Tíminn - 01.03.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.03.1952, Blaðsíða 6
fiffmiiiiiMiiiitimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiHiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiittiiiiiiiiiiiiiuiniiiiiiiiitiiiiiiiiitiiitiiiiiiiitiitiiiii TÍMINN, laugardagmn 1. marz 1952. 50. blað. LEIKFÉIA6 REYKJAyÍKUR1 TOM vaUnar til lífsins \ Aðalhlutverk: Alfreð And- j résson. — Sýning annað! kvöld kl. 8. Aðgöngumiða-; sala í dag kl. 4—7. Sími 3191.; fcJIBS LA PALOMA \ Fjörug og skemmtileg, þýzk j i mynd í agfalitum, er sýnir ! ; næturlífið í hinu alþekkta! ; skemmtanahverfi Hamborg- ; ; ar, St. Pauli. Ilse Werner Hans Albers Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝIA BÍÖ( Nautaat í Mexico | (Mexican Hayride) Sprenghlægileg, ný, amerísk | skopmynd með | Bud Abbott og I Lou Costello Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. | Sala hefst kl. 11 f.h. 1 BÆJARBÍOj - HAFNARFIROI - Skipstjíóri sem \ setjir sex | Afar spennandi ný amerísk \ mynd um svaðilfarir og sjó- § volk og ótal ævintýri. Hale Russel Sýnd kl. 7 og 9. HAFNARBÍO j A indíáanslóðum f (Comanche Territory) f j Spennandi og viðburðarík, | i ný amerísk kvikmynd í eðli- = legum litum. | Maureen O’Hara MacÐonald Carey Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. £ ' » | Utvarps viðgerðir! Radiovinnnstofan | VELTUSUNDI 1. Bergur Jónsson j Málaflutningsskrifsíofa | Laugaveg 65. Sími 5833 I Heima: Vitastíg 14 ELDURINN | gerir ekki boð á undan sér. 1 Þeir, sem eru hyggnir, I tryggja strax hjá SAMVINNUTRVGGINGUM \ £W)í ÞJÓDLEIKHÚSID Vegna fjölda áskorana verð- j ur leikritið Sölumaður deyr \ sýnt í allra síðasta sinn ! í kvöld. Sem yður póknast \ Sýning sunnudag kl. 20. j Aðgöngumiðasalan opin frá j i kl. 13,15 til 20,00 alla virka ! i daga nema sunnudaga, frá i i kl. 11—20,00. Sími 800QO. —; i ;affipantanir í miðasöl ! | Austurbæjarbíó j í Kaldar kveðjur i (Kiss Tomorrow Goodbye) ; 1 Sérstaklega spennandi og við ; | burðarík, ný amerísk saka- ; | málamynd. James Cagney Barbara Payton | Bönnuð llöirnum innan 16 i i ára aldurs. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f.h. É >♦♦♦♦♦«►♦♦«*»<♦♦♦♦ | j TJARNARBÍQ j f Vandamál unylings i árunna I Hrífandi og ógleymanleg i | ítölsk stórmynd, er fjallar | | um vandamál kynþroska ár- | = anna. § I Þessi mynd hefir hvarvetna i | hlotið einróma lof og geysi- i | lega aðsókn, hún er gerð und i § ir stjórn Vittoriö De SiCa, | i þess, er gerði „Reiðhjóla- i 1 þjófinn",. sem hér var sýnd| i fyrir skömmu. Varð De Sica | i heimsfrægur maður fyrir | I þessar myndir. | Aðalhlutverk: Vitorio De Sica | Anna M. Pierangeli | Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. | Þessi mynd á erindi til allra. | f Regnbogaeyjun I Sýnd kl. 3. Baðsíofohjal (Framhald af 4. síðu.) ans veita unglingunum þá kjöl- festu og ala upp í þeim þann vandaða heiðarleika, sem gerir þá að gæfumönnum, — mönn- um, sem eiga djúpstæða gleði yfir lífinu og dásemdum þess, svo rótgróna í sjálfs síns sál, að engin áföll aðsteðjandi erfið- leika ná að hagga? — Menn, sem eru sannir í dýpt sálar sinn ar. Til að ná því marki er mennt unin alls ekki einhlýt. Þá færu menntamennirnir ekki jafn oft og raun ber vitni út á braut drykkjuskapar, lauslætis eða annars hliðstæðs ósóma, sem eyðileggur að meira eða minna leyti skilyrðin fyrir heiibrigðu sálarlífi. — Nei, til að verða gæfu- og drengskaparmaður: þurfa menn að vera vitrir. — Það gerir gæfumuninn, hvernig, — hve viturlega, — snúizt er við daglegum vandamálum af hverj um einstaklingi. — Hefir maður inn í gegn um upplag sitt og uppeldi gert sér það ljóst, „að það kemur fram í seinna verk- inu, sem gert er í því fyrra“, — og að öll atvik eiga sér afleið- ingar, — bæði þessa heims