum degi, áð-
ur en þeir fara i vinnuna, og
sverja fyrir framan líkneskið,
að þeir muni vinna mikið. Á
heimleiðinni á kvöldin eiga
þeir að stanza fyrir framan
líkneskið, og skoða hug sinn,
hvort þeir hafi haldið loforðið.
H
::
I!
::
TILKYNNING
frá Skuldaskilasjóði útvegsmanna um greiðslu sjóveðs-
krafna (mannakaups).
Greiðsla sjóveðskrafna (mannakaups) á hendur neð-
angreindum útvegsaðilum hófst í skrifstofu Skulda-
skilasjóðsins í Eimskipafélagshúsinu, mánudaginn 24 .þ.
m. klukkan 13:
Árni Kl. Hallgrímsson o. fl., Vogum (v/s Jón
Dan G. K. 341).
Björn h.f., Keflavík (v/s Björn K. E. 95).
Ingólfshöfði h.f. (v/s Ingólfur K. E. 96).
Jökull h.f., Hafnarfirði (e/s Jökull R. E. 55).
Maí h.f., Reykjavík (v/s Marz R. E. 27).
Útgerðarfélag Eyfirðings (v/s Eyfirðingur E.
A. 480).
Útgerðarfélag Keflavíkur h.f., Keflavík (v/s
Vísir K. E. 70).
Ólafur Lárusson, Keflavík (v/s Jón Guðmunds-
son K. E. 5 og v/s Svanur K. E. 6).
Júlíus Daníelsson, Grindavík (v/s Bjargþór
G. K. 515).
Straumey h.f., Akureyri (v/s Straumey
E. A. 301).
Runólfur h.f., Grundarfirði (v/s Runólfur
S. H. 125).
Grundfirðingur h.f., Grundarfirði (v/s Grund
firðingur S. H. 123).
Vísir h.f., Súðavík (v/s Jón Valgeir í. S. 98).
Hvítingur h.f., Reykjavík (v/s Hvítingur R.' E.
228).
Greiðslur fara fram daglega klukkan 13—16, nema
laugardaga, kl. 10—12.
Skorað er á kröfuhafa að sækja greiðslur sem allra fyrst
Jafnframt er vakin athygli á auglýsingum sjóðsins í
dagblöðum bæjarins dagsettum 16. og 24. ágúst s. 1.,
en í þeim auglýsingum voru tilkynntar greiðslur sjó-
veðskrafna (mannakaups) á hendur 39 útvegsaðilum.
Þá er og vakin athygli á þvi, aö kröfuhafar verða
að sanna á sér deili og þeir, sem greiðslur sækja fyrir
aðra að leggja fram gild umboð.
Reykjavík 21. september 1951.
Nr. 6,
Nr. 12,
Nr. 35,
Nr. 43,
Nr. 50,
Nr. 88,
Nr. 90,
Nr. 108,
Nr. 116,
Nr. 121,
Nr. 127,
Nr. 128,
Nr. 136,
Nr. 147,
::
Skuldaskilasjóður útvegsmanna. H
*
Meistaramót Iþróttabandalags drengja
Köttur fær hitapoka
á hverju kvöldi.
Köttur ungfrú Oliviu Bin-
fields, „Pétur“, varð nýlega 25
ára, en því hefir verið haldið
fram, að eitt kattarár svari til
sjö ára hjá fólki, og eftir því
ætti „Pétur“ að vera 175 ára
eftir reikningi okkar.
En „Pétur“ fylgist vel með
því, sem gerist í kringum hann.
Einn daginn réðist hann á
fimm ketti, og hætti ekki fyrr
en þeir flýðu, rifnir og tættir.
Ungfrúin elur köttinn mjög
vel og á kvöldin, þegar hann
leggst í bæli sitt, lætur hún
hitapoka undir hann.
Meistaramót „íþróttabanda |
lags drengja" Í.B.D. fór fram
á íþróttavellinum í Reykja-
vík dagana 25.—26. ágúst. —
Keppendum var skipt í
flokka, A., B. ög C. eftir aldri.
í A-flokknum eru 16 ára
drengir, ári yngri í B-flokkn-
um og drengir 14 ára og yngri
i C-flokknum. Árangur kepp-
enda var yfirleitt frábær, sér-
staklega þó hjá Jafet Sigurðs
syni. íþróttabandalag drengja
samanstendur af mörgum fé-
lögum, og er starfsemi banda-
lagsins mjög víðtæk, og hin-
um ungu drengjum, sem að
því standa, til hins mesta
sóma.
Helztu úrslit voru þessi:
A-fl.
100 m. hlaup:
1. Jafet Sigurðsson ÍD 11,1
2. Þórir Þorsteinsson ÍD 11,5
3. Kristinn Ketilsson ÍF 11,5
4. Gúðm. Guðjónsson ÍD 11,8
400 m. hlaup:
Þórir Þorsteinsson ÍD 55,3
Kristinn Ketilsson ÍF 56,4
Einar Sigurðsson ÍD 57,3
Guðm. Guðjónsson ÍD 59.8
800 m. hlaup:
Þórir Þorsteinsson ÍD 2:15,6
Einar Sigurðsson ÍD 2:16,4
Kristinn Ketilsson ÍF 2:17,8
Bergþór Jónsson ÍF 2:23,3
80 m. gr.-hlaup:
Sigurður Gíslason ÍD 11,3
Baldur Alfreðsson ÍD 11,5
Baldvin Árnason ÍD 11,5
Ingvar Hallsteinsson ÍF 11,6
•i"
Hástökk:
Jafet Sigurðsson ÍD 1,7Ö
Baldur Alfreðsson ÍD 1,65.
Ingvar Hallsteinsson ÍF 1,60
Þorkell Guðmundsson ÍD 1,55
Langstökk: 1 'í:'
Baldur Alfreðsson ÍD 5,93
Ingvar Hallsteinsson ÍF 5.5á
Þórir Þorsteinsson ÍD 5,46
Baldvin Árnason ÍD 5,33
Þrístökk:
Baldur Alfreðsson ÍD 12,20
Samúel Guðmundss. ÍD 12,QQ v
Þorkell Gúðmundss., ÍD 11,06
Ólafur Pálmason ÍD 10,37
Stangarstökk:
Baldvin Árnason ÍD 2,85
Þorkell Guömundsson ÍD 2,75
Gunnar H. Pálsson ÍE 2,75
Jafet Sgurðsson ÍD 2,6^
Kúluvarp:
Bragi Jafetsson, ÍF 13,76
Karl Benediktsson, ÍD 12,93
Ásgeir Óskarsson ÍD 12,40
Sigurjón Jónsson ÍF 12,05
Kringlukast:
Geirharður Þorsteinsson ÍD
Bragi Jafetsson ÍF
Sigurjón Jónsson ÍF
Gunnar H. Pálsson ÍE
Spjótkast:
Baldvin Árnason ÍD 46,28
Sverrir Jónsson ÍF 45,61
(Framhald á 6. síðu) ;