Tíminn - 05.01.1952, Page 4

Tíminn - 05.01.1952, Page 4
4. TÍMINN, laugardaginn 5. janúar 1952. 3. blað. Réttlæti Magnúsar írá Mel® Fyrir Alþingi því, er nú situr, liggja tvö frumvörp til laga, er snerta mjög skipt- ingu tekna og gjalda hjá ein- staklingum þjóöarinnar. Frumvö”p þessi eru: Frv. til laga um endurskoöun 'fasteignamatsins og frum- varp til laga um leigu hús- næðis. Þar sem þarna er um að ræða, tekjur og skatta af viss um flokki eigna, þó er auö- sætt að varla er hægt að taka afstöðu til annars frumvarps- ins nema hafa hitt frumvarp iö líka í huga. Einn félagsskapur á landi voru hefir hafið áróður mik- inn varðandi þessi frumvörp, og er því nauðsynlegt að þjóð in geri sér ljóst samræmið í málflutningi þessa félags- skapar. Félagsskapur sá, er hér um ræðir, er: „Félag fasteignaeigenda í Reykjavík.“ Það vill svo vel til, að fram- kvæmdástjóri Fasteignaeig- endafélagsins, — en ætla verður að hann túlki skoð- anir félags síns — hefir haft bein afskipti af báðum þess- um frumvörpum. Á Alþingi hefir hann flutt breytingartillögu ásamt tveim þingmönnum öðrum varðandi frumvarpið um endurskoðun fasteignamatsins, en í milli- þinganefnd hefir hann unn- ið að samningu frumvarps þess um húsaleigu er nú ligg- ur fyrir Alþingi. í greinar- gerð fyrir því frumvarpi hef- ir hann birt sérálit, og kom- iö með ákveðna tillögu, varð- andi hæfilega húsaleigu. Eftir Haimcs Pálsson frá Umlirfclli Framkvæmdastjórinn og fasteignamatið'. Á Alþingi hefir fram- ( kvæmdastjóri „Fasteignaeig-; endafélags Reykjavíkur," 2. varaþingmaður Eyfirðinga, flutt tillögu um það, að end-, urskoðun fasteignamatsins skuli háð því, að engin fast-, eign sé hækkuð meira en fjór falt, miðað við gildandi fast- eignamat. f Reykjavík er gildandi fast ( eignamat íbúðarhúsa í fyrsta flokki, með öllum nútímaþæg indum, hæst kr. 42,00 á hvern teningsmetra. Kostnaður slíkra húsa í Reykjavík árið 1951, er tal-1 inn 650—700 kr. á hvern ten- ingsmetra. Fasteignamatið í Reykjavík er því Vis—’/w af raunverulegu kostnaðarverði eins og það er í ár. Söluverð húsa hefir til þessa verið æði mikið hærra en kostnaðarverð, þó miðað sé við árið 1951. Þetta fasteigna- mat vill Magnús Jónsson láta lögbjóða, að ekki megi hækka nema fjórfalt, ef það ann- ars sé nokkuð hækkað. Með fjórfaldri hækkun yrði hver teningsmetir í vönduð- ustu húsunum kr. 168, eða rétt um V4 af kostnaðarverði. Magnús Jónsson og félagar hans vilja með lögum binda það, að viss flokkur eigna í landinu skuli aldrei teljast til eignar nema % raunverulegs verðmætis. Þessi eignaflokk- ur er þó að allra dómi trygg- asta og áhættuminnsta eign- in, sem nokkur getur átt, með fáeinum undantekning- um, ef um vafasama fram- tíðarstaði er að ræða. — Ef maður hefir átt 400 þúsund krónur í peningum undan- íarin ár, hefir hann goldið af þdirri eign að fullu til rík- ís og sveitar, en ef hann breytir til og kaupir sér hús fyrir upphæðina, þá á hann að dómi M. J. að borga eigna- skatt og eignaútsvar af ein- um 100 þúsund krónum. Allir vita hvor eignin er tryggari. Húseignir, a. m. k. í Reykjavík, aukast stöðugt að krónuverðmæti, en peningarn ir missa kaupmátt sinn. Um arðinn af þessum eignaflokk- um skal ekki