Tíminn - 15.11.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.11.1951, Blaðsíða 6
iiiinnnnminniiiiiiniimiuniiiininiifiiiiiiiiiiiiniiiiiiniiimiiinininHinniiiiiiiiiiiiiTiiiinni 6. TÍMINN, fimmtudaginn 15. nóvember 1951. 259. blað. Ðruumagy&ian mín Framúrskarandi skemmtileg i þýzk mynd tekin í hinum j undurfögru AGFA-litum. —; Norskir skýringartextar. ;• Wolfgang Luhschy. Sýnd kl. 7 og 9 Gnll I sandinum Spennandi amerísk mynd | um leit að fornum fjársjóði, § fiieð | Randoiph Scott Sýnd kL 5. iNÝJA Blo 1 | Litkvikmynd LOFTS | i\ l d iirset n i n i/iir ittti ■ i § Leik^tjóri og aðalleikari | Brýnjólfur Jóhannesson BÆJARBÉÓ - HAFNARFIRÐI - Stolnar hamingjustuntlir Áþrifaipikil og mjög vel leik- iní núbámerísk stórmynd. . i. Áð|lhlutverk: Betty Ðavis, Glenn Ford, Dane Clark. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. Radiovinnnstoían i | IJMJGAVEG 166 I Bergur Jónsson I Máíaflutningsskrifstofa | |. Laugaveg 65. Sími 5833 | Helma: Vitastíg 14 !iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiu*uiiiiin Austnrbæjarbíó | Negðarópið Bönnuð innan 16 ára. ________Sýnd kl, 7 og 9________| Stnlkan á bað> i ströndinni Sýnd kl. 5. Tízkusýning á kápum og hött 1 um á 9 sýningu. | TJARNARBÍÓ1 iElskn mamma míni (I remember mama) 1 Stórrífandi og ógleymanleg j | mynd um starf móðurinnar,; 1 sem annast stórt heímili og j | kemur öllum til nokkurs j | þroska. | Aðalhlutverk: Irene Dunne Sýnd kl. 5 og 9. I Síðasta sinn. IGAMLA BÍOj 1 Sfei'mimót við Judý j | ( A Date with Judy) | Ný amerísk söngvamynd í lit- j | um. Wallace Beery Jane Powell Elizabeth Taylor Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ j Frú Guðrún Brunborg sýnir 1 j norsku verðlaunamyndina | j Kranens kaffiliies f (Kranens Konditori) j Hrífandi norsk stórmynd § j byggð á samnefndri skáld- | j sögu eftir Coru Sandels, og § j nýlega er komin í íslenzkri 1 j þýðingu. j Aðalhlutverk: Rönnlaug Alten Erik Hell I Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára jj stu SeJlaJO = 0uu/eUi$u?% uiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinini TRIPOLI-BÍÓ Sala hefst kl. 11 f.h. | (Blaze of Noon) | A vængjum vind- l anna j Bráðskemmtileg amerísk | j mynd, er fjallar um hetju- 1 j dáðir amerískra flugmanna. f Anne Baxter William Holden | j ___Sýnd kl. 7 og 9,_ | Týnda eldf jallið j Spennandi og skemmtileg | j amerísk frumskógamynd. = Johnny Sheffield kl^ ^ # ^ # ( I Auglýsingasími TÍMA!H S er 81 300. Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu) annað sinn. Það er föst venja hans að baða sig tvisvar til þrisv ar á dag. Það er frægt, að hann frestaði einu sinni að halda ræðu á Strassborgarþinginu í einn dag vegna þess, að hann hafði ekki getað baðað sig. Eft ir kvöldverð fer Churchill í þing ið, ef þar eru meiriháttar mál á dagskrá eða hann heldur áfram við endurminningar sínar. Þá les hann og oft ævisögur og forn bókmenntir. Skáldsögur les hann lítið. Stundum sér hann kvikmyndir og er „Lady Ham- ilton“ með Vivian Leigh í aðal- hlutverkinu uppáhaldsmynd ’ hans. Hann er búinn að sjá 1 hana 12 sinnum. Churchill vinn ur oft fram á