Tíminn - 01.03.1952, Page 4

Tíminn - 01.03.1952, Page 4
4. TÍMTNN, laugardagmn l'. marz 1952. 50. bla& Hæstaréttardómur í mjólkurmáli Nýlega er genginn dómur í bæstarótti í rnáJi, sem höfðað var vorið 1950 eftir kæru frá heilbrigðisnefnd Reykjavíkur gegn Mjólkursölunni'. En til- drög málsins voru, að heil- brigðisnefnd áleit mjólkur- búin hafa gengið of langt í ao verja mjólkina skemmdu.’n með því að liita hana að vissu , marki og á þann hátt, að auka* 1 geymsluþol hennar. En þó aðj hitun í rúmlega 50°C gerði' þetta, lifðu verstu gerlarnir af og mögnuðust líkt og púkinn á fjósbitanum og yrðu lítt viðráðanlegir við fullkomna geriisneiðingu. Hér er um merkilegt mál að ræða, og þykir því rétt að rifja upp forsögu þess í stór- um dráttum. Hin óttalega vitneskja. Morguninn 5. maí 1950 vöknuðu Reykvíkingar við vondar fréttir. Þrjú af morg- unblöðunum fluttu þeim í- skyggileg tíðindi.Upplýst væri að menn drykkju upphitað I mjólkurgutl, sem væri óhæft' til neyzlu, enda væri hér um1 bein vörusvik að ræða. Þetta fengu menn með morgun- kaffinu í misjafnlega sterk- um inngjöfum. Blöðin voru kampakát og greindu heimildir sínar. Bæj- arstjórn Reykjavíkur hélt fund daginn áður og á þeim fundi gerði borgarstjórinn þetta að umræðuefni og gaf skýrslu um málið. Alþýðublaðið var sýnu hóg- værast, en hafði þó stóra fyr- irsögn: „Tvö mjólkurbú senda hing að mjólk, sem er talin óhæf neyzlumjólk." í undirfyrirsögn feitletrar blaðið, að upphituð mjólk sé talin „skaðsamleg og gersamlega óhæf til neyzlu.“ Þjóðviljinn hafði geysistóra fyrirsögn um að tvö mjólkur- bú væru: „Uppvís að vörusvikum." Öll grein blaðsins var álíka góðviljuð, enda þykist það standa traustum fótum og vitnar í greinargerð borgar- stjóra. Morgunblaðið vill ekki vera eftirbátur Þjóðviljans í frá- sögn um sviksern.i mjólkur- framleiöenda og trúnaðar- manna þeirra. Er fyrirsögn blaðsins eins og um stórtíð- indi sé að ræða. Nær hún tvö föld yfir þrjá dálka blaðsins, með þrefaldri undirfyrirsögn tveggja dálka. Þá er grein- inni skipt í kafla og fyrir- sögn þeirra er: Vörusvik. Er sá kafli nær allur feitletrað- ur. Mikils þótti við þurfa til að sýna röggsemi liðsodda Reykjavíkur fyrir velferð og heilsu sinna ástkæru undir- sátu, en varar jafnframt við vondu fólki, sem freistaði að pretta þá og svíkja ofan í þá fjöldafans af ódrepandi gerl- um. Við þessi válegu tíðindi greip uggur og ótti ýmsa og var mikið um símahringing- ar til Mjólkursamsölunnar og menn áhyggjufullir. Ákæra og málshöfðun. Eins og að líkum lætur, krafðist heilbrigðisnefnd málshöfðunar og samkvæmt því lagði dómsmálaráðuneyt- ið fyrir sakadómarann í Reykjavík með bréfi 31. maí 1950, að rannsaka mál þetta fyrir rétti og höfða síðan mál gegn mjólkurbússtjóranum í Reykjavík, Pétri M. Sigurðs- syni, fyrir brot gegn lögum frá 1936.og reglugerð frá 1946. Það vekur eftirtekt, að dómsmálaráðuneytið fyrir- skipar rannsókn og málshöfð- un þegar að henni lokinni. Er það ekki lítil röggsemi, að gefa sér ekki tíma til að líta yfir málsskjölin, áður en mál er höfðað: Er hér engin lin- kind í beitingu ákæruvalds- ins og þess uggvænlegra. sem málshöföunin var gegn strang heiðarlegum dugnaðarmanni, sem hefir með starfi sínu átt giftudrjúgan þátt í að bæta meðferö sölumjólkur með þeim árangri, að nú er mjólk- in, sem Reykvíkingar