Tíminn - 22.03.1952, Side 3

Tíminn - 22.03.1952, Side 3
G8. þlað, TfðlINN, laugardaginQ 22. roai;z.,1952, ísien.dmgajpættir Dánarminning: Sigfús Sigurhjartarson Sigfús Sigurhjartarson var fædur á Urðum í Svarfaðardal 6. febrúar 1902 og ólzt þar upp, sonur Sigurhjartar Jóhannes- sonar bónda þar og konu hans, Friðrikku Sigurðardóttur frá Draflastöðum í Fnjóskadal. Okk ar fyrstu kynni urðu í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri vet- urinn 1919—20. Hann kom í skól ann þá um haustið, settist í 3. bekk og hafði því ærið að starfa. Virtist þá fremur fáskiptinn og tók lítinn þátt í félagslífi, en sótti fast námið og var talinn stærðfræðingur góður, en sú námsgrein var þá sem oft endra nær mikils virt, en miður vin- sæl af ýmsum og eigi talin við allra hæfi. Ekki myndi því hafa verið spáð þá, að hann yrði, er stundir liðu, umsvifamestur í þjóðmálum þeirra, er þá voru í skólanum, en þó varð þetta svo. Verða og sjaldan fyrirfram auð- lesin örlög manna. Að loknu gagnfræðaprófi fór Sigfús „suður“ í menntaskóla og settist þar í stærðfræðideild sem vænta mátti. Þaðan lauk hann stúdentsprófi vorið 1924. Hann var einn þeirra mörgu af stúd- entum þess árs, er lögðu stund á guðfræði í háskólanum, og lauk hann embættisprófi í þeirri fræðigrein 1928. Að loknu em- bættisprófi gerðist hann kenn- ari, einkum í stærðfræði, við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og Samvinnuskólann. Naut hann fljótt mikils álits í því starfi. Jafnframt starfaði hann mikið í félagsskap góðtempl- ara, varð þar fljótt meðal helztu forustumanna og stórtemplar á árunum 1931—34. En þá var að ’ því komið, að þáttaskipti yrðu , í ævi hans. Hóf hann rúmlega j þrítugur þátttöku í stjórnmál- I um, og af eigi minni áhuga en hann hafði áður sýnt við önn , ur viðfangsefni. Hann gerðist j blaðamaður og frambjóðandi við alþingiskosningar, varð rit- stjóri, alþingismaður og bæjar fulltrúi, og gegndi mörgum öðr um opinberum trúnaðarstörf- um. Hann var m.a. um skeið formaður útvarpsráðs, vann að undirbúningi alþýðutrygging- anna 1935, sat í bæjarráði Reykjavíkur, og tryggingarráði, var formaður Kaupfél. Reykja- víkur og nágrennis og fleira mætti telja. Jafnframt var hann einn þeirra stjórnmála- Dánarminning: Tómas Tómasson Jörðin Auðsholt er í Biskups- tungnahreppi og í Skálholts- sókn og er þó austan Hvítár. Eldir þar eftir af áhrifum bisk- upsstólsins, en í Auðsholti var um langan aldur útibú staðar- ins. Biskupunum mun hafa þótt Auðsholtsmýrin keppikefli, enda er hún mjög grasgefin og þóttu þar hinar beztu slægjur, eink- um þegar Hvítá hljóp yfir hana á vetrum. Bærinn Auðsholt stendur fast við ána og var þar jafnan til skamms tíma mjög tíðfarinn ferjustaður og meðal annars læknisleið Hreppamanna. Hér er þó sá galli á, að síbreytileg sandeyri í miðri ánni gerir flutn ing yfir hana erfiðan, sumar og vetur. Víðar eru hættur búnar ferðamönnum á leið þessari í vatnavöxtum eða þegar ís er ótryggur. Loks er Auðsholts- mýri flöt og kennimerkjalaus og þykir æði villugjarnt þar í dinunviðrum. Þegar jarðir biskupsstólsins voru seldar, keypti Halldór bóndi á Tindsstöðum á Kjalar- nesi vesturbæinn í Auðsholit ár ið 1791. Vorið 1801 flutti Tómas sonur hans búferlum þangað og hafa afkomendur hans búið þar síðan mann fram af manni, fyrst Guðbrandur Tómasson, svo Tómas hreppstjóri Guð- brandsson og þá sonur hans, Tómas Tómasson, sem nú er nýlátinn og loks synir Tómas- ar, Einar og Tómas. Hafa þeir feðgar nú búið í Auðsholti í rúma hálfa aðra öld. Það féll í hlut Tómasar Hall- dórssonar og niðja hans að ann