rætt hér, því það er önnur saga, og ennþá ljótari fyrir M. J. og Co. Hitt er svo annað mál að enginn, sem er svo vel efnum búinn, að hann eigi 400 þúsund krón- ur í peningum, lætur slíka upphæð liggja í peningum eða verðbréfum, heldur kemur hann þeim í fasteign eða leggur þá í brask, því þar gef- ur eignin mestan arð. Það eru aðeins þeir sem eiga smáupp- hæðirnar 10—50 þúsund krón ur, sem geyma í sparisjóði, því upphæðin er of lítil til að leggja hana í fasteign. Slíka menn skal skattleggja til að hlífa þeim, sem eiga hin raun verulegu verðmæti. En svo er fariseahátturinn mikill, að M. J. og Co. halda þvi fram, að til að vernda þá efnalitlu, þurfi að halda fasteignamat- inu í y4 raunverulegs verð- gildis. Framkvæmdastjórinn og húsaleigan. Mikill hluti fasteigna í Reykjavík er seldur á leigu. Til að finna rétt- látan griindvöll í samskipt- um leigutaka og eigenda hús- eigna, var á þessu ári skipuð sérstök nefnd, til að semja frumvarp til laga um húsa- leigu. í þessa nefnd var Magn ús Jónsson, núverandi fram- kvæmdastjóri Fasteignaeig- endafélagsins skipaður. Flest- ir, sem ekki hafa kynnt sér til hlítar hugarfar vissrar manntegundar, en aðeins fylgst með tillögum M. J. varðandi endurskoðun fast- eignamatsins, myndu nú ætla að M. J. teldi fjarstæðu að tekjur af þessum eignum, — sem ekki mega hækka i eigna mati nema mjög takmarkað, og ekki má greiða af nema mjög takmörkuð gjöld að dómi M. J. — mættu fylgja hinum „tímabundnu verð- sveiflum.“ í séráliti M. J., sem fylgir frumvarpi því til laga um húsaleigu, og nú liggur fyrir Alþingi, segir svo: „Leiga sú, sem ákveðin verður þann 1. janúar 1952, skal teljast grunnleiga, og breytist hún til hækkunar eða Iækkunar einu sinni á ári í samræmi við visitölu byggingarkostnaðar í Reykja vík. Skal vísitala byggingar- kostnaðar reiknuð út af Hag- stofu íslands, en félagsmála- ráðuneytið auglýsir visitöl- una og jafnframt þá breyt- ingu, sem verður á húsaleigu samkvæmt henni.“ En hvað segir svo M. J. um hvað sé hæfileg grunnleiga 1. janúar 1952. í greinargerð M. J. segir svo: „Hingað til hefir hámarks- leiga verið miðuð við aldur húsa. Þetta tel ég fráleitt, enda yrði þá að vera sérstak- ur texti fyrir hvern árgang húsnæðis. Það eina rétta er að miða við notagildi húsnæð isins fyrir leigutaka. Sú regla er fullkomlega sanngjörn gagnvart Ieigutakanum. Tel ég því rétt að ákveða há- marksleiguna 11 krónur (pr. flatarmeter) miðað við það, að leigutaki hafi það viðhald á sinn kostnað, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu.“ Þarna slær framkvæmda- stjóri Fasteignaeigendafélags ins því föstu, að leiga eftir húsnæði skuli ávallt miðast við það, hve sambærilegt hús næði kostar hverju sinni, án tillits til þess hvað umrætt húsnæði- kann að hafa kost- að. Hverjum manni má því Ijóst vera, að M. J. gerir kröf- ur til þess, að eigendur fast- eigna skuli ávallt hafa fulla vexti, viðhald og fyrningu, af öllu því verðmæti er þeir eiga í fasteign, miðað við hinar tímabundnu verðsveifl- ur. En samtímis gerir hann þær kröfur að umræddar eignir skuli aldrei vera virt- ar til skattaálagningar, nema hæst y4 af núverandi verð- gildi, og umfram allt má bað eignamat ekki fylgja