Tíminn - 15.11.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.11.1951, Blaðsíða 3
259. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 15. nóvember 1951. 3. ♦ Bókalisfi III. | Nýjar Noröra-bækur I Anna María ♦ eftir Elinborgu Lárusdóttur. Saga þessi er eins og fjölbreytt ♦ kvikmynd, sem bregður upp fjölda sérkennilegra mynda, ▼ glæsilýstra og dulskyggðra eftir atvikum. ívaf sögunnar er ótrúlega fjölbreytt: Æskudraumar og þrár, trúnaður og tortryggni, leyndarmál og lausmælgi, samúð og sundur- lyndi, gleði og sorgir. En þáttur Önnu Maríu blikar eins og glitþræðir, slungnir örlagavef margra hinna. — 244 þétt- prentaðar blaðsíður. Heft kr. 38,00, ib. 58,00. ifvar !»í« Hrafna-FIóki? I I Eins otf maðurinn sttir — eftir Kristján Sig. Kristjánsson. Aðalpersónur sögunnar hin unga og glæsilega sýslumannsdóttir og bóndasonurinn frá Breiðuvöllum, setja sér það takmark að verða menn- ingar.frömuðir í sveit sinni, á andlegu sviði og efnislegu. Fá þau þar miklu til leiðar komið. Er þó umbótum þeirra misjafnlega tekiö. Örlagaríkur atburður veldur þó mestu um mótspyrnuna. Tilþrif sögunnar eru mikil og áhrifarík. Hún er að einum þræði göfug ástarsaga, hugljúf og heill- andi. — 240 bls. Heft kr. 38,00, ib. 58,00. Ðraunmr datastutkunnar eftir Þorbjöfgu Árnadóttur, myndskreytt af Halldóri Péturs- syni listmáíara. — „Fyrir mörgum, mörgum árum var til fólk, sem bjó í sátt við Guð og menn, á litlum bæ, í litlum dal, langt, langt upp til fjalla .... þetta fólk var þjóðin okkar“. Draumur dalastúlkunnar er þjóðlegt leikrit, byggt á sönnum viðburðum frá liðinni öld. í hugsýnum lesandans rísa persónurnar upp af rústum eyðibæjarins, elska, harma, déyja og lifa á ný. Saga dalastúlkunnar er sagan um baráttu mannshjartans við örlög. —- 115 bls. Heft kr. 25,00. Stefnumark mannkyns eftir franska' vísindamanninn og heimspekinginn Lecomte du Nouy, í þýðingu séra Jakobs Kristinssonar fyrrv. fræðslu málastjóra. Bók þessi kom út fyrsta sinni í New York í febrúar 1947. Hún var endurprentuð fimm sinnum á þrem- ur fyrstu mánuðunum eftir útkomuna og hlaut frábærlega góðar viðtökur og lofsamlega dóma. Hér snúa vísindin sér loks að úrlausn áleitnustu og mikilvægustu spurninga ver- aldarinnar: Er Guð til? Hvað er mannssálin? Hefir mann- kynið stefnt og stefnir enn aff ákveffnu marki? Getum vér vænzt þess, aff maðurinn þroskist meira en orffið er? Eða er Iífeðlislegri og andlegri þróun hans gersamlega lokiff? Við þessum spurningum og ýmsum fleiri, fáið þér svar í bókinni. Enginn hugsandi maður getur látið þessa bók ólesna. — 327 bls. í stóru broti. Heft kr. 58,00, innb. kr. 78,00. Sötfur Munchhauscns Svaðilfarir á sjó og landi, herferðir og kátleg ævintýri Munchhausens baróns eins og hann sagði þau við skál í hópi vina sinna. Gottfried August Búrger léði þeim listræn an búning en Gustave Doré myndskreytti sögurnar. Ingvar Brynjólfsson menntaskólakennari þýddi. — Þetta sígilda verk í bókmenntum heimsins kemur nú í fyrsta sinni út í heild á íslenzku og er þýdd úr frummálinu. Vissulega verða sögur þessar til gleði og gamans jafnt ungum sem gömlum. — 184 bls. með 152 myndum. 