og annars. — Og annars segi ég, því að á því held ég að nútímamenn ingin fiaski alvarlegast, að hún vill halda fólki í þeirri kreppu, að það leyfi sér ekki að líta á það stóra atriði, að mennirnir eiga að lokum að leggja upp í nýrri veröld með það veganesti, sem þeir hafa aflað sér hér á jörð, — og að þau djúpsæu sann indi standa óhögguð af sér tím ans og ytri breytinganna flaum, — að þvi betur sem mönnum tekst að vanda sig hér á jörð, þess bjartari og betri framtið blasir við þeim, þegar stóra skref ið er stigið, — skrefið, sem allir vita að framundan er, þó að margir vilji alls ekki ljá því hugs un“. Sveitakona er nú hálfnuð með ræðu sína, en áframhald hennar verður að bíða næsta dags. Starkaður. IIIIIIMIMIIIIIMIMIIMIIIMMMIMIMIIIMMHIIIIIIIIMMMIIIMMI I V-REIMAR j (Kýlreimar) KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI 67. DAGUR H = GAMLA BÍÓj Okkur svo kœr (Our Very Own) Hin hrífandi og vinsæla | mynd. Sýnd kl. 7 og 9. Skrítnir karlar | ; (The Adventures of Ichabod | and mr. Toad) f í Ný teiknimynd gerð af Walt Disney Bing Crosby syngur. Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11. TRIPOLI-BÍÓ j Operan Bajjazzo Sýnd kl. 7 og 9. j Fuldi fjjársjjóður- l inn | (Vacation in Reno) ; Spennandi og skemmtileg I | amerísk gamanmynd gerð i ! eftir sögu Charles Kerr. Jack Haley j Anne Jeffreys Sýnd kl. 5. »iimimi!imiiiiillll|immilliil,l,il„m,li!lllll!l„,«/ rí7-**?N«,i„,lHl,„„w,i,ii...... | Höfum venjulega fyrir-i i liggjandi allar stærðir af f f hinum velþekktu „FENN- f f er“ V-reimum. f f Sendum gegn póstkröfu f f um land ajlt. Verzl. jVald. PouSsen li.f., j f Klapparstíg 29. — Sími 3024 f Miiiiiiiimniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiliiiiiiiiiiiiliiiiiiiiimiimmmMmiiiimiiimimiMMii f Minningarspjöld f Krabbameinsfélagsins fást í f f Verzluninni Remedía, Austur f f stræti 7 og Skrifstofu Elli- f I heimilisins Grund. | IIMIIIMIIMIIIIIIMIIII|IMMIIIIIIMMIIMMMMMMMMMMIMMII llllllillllllllllllMltálllllllllllllllllllllllllllllllMllllllllllllli \ JmuAnuujJi>&uA/íGA. eta &ejtaA! | iii, m,„„„ „ leið og hann snertst gegn þeim, sem fyrstur hafði stökkvið niður á þilfarið. Sverð hans söng við hátt og sneið mjöðm mannsins, er hneig þegjandi niður. Enn kváðu við nokkur skot, og þeir, sem ætluðu að koma af skozka skipinu, félögum sínum til hjálpar í úlfakreppunni, féllu hver um annan þveran. Samt tókst nokkr- vm þeirra að kornast yfir á „Höfrunginn", og nú var hafin skot- hríð frá skipi víkinganna. Bardaginn var tryllingslegur, og Skotarnir höfðu nú hrundið fyrstu árásinni. Heini og menn hans urðu að hörfa, og fjórir menn úr þeim flolíki voru þegar fallnir. Magnúsi og Jakobi og mönnum þeirra veitti betur, og hrukku Skotarnir enn fyrir þeim. Jakob barðist af gætni, en varð þó óvinum sínum ærið skeinu- hættur, en Magnús gekk berserksgang. Bros lék um varir Jakobs, og þegar einn andstæðingur hans slæmdi til hans með öxi og svipti sundur kyrtilermirini, hrópaði hann: „Níðist þú á fötum mínum, hundurinn? Þess skaltu fljótt gjalda“. í sömu andrá kiauf hann manninn í herðar niður, stökk yfir líkið og sótti að þeim næsta. Skotin voru nú orðin dræmari, og fleiri og fleiri Skotar kom- ust á þilfar „Höfrungsins", en þó höfðu þegar hlaðizt valkestir við borðstokkinn. Magnúsi var ljóst, að þeir félagar voru í hættu staddir. Skotarnir þrengdu æ meira að þeim Heina, er komnir voru alveg fram í stafn og börðust þar í örvæntingu. Þá tvíhenti Magnús sverð sitt og hjó á báðar hendur. Þannig ruddi hann sér braut gegnum fylkingu fjandmannanna. Fjórir Skotar, sem sótt höfðu að Heina og mönnum hans, snerust gegn Magnúsi. Hann greiddi hinum fyrsta banahögg og annar hlaut svöðusár á læri. Hinir tveir hopuðu á hæli. En Magnús veitti þeim ekkert ráðrúm. Hann rak upp reiðiöskur og greiddi högg á báða bóga. Höfuðið fauk af öðrum, en hinn stökk aftur á bak út að borðstokknum, lét öxina síga og gerði kross- mark yfir sér. S'íkan djöful í mannsmynd hafði hann aldrei komizt í kynni við. En þetta gerði hann síðast í þessum heimi. Sverð Magnúsar gekk í gegnum hann. „Skiptið vkkur!