Tíminn - 18.11.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.11.1951, Blaðsíða 3
262. blað. TIMINN, sunnudaginn 18. nóvember 1951. 3. í slendirLgaþættir Sextug: Kristín Þórðardóttir Kristín Þórðardóttir, Heklu í Hornafirði á sextugsafmæli 18. nóvember þ.á. Hún er skaftfellsk í báðar ættir, fædd að Brunn- ól á Mýrum 1891 og ólst þar upp með foreldrum sínum og að Eskey í sömu sveit fram um fermingaraldur. Árið 1909 flutt ist Kristín að Heklu í Höfn til Ólafar systur sinnar og manns hennar, Guðna Jónssonar veit- ingamanns og hefir átt þar heima síðan. Veturinn 1912—13 var hún við nám í hússtjórnar- og kvennaskóla í Reykjavík, en hvarf að því loknu aftur heim í Heklu og var hún kærkomin þangað til starfa, því gest- kvæmt og mannmargt var á „hótelinu" í þá daga og lengi síðan og oft samkomur og funda höld og því margt að sýsla. Stína, eins og hún er kölluð, var meginstoð í öllum störfum úti sem inni, enda gædd óhemju starfsþreki og vann öll sín verk með ánægju og gleði og leysti þau svo vel af hendi að slíks eru fá dæmi. Hún er þekkt fyrir myndarskap jafnt í inniverkum og hannnyrðum sem stórverk- um úti við bæði á sjó og landi, og-kunn að hetjulund ef á reyn- ir, þótt ekki sé hún mikil að vallarsýn. Slíkra verk munu lengi lifa og í minnum höfð, ekki sízt er þau eru unnin á sama heimili í rúma fjóra tugi ára, eins og verk Stínu, enda hefir hún hlotið viourkenn- ingu frá Búnaðarfélagi íslands fyrir störf sín og trúmennsku. Kristín hefir staðgóða þekk- ingu á störíum til sjávar og sveita en er líka fróð, minnug og ljóðelsk. Yfirborðsmennsku á Kristín ekki til, enda er hún vel gefin, ber með sér einkenni stórrar sál ar og guðelskandi hugarfars. Hún lét sér alltaf mjög annt um systursyni sína og tók þátt í uppeldi þeirra eins og væru þeir hennar eigin börn, og þeg- ar litlir frændur. og frænkur hafa bætzt í fjölskylduhópinn hafa þau átt vísa ástúð henn- ar og umhyggju. Á þessu merkisafmæli Krist- ínar mun hún fá mörg hlý hand tök og vinir og ættingjar fjær nær senda henni árnaðarósk-- ir. Hjónin á Heklu, börn þeirra og barnabörn þakka henni það liðna, einstaka ljúfmennsku hennar og kærieika til þeirra og óska henni sólbjartra og langra iífdaga. X. Útbrotaveiki á fótum sauðfjár í Skagafirði Eins og kunnugt er, kom upp s.l. haust í Steinholti í Skaga- firði veiki, sem er mjög iík og sennilegast sams konar veiki og útbrotaveiki sú í Skotlandi, sem nefnist þar Strawberry-foot-rot (jarðarberjafótrot). Þessi veiki kom upp á Ríp í Skagafirði haustið 1950. Eftir að veikinn- ar hafði orðið vart í Steinholti var fyrirskipað að skoða allt fé á bæjum í nágrenni Steinholts, en við þá skoðun kom í ijós, að veiki þessi var orðin allútbreidd, én aðallega á bæjum, þar sem féð gengur á votlendi. Rannsóknir og tilraunir á rannsóknarstöðinni á Keldum benda til þess, að fé, sem feng- ið hefir veikina verði ónæmt, en hve lengi ónæmið varir veit maður ekki. Lækningatilraunir benda til þess, að veikin sé frem ur viðráðanleg. Þá hafa ýmsir haldið því fram, að þetta sé gamalkunn veiki, sem oft hafi