1 bandi kr. 36,00. Stiddararnir sjjö drengjasaga eftir Kára Tryggvason, myndskreytt af Oddil Björnssyni. Sérstæö og heillandi unglingabók, spunnin úrj rammíslenzkum þræði úr starfssögu og ævintýrum Bárö-1 dælskra drengja á þeysireið um óbyggðir og öræfi Islands.' 121 þ]s. í bandi kr. 28,00. Sendum gegn póstkröfu. Bókaútgáfan Norðri Pósthólf 101 — Reykjavík VV.VAVAV.V.V.V.V.VV.V.VV.V.V.V.Y.V.V.’.SV.V.V í Innilegustu þakkir til félagsmanna Kaupfélags Hrút- I; firðinga fyrir góða viðkynningu og gjafir, sem mér I; voru færðar þegar ég fór frá Borðeyri. ■I Jón Gunnarsson V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAV.V.V/.V.V.V.VV.V.V.V.V.V, Faðir minn, EIRÍKUR EINARSSÖN alþingismaður frá Hæli, lézt þriðjudaginn 13. þ. m. — Jarðarförin ákveðin síðar. } ... Kolbrún Eiríksdóttir. (Framhald af 4. síðuy voginn. Sjómaður með fullu viti, hefir áreiðanlega kunn- að að nota þessi ágætu skil- yrði. 6) Vatnsdalur heitir dalur einn alllangur inn úr Vatns- firði. Fyrir botni dalsins vest- anverðum er hátt fell (750 m.) blasir það við frá Flókatóftum. Af felli þessu sér niður að sjó við norðan- verðan ísafjörð, en ekki sér á sjóinn sjálfan. Af fellinu sést niður, og langt út eftir Arnarfirði. Það er ekki kunnugur mað ur á Vestfjörðum, sem held- ur því fram i fullri alvöru, að hafís hafj ekki oft og mörg um sinnum komið inn á Arn arfjörð og jafnvel Patreks- fjörð líka. Til þess að vera viss, mætti þó spyrja gamla menn búsetta við þessa firöi, hvort þeir hefðu ekki heyrt getið um hafís á fjörðum þess um. Nei, það er áreiðanlega víst, aö það þarf engin fjar- stæöa að vera, að Flóki hafi getað séð „fjörð fullaii af ís“ hafi hann gengið á Lónfell (svo heitir fé’llið). Við höfum nú athugað rök H. P. B. fyrir því, að höfund- ur Landnámu hafi farið fjarða vilt í frásögn sinni. Og við höfum séð að þessj rök öll eru einskisvirði, því þau eru röng. En þá eigum við eftir að athuga rökin fyrir því, að hér muiii átt við Vatnsfjörð við ísafjarðardjúp. Satt að segja finn ég þau ekki í rit- gerð hans. Hann er að minnast á að Vatnsfjörður nyrðra hafi verið landnáms- jörð, og telur upp ýms stór- menni er þar hafi búið. En við Vatnsfjörð hér, hafi eng- inn nafnkendur maöur búið. Mér virðist nú einmitt þetta hvorttveggja sanna frásögn Landnámubókar. Því búast mættj við að fornsögurnar sem oft og mörgum sinnum geta um Vatnsfjörð við ísa- fjarðardjúp, hefðu einhvers- staðar látið skína í það, ef fyrsti maður sem hér hafði vetrardvöl, hefði veriö á þess- um slóðum. En við Vatnsfjörö á Baröaströnd eru fornminj- ar, sem eignaðar hafa veriö Hrafna-Flóka. Og þessar fórn minjar sína það ljóslega, aö þær eru ekki eftir landnáms- mann, heldur mann, sem hér hefir dvalið skamma stund. Landnámsmaöur hefði ekki byggt á