Tíminn - 18.11.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.11.1951, Blaðsíða 2
z. TÍMINN, sunnudaginn 18. nóvember 1951. 262. blað. ')rá kafi til heiía ZÍtvarpið Útvarpið í dag: Kl. 11,00 Messa í kapellu há- skólans. Séra Jón Thorarensen. 13,00 Erindi um málaralist. Hörð ur Ágústsson listmálari. 18,30 Barnatími. Baldur Pálmason. 19,30 Lög eftir Lizt. 20,00 Frétt ir. 20,20 Tónleikar: Óbókonsert í d-moll eftir Vivaldi. Leon Goos sens og strengjahljómsveit leika. Suskind stjórnar. 20,35 Tóm- stundir unga fólksins. Vilhj. Þ. Gíslason skólastjóri. 21,00 Óska stund. Benedikt Gröndal ritstj. 22,05 Danslög 23,30 Dsgskrárlok. Útvarpið á morgun: 12,55 A þ ,.:ú vbgkép mfæy rh Kl. 8,00 Morgunútvarp. — 9,10 Veðurfregnir. 12,10 Hádegisút- varp 12,45—13,30 Óskalög sjúkl- inga (Bjöm R. Einarsson). 15,30 —16,30 Miðdegisútvarp. 18,15 Framburðarkennsla í ensku. — 18,25 Veðurfregnir. 18,30 Is- lenzkukennsla;!. fl. — 19,00 Þýzkukennsla; II. fl. 19,25 Þing fréttir. — Tónleikar. 19,45 Aug- lýsingar. — 20,00 Fréttir og veð urfregnir. 20,20 Útvarpshljóm- sveitin; Þórainn Guðmundsson stjórnar. 20,45 Um daginn og veg inn (Jón Syþórsson veðurfræð- ingur). 21,05 Einsöngur: Skapti Pétursson frá Homafirði syngur. 21,20 Dagskrá Kvenréttindafé- lags íslands. — Erindi: Hið þri- þætta uppeldi (Séra Árelíus Níelsson). 21,45 Búnaðarþáttur: Úr Hrísey; — Gísli Kristjáns- son ritstjóri ræðir við Odd Ágústsson bónda. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 „Fram á elleftu stund“, saga eftir Agöthu Christie; X. (Sverrir Kristjáns- son sagnfræðingur). 22,30 Tón- leikar (plötur). 23,00 Dagskrár- lok. Hvar eru skipin? Ríkisskip: Hekla er á leið frá Austfjörð- um til Akureyrar. Esja fór frá Keflavík í gærkveldi til Gauta- borgar og Álaborgar. Heröubreið er í Vestfjörðum. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gærkveldi til Húnaflóahafna. Þyrill er á Aust fjörðum á suðurleið. Ftugfe'rðir Loftleiðir. í dag verður flogið til Vest- mannaeyja. Á raorgun verður flogið til Akureyrar, Bíldudals, ísafjarðar, Patreksfjarðar, Vest mannaeyja og Þingeyrar. Flugfélag íslands. í dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja. Á morgun eru áætlaðar flugferðir til Akureyrar, Vestmannaeyja, Neskaupstaðar, Seyöisfjarðar og Egilsstaða. Árnað heilla Iljónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband af séra Garðari Svavarssyni ungfrú Karín Jóns- dóttir (Bjömsson málarameist- ara), Laugatungu, Reykjavík, og Árni Jón Þorvarðarson, Vindási, Rangárvöllum. — Heimili þeirra verður í Vindási. Sextugur. Steingrímur Davíðsson, skóla stjóri á Blönduósi varð sextug ur í gær. Var honum haldið sam sæti í barnaskólahúsinu af því tilefni. Úr ýmsum áttum Skólagarðar Reykjavíkur. Nemendur frá s. 1. sumri eru beönir að koma til viðtals í Mela Sjálfshól, sem bergmálar. Sagt er, að til séu svonefnd hóisfélög í þessum bæ. Oftast eru þetta saklaus samtök fárra manna um að nota fengin tæki færi til að hæla hver öðrum og endurgjalda þannig greiða með greiða. Talsverð hætta er á ferðum, þegar starfandi blaðamenn, eða rithöfundar gera sig sek an í þeim ósóma að reyna að blekkja Iesendur sína á þenn an hátt og ætti fólk að vera vel á verði