sézt í öðrum byggðarlögum, einkum vestra. Er hér þó ekki um sannað mál að ræða, hvað þessar staöhæfingar snertir. Að þessu athuguðu taldi ég, að veikin væri ekki svo alvarlegs eðlis, að ástæða væri til rót- tækra aðgerða, og féllst stjórn- arráðið á það. En þrátt fyrir það og af alveg sérstökum á- stæðum varð ekki komizt með öllu hjá niðurskurði. Svo er mál með vexti, að síð- ast liðinn vetur brann íbúðar- húsið í Steinholti. Bóndinn þar varð að byggja yfir sig síðast lið j ið sumar og er hann auk þess heilsulaus, var því ekki sinnt J heyskap sem ella og þar við j bættist mikill töðubrestur, svo j heyaflinn varð miklum niun minni en áður. Hann afréð því að byggja um 80 ær tveim mönn um á Reykjaströnd. Það er í Skarðshreppi. En þegar veikin kom upp í Steinliolti, sem áður er getið, fyrirbauð oddviti Skarðshrepps, fyrir hönd hrepps nefndarinnar, að kindurnar væru fluttar út á Reykjaströnd | þar sem ekki var vitað, að veik- innar hefði orðið þar vart. Var ég þar og á sarna máli. Bónd- inn í Steinholti stóð þá með um 80 fjár, sem hann hafði ekki foður fyrir og heldur ekki aö- stöðu til að hirða sökum las- leika. Hann óskaði þvi úrskurð- ar stjórnarráösins um, hvað (gera skyldi. Að þess tilhlutan var reynt að koma fénu í fóður á þeim bæjum, er veikin hafði gert vart við sig, en það tókst ekki, allir höfðu nóg með sig. — Þegar útséð þótti um það, var tekið til þess úrræðis að lóga þessum fyrir- huguðu fóðrakindum. Þessa greinargerð hefir þótt rétt að birta til þess að fyrir- byggja misskilning og missagn- ir um þetta mál. Reykjavík, 16. nóv. 1951, Sigurður E. Hlíðar, yfirdýralæknir. Ljóð og lelkrlt Páls Árdals Næstu daga kemur á bóka- markaðinn á vegum Norðra vönduð heildarútgáfa á ljóöum og leikritum eftir Pál J. Árdal. Páll J. Árdal er eitt af vin- sælustu alþýðuskáldum þjóðar- innar. Hann orti lipurt og létt og svipaði til frænda síns, Jón- asar Hallgrímssonar, hvað þýð ieik snertir. Ljóð og lausavísur eftir hann urðu landfleyg á sín um tíma, og sum kvæða hans eru sungin enn þann dag í dag. Hvatningaljóð hans eiga erindi til þjóðarinnar nú, eigi síður en fyrir hálfri öld eða meira, þegar þau kornu fyrst fyrir almenn- ingssjónir. Ljóðmæli Páls komu tvívegis út, í síðara skiptið fyrir nærri þrjátíu árum. Má búast við, að þau séu orðin ókunn yngri kynslóðinni, en nú er bætt úr því með þessari prýðilegu útgáfu Norðra af kvæðum og leikritum skáldsins. Þó að Páll J. Árdal væri gott ijóðskáld, varð hann þó ef til vill ennþá kunnari sem leikrita höfundur, og þar mun hans minnzt rækilega í bókmennta- sögunni. Hann er að sumu leyti einn af frumherjunum í ís- lenzkri sjónleikagerð. Áður en hann samdi fyrstu leikrit sín, var ekki um auðugan garð aö gresja í þeirn efnum. Útilegu- menn Matthíasar og Nýjársnótt Indriða Einarssonar voru einu leikritin, sem nokkuð kvað að. Leikrit Páls urðu mjög vinsæl og víða leikin, enda eru þau létt og skemmtileg og fyndnin græskulaus, þó að ádeilu skorti þar engan veginn. „Skjaldvör tröllkona“, sem í fyrsta sinn kemur á prent í safni þessu, er hliðstæö