Tíminn - 17.10.1951, Qupperneq 2
2.
TÍMI.N'N, miðvikudag’inn 17. október 1951.
234. blað.
r til heiía
Ufvrirpíð
IJtvarpið í kvöltl:
Fastir liðir eins og vejnulega.
Kl. 20,30 Útvarpssagan: „Epla-
tréð“ eftir John Galsworthy; I.
(Þórarinn Guðnason læknir).
21,00 Tónleikar: Lög eftir Karl
O. Runólfsson (plötur). 21,20 Er
indi: Um starfsemi geðveikra-
spítalans á Kleppi (Helgi Tómas
son dr. med.). 21,45 Jazz-tónleik-
ar (plötur). 22,00 Fréttir og veð-
uríregnir. 22,10 Danslög (plöt-
ur). 22,30 Dagskrárlok.
Útvarpið á niorgun:
Fastir liðir eins og venjulega.
Kl. 20,30 Einsöngur: Ezio Pinza
syngur (plötur). 20,45 Erindi:
Um Brynjólf Pétursson á hundr
uðustu ártíð hans (Sverrir Krist
jánsson sagnfræðingur). 21,10
Tónleikar (plötur)..21,15 Frá út
löndum (Þórarinn Þórarinsson
ritstjóri). 21,30 Sinfónískir tón-
leikar (plötur). 22,00 Fréttir og
veðurfregnir. 22,10 Framhald
sinfónískra tónleika. 22,35 Dag-
skrárlok.
Hvar eru skipin?
Sambandsskip:
Ms. Hvassafeil er væntanlegt
til Ddansk í kvöld frá Helsing
fors. Ms. Arnarfell kemur vænt-
anlega til Ibiza í kvöld frá
Genova. Ms. Jökulfell fór frá
Guayaquil 15. þ. m. áleiöis til
New Orleans með viðkomu í
Esmeraldas.
Ríkisskip:
Hekla er á Austfjörðum á suð
urleið. Esja fer frá Reykjavik
um hádegi í dag austur um land
í hringferð. Herðubreið er á Aust
fjörðum á suðurleið. Skjaldbreið
fer frá Reykjavík í kvöld til
Breiðafjarðar og Vestfjarða.
Þyrill er í Reykjavík. Ármann
var í Vestmannaeyjum í gær.
Eimskip:
úrúarfoss kom til Grimsby 14.
10., fer þaðan til Amsterdam og
Hamborgar. Dettifoss kom til
Reykjavíkur 13. 10. frá Leith.
Goðafoss kom tii New York 0. 10.
frá Reykjavík. Gullfoss kom til
Leith í gærmorgun 16. 10. og
fór þaðan kl. 2.00 17. 10. til Kaup
mannahafnar. Lagarfoss er á
Akureyri, og fer þaðan 17. 10. til _
Húsavikur. Reykjafoss er í Hami
borg. Selfoss er í Reykjavík. j
Tröllafoss fer væntanlega frá
New' York í dag 16. 10. til Hali-
fax og Reykjavíkur. Bravo lest
ar í London og Hull til Reykja-
víkur. Vatnajökull fer frá Ant-
verpen í kvöld 16. 10. til Rotter-
dam og Reykjavíkur.
Flugferðir
Loftleiðir.
í dag verður flogið til Akur-
eyrar, Hólmavíkur, Isafjarðar og
Vestmannaeyja. Á morgun er
áætlað að fljúga til Akureyrar
og Vestmannaeyja. •
Árnað heiíla
Sjötugur.
Kristján Hafliðason, Birnu-
stöðum á Skeiðum, er sjötugur
í dag. -
Ur ýmsum áttum
Samb. ísl. Karlakóra.
Aðalfundur Sambands ísl.
karlakóra var haldinn í Félags
heimili verzlunarmanna þriðju-
daginn 26. september s. 1. —
Þrír nýiýr kórar voru teknir inn
í sambandið á þessum aðal-
fundi, Karlakórinn Heimir,
Skagafirði, Karlakór Reykdæla
og Karlakór Rangæinga, Hellu.
í framkvæmdaráð voru lcosh-
Sönn Skotasaga.