fyrir slíku í bóka- fregnum blaðanna og smálet- urskiausum. Þannig skeði það nýlega að tveir menn í óskild um blöðum bæjarins báru ó- skammtað lof hver á annan. Hlaut að fara svo að f jöldi fólks tæki eftir þessu, þar sem lof- ið var í báðum tilfellunum margfaldað svo gífurlega um- fram allt, sem sanngjarnt get- ur tatizt. — Slík blaðamennska er óheiðarlega í fyllsta máta og varasöm fyrir lesendur, sem ekki eru þvi kunnugir hvar hundurinn er grafinn. skóla klukkan 4 í dag. Þar verð ur afhentur vitnisburður frá sumrinu, sýnd kvikmynd o. fl. Umferð um Rvíkurflugvöll. 1 októbermánuði var umferð um Reykjavíkurfiugvöll sem hér segir: Millilandaflug og flugvél ar varnarliðsins 24 lendingar. Farþegaflug, innanlands 151 lendingar. Einka- og kennslu- flug 130 lendingar. Samtals 305 lendingar. Með millilandaflugvélum fóru og komu tíl Reykjavíkur 364 far- þegar, 7396 kg. farangur, 8965 kg. vöruflutningur og 1747 póst ur. Með farþegaflugvélum í inn anlandsflugi fóru og komu 1773 farþegar, 23283 kg. farangur, 113692 kg vöruflutningur og 4030 kg. af pósti. — Vöruflutningar innanlands hafa aldrei verið meiri í einum mánuði en nú. Aðalfundur glímufélagsins Ármanns verð ur haldinn í samkomusal Mjólk kurstöðvarinnar (Laugaveg 162) miðvikudaginn 21. nóv. kl. 8,30 síödegis. — Dagskrá samkvæmt félagslögum. — Stjórnin. Viðskiptasamkomulag við Ungverjaiand. Hinn 15. nóvember s. 1. var undirritaö í Budapest samkomu lag um viðskipti milli íslands og Ungverjalands. Með samkomulagi þessu er viðskiptasamningur sá, sem gerð ur var milli íslands og Ungverja lands 30. maí 1950, framlengd- ur til loka maímánaðar 1952, með þeirri breytingu, að ekki eru tilteknar upphæðir eða til- tekið magn fyrir einstakar vöru tegundir. Greiðslur fara fram í sterlings pundum á báða bóga. Samningamenn af íslands hálfu voru dr. Oddur Guðjóns- son og dr. Magnús Z. Sigurðsson. (Frá utanríkisráðuneytinu). Happdrætti Neskirkju. Dregið var hjá borgarfógeta í happdrætti Kvenféljgs Nes- kirkju 15. nóv. 1951. — Upp komu þessi númer: ísskápur 29354, ryk suga 12056, hrærivél 18779, mál- verk 15226, straujárn 18785, hrað suöuketill 26841, rafmagnsbrauð rist 840, Ijósakróna 16725, al- fræðiorðabók 28583 og gólfteppi 21311. — Munanna sé vitjað á Víðimel 38. Kvenfélag Neskirkju 10 ára. í tilefni af tíu ára afmæli Kvenfélags Neskirkju efndi fé- lagið til happdrættis s. 1. vetur og fór dráttur fram 15. þ. m. Allur ágóði happdrættisins renn ur í byggingarsjóð Neskirkju, en fjárhagsráð hefir nú heimilaö að byrjað verði á byggingunni. Rannsókn á dauða stríðsfanga hafin Herstjórn S. Þ. hefir ákveðið að láta fara fram nákvæma rannsókn á þeirri ákæru, sem fram hefir komið á herstjórn norðurhersins í Kóreu, að þar hafi verið myrtir 13 þús. stríðs i fangar. Málið mun verða rætt . í brezka þinginu á mánudaginn, J svarar Churchill þá fyrirspurn- um um það. Franska stjórnin nær Pleven, forsætisráðherra Frakka, hefir farið fram á það, að þingið veiti stjórn hans traustsyfirlýsingu í sam bandi við efnahagstillögur þær, sem stjórnin hefir borið fram. Mun atkvæðagreiðsla i fara fram á þriðjudag. Stjórn 1 in er talin mjög völt í sessi, þar sem búizt er við að jafn- aöarmenn sitji hjá, svo og