Tíminn - 13.12.1951, Síða 4

Tíminn - 13.12.1951, Síða 4
4. TÍMINN, fimmtudaginn 13. desember 1951. 283. blað. Brúðkaupsferð til Paradísar Norska náttúrufræðinginn, landkönnuðinn og rithöfundinn Thor Heyerdahl, þarf ekki að kynna. Hann er löngu alþekkt- ur hér á landi sem annars stað ar fyrir bók sína Á Kon-Tiki yfir Kyrrahaf, sem út kom hér á landi í fyrra í þýðingu Jóns fíyþórssonar. Sú bók náði al- þjóðarhylli hér eins og í öðr- um löndum, þar sem hún hefir nú verið efst á metsölulista á annað ár, eða lengur en nokkur önnur bók svipaðs efnis. Nú er komin út á vegum Draupnisútgáfunnar önnur bók eftir Heyerdahl og nefnist Brúð kaupsferð til Paradísar, líka í þýðingu Jóns Eyþórssonar. Sú bók er merkileg að því leyti, að liún er eins konar forleikur hinn ar miklu flekafarar Heyerdahls yfir Kyrrahafið síðar. í þessari brúðkaupsferö skópust þær hug myndir með honum, sem ráku hann í hina einstæðu könn- unarferð. Thor Heyerdahl var ungur náttúrufræðingur, og þegar þau Liv giftu sig, voru þau stað ráðin í því að fara í brúðkaups- ferð til einhvers afkima verald- arinnar, sem engin skipti hefði haft við hina svokölluðu menn ingu enn. Þau leituðu um landa kortið þvert og endilangt, en alls staðar hafði menningin komið við. Loks fannst þó ein undrafögur smáey í Marauesas eyjaklasanum í Suðurhafi. Þangað var ferðinni heitið. Ferðalagið var sögulegt og dvölin á eynni enn sögulegri.1 Ársdvöl meðal frumstæðra nátt j úrubarna, afkomenda mannæta, í bambuskofa eða helli, í frum- skógum og hrikafjöllum, er ævintýri, sem sannarlega er j hægt að segja af skemmtilega j sögu. Þetta tekst Heyerdahl j líka svo vel, að yndi er að. Les- J endur Kon-Tiki munu minnast hinnar fjörmiklu frásagnar, og þessi bók er 611 með sömu mörk- | um. í þessari brúðkaupsferð sinni til Suðurhafseyja sá Heyer dahl með eigin augum hinar fornu menningarleifar, sem minntu svo mjög á menningu j Inkanna á vesturströnd Suður- Ameríku. Þessi líkindi voru svo sterk, að með honum þróaðist vissa uip, að menn hefðu far- ið á balsaflekuw srqvim fyrr á Páll J. Árdal (um aldamótin). Ljóðmæli og leikrit Páls J. Árdals Bókaútgáfan Norðri hefir ráðizt í að gefa út úrval úr ljóðmælum og leikritum eftir Pál J. Árdal skáld. Hefir Stein' dór Steindórsson frá Hlöðum; séð um útgáfuna, en dóttur- sonur Páls, Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor, ritar ítarlegan formála, þar sem hann gerir grein fyrir skáld- skap afa síns, og rekur helztu æviatriði hans. Formáli þessi er hinn fróðlegasti og mikill bókarauki, því að búast má við að þeir séu færri en skyldi, sem þekkja starfs Páls í þágu bókmenntanna, þó að hann hafi verið mjög vinsælt skáld á sinni tíð. öldum með staðvindinum vest- ur yfir hafið, og af því fæddist sú ákvörðun, að sýna hinum vantrúaða heimi það svart á hvítu, að það væri hægt. Sú ferð varð merkasta könnunar- ferð síðustu þriggja áratug- anna. Þessi brúðkaupsferð Heyer- dahls varð því harla merkileg, þótt hann sannfærðist raunar um það í árslokin, að það er ekki hægt aö kaupa sér venju- legan farmiða til Paradísar. Ævintýri-ársins voru mörg, ým- ist hættuleg eða skemmtileg, og lærdómar þess