Tíminn - 01.12.1951, Síða 1

Tíminn - 01.12.1951, Síða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn 1 Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og' 81303 Afgreiðsli ími 2323 Auglýsingasími 81300 j? Prentsmiðjan Edda í 35. árgangur. Reykjavík, laugardaginn 1. desember 1951. 273. blat'a Það er þorskur, sem „R 96” á að veiða á Islandsmiðum í vetur Svíar panta rafmagnsíæki til ferskvatns- veiða vegna laxaklakstöðva sinna Þýzka tilraunaskipið „R 96“ hefir þegar farið nokkrar ferðir á Norðursjó með rafmagnsveiðitæki sín, en öllu er haldið vandlega leyndu um árangurinn af þeim veiðiferð- um. Þýzkir fiskimenn og aðrir, sem að veiðum eru í Norð- ursjó, hafa kvartað yfir því, að rafniagnsveiðiskipið trufíi talstöðvar og móttökutæki. — Á að veiða þorsk. Herbert Peglow, einn upp- finningamannanna, hefir þó lýst yfir því opinberlega, að slíkar kvartanir séu ekki til annars en brosa að. í sam- bandi við þessar umræður hef ir fiskifræðingurinn dr. C. F. Meyer, annar uppfinninga- manna, látið hafa eftir sér þessi orð: „Þaö er ekki um ofveiði að ræða í Norðursjó. Hitt hefir gerzt, að fiskurinn er farinn að breyta um stöðvar, af því hitastigið breytist. Fiskar og fuglategundir, sem áður fund ust aðeins í hitabeltinu, finn- ast nú oft á okkar breiddar- stigi. Það veiðast sardinur í Norðursjónum, og ókunnra fiskitegunda hefir orðið vart á veiðislóðum okkar. Jafn- framt koma fram stórar fiski- torfur í Barentshafi og viðar í norðurhöfum. Þaö geta nú sem fyrr komið slæm og. góð fiskiár, en stofninn í heild er ekki skertur. Fiskurinn er í þess staö farinn að nema nýjan sjó.“ I ferð þeirri, sem R 96 á að fara á íslandsmið í vet- j ur, ef kostur er, á að leggja áherzlu á það að veiða þorsk. Stórt svæði fyrir framan togarann verður rafmagnað, og fiskurinn veltist inn í vörpuna, þegar hún er dreg- in um sjóinn. Seinna á að reyna þessi veiðibrögð við síld, en um j slíkt er engin reynsla feng- | in. Er þá gert ráð fyrir að finna síldina með bergmáls- dýptarmæli, en skoða torf- urnar síðan með neðansjáv- arradar. Að umkringja svæði framtíðarfyrirætlun. Þessi nýja veiðiaðfer'ð hef- ir fætt af sér ýmsar áætlán- jr. Dreymir upphafsmenn raf- magnsveiðanna um það að umkringja heilar fiskitorfur með rafstraum. Rússneski prófessorinn Sjaernigin hefir einnig fært sönnur á, að þetta er hægt. Með því að þrengja (Framhald á 2. siðu.) komin út Fjallkirkian eftir Gunnar Gunnarsson í þýðingu Hall- dórs Kiljans Laxness er nú komin út, prýdd um hundrað teikningum eftir son höf- undar, Gunnar Gunnarsson listmálara. Er þetta geysistór bók, nær átta hundrað blað- síður í stóru broti og prentuð með smáu letri. Teikningar Gunnars yngra Gunnarssonar í bók þessari eru mjög skemmtilegar. Er ekki ólíklegt, að margir hafi gaman af því að sjá þau svo listilega uppmáluð, Ketil- björn á Knerri, Guðmund Jónatansson, Maríu Mens, Stefán snikkara, Grím á Úlfsstöðum, Beggu gömlu, Barna-Björn, Mela-Matta og aðrar söguhetjur Gunnars. lauginni á Akranesí vegna mænuveikinnar Tveir löiimðust í KÍðastlIðimti vikn Mænuveikin heldur enn áfram að stinga sér niður & Akranesi. Hafa nú nýlega komið fram nökkur ný, væg tib felli, án lömunar, og í síðustu viku lömuðust tveir sjúklingai, lítill drengur innan skólaaldurs og kona á þrítugsaldri. Ena þá fjórir, sem Iamazt hafa í þessum faraldri á Akranesi. Sími í haust á 8 bæi í Staðarsveit Frá fréttaritara Tímans í Staðarsveit. í haust var lagður sími á átta bæi í Staðarsveit, til viðbótar þeim, sem áður höfðu fengið síma. Enn eru þó eftir ellefu bæir símalausir .