nótt. Hefir góðan svefn. Churchill leggur sig oft á dag inn og getur yfirleitt sofnað hvenær, sem hann vill. Lloyd George gat þetta sama. Churc- hill hefir haft smáherbergi til umráða í þinghúsinu og hefir oft lagt sig þar meðan stóð á þingfundum. Hann þakkar það ekki sízt þessu, hve góð heilsa hans er, og svo böðunum. Churchill er mikill fjölskyldu maður. Mikið ástríki er með hon um og konu hans og ræðir hann oft um stjórnmál við hana. Einu sínni var hún viðstödd, er þeir Eisenhower ræddust við. „Það er óhætt að tala opinskátt", sagði Churchill. „Clementine veit allt.“ Churchill er dýravinur mik- ill. Hann á rakka, sem er honum fylgisspakur, og oft leikur hann sér við Orlando og Smoky, en svo nefnast kisur tvær, sem eru á heimili hans í London. Hann hefir jafnan verið mikill hesta- maður og hefir fengizt við upp eldi veðhlaupahesta í seinni tíð. Eins og áður segir, eru þess engin merki, að Churchill ætli að draga sig í hlé. Margir íhalds menn munu þó óska þess, því að Churchill hefir aldrei unnið sér tiltrú þeirra sem íhaldsmaður. Á yngri árum sínum fór hann á milli flokka og því geta marg- ir íhaldsmenn ekki gleymt. Churchill er í eðli sínu tæki- færissinni og getur ekki bundið sig við neina isma. Því finnst bæði samherjum hans og and- stæðingum hans hann vera ó- útreiknanlegur og eiga oftast von á einhverju óvæntu frá honum. Margir jafnaðarmenn naga sig nú í handarbökin yfir því, að raunverulega voru það þeir, sem komu honum fyrst í forsætisráðherrastólinn. Þeir gerðu það að skilyrði fyrir þátt- töku í þjóðstjórn vorið 1940, að Churchill væri forsætisráð- herra, en hann var þá í ónáð íhaldsmanna og nánast sagt flokksleysingi. Churchill hefir takmarkaða trú á sérfræðingum. Þess vegna hefir hann mjög skipað stjórn sína þannig, að hann hefir fal- ið mönnum að gegna embætt- um á öðrum sviðum en sérgrein þeirra er. Sérfræðingar eru of þröngsýnir og kreddubundnir, segir hann, og þarfnast því ó- háðrar yfirstjórnar. Helzti and- stæðingur hans í Verkamanna- flokknum, Bevan, er á sama máli. Hann segir það hafa ver- ið mestu skyssu Attlees að láta hagfræðinga ráða ofmiklu um stefnu sína og mestu skyssuna hafi hann þó gert, er hann gerði hagfræðing að fjármálaráð- herra. Sigge Stark: 1 ELDURINN | | gerir ekki boð á undan sér. | | Þeir, sem eru hyggnlr, I tryggja strax hjá | Samvinnutrygrgingum 1 uiiiiimunnimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiu WÓDLEIKHÚSIÐ „DORI“ Sýning í kvöld kl. 20.00 „Hve gott og íagnrt44 2. sýning, föstudag kl. 20,00 Gestir á aðra sýningu vitji að- göngumiða sinna fyrir kl. 16,00 í dag. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13.15 til 20.00. — Sími 80000. KAFFIPANTANIR í MIÐASÖLU í leynum skógarins — Það gat ég ekki séð. — Gekk hann hægt eða hratt? — Hratt. Hann hljóp við fót. Hann leit nokkrum sinnum um öxl og skimaði inn á milli runnanna við stíginn. En ég stóð í skugganum af húsinu, svo að ég held, að hann hafi ekki séð mig. — Grunaði þig ekki, að neitt slys hefði orðið í skóginum? — Nei. — Virtist þér ekki atferli Friðriks á neinn hátt tortryggi- legt? — Nei. Það