neyta, talin betri en mjólk í höfuð- borgum annarra Norðurlanda, að áliti kunnugra manna og dómbærra. Rannsókn og dómsniðurstaða. Lögregluréttur Reykjavíkur tók nú máliö til rannsóknar. Með kærunni fyigdu bréf borgarlæknisins í Reykjavík, Mjólkursamsölunnar, álits- gerð mjólkureftirlitsmanns ríkisins og Sigurðar A. Pét- urssonar gerlafræðings. Þá hefir lögreglurétturinn kvatt marga menn fyrir rétt, auk kærða og fyrrgreindra manna, m.a. Árna Benediktsson for- stjóra, Stefán Björnsson mjólkurfræðing, Kára Guð- mundsson núverandi mjólk- ureftirlitsmann. Enn voru mjólkurbússtjórarnir í Borg- arnesi og Selfossi yfirheyrðir o. fl. Er þetta allt langt mál og ítarlegt. En málskjölin öll, greinargerð og dómsforsend- ur eru 38 vélritaðar blaðsíður í stórarka broti. Dómsniður- staða undirréttar var alger sýknun, en málskostnaður all ur skyldi greiðast úr ríkis- sjóði. Áfrýjun til hæstaréttar. Ekki þótti ákæruvaldinu þetta viðhlýtandi málsúrslit og áfrýjaði því dómnum til hæstaréttar. Ef til vill hefir heilbrigðisnefnd Reykjavíkur átt þar einhvern hlut að máli og viljað freista að hressa upp á hrörnandi álit og lítinn árangur í máli, sem upphaf- lega var hrint á flot með aug- lýsingaskrumi og yfirlæti í frásögn. En bikar niðurlægingar- innar var ekki að fullu tæmd- ur. Málið var dæmt í hæsta- rétti nýlega. Þá gerðust þau stóreftirtektarverðu tíðindi, að skipaður sækjandi, Einar Arnórsson, krafðist ekki sekt ardóms. Honum mun hafa þótt, þegar hann fór að kynna sér málsástæður allar, að mál ið væri bezt geymt í gleymsk- unnar djúpi. Verjandi málsins, Svein- björn Jónsson hæstaréttarlög maður, hafði því það sérstæða hlutverk að verja mál, sem ekki var krafist sektardóms í. Enda var dómsniðurstaða hæstaréttar, staðfesting á dómi undirréttar, eða alger sýknun, að því viðbættu, að ríkissjóður greiði allan á- frýjunarkostnað málsins. Lokaorð. Þessu máli er nú til lykta leitt. Gleiðletraðar blaðafyrir- sagnir fyrnast. Skuggi fortíð- arinnar leggst yfir óheppileg- an málatilbúnað og blaða- mennsku. En augu manna opn ast fyrir, að það er á- byrgðarhluti, að bera vöru- j svik á menn, sem vinna af fullri trúmennsku aö starfi sínu og án áreitni við nokk- urn mann, Hér eftir mun varla verða ýtt úr vör með jafn tilefnislaust málaþras á hendur Mj ólkursamsölunni1 og mjólkurbússtjóra hennar. Skipaður sækjandi ákæru- t valdsins, mun hafa skiliö rétt,! í að þegar var fulllangt gengið. | Hann vék því frá þeirri meg- invenju allra sækjenda, sem krefjast sektardóms. Allir, sem kynna sér málið hlut- drægnislaust, skilja ástæðu hans. En liðsoddar ákæru- j , valdsins hafa fengið eftir-; ihinnilega hirtingu. I Þetta er í annað sinn, sem j Pétur M. Sigurðfeson mjólkur- bússtjóri, hefir neyðst til að standa í málaferlum vegna ar.vinnu sinnar. Fyrra njálið endaði einnig með algerri sýknun hans fyrir hæstarétti. Ósennilegt er, að oftar verði höggvið í hinn sama knérunn. Hér eftir munu neytendur og framleiðendur koma sér sam- an um þessi mál. Fjöldi þeirra skilur þegar, að fullkomin vöruvöndun er beggja hagur. En ákærur og málarekstur er i óþökk meginþorra neytenda og oftast til ills eins. Ef upp koma tvenns konar sjónarmið, á tvímælalaust að semja um þau með velvild og víðsýni beggja aðila. Kaupstaðarbú- um er nauðsynlegt, að fá góða mjólk og framleiðendum