í sveitinni. Er það eindregin von fólks, að allir þess ir bæir fái síma á næsta ári. Margir þessara bæja eru harla afskekktir, og því brýn þörf á sima. Flutt i nýja mjélkur- samlagið á Sauðárkróki Frá fréttaritara Tímans á Sauðárkróki. Um þessar mundir er verið að taka að fullu í notkun hið nýja og myndarloga hús Mjólkursamlags Kaupfélags Skag- firðinga á Sauðárkróki. Hófst mjólkurvinnsla í hinum nýju húsakynnum í gær. — Það var byrjað á bygg- ingu hússins árið 1948, er reist var ostageymsla, er fljótlega var tekin í notkun, en annað af húsinu var reist árin 1949 og 1950. Bygging þessj er 77 metra löng og 16—17 metrar á breidd og tvær hæðir að nokkru leyti. Öll vinnsla mjólkur- innar fer fram á neðri hæð, en á efri hæð er ibúð fram- kvæmdastjórans, Sólbergs Þorsteinssonar, og skrifstof- ur fyrirtækisins. Minni mjólk í ár . Undanfarin ár hefir mjólk- urframleiðsla í Skagafirði far ið sívaxandi frá ári til árs, en nú mun sennilega heldur öraga úr henni í bili. Veldur þar hvort tveggja, að saúð- fé fjölgar nú í héraðinu og tööufall var með minna móti í sumar, svo að ýmsir hafa fækkaö kúm. Karlakórinn Fóstbræður er ára um þessar mundir Mcldm* þrjá afmælisliljjoiiileika í næstu vlkti og afmælisltóf næsta langai’dag Karlakórinn Fóstbræður, áður Karlakór K. F. U. M„ verður 35 ára um þessar mundir, stofnaður í nóv. 1916. Stjórn kórsins og söngstjóri skýrðu fréttamönnum frá starfsemi kórsins og ákve'ðn- um afmælishljómleikum í gær. Fyrsti samsöngur kórsins var 25. marz 1917, og voru kórfélag ar þá 20. Söngstjóri kórsins var Jón Halldórsson frá upphafi til ársins 1949, er Jón Þórarinsson tók við söngstjórninni og hefir hana með höndum nú. Margar söngskemmtanlr. Kórinn hefir frá upphafi hald ið söngslcemmtanir árlega og stundum nokkrum sinnum á ári aðallega fyrir styrktarfélaga sma, en einnig almennar og op inberar söngskemmtanir, svo og margsinnis sungið á almennum samkomum og tyllidögum Reyk vikinga við ágætan orðstír. Tvisvar hefir kórinn farið utan í söngför, árið 1926 til Noregs og áriö 1931 til Danmerkur. í söngför Sambands ísl. karlakóra (Framhald á 7. síðu) Karlakórinn Fóstbræður eins og hann er nú skipaður. 1 miðri fremstu röð situr söngstjórinn, Jón Þórarinsson. Um 40 tilfelli. — Við urðum mænuveik-5 innar fyrst varir 10. október, sagði dr. Árni Árnason, hér-’ aðslæknir á Akranesi, vi® tíðinð”— - ins í gæi , ■ inu sjúkdómstil“ íellin alls vera orðin un. íjörutíu. Virðist veikinnat’ gæta mest í börnum innan. skólaaldurs og nokkuð í ungll ingum fram um fermingar« aldur. íbúar á Akranesi em 2600, svo að ríflega 1,5% hafa sýkzt. Skólaleikfimj takmörkuð — sundlaug lokað. Horfur voru á því um skeið, að veikin væri að dvína, er.\ svo hefir ekkj orðið. Hefir þvíi verið gripið til þess ráðs aö hætta alveg leikfimiæfingum barnaskólabarna, en í gagn-. fræðaskóla eru aðeins hafð- ar um hönd léttustu æfingai, þar eð mikil áreynsla er tai- in hættuleg þeim, sem kunní’, að sýkjast. Sundlauginni hefir veriö alveg lokað vegna hugsan- legrar sýkingarhættu. Horfna nantið fnnd- io - innan girðingar ! í gær fór fram enn á ný skipu leg leit að nauti því, sem 'hvarf' í nautagiröingu að Hvammi untí. ir Vestur-Eyjafjöllum í haust, og fannst nautið í þeirri leit. I Nautagiröingin, sem er mjög: , traust, er í hlíðinni við Hvamm, • og fannst nautið í gilskorningi. ! uppi í brekkunum, innan girð lngar. Hafði það sýnilega hrapaö i þar fram af kletti. Hefir það sennilega drepizt þegar er þaíi' hrapaði eða skömmu eftir það. Ný efnahagsað- stoð við ísland 28. nóvember var tilkynnt £ Washington, að ísland heföi ver ið veitt 350 þúsund dollara við bótarframlag frá efnahagssam- vinnustjórninni til vörukaupa I dollaralöndum. i ágúst fékk is- land 250 þúsund dollara í sama skyni, en ekki hefir enn verið ákveðið, lrvort þessar upphæðir séu lán eða óafturkræf framlög. Bein aðstoð á vegum Marshali hjálparinnar frá 1948 nemur 22,3 milljónum dollara, en að- stoð frá greiðslubandalagi 8,5 milljónum dollara. .

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.