“ hrópaði Magnús til manna Heina. „Sækið fram með báðum borðstokkum". Heini og menn hans hlýddu samstundis, og nú var sótt að þeim, sem eftir stóðu af Skotunum, frá tveim hliðum. Litla stund var bardaginn hinn snarpasti, en enn féllu menn af báðum lið- um. Andlit Heina var orðið blóði drifið. En allt í einu fleygði einn Skotinn sér á hné fyrir framan Magnús. Einn úr flokki Heina hjó í sömu andrá á öxl'honum, svo að handleggurinn féll frá og sá í lungun. Örfáir, sem enn stóðu uppi af Skotum þeim, er sótt höfðu fram skipið, hörfuðu til baka. Magnús fylgdi þeim eftir. Miðskips lágu særðir menn og fallnir víðs vegar um þilfarið. Jakob og sex menn, sem uppi stóðu af Norðmönnunum, sem honum fylgdu, áttu mjög í vök að verjast fyrir ofurefli liðs. Jakob hvatti menn sína, en það var þó sýnilegt, að hann barðist ekki lengur af því öryggi, sem hans var vandi. Það var augljóst, að hann var farinn að örvænta um sigur í þessum leik. En hann ætlaði að selja líf sitt dýrt. Skyndilega var sem æði gripi hann. Sverðið leiftraði, er hann sveiflaði því, og ruddist fram gegn Skotunum svo að ekkert stóðst fyrir. Þótt klæði hans væru þegar í hengslum, var hann ekki sár, og það var sem járn biti bann ekki. í þessum svifum stökk gildur og lágvaxinn maður niður á þil- far „Höfrungsins". Hann var betur búmn en hinir víkingarnir, og í hægri hendi reiddi hann breitt og biturlegt sverð. Hann kom í flasið á Magnúsi og mönnum Heina, sem ruddust aftur á slripiö. „Áfram!“ öskraði Magnús. „Þessi uxi er mín bráð“. Heini og menn hans geystust fram til liðs við Jakob, en Magnús stöðvaði hinn gilda og lágvaxna mann: „Nem þú staðar, Klerk!“ hrópaði hann. Honum til furðu reyndist Klerk hinn vígfimasti maður, en Magnús kastaði að ®ium háðsyrðum og frýjuorðum. Klerk stóðst ekki mátið. Hann hóf ákafa sókn, en gætti sín ekki. Sverð Magnúsar gekk á kaf í brjóst Skotans. Magnús leit ekki einu sinni við líkinu. Hann geystist, þangað, sem bardaginn var harðastur. Hann mátti ekki seinna koma. Enn voru fallnir tveir af mönn- um Jakobs. En nú skipti sköpum. Við hina óvæntu árás aftan frá sló felmtri á Skotana og lið þeirra tvístraðist, og í síðustu hríð- jinni fleygðu sumir sér útbyrðis, Magnús og þeir manna hans, sem uppi stóðu, eltu hina flýjandi fjandmenn sína um þilfarið, og hver, sem til náðist var brytjaður niður miskunnarlaust. Frá skipi Skotanna var ekki lengur að vænta liðsauka. Loks hljóðnaði vopnagnýrinn. Sigurvegararnir gengu upp og niður af mæði, bar sem þeir studdust fram á langskeptar axirnar og horfðu yfir valinn. Að minnsta kosti tuttugu og fimm Norð- menn voru fallnir, og þrefalt fleiri Skotar. Blóðþefurinn angaði stafnanna á milli. Magn'u§ laut yfir fallinnn óvin og þerraði sverð sitt á klæðum hans. Síðari renndi hann því í slíðrið og sneri sér að Jakobi: „Þetta varð þyngri fórn en ætlað var, og það er skotmönnum okkar að kenna. Þeir hleyptu fleiri Skotum niður á þilfarið en fyrirgefanlegt var“. . „Skytturnar eru löglega forfallaðar", svaraði Heini. „Þær eru j allar fallnar. Það vor^Jika góðar skyttur í liði Skota“. Magnús rumdi við og:'mælti: „Fleygið öllum Skotum í sjóinn. Sjávarbúar skulu fá gqíjan máisverð". Heini mælti- „Margjr þeirra eru enn lifandi, og það myndi vera hægt að græða þá „Þakka góð ráð“, svaraði Magnús. „Viljir þú það, máttu gjarna reka þá í gegn, áður en hákörlunum er búin veizlan.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.