margvíslegir. Þegar þetta er fram borið með ritsnilld Heyerdahls og frásagn argleði, verður bókin bráð- skemmtileg aflestrar eins og spennandi skáldsaga frá upp- hafi til enda. Að því leyti gefur hún Kon-Tiki ekkert eftir, og raunar á hún algera samstöðu með þeirri bók, bæði vegna efn- isskyldleika og líkingar í frá- sögn og framsetningu. Bókina prýða margar skemmtilegar myndir frá þessari fallegu ey og eyjarskeggjum, og eru þær mikil bókarprýði. Allur frágang ur bókarinnar er afbragðsgóður, og þýðing Jóns Eyþórssonar er svo bráðsnjöll, að ekki mun frá- sögn Heyerdahls hafa neins misst við hana. A. K. Páll J. Árdal er eitt af vin- sælustu alþýðuskáldum þjóð- arinnar. Svipar honurn hvað lipurð snertir til frænda síns, Jóriasar Hallgrímssonar. — Mörg ljóð og lausavísur eftir j hann urðu landfleyg á sínum1 tíma, og sum kvæða hans eru j sungin enn í dag. En ljóðabók hans kom út fyrir nærri þrjá- tíu árum, og mun því orðin ófáanleg fyrir löngu. Það varj því þarft verk að gefa Ijóöj hans út að nýju, því að þau j eru síður en svo fyrnd. Hvatn- ingakvæði hans eiga erindi til þjóðarinnar í dag, ekki síð- ur en fyrir hálfri öld eða meira. I Þó að Páll J. Árdal væri' gott Ijóðskáld, varð hann þój ef til vill ennþá kunnari sem leikritaskáld, og bókmennta- saga framtíðarinnar mun án efa meta mikils starfs hans j á því sviði. Þegar liann hóf að . semja leikrit, voru leikbók-j menntir þjóöarinnar næsta' fáskrúðugar. Útilegumenn1 Matthíasar og Nýjársnóttj Indriða Einarssonar voru ein ( ustu innlendu leikritin, sem nokkuð kvað að. Páll J. Ár- dal er því meöal frumherj- anna í þessari listgrein. Mörg af leikritum hans voru sýnd hvað eftir annað víðs vegar um landið og nutu mikilla vinsælda, enda eru þau mjög skemmtileg. Meöal þeirra má nefna „Þvaðrið" og „Skjald- vöru tröllkonu," sem er í gömlum og góðum þjóðleg- •um stíl. Útgáfa ritsafnsins er hin snyrtileg'asta aö öllum frá- gangi og aðstandendum til sóma, og mun marga fýsa að eignast það. Vestmannaeyingur hefir ósk- að eftir að koma nokkrum at- hugasemdum á framfæri og gef ég honum orðið: „Stuttbylgjustöðin á Klifi var tekin í notkun 20. f.m., sem kunnugt er. Var þá mikið um dýrðir og mátti sjá marga virðu lega persónu spígspora um stræti. Voru það boðsgestir Landssímans fluttir hingað í flugvél árla morguns. Er talið, að þar hafi allmargir verið leiddir að veizluborði, og komu þó ekki allir, sem boðnir voru. Væntanlega hafa þeir verið þar, sem báru hita og þunga þess- ara framkvæmda, verkamenn og verkstjórar. Tíminn minnt- ist eitthvað á, að dýr mundi þessi mannfagnaður hafa orð- ið, og þótti víst óþarfa smá- smygli að hafa orð á slíku. Þó munu margir mæla, að ríkið og stofnanir þess, gangi ærið langt í bruðli á almannafé. Lands- síminn telur sig hafa ráð á að bjóða til flugferðar til Eyja, efna þar til mikilla veizluhalda og loks er skip sent gagngert frá Reykjavík eftir gistivinun- um. En þessi stofnun lætur ekki á sér standa að láta boð út ganga um reksturshalla þegar svo ber undir, og því verði að hækka öll gjöld að miklum mun. Er svo langt gengið, að fiskibát ar verða að greiöa okurgjald fyrir upplýsingar urn aðstöðu við landtöku