Tíminn - 02.10.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.10.1951, Blaðsíða 6
c. *.í' Vi* *»*-<♦ ./VIÍÍOT TÍMINN, þriðjudaginn 2. október 1951. 5->'»< vCC 222. blað. Danslagaget- raunin í myndinni kynna vinsæl- ustu jazzhljómsveitir Banda ríkjanna nýjustu dægurlög- in. Jerome Cortland, Ruth Warrick, Ron Randell, Virg- inia Wells, AI Jarios. Sýnd kl. 5, 7 og 9. j' NÝJA BÍÓ Bréf frá óhunnri homi (Letter from an Unknown Woman) Svnd kl. 7 og 9. Hctja fjalla- lögreglunnar Spennandi lögreglumynd um æfintýri kanadiska riddara- liðsins. Aðalhlutverkið leikur kappinn George O’Brien. Sýnd kl. 5. BÍÓ HAFNARFIRÐl 3Ji.skii Rut (Dear Ruth) Sprenghlægileg amerísk gamanmynd gerð eftir sam- nefndu leikriti, er var sýnt hér s.l. vetur og naut fá- dæma vinsælda. — Aðalhlut verk: Joan Caulfield William Holden Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. OO O 4 fr'i Utvarps viðgerðir í Racliovmnustof an LAUGAVEG 166 Augl fssingasími i'ÍMANS » er 81 300. *• Bergur Jónsson Málaflutningsskrifsíofa Laugaveg 65. Síml 5833. etU ÆeJtaV C'Uu/eC&$icr% Austurbæjarfaíó Pandora ©g Mol- lemiingsiriim fljúgandl Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 9. SkainmJíyssu hetjan Sýnd kl. 5. Kabarett kl. 7 og 11,15 TJARNARBÍO Ástar töfrar (Enchantmenn.) Ein ágætasta og áhrifarík- asta mynd, sem tekin hefir verið. Framleidd af Samuel Goldwin. Aðalhlutverk: Bavid Niven Teresa Wrigth Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ Sigsirkoginu („Arch of Triumph“) eftir sögu Erich Maria Re- marque, sem komið hefir út í íslenzkri þýðingu. Aðalhlutverk: Ingrid Bergman Charles Boyer Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð fyrir börn. SS&rgMrljósin (City Lights). Ein allra frægasta og hezta kvikmynd vinsælasta gaman leikara allra tíma: Charlie Chaplin. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPQLI-BIO Ævi Mozarts (When The Gods Love) Hrífandi ný ensk músík- mynd um ævi eins vinsæl- asta tónskáldsins. Royal Phil harmonie Orchestra undir stjórrí Sir Thomas Beecham leikur mörg af fegurstu verk um Mozarts. Victoria Hopper Stephen Haggard John Loder Sýnd kl. 5, 7 og 9. Mimlð að Síreiða bLiðgjaldið ELDURINN gerlr ekki boð á undazi aér. I»eir, sem eru hygrnlr, tryggja strax hji - SamvinntiiryggingucM ,i,—o—.jné Samvinna IVorÖnrlamla (Framhald af 3. síðu) Enn er ástandið í alþjóða- málum ekki eitthvað svipað því, sem gerðist í fiskibátn- um fitla. Vantrú og vonleysi heltekur marga — og það jafn vel svo ,að þeir telja gagns- lítið eða jafnvel gagnslaust að vinna að þjóðasamstarfi. Ég vil segja viö ykkur nor- rænu félögin, sem berjist fyrir samstarfi Norðurlanda allra. Haldið starfi ykkar áfram. Vinnið að sem mestu og nán- ustu samstarfi milli þessara þjóða á öllum þeim sviðum, sem það á við. Með því stuðl- ið þið að vaxandi samúð milli norrænu þjóðanna. — Að vax andi þroska og menningu. Þótt þessj ríki, hver um sig séu smá á mælikvarða stór- veldanna, og þessvegna ekki miklar líkur til þess að þau hafi úrslitaáhrif á gagn heimsmála, þá hefir þó kom- ið í Ijós, aö ef Norðurlanda- þjóðirnar standa saman geta þær látið til sína taka, svo að um munar. Parið að eins og sjómaður- inn íslenzki, sem ég gat um áðan. Haldið áfram að ausa ferjuna, þótt fárviðri sé og hafrót. Gefist ekki upp, þá mun sig ur vinnast. Heill norrænni samvinnu. Sigge Stark: I leynum skógarins Akraiaes — Valur (Framhald af 5. síðu) Þórður, máttu sín ekki mikils í þessum; leik. Eins og áður segir hélt Halldór Ríkarði al- veg niðri, og Þórður átti í miklum brösum við Einar Halldórsson. Bæði Einar og Þórður léku svo ólöglega að furðu sætti, og kom það á ó- vart það sem tveir iandsliðs- menn áttu í hlut, og var megnið, sem dæmt var í þess um leik á annan hvorn þeirra. Vörn Akurnesinga var betri en áður. Sveinn og Dagbjart- ur léku vel og nýi bakvörður- inn Helgi skyldi vel stöðu sína. Dómari var Brandur Bryn- jólfsson og var þetta prófleik ur hjá honum. Áreiðanlegt er að hann hefir staðizt prófið með miklum sóma. H. S. TENOILL H.F. Hei$i TiS Kleppsvef Siml 80 684 armast hverskonar raflagn- Ir og víðgerðir svo sem: Verk smlðjulagnlr, húsalagnlr ^kipalagnir ásamt víðgerðurr og uppsetningu & mótorum röntgentækjum og heiirlí'» sSl ÞJÓDLEIKHÚSID Lénharður fógeti Sýning miðvikudag kl. 20,00. Inivnd iiiinrvcilvm Eftir Moliér Leikstjóri: Óskar Borg. Hlj ómsveitarst j óri: Róbert A. Ottoson. Sýning fimmtudag kl. 20.00. