Tíminn - 15.11.1951, Blaðsíða 4
*.
TÍMINN, fimnjtudaginn 15. nóvember 1951.
259. blað'.
Hvar bjó Hrafna-Flóki?
í októberhefti „Samvinnunn
ar“ þ. á., er alllöng ritger'ð
eftir Helga Briem sendiherra.
Og nefnir hann hana „Um
nafngiftir íslands“. Tilgangur
greinarinnar virðist eiga að
vera sá, að afsanna frásögn
Landnámabókar um það, að
Hrafna-Flóki hafi haft vetur
setu við Vatnsfjörð á Barða-
strönd, en sanna það að hann
hafi í þess stað dvalið vetrar-
langt, við Vatnsfjörð innúr
ísafjarðardjúpi.
Rök höf. fyrir þessum ágisk
unum, (því varla er hægt að
kalla það öðru heiti) eru í
stuttu máli þessi:
1) Orð Landnámu „Sigldu
vestur yfir fjörðinn“.
2) Að tæplega hafi verið um
veiðiskap í Vatnsfirði við
Barðaströnd að ræða.
3) Þar sé algjör hafnleysa
og land sæbratt.
4) Að kvikfénaður Flóka
hafi tæplega getað fallið í
Vatnsfirði við Barðaströnd.
5) Að skipshróf það er sagt
sé, að Hrafna-Flóki hafi sett
skip sitt í sé svo langt frá sjó
o. s. frv.
6) Að Hrafna-Flóki muni
ekki hafa getað séð fjörð full
an af hafísum, af nokkru
fjalli nálægu Vatnsfirði við
Barðaströnd-
Það má nærri geta, að ekki
ætla ég mér að fullyrða neitt
um það hvort frásögn Land-
námu er rétt eða röng um
þetta efni. En þegar svo rangt
er skýrt frá, eins og gjört er
í þessara ritgerð H. B. nánar
í þeirri röð sem þau eru talin
hér að framan, og sjá hversu
haldgóð þau eru.
1) Það er ekki forn mál-
venja eingöngu, heldur líka
ný, i Breiðafirði að segja vest
ur yfir fjörðinn til Barða-
strandar. Jafnvel þótt maður
sá staddur í Ólafsvík eða
Sandi. Og Breiðfirðingar eru
ekki þeir einu sem ekki fylgja
nákvæmlega áttavitanum,
þegar þeir nefna áttina til
einhvers staðar. Og má í því
sambandi minna á, hvað
Rangæingar og Árnesingar
hafa til skamms tíma nefnt,
að fara heiman frá sér til sjó
róðra á Suðurnesjum. Þðir
hafa sagt (og segja máske enn
þá) „suður með sjó,“ og mun-
ar það þó meirá frá réttu, en
aö segja Vestur yfir fjörðinn
frá Öndverðarnesi. Og auk
þess mætti láta sér detta í
hug, að Flóki hafi bókstaf-
lega siglt vestur ýfir fjörö-
inn til Látrabjargs, eða
Rauðasands, en siglt svo ínn
með Barðaströndými inn í
Vatnsfjörð. Þannig myndu
sj ómenn landabréfalausir og
án áttavti, gjöra enn þann
dag í dag. Þetta er svo aug-
Ijóst mál.
2) Landnáma segir „Þá var
fjörðurinn fullur af veiði-
skap“. ÁÖur en lengra er far-
ið er bezt að leiðrétta þá mis-
sögn H. P. B. að Vatnsfjörður
sé 85 faðma djúpur, en Breiði
fjörður þar út af 6—8 faðm-
ar. Vatnsfjörður við Barða-
strönd er hvergi dýpri en 30
faðmar og út úr honum liggur
áll, alla leið til hafs, sem er
hvergi grynnri en 25 faðmar.
Sumarið 1942 dró sá er þeita
ritar 500 væna þorska úr
Vatnsfirðj á einum degi. Á því
má sjá, að fiskur gengur í
fjörðinn, en þess má geta að
það er óvanalegt, að fá svo
mikinn fisk á einum degi.
Nú er það engan veginn víst
að höfundur Landnámu hafi
átt við að fjörðurinn hafi ver
Eftir Giiðimmd J. Eiiiarsson, Brjánslæk
ið fullur af þorski. Því til er
annar veiðiskapur. Lúða hefir
veiözt hér í firðinum fram á
þennan dag, og var fyrir hálfri
öld ógrynni af þeim fiski. Sel
ur hefi sjálfsagt verið hér í
tíð Flóka, ekki síður en nú.