eftir verðlagsbreytingunum. Allir vita að við eignaskatts álagningu og útsvarsálagn- ingu er fasteignamatið lagt til grundvallar, þess vegna berst M. J. með hnúum og hnefum gegn því að rétt mat sé lagt á þennan flokk eigna. En þegar eigendur umræddra eigna ætla að skammta sér tekjur af þessum eignum sín- um, þá er annað hljóð í strokknum. Rökvísi hræsnaranna. í grein, sem „Fasteigna- eigendafélag Reykjavíkur“ lét skrifa og birt var í Morg- unblaðinu fyrir skömmu, var mikil umhyggja borin fyrir hinum efnalitlu, og talið að hækkað fasteignamat myndi kollsteypa öllum þeim, er hin síðari ár hafa byggt eöa keypt húseignir af litlum efnum. — Enda þótt aldrei hafi þess orðið vart úr herbúðum þeirra er M. J. er fulltrúi fyrir, að þeir bæru mikla umhyggju fyrir sínum minnsta bróður, samanber hið takmarkalausa okur á leiguhúsnæði, þar sem hægt er að koma því við, en allir vita að leigutakar hús- næðis eru þeir, sem enga fjárhagslega getu hafa til að komast yfir íbúð, þá er rétt að rannsaka við hvaða rök þessi umhyggja M. J. og fé- laga hans styðst. Hér að framan hefir verið sýnt fram á það, að M. J. vill lögbinda mat fasteigna við y4 af núverandi kostnaöar- verði, en samhliða því vill hann lögbinda, að eigendum séu tryggðir fullkomnir út- lánsvexti peninga af núver- andi stofnverði slíkrar eign- ar, í tekjur, og skulu tekjurn- ar háöar verðlags breyting- unum. Vilt þú ekki lesandi góður nema staðar og hug- leiða útkomuna hjá þessum efnalitlu ibúðareigendum, sem Fasteignaeigendafélagið er að hugsa um. Tökum reyk- vískan borgara, sem á 100 þús. krónur í peningum. Af þessari eign hefir hann gold- ið eignaskatt og eignaútsvar og haft í tekjur af eigninni, segjum 41/2%, eða 2y2% lægra (Framhald á 6. síðu) Börkur ræðir hér um áfengis- og skattamál: 1 „Sælt og blessað veri fólkið hér í baðstofunni, og með leyfi hús- bóndans ætla ég að hjala við ykkur litla stund. En vitanlega vilja margir taka til máls, svo ég ætla að vera sem fáorðastur, aðeins að vekja rnáls á því, sem mér datt í hug, ef einhver vildi athuga það nánar. Öðru hvoru er minnzt á áfeng ismálin liér í baðstofunni, og það ekki að ástæðulausu, því að ég hygg að það mál verði seint nóg rætt. Nú nýlega hefir á- fengisvarnanefnd Reykjavíkur sent út sína jólahugvekju, og þar talar hún um, að almenn- ingsálitið sé að snúast gegn á- fenginu og áfengisneyzlu, og er vel ef svo er. Það er einmitt almenningsálitið, sem getur ver ið svo sterkur aðili í þessu máli á svo mörgum sviðum. Sem bet ur fer er mikill fjöldi manna I á móti neyzlu áfengra drykkja, og þeir ættu að láta fnikið meira á sér bera, t. d. með því að hjálpa til að útrýma því, að mönnum líðist að aka bíl, ef I þeir eru undir áhrifum víns. Það 1 þurfa allir að hafa hugfast, að 1 þeir, sem stjórna bílum, hafa að jafnaði fleiri eða færri manns líf í hendi sér, og þurfa því ævinlega að vera með óskerta dómgreind, og með fullu ráði. Þess vegna ættu allir að kæra þegar það vitnast, að einhver er undir áhrifum víns við bílakst- ur, hvort sem það er í sveit eða kaupstað. Svo ætti að láta menn tapa ökuleyfi lengri eða skemmri tíma fyrir það að hafa verið undir áhrifum víns við bílakst ur, og svo við ítrekað brot ættu