Margar Skotasögur eru sagð
ar, flestar komnar langt að
og að öllum líkindum obbinn
af þeim ósannur, að minnsta
kosti er það ekki á hverjum
degi, sem þær gerast að nokkru
leyti á íslandj svo að við höf-
um tækiíæri til að fulireyna
svo rækilega sanngiidi þeirra
eins og á sér stað um eftirfar
andi sögu:
Stúdent hér í Reykjavík, er
lauk stúdentsprófi héöan frá
menntaskólanum í vor, hafði
í hyggju að fara til^námsdval
ar við Edinborgarháskóla og
liafði hann nokkur bréfaskipti
við Edinborgarháskóla af þess
um sökum. Fyrir nokkrum dög
um barst stúdent þessum til-
kynning frá pósthúsinu í
Reykjavík um það, að hann
ætti þar vanborgaö bréf. í»eg-
ar stúdentinn kom að sækja
bréfið og greiða burðargjaldið,
kom auðvitað í ljós, að það var
frá háskólanum í Edinborg.
ir: Ágúst Bjarnason, skrifstofu-
stjóri, formaður,- Garðar Þor-
steinsson, sóknarprestur, ritari,
Steingrímur Björnsson, fulltrúi,
gjaldkeri, og meðstjórnendur
Þormóður Eyjólfsson. ræðismað
ur, Siglufiröi og Guðmundur
Gissurarson, bæjarstjórnarfor-
seti, Hafnarfirði.
í söngmálaráð Sambandsins
voru kjörnir söngstjórarnir:
Sigúrður Þórðarson, tónskáld,
formaður, Ingimundur Árnason,
fulltrúi, og Jón Þórarinsson, tón
skáld.
Lyfjagreiðslur
sjúkrasamlagsins.
Lyfsalarnir mótmæla því, að
þeir hafi skýrt villandi frá deil
um þeim, sem urðu varðandi
greiðslu lyfjabúða á lyfjakostn
aði sjúklinga, eins og fram hafi
komið í greinargerð frá sjúkra-
samlaginu. Hafa þeir sent blað
inu yfirlýsingu frá tveimur lög
fræðingum, Lárusi Jóhannes-
syni og Magnúsi Jónssyni, þar
sem segir, að skrifstofustjórinn
í dómsmálaráðuneytinu hafi
flutt þeim þau tilmæli frá Stein
grími Steinþórssyni heilbrigðis-
málaráðherra, að þeir reyndu að
fá iyfsalana til þess að fresta
ákvörðun sinni um þrjá mánuði.
Var síðan samþykkt af hálfu
lyfsalanna, að verða við tilmæl
um ráðherrans.
T.B.K.
Bridgekeppnin hefst annað
kvöld. Dregið í kvöld. — Mætið
allir. — Stjórnin.
Blöð og tímarit
Heilsuvernd,
tímarit Náttúrulækningafé-
lags íslands, 3. hefti 1951, er ný
komið út, fjölbreytt að efni og
vandað að öllum frágangi. Rit-
stjórinn, Jónas læknir Kristjáns
son. ritar þar tvær greinar:
Hvernig vei’ða sjúkdómar um-
flúnir? og Lífshorfur krabba-
meinssjúklinga. Ásmundur
Árnason verzlm. lýsir jai'ðhúsi
fyrir garðávexti. — B. L. J. ritar
um geymslu grænmetis og garð
ávaxta og gi-einina Læiúð að
matbúa — se meinfaldast. —
Þá er húsmæðraþáttur frú Dag
bjartar Jónsdóttur, þsettirnir
Spurningar og svör og Á víð og
dreif. — Sagt er frá hressingar
heimili N.L.F.í. í Hveragerði og
heimsókn danska læknisins frú
Nolfi sumarið 1950. — Þá er frá
sögn af astmalækningu, sagt
frá mei'kilegi'i tilraun um fæðu
val barna og efnaskorti, sem or-
sök vansköpunar. Nokkrar mynd
ir prýða heftið.
