Tíminn - 21.02.1952, Page 2

Tíminn - 21.02.1952, Page 2
TÍMINN, fimmtudaginn 21. febrúar 1952. 42. blað. Eini bóndi veraldarinnar, sem aðeins stundar fiðri Idab úskap í litlu þorpi í Kent á Englandi er lítið býli, sem aðeins hefir til umráða fjórðung úr ekru lands. Þar er stundaður búskap ur, sem mun vera einsdæmi í heiminum. Þarna býr maður að nafni Hugh L. Newman, oft nefndur fiðrildamaðurinn í Kent. AHt kvikt af lirfum og fiðrildum. Við býli hans eru öll tré og runnar þakin lirfum, því að Newman elur upp fiðrildi í tug- þúsunda tali. Inni í húsunum eru glerker og glerhylki full af fiðrildum af hinum margvísleg ustu tegundum og afbrigðum. Viðskiptavinir þessa nýstárlega bónda eru rannsóknarstofur, skólar, söfn, tilraunastöðvar landbúnaðarins, fiðrildasafnar- ar og eigendur stórra búgarða. Stærstu pöntunina hefir New man fengið frá nýsjálenzku stjórninni, sem vildi fá sextíu þúsund lirfur af sérstakri fiðrildategund til þess að eyða illgresi. ÖII þroskastig og afbrigði. Á býli Newmans má sjá allt æviskeið fiðrilda á einni klukku stund, því að fiðrildin eru þar 1 á öllum stigum lífs síns. Ævi: þeirra er frá hálfum mánuði upp í tvö ár. Litadýrð hinna fullvöxnu fiðrilda er mikil og margbreyti- leg, og vængir sumra eins stórir og lófi manns. Sum afbrigði eru svo fágæt, að þau eru fimm hundruð sinnum meira virði en hinar algengari tegundir. Kven- dýr eins afbrigðisins gefa frá sér ilm, sem karldýrið finnur mílu vegar. Brautryðjandinn. Það var faðir Newmans, sgm hóf þenna'n fiðrildabúskap fyrir 51 ári. Hann hafði verið skrif- ari hjá tóbaksverzlun, en safn- aði fiðrildum í tómstundum sín um. Hann seldi Rothschild lá- varði safn sitt fyrir meira fé en hann fékk í árslaun hjá tóbaks- verzluninni. Og það varð til þess, að hann hætti skrifarastörfuin og afréð að stofna fiðrildabú. Nú á hann hlutdeild í búskap son- ar síns. Iléldu, að hann væri vitlaus. Einu sinni var Newman eldri á fiðrildaveiðum í námunda við geðveikraspítala í Suður-Eng- landi. Hafði hann háf til þess að veiða með fiðrildin. Fólk, sem átti leið hjá, spurði, hvort hann hefði týnt einhverju. New- man sagðist vera að leita að „öndum“. Að lítilli stundu komu gæzlumenn frá sjúkrahúsinu og veiddu hann sjálfan í net, áður en hann gat gert þeim grein fyrir því, að „anda“ nefndi hann sérstakt afbrigði fiðrilda. Tillaga um útvarp héð- an til Grænlands Það er sagt, að Grænlendingar séu kannske þakklátustu hlust- endur íslenzka ríkisútvarpsins. j islenzka útvarpsstöðin heyrist þar stöðva bezt, og Grænlending ar, sem útvarpstæki eiga, hlusta að jafnaði á alla þá tónleika,! >em fluttir eru í íslenzka útvarp :ið. En hins talaða máls njóta1 þeir af eðlilegum ástæðum ekki.1 Grænlendingavaka? Fyrir nokkru kom Reykvíking ir éinn að máli við blaðið og j iskaði þess, að það kæmi á' framfæri þeirri hugmynd, að ( úkisútvarpið efndi til einnar j Grænlendingavöku, sem ætluð /æri sérstaklega Grænlending- um til skemmtunar. Það væri /inarkveðja, sem þeim bærist uéðan yfir Grænlandshaf og Grænlandsjökla og gæti stuðlað að því, að vekja vinarhug græií- ienzks fólks til íslendinga. En það hefði hagnýtt gildi nú, þeg ar búast má við vaxandi sigl- 'ngum og veiðiferðum íslenzkra sjómanna til Grænlands. £r þetta framkvæmanlegt? Slíkt væri ekki mikil fórn á tíma eða fjármunum af hálfu ríkisútvarpsins. En er þetta framkvæmanlegt? Þarna þyrfti að flytja talað mál, sem Græn- lendingar skildu. Hefir blaðið því leitað álits Guðmundar magisters Þorlákssonar um hug myndina, en Guðmundur mun sá maður hérlendis, sem bezt er að sér í grænlenzku máli. Taldi Guðmundur þessa hug- mynd skemmtilega, og þótt ekki þætti tiltækilegt að flytja þar talað orð á grænlenzku, skildu allir Græniendingar, sem ein- hverja skólamenntun hafa hlot ið, dönsku svo vel, að vel mætti tala á því máli. Send útvarpsráði. Þessi hugmynd er hér með send útvarpsráði til íhugunar í von um vinsamlega afstöðu þess. En ef af slíkri Grænlend- ingavöku yrði, þyrfti að tryggja það, að grænlenzkir útvarps- hlustendur vissu, hvers þeir mættu vænta og hvenær. Sveitir Benedikts og Harðar efstar á bridgensótinu Meistaramót Reykjavíkur í bridge er nú hálfnað og eru sveitir Benedikts Jóhannssonar og Harðar Þórðarsonar efstar með 10 stig hvor. Úrslit í tveim ur síðustu umferðunum urðu sem hér segir: 1 5. umferð