Tíminn - 13.12.1951, Page 3

Tíminn - 13.12.1951, Page 3
283. blað. TfMINN, fimmtiKlaginn 13. desember 1951. Allt nýjar bækur frá SETBERG Aiberto Moravia er einn hinn kunnasti af yngri rithöfundum á ítalíu. Fyrsta bók hans, „Gli In- diferenti", kom út 1929, og lýsir hann í henni ítalskri yfirstétt af mjög beisku raunsæi. Seinna beindist nöpur gagnrýni hans meira að þjóðfélaginu almennt. Þessi saga, „DÓTTIR RÓMAR“, (La Romana), kom fyrst út í Rómaborg árið 1947 og gerði höfundinn heimsfrægan. 1 innlendum og erlendum blööum hefir hið mesta hrós veriö borið á „Dóttur Rómar“, en annars staðar hið gagnstæða. Guðmundur Daníelsson, rithöfundur, segir m.a. í dagblaðinu Vísi: „Æviraun Adríönu vex og vex og lyftir henni að lokum upp á sviö hins harmræna og ósegjanlega, langt fyrir ut- an og ofan tilfinningaheim liversdagsmanneskjunnar, sem situr á knæpum og reikar um torgin. Sagan af ástum Adríönu cg stúdentsins er að mínum dómi einhver hin snilldarlegasta, sem ég hef lesið, hún er raunsöm í nekt sinni, átakanleg í sinni harðneskjulegu fegurð'". — Erlendur ritdómari hefir komizt svo að orði um Moravia í tilefni „Dóttur Rómar“, að sálarlífslýsingar hans minni á Dostojevski, en bersöglin og stílsnilldin á Zo’a. — BóKín rnissir hvergi marks og gleymist ekki. Hún er í tengslum við lifandi líf, bersögul og myndrík og tjáir miskunnarlausan og átakan- legan sannleik. Þessi heimsfræga bók Alberto Moravia lætur engan ósnortinn. Hún nrun ekki víkja úr því sæti, sem hún hefir þegar skipað sér i nútímabókmenntum. Richard Halliburton, „ævintýraprinsinn", eins og hann var stundum kallaður, fæddist í Banda- ríkjunum árið 1900. Þegar fyrri heimsstyrjöldinni lauk, hafði útþráin sagt svo til sín, aö hann gerð- ist háseti á flutningaskipi. Fór hann á því' til Evrópu og flæktist þar víða^ Upp frá þessu var hann sífellt á ferð og flugi, ritaði fjölmargar bæk- ur um ferðir sínar, sem hafa selzt í meira en millj. eintökum. Hann varð með fyrstu bók sinni, (The Royal Road to Romance), vinsælasti ferða- ragnahöfundur Bandaríkjanna á síðari árum, og hverri bók frá hans hendi var fagnaö af þeim, sem ekki gátu af einhyerjum ástæðum fullnægt útþrá sinni. Aðeins ein ferðabók Halliburtons hef- ir áður verið þýdd á íslenzku, „Sjömílna skórnir", sem vakti mikla hrifningu meöal íslenzkra les- enda. Þessi bók, „FURÐUVEGIR FERÐA- LANG S“, (The Flying Carpet), birtist nú í fyrsta sinn í íslenzkri þýðingu Hersteins Pálssonar, rit- stjóra. Hér segir höfundur frá 40,000 mílna ferðalagi með „Klæðinu íljúgandi“ um Evrópu, auðnir Afríku og hálendi Asíu. Hann skrifar af slíku hugmyndaflugi, þvílikri frásagnargleöi og heillandi, skáldlegu innsæi, að lesandinn fylgist af áhuga með frásögn hans af: — Flugferð þeirra félága yfir brennandi auðnir Sahara — Útlendingahernum í Marokko — Jerúsalem, hinni helgu borg — Rústum fornra menningarstöðva í írak og Persíu — Höfðaveiðurum á Borneo, þar sem Halliburton eru færð nokkur mannshöfuð að gjöf, — og margt, margt íieira. „Furðuvegir ferðalangs" er bók fyrir þá, sem ævintýrum unna, frásögnin fjörleg og skemmtileg, hrynjandin óslitin, frá upphafi til enda. Lesandinn nýtur .þess í ríkum mæli, að „sitja kyrr á sama stað, og samt að vera að ferðast“. Bókin er prentuð á mjög góðan pappír, prýdd 40 heil- síðumyndum, auk tveggja landabréfa, er sína ferðalag þeirra fálaga kringum hnöttinn- Baden-Powell var einn frægasti herforingi Breta um síðustu aldamót, en baðst þó lausnar frá störfum til þess að geta snúið sér af alefli að áhugamáli sínu: hvernig tómstundum unglinga yrði bezt varið, þeim sjálfum og þjóðfélaginu til sem mestrar blessunar, — og stofnaði svo skáta- hreyfinguna. Þessa bók, „VIÐ VARÐELDINN“, samdi Baden-Powell og ætlaði hana ekki aðeins skátum, heldur og öllu æskufólki. Enda þótt B.-P. segi nokkuð frá skáta-lífi í bókinni, eru hér einmg margar sögur, sem hann endursegir á skemmtilegan hátt. M. a. má hér lesa: — Veiðiævintýri — Sjóferðasögur — Indíánasögur — Riddarasögur — Njósnasögur Þessi bók ætti því að vera við hæfi allra barna og unglinga, sem meta útilíf, íþróttir og spennandi frásagnir af hetjuskap og dirfsku. Hér fer því saman: skennntileg bók aflestrar og efni, sem.hollt er æskufóiki, — enda ætti nafn Baden-Powell's að vera nokkur trygging fyrir því. Wm1 % Mary Roberts Rinehart er hjúkrunarkona að .menntun, giftist 19 ára gömul skurðlækninum Stanley .Marshall Rinehart. Hún er í röð fremstu kvenrithöfunda Ameríku. Skáldsögur hennar, sem eru ótal margar, eru ekki aðeins lesnar þar, held- ur einnig víða um heim. Stærsta og jafnframt þekktasta bók hennar er „LÆKNIR AF LlFI OG SÁL“; (The Doctor), sem fjallar um líf og starf skurðlæknis Bókin, sem í senn er áhrifarík bar-’ áttusaga og heillandi ástarsaga, hefir farið sigur- för um Bandaríkin og á Norðurlöndum, sem og annars staðar, þar sem hún hefir komið út í þýðingum, enda ber ritdómurum saman um, aö hún sé mjög vel skrifuð, atburðarík og skemmti- leg, svo að hún hafi öll einkenni þeirra skáld- sagna, er mestri almenningshylli ná. Læknirinn í sögu þessari, Chris Arden, tekur starf sitt alvar- lega. Hann á í höggi við heilbrigðisyfirvöldin, hey- ir harða baráttu við taugaveikisfaraldur og aðra sjúkcióma, fer á vígvellina, ekki til þess að deyða, heldur til þess að láta líknandi læknishendur sínar linna þjáningar hinna særðu og deyjandi og gerist þannig verður hins sanna hetjunafns. — Margir þeir, sem nú þegar hafa lesið þessa bók, hafa látið í ljós ánægju sína, m. a. einn lesandi með þessum orðum: „Læknir af lífi og sál“, er skennntileg og góð bók af hundrað ástæðum, hún er ein þeirra skáldsagna, sem maður vill eiga ag geyma vel, enda hlakkaði ég til á hverju kvöldi aö hefja lesturinn, rneðan bókin entist“.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.