hægri óháðir flokkar, en Gaullistar og kommúnistar greiði atkvæði gegn stjórn- inni. — Aukaskattar þeir, sem stjórnin segist verða að leggja á þjóðina til að bjarga henni undan verðbólgu, nema um 200 millj. sterlingspunda. Sporvagnasporin úr götura notuð til stálsmíða Bandaríkjamenn leggja nú aukna rækt við hagnýtingu brotastáls, sem viðs vegar ligg- ur ónotað í allstórum stíl. Hefir skrifstofa sú, sem sér um hag- nýtingu stálsins, nýlega gefið út tilkynningar, þar sem fólk er hvatt til að hagnýta úrgangs stál, og er verðið á því nú í Bandaríkjunum 42 dalir fyrir smálestina. Leiðrétting #' Sú leiðinlega villa var í frá- sögn Tímans í gær af aðal- I fundi Loftleiða, að formanni félagsins voru lögð þau orð í munn, að stjórn Loftleiða hefði frá öndverðu verið óá- 1 nægð með skipun nefndar I þein-ar, sem átti að athuga- • möguleika til sameiningar j flugfélaganna, enda komið á daginn, að hlutur Loftleiða var fyrir borð borinn og plögg um hennar því mótmælt. Hér var rangt með farið. Formaður Loftleiða tók ein- mitt fram, að þessi nefnd hefði starfað vel, en ummæl- in áttu við aðra nefnd, er skipuð var til þess að skipta á milli flugfélaganna flugleið um. — S.K.T, Nýju og gömlu dansarnir í G. T.-húsinu í kvöld kl. 9 Aðgöngumiðar í G. T.-húsinu kl. 6,30 — Sími 3355 j ánnnttaÆiiiammiiiiimnaaiaoaTOimiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiimBimffl — Kvenfélagið efnir til afmælis fagnaðar í Sjálfstæðishúsinu næstkomandi föstudag. — Núver andi formaður félagsins er frú Halldóra Eyjólfsdóttir, Bolla- görðum. í Fundur um verzlúnar- og viðskiptamál Sameiginlegan félagsfund halda Félag búsáhalda- og járnvörukaupmanna. Félag bókaverzlana, Félag blómaverzlana, Félag ísl. byggingarefnakaupmanna, Félag leikfangasala, Félag matvörukaupmanna, Félag raftækjasala, Félag tóbaks- og sælgætisverzlana, Félag vefnaðarvörukaupmanna, KaupmannaféJ.ag Hafnarfjarðar og Sambluid smásöluverzlana í Tjarnarkaffi, upp, þriðjudaginn 20. þ.m., kl. 20,30. Til umræðu verða aðsteðjandi vandamál á sviði verzlunar og viðskipta. Framsaga verður höfð um eftirgreind málefni: 1. Verðlags- og viðskiptamál 2. Bankamál og reksturfjárskort. Fjöímennið og mætið stundvíslega. Samband smásöliivcrzlana. TILKYNNING; frá frá landbúnaðarráðuneytinu Samkvæmt heimild i 3. gr. laga nr. 11 frá 23. april 1928, um varnir gegn því, að gin- og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúkdómar berist til landsins, hefir ráðu- neytið ákveðið að banna fyrst um sinn þar til annað verður tilkynnt allan innflutning frá Danmörku og Sviþjóð á lifandi jurtum, blómlaukum, grænmeti og hverskonar garðávöxtum. Landbúnaðarráðuneytið, 17. nóvember 1951. t \ \ Áminning til kaupenda utan Reykjavíkur er skulda enn blað- gjald ársins 1951: Greiðið blaðgjaldið til næsta innheimtu- - manns eða beint til innheimtunnar fyrir lok þessa mánaðar. — Þeir kaupendur, er sendar hafa verið póstkröfur til lúkningar á blaðgjaldi ársins 1951, eru mjög alvarlega áminntir um að innleysa þær þegar. ATHUGIÐ! Rlaðið verður ekki sent þeim kaupendum á næstá ári, er eigi hafa lokið að greiða blaðgjaldið fyrir áramót. Ssinhegmta TÍMANS ♦ t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.