þeir að tapa ökuleyfi ævilangt, þótt þeim hafi ekki orðið annað á en aka bílum ölvaðir. Þetta er svo stórkostlegt öryggisleysi, sem almenningur á við að búa, að herða verður á öryggi manns lífanna og efnahag f jöldans, sem er sífellt í hættu með núverandi ástandi, eins og allskonar slys og árekstrar bíla gefa til kynna. Verum vakandi á verðinum. Nóg er til af öruggum reglumönnum í bílstjórastéttinni, þótt hinir séu vinsaðir úr. Fleiri þætti á- fengismála væri þörf að minna á, þótt hér verði staðar numið að sinni. Margt er nú rætt og ritað um skattamál. Eg ætla aðeins að minnast á einn þátt þess sjúka ástands, sem ríkir, og er senni lega að einhverju leyti að kenna hinni ranglátu og úreltu skatta löggjöf og óheilbrigði í fjármál- um. Nú viöurkenna flestir nauð syn þess að framleiða sem mest og bezt bæði til lands og sjávar. Og þá verður manni á að hugsa urn það, að Reykvíkingar eru búnir að kaupa jarðir hér og þar í nærliggjandi sveitum, til að koma peningum s|ínum í fast, eins og það er orðað, en hafa þá ekki í sjóðum. Og væri ekki nema gott um þetta að segja, ef á þessum jörðum væri búið, — hafður bústofn, eða á einhvern hátt stunduð arðvæn- leg framleiösla, því að þetta eru margt góðar jarðir með ræktun, hlunnindum og meiri eða minni byggingum. Því verr er það svo, að á mörg um þessum jörðum er framleitt lítið eða ekki neitt, og víða ekki höfð nein skepna. Sumar þessar jarðir eru svo að segja í eyði, þegar ekki er þar fólk nema örlítinn tíma úr sumrinu og þá jafnvel ekki nema um helgar. Verður þetta til þess að þau mannvirki, sem búið var að framkvæma á jörðunum, ganga úr sér og eyðileggjast að meira eða minna leyti. Verður þetta sveitarfélögunum til stórskaða, og landinu í heild, þar sem svo er á öðrum stöðum lagt í fjár- frekar ræktunar- og bygginga- framkvæmdir bæði af einstakl ingum og ríkinu til nýbýlamynd ana handa þeim, sem vilja vera við landbúnaðarframleiðslu, en hafa ekki aðstöðu til þess á annan hátt, vegna vöntunar á sæmilegu jarðnæði. Og til þess að þetta gangi ekki svo áfram, þyrfti með lög- um að veita hreppsfélögum heimild til þess að ákveða lág- marksframleiðslu á hverri jörð innan sinna takmarka, sem ekki væri viss ábúandi allt árið, er réði framleiðslu á jörðinni. Ef þeim ákvæðum væri svo ekki fullnægt, þá gætu hreppsfélög- in tekiö jarðirnar eignarnámi með matsverði handa öðrum, sem vantaði jarðnæði, en vildi vera við búskap“. Börkur hefir lokið máli sínu og taka ekki íleiri til máls í dag. Starkaður. Föðurbróðír minn JÓHANN ÞÓRARINSSON (John Thornson) frá Ólafsvík, andaöist að heimili sinu Edinborg, Skot- landi, 9. nóvember síðastliðinn. Guðbjartsína Þórarinsdóttir, Skipasundi 32. Hjartans þakkir fyrir samúð okkur sýnda við fárfall og útför konu minnar KARÍTASAR ÓLAFSDÓTTUR Fyrir mína hönd, barna minna, tengdabarna og ann arra aðstandenda. Helgi Guðmundsson Hjartanlega þökkum við öllum nær og fjær, er sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu GUÐRÚNAR SVEINSDÓTTUR frá Staðarbjörgum. Ingibjörg Jónsdóttir, Vilhelm Jónsson, Jónanna Jónsdóttir, Sigurlaug Jónsdóttir, Jósafat Sigurjónsson, Narfi Þórðarson og barnabörn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.