Tíminn - 24.11.1951, Qupperneq 2
267. blað.
TÍMIINN, laugartlaginn 24. nóvember 1951.
HONIGS
VANILLABUÐINGUR
ROMMBÚÐINGUR
BLANDAÐIR BUÐINGAR, 6 teg. í ks.
SUKKULAÐIBUÐINGUR
KARAMELLUBÚÐINGUR
ÁVAXTABÚÐINGUR
V ANILL ABÚÐIN GUR
BLANDAÐIR BÚÐINGAR, 6 teg. í ks.
HONIGS: 80 og 144 pk
CUSTARD 200 gr. pk.
CUSTARD 3% oz. pk.
nú fyrirliggjandl.
þessar tegundir höfum við
Allar
nsson
MYSUOSTUR
Btjómaostur
30% ostur
40% ostur
Heildsölubirgðir hjá
HERÐUBREIÐ
W.V.W.W.V.V.W.V.VAW,
.■.V.V.’.V.V.
r kafi tií heiía
tJtvarpið
Útvarpið í dag:
Fastir liðir eins og venjulega.
20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og
tríó. 20.45 Leikrit: „Fabian opn-
ar hliðin“ eftir Valentin Corel.
Leikstjóri: Þorsteinn Ö. Steph-
ensen. 22.00 Fréttir og veður-
fregnir. 22.10 Danslög (plötur).
•— 24.00 Dagskrárlok.
Hvar eru skipin?
Sambandsskip:
Hvassafell fór frá Vestm.-
eyjum 18. þ.m. áleiðis til Helsing
fors. Væntanlegt þangað n.k.
mánudag. Arnarfell er í Bilbao.
Jökulfell lestar freðfisk fyrir
Norð-V esturlandi.
Ríkisskip:
Hekla er í Reykjavík og fer
þaðan á mánudaginn vestur um
land í hringferð. Esja var í
Gautaborg í gær. Herðubreið
er á Austfjörðum á norðurleið.
Skjaldbreið fer frá Reykjavík
í dag til Skagafjarðar- og Eyja
fjarðarhafna. Þyrill er á leið til
Reykjavíkur að vestan og norð
an. Ármann fór frá Reykjavík í
gærkvöld til Vestmannaeyja.
Eimskip:
Brúarfoss fer frá Reykjavík
kl. 22,00 í kvöld 23.11. til Bou-
logne og Amsterdam. Dettifoss
fer frá Hull á morgun 24.11. til
Reykjavíkur. Goðafoss kom til
London 21.11., fer þaðan vænt-
anlega 23.11. til Rotterdam og
Hamborgar. Gullfoss fer frá
Reykjavík kl. 12,00 á hádegi á
morgun 24.11. til Leith og Kaup
mannahafnar. Lagarfoss kom
til New York 8.11., fer þaðan
25.11. til Davisville og Reykja-
víkur. Reykjafoss er í Hamborg.
Selfoss fer frá Reykjavík kl. 18
í dag 23.11. til ísafjarðar, Siglu
fjarðar, Akureyrar og Sauðár-
króks. Tröllafoss kom til New
York 19.11. frá Reykjavík.
Vatnajökull fór frá New York
22.11. til Reykjavíkur.
Flugferðir
I.oltleiðir:
í dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar, ísafjarðar og Vest-
mannaeyja. Á morgun verður
flogið til Vestmannaeyja.
Messur
Dómkirkjan.
Messa kl. 11 f.h. Séra Jón Auð
uns. — Messa kl. 5 e.h. Séra
Óskar J. Þorláksson. — Barna-
samkoman í Tjarnarbíói á
morgun fellur niður.
Reynivallaprestakall.
Messað að Reynivöllum kl. 2
e.h.
Séra Kristján Bjarnason.
Nesprestakall.
Messað í Fossvogskirkju kl.
2. Séra Jón Thorarensen.
Lauganeskirkja.
Messa kl. 2, séra Garðar Svav
arsson. Barnaguðsþjónusta kl.
10,15.