í vondum veörum. Menn fagna að sjálfsögðu þessum merka áfanga í síma- málum, en svona halelújasam- komur af þessu tilefni — og öðrum — virðast alveg óþarfar. Það virðist og vera undarleg ráðstöfun, að láta vinna að bygg ingu stöðvarinnar haustið og veturinn 1949, í svartasta skammdeginu. Mátti oft sjá vinnuljós þar uppi allt til mið- nættis. Með því að vinna verk- ið að miklu leyti á óheppileg- asta árstíma var það gert miklu dýrara en ella mundi. Nú er tæpast haldið svo mál- rófsþing i Reykjavik, að einhver angi ríkisstjórnarinnar bjóði ekki til óhófsveizlulialda. Jafn- framt gerizt svo það, að inn- heimtumenn ríkisins hafa aldrei fyrr gengið fram með viölíka hörku við skattheimtu af þegn- unum, hafandi ströng fyrirmæli um að sýna enga miskunn, hversu sem ástatt er. A.B. blaSið nýja er ekki lítið hrifið af Tryggingarstofnun ríkisins. „Fyrirmyndarrekstur", segir blaðiö. O-jæja, það er nú svo. Vafalaust er sá fjöldi fólks, sem hefir veriö hrúgað að jötu þessarar stofnunar, ánægt með hana. Hitt er svo annað mál, að allur almenningur er sáróá- nægður, og ekki að ástæðu- lausu. Gjaldiö til stofnunarinn ar er mjög tilfinnanlegt ein- staklingum og þá ekki síður bæj arfélögum. Hinar háu óinn- heimtu upphæðir frá fyrra ári (4 nrilj. 130 þús.) sýna, að skatt ur þessi, ásamt öllum hinum, er mönnum um megn, því varla er slælegri framgöngu við inn- heimtu um að kenna. I ! Það niun almennt álit, að end urskoða þurfi þennan lagabálk allan. Stofnunin safnar gífur- , legum sjóðum, en ellilaun t.d. eru svo skorin við nögl, að gam- almenni geta. hvorki lifað né dáið af slíkum píringi. Þá er „bureokratíið“ við þessa stofn- un orðið slíkt — og hefir raun- ar alltaf verið — að mönnum ægir sú skriffinnska öll og göngur frá Heródesi til Píla- tusar til þess að fá réttmætar bætur greiddar. Þá er vitað mál, að fjölda fólks eru greidd elli- laun, sem ekki hefir þeirra nokkra þörf. Hvers vegna ekki hærri bætur eða styrki til þeirra sem raunverulega hafa þess knýjandi þörf? Að lokum: Hvers vegna er ekki framfylgt þeim ákvæðum laga, að leggja sjúkraSamlögin niöur? Af þeim er heldur ömur- leg reynsla. Gjöldin hækka og hækka aftur, en réttindin stór- lega skert, Er þannig haldið á þessum piálum öllum, að al- menningur mun vart við una öllu lengur.“ Vestmannaeyingurinn hefir enn ekki lokiö máli sínu, því að hann ætlar að segja að lokum nokkur orð um kjötútflutning- inn, en þar er hann á öðru máli en Tíminn. Ég mun gefa hon- um orðið aftur, þegar við get- um rabbað saman næst í bað- stofunni. Starkaður. Leirmunir Þér þurfið ekki að leita að jólagjöfinni, ef þér vitið hvar ROÐI er. ROÐI, Laugaveg 74. Sími 81808. Sportvöruhús Reykjavíkur opnar sölubúð sína aftur í nýjum húsakynnum við Skólavörðustíg. 25. Margir sjaldséðir munir á boðstól- m um sem eru kærkomnar jóla- og tækifærisgjafir. Alt | J nytsamar vörur. | J SPORTVÖRUHÚS REYKJAVÍKUR i * Skólavörðustíg 25 I Áskriftarsími Tímans er 2323 Nýútkomnar RIDDARASÖGUR, fjórða og sjötta bindi, svara fyrir yður spurningum jólagetraunarinnar íslendingasagnaútgáfan h.f. TÚNGÖTU 7. SÍMAR 7508 OG 81 244.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.