sjávarbakkanum, framtíðarbústað sinn. En það er skiljanlegt, að maður, sem kemur að óbyggðu landi, ó- ráðinn í hvar framtíðarbú- staðurinn skuli standa. Það er skiljanlegt, að hann bygg- ir einmitt á sjávarbakkan- um. Af því aö hann hefir vilj að kanna landið fyrst, og byggja svo til frambúðar, ef honum líkaði landkostir. Hrafna-Flóki var óheppinn að því leyti að fénaður hans skyldi falla þennan fyrsta vetur, áður en nokkur reynsla var fengin af landinu. En val hans á bústað var mjög vel heppnaö. Breiðafjörður hefir lengi verið talinn forðabúr þessa landsfjórðungs, aldrei geta annálar um horfellir hér af mannfólkinu, því fjörður- inn hefir alla tlð verið og er ennþá „fullur af veiðiskap.“ Brjánslæk í nóv. 1951, Guðmundiir J. Einarsson. stór iörð tilvalin til stórbúskapar er til sölu í Árnessýslu ef við- unandi tilboð fæst. Jörðin er í grennd við Mjólkurbú Flóamanna og hefir stórfellda framtíðarmöguleika. Verulegur jarðhiti er í jörðu, rennislétt tún, er nú gef- ur af sér 600 hesta, má stækka margfaldlega, víðáttu- mikið og gott beitiland fylgir og miklar girðingar. Auk íbúðarhúss er vandaö fjós fyrir 18 kýr, haughús og safnþró, hlöður fyrir 1000 hesta, hesthús fyrir 15 hross og fjárhús fyrir 60 kindur svo og 2 steyptar votheys- gryfjur. Sími er á bænum. Tilboðum í jörðina ber að skila fyrir 15. des. n. k. til Eiríks PáJssonar, lögfr., Suðurgötu 51, Hafnarfirði, sími 9036 og 80350, er gefur allar frekari upplýsingar. WUWV^WWiVÁViWAWWANWAViViViViVAVAV j: TrésmiðaféGag Reykjavikur :■ heldur fund föstud. 16. nóv. n. k. kl. 8,30 í Baðstofunni. *“ DAGSKRA: 1. Kosning 3ja manna til undirbúnings *; stjórnarkjörs næsta ár. Kosning 2ja manna \ í Iðnráð og kosning eins mann í stjórn Hús- félags Iðnaðannanna. — 2. Ýms önnur mál. :■ Stjórnin KVÖLDVAKA I.O.G.T. í Góðtemplarahúsinu í kvöld DAGSKRÁ: Ávarp: Njáll Þórarinssoon. — Kvartett syngur. — Ræða: Þorsteinn Þorsteinsson. — Hljómsveit leikur. — Ræða: Indriði Indriöason. — Upplestur: Guðm. G. Hagalín, rithöfundur. — Skemmtiþáttur (gamanleikur. — Lokaorð: Árni Gíslason. Öllum er heimill ókeypis aðgangur,meðan húsrúm leyfir Þingstiíka Rcykjavíkui* 1 ! Aðalfundur Sölusambands íslenzkra fiskframleiffenda verður haldinn í Reykjavík föstudaginn 30. nóvember n .k. og hefst kl. 10 f. h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. S T J Ó R N IN . t '♦♦♦♦♦»♦♦♦»»♦♦♦♦♦♦♦♦»♦»♦1 Þökkum innilega auffsýnda samúff viff fráfall og jarff- arför móður okkar og bróffur RAGNHEIÐAR STEFÁNSDÓTTUR og séra HERMANNS GUNNARSSONAR. Systkini og affrir affstandendur. ( íhroíSiði Tíinaim Anj*Iýsið í Tímannm. Maffurinn minn EINAR STEFÁNSSON, fyrrv. skipstjóri, verffur jarffsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. nóvember kl. 13,30. — Blóm og kransar afþakkaff. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á Dvalarheimilissjóff aldraðra sjómanna. Rósa Pálsdóttir Stefánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.