flaug mér ekki í hug. — Hefir þú nú sagt allt, sem þú veizt? Engu gleymt? — Nei. En ég heid, að það hafi ekki verið Friðrik, sem skaut. — Heldurðu þá, að það hafi verið hinn maðurinn — sá í ljósu yfirhöfninni? Pétur Brask hugsaði sig um. — Hverju á ég að trúa? sagði hann svo. Ég sá ekki aðra en þá tvo í þetta skipti, og ég held, að Friðrik hafi ekki hleypt af skotinu, sem ég heyrði. En hver veit, hve margir kunna að hafa verið í skóginum. Hann brá hendinni yfir augun, og það var engu líkara en hann væri að hníga niður. Þinghúsvörðurinn tók undir handlegg hcnum og leiddi hann út, svo að hann gæti jafnað sig í næði. Nú voru ekki fleiri vitni kvödd til. Framburður Péturs hafði ruglað sýslumanninn í ríminu og gert málið flókn- ara. Nú varð að hefja leitina að hinum dularfulla manni í Ijósu yfirhöfninni, og það var varla vogandi að trúa því, að hann fyndist nokkurn tíma. En margir trúðu því líka, að hann værf ekki til nema í huga Péturs Brasks. Tunglskiniö í skóginum, golan vaggar trjákrónum og laufi — þá gat hæglega slíka sýn borið fyrir augu manns eins og Pét- úrs Brasks, sem ekki var eins og annað fólk. XII. Bónorðið Andrés sá, að Irma var að aka brott. Hann greip tæki- færið, fór skáhallt yfir aldingarðinn og komst út á veginn nógu snemma til þess, að hún sá hann ekki klofa yfir girö- inguna. Þegar vagninn náöi honum, snerj hann sér ekki við, fyrr en hann var kominn fast að honum. — Ó, Irma, sagði hann og lézt vera bæði glaöur og undr- andi. Ég fæ sjálfsagt að sitja í hjá þér. Irma gat ekki neitað honum um það, en ekki var hún neitt fegin þessum samfundum. — Hvert ert þú að fara? spurði Andrés eftir stundarkorn. — Niður í verzlun, svaraði Iram stutt í spuna. — Ágætt. Ég ætlaði að hitta Nóreníus. Þú verður kannske svo elskuleg að koma þar við, þegar þú kemur til baka, svo að ég gæti orðið samferða heim? — Það get ég sjálfsagt, svaráði Irma tómlega. Hann var gestur á heimili hennar, og hún varð að koma kurteislega fram við hann. Irma hvatti hestinn, og leiðin sóttist fljótt. Andrés renndi grun í, hvers vegna henni lá svona á. Þetta var broslegt, en honum var enginn hlátur í huga. — Heyrðu, Irma, sagði hann. Finnst þér ekki sjálfri, að þú sért bæði hörð og óréttlát við mig, þegar þú vilt ekki veita mér tækifæri til þess að bera af mér rangar sakar- giftir og biðja þig fyrirgefningar á því, að ég óverðugur hefi orðið ástfanginn af þér. — Ástfanginn? hreytti Irma út úr sér. Hvað hefirðu oröið ástfanginn af mörgum? — Það veit ég ekki — þær eru þó nokkrar, það skal ég meðganga. En þú ert sú fyrsta, sem ég hefi orðið ástfang- inn af í fullri alvöru. — Hvað oft ertu búinn að segja þetta áður, og hvað held- urðu, að þú eigir oft eftir að segja það? — Aldrei. Ég get ekki hugsað um annað en þig. — Hvað þá um írenu? — írenu? Hún er bara systir þín og skemmtilegur þáttur í umhverfi þínu. — Hún ætti aö heyra þessi orö þín, svaraði Irma. — Hvers vegna mætti hún það ekki? Ef þú bara vildir þekkjast mig, sky.ldi það ekki vera neitt leyndarmál, hver á hjarta mitt. — Hjarta þitt! ,j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.