Blöð og tímarit
Skinfaxi,
3. hefti þessa árgangs er kom
ið út. Af efni þess má nefna
Ávarp sambandsráðsfundar UM
Fí, grein um æskulýðsmót í
Elverum eftir Daníel G. Einars
son, þáttur um Halldóc Kiljan
Laxness, grein um rafveitur til
sveita erlendis eftir Jakob Gísla
son, Tóbak og brennivín eftir
Kristján Jónsson, þátturinn af
erlendum vettvangi, Eiga ung-
Guðmundur G. Ilagalín.
Ilafnfirðingar, munið bók-
menntakynninguna í Bæjar-
bíói kl. 1,15 á morgun. Þar lesa
Kristmann Guðmundsson, Guð
mundur G. Hagalín og Þorberg-
ur Þórðarson upp úr verkum
sinum, en auk þess verður upp-
lestur leikara og ejnsöngur.
mennafélögin að vera hlutlaus
í trúmálum og stjórnmálum eft
ir Asger Dúe, íþróttaþáttur, hér
aðsmótin 1951, íþróttagreinar
Eiðsmótsins, frá sambandsráðs
fundi, félagsstarfinu og m. fl.
Gerpir,
októberheftið 1951 er komið
út. Skúli Þorsteinsson á þar
kvæði um Austfirðing, Björn
Þorkelsson skrifar ófriðarþanka
og sáttaspjall, þátturinn Um
strönd og dal, Árni Vilhjálms-
son um kynnisför til Noregs,
fundargerð Fjóröungssambands
Austurlands, Búnaðarsambands
Austurlands og fulltrúafundar
f j órðunessamtakanna.
Úr ýmsum áttum
Þingið.
Neðri deild þingsins sam-
þykti í gær til annarrar um-
ræðu frumvarp um lagagildi
varnarsamnings Islands og
Bandaríkjanna, frumvarp um
raforkulánadeild Búnaðarbank-
ans, frumvarp um úthlutun
listamannalauna, bæði til ann-
arrar umræðu, breytingartil-
lögur frá forsætisráðherra við
frumvarp um togarakaup rik-
isins um heimild handa ríkis-
stjórninni að ábyrgjast 6,5 milj.
króna lán til þess að setja oliu-
kyndingu í gömlu togarana, og
frumvarpið sjálft til þriðju um-
ræðu, og frumvarp um breyt-
ingu á útsvarslögum til ann-
arrar umræðu,
Aðalfundur Glímufélagsins
Ármanns
var haldinn 21. þ.m. Formað-
ur setti fundinn og las upp árs-
skýrslu félagsins. Félagsstarfið
var með miklum blóma s.l. ár.
Félagið hafði 12 kennara í bjón
ustu sinni, en kenr.slustundir
voru 41 á viku. Margir íþrótta-
sigrar voru unnir á árinu, og
átti félagið sigurvegara í öll-
um þeim íþróttagreinum, sem
það hefir á stefnuskrá sinni og
keppt er í. Mikið var unnið við
íþrótasvæði félagsins við Nóa-
tún og er kostnaður við það orð
inn um 280,000 krónur. Næsta
sumar verður hlaupabi'autin
fullgerð og byrjað að reisa fé-
lagsheimili.
Hinn ötuli formaður félags-
ins, Jens Guðbjörnsson, var
endurkjörinn formaður og er
það í 25. sinn. í tilefni af því
var honum færð forkunnarfög-
ur skál að gjöf sem vottur virð-
ingar og þakklætis frá stjórn
félagsins, eldri og yngri Ár-
menningum. Einnig var konu
hons gefin fögur stytta, en hún
hefir í öll þessi ár staðið með
manni sínum í hinu óeigin-
gjarna starfi. Þoi’steinn Einars
son, íþróttafulltrúi, afhenti gjaí
irnar með ræðu, en einnig tóku
til máls Guðm. Kr. Guömunds-
son, form. íþi’óttanefndar ríkis-
ins og Gísli Halldórsson, form.
íþróttabandalgs Reykjavíkur
Meðstjórnendur Jens voru kosn
ir: Baldur Möller, Gunnl. J
Briem, Tómas Þorvarðsson, Sig
G. Norðdahl, Þorbjörn Péturs-
son og Eyrún Eiríksdóttir, í
varastjórn: Sigríður Andrés-
dóttir, Magnús Þórarinsson
Magnús Ármann, Valgeir Ár-
sæisson og Pétur Kristjánsson.