Talsverð brögð að
þjófuaði í bænum
Talsvert ber nú á alls kon-
’ ar smáþjófnaði og hnupli í
i bænum, og hefir síöustu sól-
! arhringa verið farið inn í
i híbýli manna í slíkum erinda-
gerðum.
| á föstudaginn komst þjcf-
ur í eldhús í húsi í bænum og
: hafði á bi'ott með sér hraö-
( suðuketil, sem hann hrifsaði
( af eldavélinni. Seldi hann síð
. an ketilinn síðar um daginn.
í fyrrinótt var einnig farið
inn í þvottahús að Rauðarár-
stíg 5 og stolið þaðan miklu
af þvotti, sængurverum, lök-
um, skyrtum, koddaverum,
nærfötum og vinnuúlpu.
Loks var í fyrrinótt broiizt
inn í bifreiðina R-485 og slolið
þaóan klarínetti.
Það er ósk rannsóknarlög-
feglunnar, að þeir, sem ein-
nverja vitneskju gæru veitt
um þessa þiófnaði, að þeir
gefí sig fram, til dæmis ef
einliver yrði þess var, að
grunsamlegur þvottur yrði
boöinn fram Sömuleiðis vill
lögreglan hafa tal af mann-
inum, sem keypti hraðsuðu-
ketilinn á föstudaginn.
Yður til minnis:
Brunatryggið eigur yðar ii
| Sjóvátrijqq
AuglýsItS í Tsmamim
Eaiipiti Tíanaraaa!
MortfitS
(Framhald af 8. síðu.)
málum þessara ríkja. Liequat
Aly Khan var 56 ára að aldri,
brezk-menntaður og tók dokt
orsgráðu í Oxford. Hann var
fyrsti forsætisráðherra Pak-
istans og tók við völdum 1947.
Þá hafði hann um 20 ára
skeið unnið að því eftir megni
að stofnsetja sjálfstætt riki
Múhameðstrúarmanna í Ind-
landi.
Presíasíofnan
(Framhald af 1. síðu.)
nægur tími gefinn til aö bera
faimvai’þið undir söfnuðina.
Vill fundurinn því skora á
Alþingi, að fresta framkvæmd
laganna fi'á 1950, þar til ný
lagasetning fer fram. Skulu
tillögur prestakallaskipunar-
nefndar þegar lagðar fyrir
safnaðarfundi svo að viðun-
andi lausn geti fengist á þessu
þingi.“
Tillagan var samþykkt með
samhljóða atkvæðum atkvæð-
isbærra fundarmanna.
Maiiaiiveikin
(Framhald af 1. síöu.)
og'var nýkominn uppeftir, er
hann veiktist. Samgöngur eru
miklar milli Akraness og
Reykjavíkur og hafa Akurnes-
ingar farið til Reykjavíkur
hundruðum saman meðal ann
ars til að vera við fjölleika-
sýningar sjómannadagsráðs í
Austurbæjarbíó.
Þess má geta, að mænu-
veiki er smitandi vírussjúk-
dómur, sem berst með heil-
brigðu fólki .
ItlirpiÖið Tíniann
::
Brunadeilcl. -— Eimskip 3. hæð. — Sími 1700.
HAIiSTMARKAÐUR KRON
hefst í dag í Barmahlíð 4,
SÍMI 5750
Verð á trippa- og folaldakjöti:
Trippi Folöld
í heilum og hálium skrokkum 6.65 pr. kg. 7.59 pr. kg
í frampörtum 6.00 pr. kg. 6.50 pr. kg.
í lærum 7.50 pr. kg. 8.50 pr. kg.
Söltunargjald 50 aurar á kíió.
Heimsendingargjald kr. 6,50 á tunnu. p
Kvartél og hálftunnur eru til sölu.
Vanir söltunarmenn tryggja viðskiptamönn-
um vandaða meöferð kjötsins.
I Húsnæði
1—2 herbergi og eldhús óskast handa alþingismanni
um þingtímann-. — Upplýsingar í síma 6740.
Forsfetisrfíðitneifiið.
Frestið ekki lengur, að gerast
áskrifendur TÍMANS
n ii iiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiimn iiiimiiiiiitinimimi ■iiiniitiiirtiiimiiiimiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiii ii ih