er jafn nauðsynlegt að selja hana. Hvorugur getur vel án hins verið. Að standa í málaferlum fyr ir þessa viðskiptavini, er hálf gerð ómenning. B. G. íslendiiig'aþættir . . . (Framhald af 3. síðu.) asta nauðsynjaverk fyrir sjálf an sig. Þótti mönnum skemmt un að vera í starfi með hon- um, enda mátti það vera dauft blóð, sem eigi hrærðist í nánd við fjörtök hans. Helgi Þórðarson var dreng- ur góður, vel greindur, rétt- sýnn í dómum og skoöunum, einarður og hreinskiptinn. Fyrir því hefði hann verið vel fallinn til þátttöku í félags- ^ málum og öðrum trúnaðar- 1 störfum. En hann seildist ekki I inn á þau svið, mun ekki hafa fundið hjá sér löngun til þess, enda jafnan gnægð nærtæk- ari verkefna fyrir hendi. Vér, sem þekktum hann bezt,- finn jum, að happ væri það þjóð ; vorri að eiga sem flesta menn jhonum líka að skapgerð og starfsvilja. Þó að Helgi Þórðarson fengi sem aðrir að reyna andbyr og vonbrigði í lifi sínu, mátti hann kallast gæfumaður. Hann fékk um langa ævi að njóta ánægjulegs heimilis- , lífs með góðri konu o_g mann- vænlegum börnum. Á síðast- j liðnu sumri veittist honum 1 sú gleði, að Lára dóttir hans, 1 sem býr við ágæt kjör í Vest- j urheimi, kom í heimsókn til hans og systkina sinna. Hann var heilsugóður um ævina og sinnti störfum til hins síðasta. Helgi Þórðarson átti vel- vild og vinarhug aö mæta, hvarvetna þar sem hann kynntist, fyrr og síðar. Vinir hans nær og fjær minnast hans með þökk fyrir dreng- lund og dáðríkt ævistarf. Jón Guðnason. Sveitakona ræðir hér um upp- eldi barna og kemur víða við: „Heill og sæll, Starkaður! Ou est la femme? -— Hvar er konan — segir gamalt franskt máltæki, sem stundum rifjast upp fyrir mér, þegar mér finnst konurnar full sparar á, að láta til sín heýra og rabba í bróðerni um dagleg viðhorf á þeim vett- vangi, þar sem ekki er við þeim amazt, eins og til dæmis í bað- stofunni þinni, heiðursmaður Starkaður. — Ég lít nefnilega svo til, að þú munir ógjarnan sýna nokkrum ógestrisni, er ber að þínum dyrum, og því muni konunum einnig vera þar vel tekið, sem þátttakendum í al- mennii rabbi. — Held næstum, að það gæti farið svo, að þær myndu lífga upp baðstofukrók- inn, ef þær tækju sig til svona við og við, og kæmu þar með sitt suð. — 1 því trausti, að þetta sé rétt athugað hjá mér, ætla ég nú að gamni mínu að stinga nið ur pennanum í áttina til þín. Það er nú ávallt svo, áð sínum augum lítur hver á silfrið og að ýms eru sjónarmiðin ólík og áhugamálin, sem vonlegt er. — Eina ósk munu þó allar. konur eiga sameiginlega. Þær vilja, að vel sé búið að ungu og uppvax andi kynslóðinni, — vilja að sín börn verði hamingjusamar og gæfuríkar manneskjur. Nú er ekki þar með sagt, að svipaðar óskir bærist ekki einn ig í brjóstum karla. — Jú, jú, mikil ósköp. Auðvitað vilja fjöl- margir þeirra börnum sínum allt hið bezta. — En í þeirra hópi eru þó, að því er virðist, furðu margir, sem vilja skjóta sér undan föðurskyldunum við börn in sín. Þannig lítur það að minnsta kosti út, ef litið er til þeirra staðreynda, hve tala ó- skilgetinna barna hér á landi er há. — Það virðist næstum svo, að reynslan kenni nútímanum gömlu hávamálavísuna, (um „að meyjar orði o. s. frv.) upp á nýtt, og hún verði í reynd- inni svona: Karlmanns orði skyidi kona ei trúa né því es karlar kveða; því á hverfanda hveli