Fundurinn var vel sóttur og
einhugur um að starfa af kapp:
að hinum miklu framkvæmd-
um félagsins.
islenzk-ameríska félagið
hélt fyrsta skemmtifund sinr
á þessum vetri í Sjálfstæðishús
inu á fimmtudagskvöld, og vai
hann mjög fjölsóttur. Formaðui
félagsins, Vjlhjálmur Þór
setti fundinn með ræðu, 0£
skýrði hann meðal annars frá
því, að undanfarhx þrjú ár haf:
félagið útvegað 20 íslenzkum,
námsmönnum styrki til háskóla I
náms í Bandaríkjunum, en nú1
lægju fyrir yfir 30 umsókixir j
fyrir næsta skólaár. Auk þess
hafa farið vestur á vegum fé-
lagsins fimm manns til verk-
náms í ýmsxxm greinum og
dvelst það fólk eitt ár ytra.
Loks hefir félagið, ásamt Col-
umbiasjóði Steingríms heitins
Arasonar, en Háskólinn geym-
ir þann sjóð, boðið hingað
fyrsta ameríska námsmannin-
um. Er það ungur maður frá
New York, Walter Magee, sem j
leggur stund á íslenzku við nor-
rænudeild Háskólans.
Morris Hughes, sendifulltrúi
Bandaríkjanna, flutti einnig
ræðu á fundinum, og skýrði
hann meðal annars frá uppruna |
Thanksgiving Day. Er þessi J
ameríski hátíðisdagur þannig1
til kominn, að frumbyggjar íj
Bandaríkjunum fyrir tæplega!
350 árum þökkuðu fyrir fyrstu
uppskeru sína í hinum nýja
heimi.
Skemmtiatriði voru þau, að
R: Beasley lék á píanó, Guð-
mundur Jónsson söng og Hill-
Billy hljómsveit skemmti. Fund
urinn fór ágætlega fram og
gengu margir í félagið á hon-
um.
Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur
hafa borizt eftirfarandi gjaf
ir til kaupa á geislalækninga-
tækjunum:
Eimskipafélag Reykjavíkur h.
f. kr. 500, Harald Faaberg kr.
500, X, Y og Z kr. 300, S.S. kr.
100, til minningar um Guð-
björgu Jónsdóttur frá foreldr-
um og systrum kr. 1.400,00.
Innilegar þakkir færi ég öll-
um gefendunum. F.h. Krabba-
meinsfélags Reykjavíkur,
Gísli Sigurbjörnsson.
Suftnrcyri
| (Framhald af 1. síðu.)
ir ofan hafnargarðinn. Niðri
á bátabryggjunum eru tveir
geymar, og rennur olían sjálf
krafa í þá úr geyminum ofan
við hafnargarðinn.
Leiðslan gegnum þorpið.
| Leiðslan liggur frá aðal-
geyminum í gegnum endi-
langt þorpið, og er hún um
einn kílómetri á lengd. Er
hægt að ná úr henni olíu
handa húsunum á átta stöð-
um, og mun sá háttur ekki á
annars staðar hér á landi,
nema í Húsavík, að því er
blaðið veit.
t
TILKYNNING
frá fjárhagsráði
Umsóknarfrestur um ný fjárfestingarleyfi fyrir árið
1952 er til 31. desember næstkomandi. Þurfa umsóknir
að vera póstlagðar fyrir þann tíma.
Umsóknareyðublöð hafa verið send oddvitum og
bæjarstjórum og í Reykjavík fást þau í skrifstofu fjár-
hagsráðs, Ai-narhvoli.
Reykjavik, 23. nóvember 1951
t
Fjárhagsráð t
Til athugunar fyrir
mjólkurframleiðendur
DEOSAN-efni, sem bæði þvo og sótthreinsa, er ó- .
missandi á hverju heimili, sem framleiðir mjólk. Leiö- 4
arvísir með fullkomnum upplýsingum sendur hvert á £
land sem er eftir beiðni.
S/f Magni Guðinuudsson
Laugavegur 28, Reykjavík — Sími 1676, símnefni EMM
Áskriftarsími Tímans er 2323