vann Benediki Ragnar með 15 stigum, Hörður vann Hilmar með 24, Gunngeir vann Zóphónías með 15, Róbert vann Agnar með 36, Ásbjörn vann Einar B. með 13 og sveit ir Hermanns og Einars G. gerðu jafntefli. Úrslit í 6. umferð: Hörður vann Benedikt með 10 stigum. Einar G. vann Gunngeir með 8, Róbert vann Hilmar með 21, Zóphónías vann Agnar með 18, Ásbjörn vann Hermann með 30 og Ragnar og Einar B. gerðu jafntefli. Staðan í mótinu er nu þannig, að loknum þessum sex umferð- um, en alls verða spilaðar 11 umferðir. Benedikt og Hörður eru með 10 stig, Ásbjörn og Zóphónías 8, Ragnar, Einar G. og Róbert 7, Gunngeir 6, Einar B. 5, Hermann 3. Hilmar 1 og Agnar ekkert stig. Næsta umferð verður á sunnudag. Spilað er í Skátaheimilinu við Snorra- braut. Útvarpið Auglýsið í Tímannm AV.V.V.V.V.VAV.VAV.V.V.V/.V.V/.W.V.V, St; V.V.VA Reykvíkingar! Lítið í Loftleiðagluggann! Þar getur að líta sýnishorn af vinningum í happdrætti TÍMANS. — Komið, skoðið og kaupið miða.! Dregið 1. marz. Happdrætti TÍMANS /.W.VAW.V.,.W.W.W.V//.,AV///AV.V.V.W.W.,.\ Útvarpið í dag: Kl. 8,00 Morgunútvarp. — 9,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádeg isútvarp. 15,30—16,30 Miðdegis- útvarp. 18,25 Veðurfregnir. 18,30 Dönskukennsla; II. fl. — 19,00 Enskukennsla; I. fl. 19,25 Tón- leikar: Danslög (plötur). 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,20 Útvarpssagan: „Morgunn lífs- ins“ eftir Kristmann Guðmunds son (höfundur les). XIII. 20,50 Útvarpshl j ómsveitin; Þórarinn Guðmundsson stjórnar. 21,05 Skólaþátturinn (Helgi Þorláks- son kennari). 21,30 Einsöngur: Sigrid Onegin syngur (plötur). 21,45 Upplestur: Andrés Björns son les ljóð eftir Jóhann Jóns- son. 22,00 Fréttir og veðurfregn ir. 22,10 Passíusálmur nr. 10. 22,20 Sinfónískir tónleikar (plöt ur). 23,10 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Kl. 8,00 Morgunútvarp. — 9,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Há- degl|,\sútvarp. 15,30—16,30 M'ið- degisútvarp. 18,15 Framburðar- kennsla í dönsku. 18,25 Veður- fregnir. 18,30 íslenzkukennsla; I. fi. 19,00 Þýzkukennsla; II. fl. 19,25 Tónleikar: Harmoníkulög (plötur). 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Kvöldvaka: a) Þór arinn Grimsson Víkingur flytur erindi: Ferð til Alaska og lax- veiðar þar; — fyrri hluti. b) Út varpskórinn syngur; Róbert A. Ottósson stjómar (plötur). c) Ásmundur Jónsson frá Skúfs- stöðum les kvæði eftir Matthias Jochumsson: Víg Snorra Sturlu sonar. d) Jens Hermannsson kennari flytur frásögu: Bardagi á Siglufirði. 22,00 Fréttir og veð urfregnir. 22,10 Passíusálmur nr. II. 22,20 „Ferðin til Eldorado“, saga eftir Earl Derr Biggers (Andrés Kristjánsson blaðam.). XIV. 22,40 Tónleikar (plötur). 123,10 Dagskrárlok. ENGLISH ELECTRIC RAFMÓTORAR eins fasa, 4 og 5 hestafla eru komnir. — Pantanir óskast sóttar sem fyrst. €» II* IICilíw Laugaveg 166. ‘.V.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAW.V.V.’.V s í $ V erkamannaf élagið Dagsbrún: í Árshátíð í 5 Alfreð Ketill Jensson syngur Dagsbrúnar verður í Iönó n. k. laugardag 23. þ. m. I; :: Hátíðin hefst kl. 8 s. d. með sameiginlegri kaffi :I drykkju. Til skemmtunar verður: íjj Björn Þorsteinsson magister flytur ræðu I* Andrésson, skemmtiþátt ■: einsöng og Söngfélag verkalýðsfélaganna syngur I; — dans. i; ■_ ■ Sala aögöngumiöa hefst í skrifstofu félagsins n. k. ■: :! föstudag kl. 2 e. h. í Verð aögöngumiða kr. 30.00 og kr. 200. (dansinn). :I W.VMiW.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.VAW.V.V Efnisútboö o o o o o Ábiirðarverksmiðjan h. f. æskir tilboða í eftirtalið byggingarefni: Seuienl. steypustyrktarjárn, timbur, saum, mótavír og bindivír. Útboðsskilmála iná vitja í teiknistofu Almenna bygg- ingafélagsins h. f., Borgartúni 7, í dag og nsestu daga kl. 4—5 síðdegis. Áburðarverksmiðjan h.f. \ Útför GUÐMUNDAR ÁSBJÖRNSSONAR, bæjarstjórnar-forseta fer fram frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 22. febrúar, kl. 2,15 e. h. — Athöfn í kirkju verður útvarpað. Vandamenn. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Faðir og tengdafaðir okkar ÞORSTEINN DAÐASON verður jarffsettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. þ. m. ki. 13,31. Athöfninni verffur útvarpaff. Guðmundur Þorsteinsson, Ólafía Jónsdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.