váru þeim hjörtu of sköpuð brigð í brjóst of lagið. Stúlkurnar mættu að minnsta kosti hugsa sig ögn betur um, áður en þær leggja sjálfa sig og börnin sín út í alla þá erfiðleika, sem því fylgja, að eiga ótraust- an mann, sem faðir að barni sínu, — mann, sem á allan hátt bregzt skyldu sinni gagnvart eigin afkvæmi. í Rétt er þó að benda á það í þessu sambandi, að mörg óskil- : getin börn eru svo skráð, þó að j foreldrarnir ætli sér að giftast I og' geri það, svona einhvem tíma. — í sumum héruðum lands ins er það mikil tízka, að for- eldrar láti skrásetja elzta barn ið, eða jafnvel tvö þau elztu, sem lausaleiksbörn, af því að þeim fannst það nú aukaatriði, hvort þau voru gift eða ekki, áður en krakki kom. Úr því að þau voru búin að opinbera og ætluðu að baksa saman í lífinu, töldu þau þar með fyrir það byggt, að nokkur siðleysisblettur félli á þau, þó að þau eignuðust barn áður en þau giftust. Þetta finnst mér alrangt hugs að. Það er að öllu leyti drengi- legra og hreinskiptara gagnvart öllum aðilum, að standa við sitt i tíma en að láta reka á reiðan- um. Mér finnst líka konunni alltaf óvirðing gerr með slíkri framkomu. En þessi leiða tízka á sinn þátt í því, að hækka tölu óskil- getinna barna fram úr öllu lagi, svo að það er ljótur blettur á þjóðinni út í frá. Blettur, sem vekur undrun og ógeð og er henni til mikillar vansæmdar. Þetta þarf að lagast og breyt- ast. Já, börnin eiga að vera ham- ingjusöm og glöð í bernsku sinni, af því að.fullorðna fólkið, sem sér um andlegar og likam- legar þarfir þeirra, á að vera þeim vanda vaxið, að skapa þeim skilyrði til gróskumikils þroska. Langa-afar okkar og ömmur þráðu svo ákaft að fá svalað fróð leiksþrá sinni og menntafýsn, að á þeirra barnsaldri voru leir- flögin notuð sem vettvangur til að krota í stafi meS smala- j priki, pottahrím haft að bleki og f jöðurstafur að penna. — Þau ! börðust sinni baráttu berum hnú um við mikla og margvíslega J erfiðleika, en skiluðu sinum arfi með sóma. - Nú þarf enginn að nota leir- flag eða sót til sinnar stafagerð ar. Skólarnir sjá um það. Nú þarf enginn að stelast til að læra eða sýta það, að hafa ekki átt kost' a. m. k. einhverrar menntunar, þó að ekki sé fyrir það að synja að aðstæður manna til náms séu nokkuð mis jafnar enn, sé um framhalds- nám að ræða, — bæði eftir því, hvar fólk er í sveit sett og einn ig töluvert eftir kynjum. En hvað sem um það er, þá ' sýnir það sig æ ofan í æ, að ' skólaganga er ekki einhlýt til 1 aö gera fólkið að góðum og nýt | um mönnum. Hún veitir sín réttindi og eykur góða afkomu- j möguleika. — En spurningin er, hvort skólar og heimili nútím- (Framhald á 6. siðu.) WV.VAVW.’AVAV.’.W.WAV.W.W.W.V.WA’.W | Reykjavík—Keflavík—Sandgerði ;j í í Frá 1. marz verða ferðir á leiðinni Reykjavík — Kefla- vík — Sandgerði, sem hér segir: í; Átta ferðir á dag alla daga: Frá Reykjavík: Frá Keflavík: 1 I rAV.V.VAW.VJW.'AVW.VA'AV.V.WAWAVAV.^WU Kl. 9,30, kl. 11, kl. 13,15, kl. 15, kl. 17, kl. 19, kl. 21,15, kl/ 23,15. Kl. 9,30, kl. 11, kl. 13,15, kl. 15, kl. 17, kl. 19, kl. 21,15, kl. 23,15. Sérstakur bíll verður í förum milli Keflavíkur og Sand- j|« gerðis og eru ferðir hans í beinu sambandi við allar :■ feröirnar milli Reykjavíkur og Keflavíkur. í; Bifreiðastöð Steindórs og Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.