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 til 20.00. Kaffipantanir í miðasölu. við að stríða, áður en hann hlýddi orðum biblíunnar —• hjó af sér hægri höndina, sem olli hneykslununum og kast- aði henni á eld. En hann geröi það. Þá öðlaðist hann frið. Eða það vona ég. Þarf hann endilega að vera geggjaður, þó að hann trúi svo einlæglega á biblíuna, að hann hlýði skilyrðislaust boð- um hennar? Þess vegna er það líka, aö hann segir ekki ann- að en já — já eða nei — nei. Biblían segir, að það, sem þar er umfram, sé af hinu illa. Hann segir aldrei ósatt og hann gerir aldrei neitt, sem stríðir gegn lögunum, því að þannig er biblían, að menn eigi að breyta eftir henni. Mér finnst það ekki aðhlátursefni. Ég held, að hann sé hugrakkari maður en flestir aðrir og styrkari skaphöfn búinn en þeir, sem hlæja að honum og kalla hann vitleysing. Hugsaðu þér kofann hans, hugsaðu þér, hve einmana hann er, hugs- aðu þér dimman og þöglan skóginn umhverfis kofann og tortryggni fólks, háð og fyrirlitningu, sem hann mætir'. Hvílíkar stundir heldurðu ekki, að hann hafi átt þarna í kofanum sínum. Heldur þú, að nokkrum vesalingi hafi verði fært að fara í förin hans? Ég sagðf líka stundum vesalings Pétur. En ég segi það ekki vegna þess, að hann hefir þorað að lifa samkvæmt sann- færingu sinni, heldur af því, hve einmana hann er. Andrés horföi forviða á hana. Hann hafði því nær gleymt írenu. Það var sem hann sæi Irmu í fyrsta skipti, og þessi Irma var næsta ólík hinni, sem hann var vanur að sjá —• þeirri, sem hafði kesknina á hraðbergi og ekkert virtist virða og talaði svo hraksmánarlega um tilfinningar og kenndir. Hann hafði séö þá hlið hennar, er hann hafði ekki áöur grunað, að væri til. Og hún hafði vakið í huga hans löngunina til þess að kynnast fólkinu í skóginum og læra raunverulega að þekkja það eins og það var. Hann fann það núna, að hann hafði aöeins komiö sem gestur í skógana og ekkj fengið að sjá lífið þar eins og það var. Hann öfundaði Irmu. Orð hennar og rödd, framkoma henn- ar og öryggi, sannfærði hana um, að henni hafði tekizt það, sem hann langaði til. — Þið skuluð bara halda, hvaö þið viljið, mælti Irma, sjálfri sér lík á ný. Ég hefi bara mínar skoðanir. — Þú kannt líka að gera grein fyrir þeim, svaraði Andrés. Hvers vegna er fólkiö uppi í skóginum þér svona hug- fólgið? — Það stafar vafalaust af því, hve litið siðmenningin hefir hrinið á mér, sagði hún hirðuley(ríslega. Viðhorf 'fólksins í skóginum er mér nákomnara en þeirra, sem vilja gera mig að fínni dömu. Rólyndi þess og skapfesta eru mér geðþekkir eiginleikar, og mér líkar vel, að það ber ekki tilfinningar sínar á torgin. Ég geri það ekki heldur, ef nokkr ar tilfinningar eru þá til í brjósti mínu, svo að ég finn, að ég er skyld þvi. Verið þið svo sæl. Þið skuluð fá að vera í friði fyrir mér dálitla stund. Hún stökk léttilega niður af borðinu, sem hún hafði setið á, og skundaði brott með storkandi bros á vör. IV. Sunnudagsnótt Andrés Foss gat ekki sofnað. Hann starði upp í loftið og taldi breiðar, drifhvítar f j alirnar, þar sem hann við og við sá á hreyfingu svarta depla, sem hann vissi, að voru einmana flugur á ferli í næturhúminu. Tunglsljósið seytlaði inn um gluggann, og gipsmyndirnar á skápnum voru eins og hvítar vofur, enda þótt þær væru í rauninni brúnflekkóttar. Og á j milli þeirra skein á sparibyssuna, sem reyndar var grís með jrifu á bakinu. Þaö var auðfundið á lyktinni, að þetta her- j bergi í húsi Samúels í Garði var ekki oft notað, því að loft- 'ið var þungt og muggulegt, þrátt fyrir næturkulda úti. | Framan úr eldhúsinu heyröust reglubundnar hrotur, og við og við hrikti í legubekknum þar. Samúel bylti sér auðheyri- lega þyngslalega í svefninum. Það var laugardagskvöld, eða réttara sagt sunnudagsnótt. Andrés gat ekki annað en hugsað um það, sem gerzt hafði í skóginum, ekki svo ýkjalangt undan, fyrir einni viku. Þegar hann hvíldi nú í herbergi af sama tagi og aðrar vistarverur á bæjunum í skóginum voru, var ímyndunarafl hans frjórra en áður og hugsanir hans urðu að vökudraumi. Meðan hann sjálfur var víðs fjarri hafði honum reynzt erfitt að hugsa sér það líf, sem lifað var í lágum hreysum skógarins, gerá sér grein fyrir því sálarstríði, sem þar kunni að vera háð,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.