Og þá heíir líklega lundi, æð-
arfugl og fleiri fuglar verið
hér fyrir. Vafamál er hvort
farmaður sennilega matarlít-
iil hefði getað hitt á öllu aíla
legri stað á þessu landi held-
ur en Vatnsfjörð við Barða-
strönd. Þorskur, lúða, selur og
fugl. Bíður nokkur betur?
3) Það sem H. P. B. talar
um hafnleysu hér á Vatns-
firöi. Þá myndi maður freist
ast til að halda, að maðurinn
hefði aldrei hér komið, að
maður nú ekki tali um, að
hann segir land hér vera sæ-
bratt. Þetta hvorttveggja er
alrangt. Hugsið ykkur fjörð,
sem liggur frá suðrj til norð-
urs og fyrir minni fjarðarins
er eyja, sem lokar firðinum
til hálfs, fjörðurinn er c.a. 1%
dönsk míla á lengd og hvergi
meira en y2 míla á breidd.
Botninn er leir 8—30 faðma
djúpur. Engin minnsta kvika
af útfjarðarbáru hvað þá haf
sjó, kemst inn á fjörðinn,
hversu vont veður sem er.
Landið fyrir ofan svonefndar
Flókatóftir (þar hefir verið
álitið að veturseturstaður
Flóka hafi verið) eru smá-
hjallar klæddir grasi og smá-
skógi, varla mega teljast klett
ar í þessum hjöllum, en land
ið smáhækkar og loks norður
við Tostransfjarðarskarð, c. a.
8—10 km. leið frá Flókatóft-
um eru klettar. Þannig er
land yfirleitt vestanvert við
Vatnsfjörð. Og þetta er öfug-
mæli að kalla „sæbratt“.
4) Þá telur H. P. B„ að fén-
aður Flóka muni varla hafa
getað fallið við Vatnsfjörð
hér, og vitnar í ummæli Pét-
urs á Stökkum úr Barðstrend
ingabók. Og svo muni þeir
er ekki komust að við veiði-
skapinn, hafa getað aflað
heyja.
Pétur á Stökkum var glögg
ur og skynsamur maður, en
varla myndi hann hafa viljað
láta taka orð sin í Barðstrend
ingabók svo, að fóðurlaus eða
fóðurlítill fénaður, hefðj ekki
og gæti ekki dáið úr harðrétti
við Vatnsfjörð. Því sannleik-
urinn er nú sá, að Brjánslæk-
ur er og hefir verið vetrar-
harðasta jörð í þessari sveit,
og þó víðar væri leitað.- T. d.
s. 1. vetur (og var þó hvergi
hafís landfastur hér við land)
tók svo algjörlega fyrir alla
beit fyrir auðfénað, hvað þá
aðrar skepnur, að 18 vikur sá
engin skepna út úr húsi. Og
þetta er ekkert einsdæmi hér.
Sú beit sem Pétur talar um í
Barðstrendingabók, er innst
inn í Vatnsdal 18—20 km
leið frá bústað Flóka. Það er
óhugsandi að hann hefði get
að notað hana um veturinn,
og lítil líkindi til að hann
hafi um hana vitað. Og auk
þess þrýtur sú beit einnig, ef
snjóa leggur í vestanátt.
Það er hvergi sagt í Land-
námabók, að Flókj hafi ekk-
ert látið heyja. En það er aug
ljóst að það hefir verið of-
lítið. En ekki þarf nú mikið
ímyndunarafl til að hugsa
sér, að eitthvað hafi menn
Flóka „sem ekkj komust að
veiðiskapnum“ haft til að
dunda við.
Við vitum ekki hvenær á
sumri Flóki kom hingaö. En
eitt er augljóst, ef tóftir þær
sem við hann eru kendar,
eru byggðar af mönnum
hans, þá hefir .það verið mik-
ið verk á einu sumri. Það er
því ekki að undra, þótt hey-
skapurinn hafi orðið lítill. Og
máske hefir vetur komið
snemma. Ég held að allir geti
skílið þetta.
| 5) Þá talar H. P. B. um
skipshróf Hrafna-Flóka. Ég
| hygg að enginn viti með
neinni vissu um hvar það hef
I ir verið. Ég hef dvalið hér í
14 ár, og ekki veit ég það, og
hefi engar tilgátur heyrt um
það.