hinum gömlu og góðu þjóðlegu leikritum. Svo er um fleiri af þeim leikritum, sem í bókinni eru. Útgáfa ritsafns þessa er prýði lega af hendi leyst. Steindór Steindórsson frá Hlöðum hefir búið undir prentun, en dóttur- sonur skáldsins, Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor, ritar ýt- arlégan formála, þar sem hann gerir grein fyrir skáldskap afa síns og rekur helztu æviatriði hans. ■1! STRAUMLAUST VERÐUR KL. 11—12. I v.v.v.v.w.v.v.v Rafmagnstakmörkun Mánudag 19. nóv. 4. hluti: Austurbærinn og miöbærinn milli Snorrabraut- ar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. Þriðjudag 20. nóv. 5. hluti: jí Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og í Bjargargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtiö meö ‘l !; flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, / Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. !> Miðvikudag 21. nóv. 1. hluti: Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes. í* Fimmtudag 22. nóv. 2. hluti: 5^ «! Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vest ’« ;! ur aö markalínu frá Flugskálavegi viö Viðeyjar- !; ;! sund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar !!; í við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnesið að Sund «! laugarvegi, Árnes- og Rangárvallasýslur. Föstudag 23. nóv. 3. hluti: ;■ Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin, !; - Teigarnir, og svæö'iö þar norðaustur af. !!; i í !■ Straumurinn verður rofinn skv. þessu þegar og að svo «! !; miklu leytf, sem þörf krefur. ;! !; SOGSVIRKJUNIN í ^.V.V.V.VAVSVV.V.V.W.V.W.V.Y.VV.W.V.V.’.V.'.VV Fjölmemi og ánægju leg Framsóknarvist Síðastliðið fimmtudags- kvöld var á vegum Framsókn arfélaganna spiluð Framsókn arvist í Breiðfiröingabúð. — Vistinni stjórnaði Kristján Friöriksson framkvæmdastj. Þegar búið var að spila og af- henda verðlaun, flutti Helgi Benediktsson, útgerðarmaður í Vestmannaéyjiun stutta ræðu. Þá talaöi einnig Karl Kristjánsson, alþm. Var ræð- um þeirra óspart fagnað. — Bjarni Bjarnason frá Skáney í Borgarfirði, sem mættur var þarna á vistinni, stjórnaði al- mennum söng. Kristján Frið- riksson gat þess, að vel við- eigandi væri, að þess^ sam- koma sendi Vigfúsi Guð- mundssyni, gestgjafa, sem nú er á ferðalagi vestur í Ame- ríku, árnaðaróskir og kveöju. Var það samþykkt með al- mennu lófataki. Samkoma þessi var á allan hátt mjög ánægjuleg og var húsið al- veg fullskipað. Ákveðið er að eitt slíkt skemmtikvöld verði fyrir jól. Veröur það senni- lega um næstu mánaöamót. RJÚPUR LUNDI HeildsöluMrgðir hjá: HERÐUBREIÐ Sími 2678 ♦ t .V.Y.1 TILKYNNING 1 Höfum opnað á ný l i i Verzlunín Skúlaskeíð h.f. >; Skúlagötu 54 ■; ■: ■: w.v.v.w.w.v.w.v.v.v.v.w.w.v.v.w.ww.v.% Eftir áraiuótm fraiuleiðuiu við aftur HELLU-OFNA af öllum stærðum. 15 ára reynsla hér á landi Spyrjið um verðið it ♦♦ ♦* ** n ♦♦ :: it H :: I :: S ♦♦ ♦♦ H :: 8 ti ♦♦ ♦♦ ♦♦ :: 8 8 8 H/rOFNASMIÐJAN llNHOttl 10 JAVir - (SIANDI B88n8t88888»mmn8CT;888ntt:88m88888 8 8 s 8888888»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.