j Flókatóftir (sem kallaðar
eru) eru 5 að tölu, og þær bera
þess merki að þær eru afar
fornar. Lengi vel undraðist
ég'það hvað tóftir þessar voru
greinilegar, ef þær væru frá
tíð Hrafna-Flóka. En svo lét
ég grafa lítið hróf fyrir bát
minn inn í bakkann skammt
frá tóftunum og þá skildi ég
ástæðuna. C. a. 70—80 cm.
undir grassveröinum er feiki-
lega hart jarðlag svo erfitt
er að vinna það með haka
og skóflu. Þetta jarðlag hef-
irð varðveitt tóftirnar frá því
að sökkva meira í jörð.
Eins og áður er sagt, eru
tóftirnar 5. Ein tóftin sem er
lengst frá sjó, er 18 metra
löng. Hún stendur upp við
smáklettabelti í mestu skjóli
fyrir norðannæðingi, eftir
lengdinni að dæma hlýtur
þetta að vera tóft sú er Þ. E.
hefir talið vera hrófið, en tóft
in er ekki á „10 m, há’urn
bakka“ heldur efst á sléttri
sjávargrund c. a. 4 metra yfir
stórstraums flæðiborð. Önnur
tóft er nokkru nær sjó, hún
er 13X8 m. með þvervegg eft
ir miðri tóft, þriðja tóftin er
svipað langt frá sjó, 19 metra
löng en mjó, og er langveggur
eftir heniij endilangri. Þetta
gætu hafa verið tvö hús sam
liggjandi. Fimmta og síðasta
tóftin er beint niður af tóft
nr. 2, hún er lítil aðeins 5X5
metrar.
Hvað hefði nú getað verið’
^hróf af þessum tóftum? Égl
tel útilokað að lengsta tóftin J
Jhafi vei’ið það. Og eru tvær
ástæður því til fýrirstöðu. 1)
Það eru víst algjör einsdæmi
fyrr og síðar að sjómenn
byggi naust sín lengra -frá sj ó
en mannabústaði sína. Og að
Flóki hefði sett skip sitt allt
að því helmingi lengra á land
upp, heldur en hann byggði
skála sinn er fjarstæða. 2)
Um 2C0 faðma frá Flókatóft-
um er nes eitt lítið og hefir
frá ómunatíð verið nefnt
Hrófsnes. 50 faðma utar er
annað nes eða smáklettur og
myndast vík þar á milli .Of-
j antil við vík þessa, er laut
j alldjúp, fyllist hún af vatni
jí haustrigningum og rennur
J lækur úr niður í víkina.
| Þarna hafa því verið ákjósan
! legustu skilyrði til að taka
skipið á land, með þeirrj að-
ferð er H. P .B. segir réttilega
frá í ritgerð sinni. Flóki
þurfti því ekki að setja skipið.
Skip sitt hefir Flókj vitan-
lega geymt í svonefndum
Þrælavog, sem er vogur um
100 faðma fyrir innan Flóka
tóftir. Flýtur þar um flæði 50
lesta skip, botn vogsins er
sléttur og skip skemmast ekki
við að fjara. Þarna gat Flóki
haft skipið þar til ís lagði á
(Framhald á 3. síðu)
Dagur Brynjólfsson á Selfossi
hefir kvatt sér hljóðs hér í bað-
stofunni:
„Ég- vil bjóða „góðan daginn“
í baðstofu Tímans. Þar líta marg
ir inn. Ég býst við, að þar komi (
meðal annars alþingismenn og
ráðherrar.
Ég vil segja við þessa menn,
útaf lagafrumvarpi um friðun J
fugla, sem þeir munu hafa í
smárra, vissa tíma ár hvert. Frv.
séð um það í blöðum, er ég mjög
óánægður með það. Þar á að
leyfa dráp allra fugla, stórra og
smárra, vissa tíma ár hvet. Frv.
er bæði margort og óljóst, svo
að drápþyrstir skotmenn geta
smogið framhjá ákvæðum þess
að geðþótta. Lög, sem þessi, eiga
að vera fáorð og fastmótuð.
„StarkaSur! Óljúft er mér að
troða mér inn í dálka Tímans
með minningarorð um dána
menn o.s.frv. Veit að margir
eiga þangað meira erindi. En
eitthvað í ætt við ræktarsemi
hefir stundum knúið mig til að
rita kveðjuorð.
Hvimleiðast er mér þetta sak-
ir þess, að prentarar lesa illa
skrift mína og virðist suma
þeirra vanta getspeki til að lesa
í málið.
Hér er dæmi úr minningar-
orðum um Jón Sigurðsson, 7. þ.
m.: „Síðustu 3 árin var líkams-
vakan (sic!) gerþrotin", átti
að vera líkamsorkan gerþrotin."
í sömu grein: „Þáði hann
hvíld andans“ o.s.frv., átti að
vera: „þráði hann hvíld dauð-
ans o.s.frv.‘“.
Það á að alfriða alla smærri
fugla hér á landi, og yfirleitt tak
marka allt fugladráp svo, að ör-
uggt sé, að engum tegundum
fækki fyrir handvömm Jöggjaf-
ar. Það er hrópleg illmennska á
hæsta stigi að skjóta smáfugi-
ana, — hvað þá að lögleyfa það,
— þessa indælu gesti okkar, sem
leggja lífið í sölurnar til að
komast hingað á vorin til að
gleðja okkur og færa líf og fjöl-
breytni á þennan hólma.
Heiður sé þeim bændum og
búaliðum, sem banna ailt fugla
dráp í löndum sínum. Það legg
ur drengskaparyl frá þeim mönn
um.
Ég heiti á háttvirta alþingis-
menn að lögleiða þær einar regl
ur um fugla, er séu réttnefnd
fuglafriðunarlög, — sem veiti
fuglum landsins fulla vevnd til
að lifa óáreittir og fjölganni að
því leyti, sem menn fá aðgert,
a.m.k. allir þeir smærri. Þaö
verður hvort sem er enginn feit
ur af drápi þeirra. En unaður
sá, sem fjölskrúðugt fuglalíf
veitir, er ómetanlegur.“
Sammála er ég Degi. Svo er
hér kominn séra Ragnar Ófeigs
son í Fellsmúla og gef ég hon-
um orðið:
Ég skal játa, að rithönd mín
er ekki ætíð nógu greinileg, en
fyrr má rota en dauðrota! Og
ætti að mega lesa í málið, ef
prentarinn hefir nokkra dóm-
greind.
Ég get varla tekið undir með
sr. Valdimar i Stóra-Núpi, er
hann andæfði Einari Benedikts
syni eða gagnrýni hans i Biblíu-
ljóðin í „Nú þykir mér gaman-
ið fara að grána — þeir gera
mig að vitlausum bjána, ég geri
þó hvorki að blikna né blána
o.s.frv.
Mér fellur mjög illa, þegar
blessaður prentarinn gerir mig
að „vitlausum bjána" ‘og snýr út
úr orðum mínum (auðvitað ó-
viljandi). Ég blikna og blána og
ríf klæði mín. Ég virði börn mín
og mig tekur sárt til þeirra. Og
börn mín í þessu sambandi eru
ritsmiðar minar, er ég reyni að
klæða sæmilegum búningi. Vand
læti vegna málsins ætti að vera
aðalsmerki góðra íslendinga."
Fyrir hönd prentarans og próf
arkalesarans, sem bera sameig-
inlega ábyrgð á framangreind-
um prentvillum, bið ég séra
Fagnar afsökunar.
Starkaður.
O N R O E
)
SKRIFSTOFUVÉLAR
Monroe samlagningarvél Monroe margföldunarvél
model 410—11—011 model CAA 10
Höfum fyrirliggjandj hinar heimsviðurkenndu Monroe
skrifstofuvélar frá verksmiðjum í Bandaríkjunum
Hvort sem það er samlagning, frádráttur, margföld-
un eða deiling, gefur MONROE vélin yður rétta svarið.
Leitið upplýsinga hjá kaupfélagi yðar eða einkaum-
boðsmönnum Monroe Calculating Machine Co.:
Samband ísl.samvinnufélaga
Véladeild.
iiiiiiiMiiiiiiiniiiiiimiiimiimiiiiiimiimiiiuiiiiiiiiiiiiimiiHiiMiimmiimiimiiumiiiiiiiniimmMiiniiiiiuiiiiiiu
Áskriftarsími Tímans er 2323
IIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMIMIIIMIIIIIMIIMIIMIIIIUIIimMIIIIIIIIIIIUIimmilllllllllllllllMIIIIMIMIimlllllllllllllllllllllllllllllR