ast ferjuna yfir Hvítá og hafa þeir frændur gert það með þeim ágætum að slíks munu fá dæmi. Tómas bóndi Tómasson tók við búsforráðum af föður sínum vorið 1907 og bjó þar unz hann fékk jörðina í hendur sonum sínum fyrir nokkrum árum, enda orðinn þá farinn að kröft- um og heilsu. Tómas lærði ungur af göfug- um og góðum föður að kynnast öllum kenjum árinnar og öllum hættum, er yfir mönnum gátu vofað í Auðsholtslandi. Allan sinn búskap, og raunar bæði fyrr og síðar, var hann vakinn og sofinn í því að greiða fyrir ferða mönnum og firra þá háska. Það var ónæðissamt starf. Oft varð hann að hlaupa frá heyskap og öðrum bústörfum fyrirvaralaust hvernig sem á stóð í hinn tíma- freka flutning. Oft var hann vakinn að nóttu eftir langan og lýjandi vlnnudag, en aldrei manna, er mest reyndi á. Hann 1 fór ekki varhluta af því, sem eitt sinn var nefnt „að kenna til í stormum sinna tíða“. Það er ekki ætlun mín að rekja hér stjórnmálasögu Sig- fúsar Sigurhjartarsonar, enda | er hún mér eigi nógu vel kunn ’ til þess að svo megi verða. Það duldist ekki, að hann bjó yfir miklu af því, sem forustumanni má að haldi koma. Hann var meðal snjöllustu ræðumanna á fundum, og komu kennarahæfi- leikar hans glöggt fram í því, hve sýnt honum var um að skipa efni á réttan stað og orða það skýrt, er hann vildi segja.' Varð honum það ekki á, sem margan hendir, bæði í kennslu- ' stofu og á fundi, að gleyma byrj unaratriðum, sem e>ru lykill! skilningsins á hinu, sem flókn J ara er. Hann var starfsmaður, mikill, kappsamur og ósérhlíf-' inn, viðmótið alúðlegt, og kunni vel að haga orðum sínum við menn. — Hér vil ég þó emkum minnazt hans eins og ég kynnt- ist honum, þar sem baráttunn ar menn kjósa sér „stormahlé". Þar, á hinu gestrisna heimili hans, og í vinahópi á öðrum heimilum, kom vel í ljós hjarta hlýja hans, góðvilji og urn- hyggja fyrir þeim, er honum stóðu nærri, þar þóttist ég kom ast næst því að skilja líf hans' og starf. Hann kvæntist árið 1925, þá enn í skóla, Sigríði Stefánsdótt- ur frá Brettingsstöðum í Laxár- ' dal. Að henni og börnum þeirra, þrem er nú þungur harmur kveð inn, er hann er brott kvaddur j svo snemma. Sambúð þeirra var hin ástúðlegasta, og er gott að minnast slíks, er svo skjótt þarf að kveðja, sem hér varð raun á. Heilsa hans hafði um alllangan tíma verið mjög tæp, en vonir stóðu til, að hann hefði við dvöl sína undir læknishendi erlendis framan af vetri hlotið nokkra bót meina sinna. En að kvöldi hins 15. þ.m. andaðist hann snögglega á heimili sínu. Hann verður jarðsunginn í dag. Megi blessun fylgja minn- ingu hans, þeim til handa, er honum voru kærastir og um sárt eiga að binda við brottför hans af þessum heimi. G. G. i brást honum þó sívökul um- hyggjan. * Þær stundir verða aldrei tald , ar, sem Tómas eyddi við þetta | starf í þágu annarra og ótaldir . þeir menn, sem hann með forsjá sinni forðaði frá hrakningum . eða fjörtjóni. Ferjutoll bar honum að fá og mun oft hafa fengið, mun þó j ósjaldan hafa verið uppunninn í alls konar fyrirgreiðslu og góð- gerðum, sem jafnan voru til j reiðu, þótt sjaldnast væru af miklu að má, enda kona Tóm- asar honum fullkomlega sam- huga og sízt af öllu letjandi til ljúfra verka. Tómas var skarpleitur í and- liti, dökkhærður á yngri árum og móeygður. Ennið hátt og svipur bæði góðmannlegur og greindarlegur. Hann var meðal- maður að vexjti. Handleggir teygðir af árinni og hendur þrútnar af mikilli vinnu. Hans mun lengi verða minnzt ■ eystra, sem hins greinda, prúða,1 ótrauða og umhyggjusama veg- j vísanda og ferjumanns, sem jafnt á nóttu sem degi vakti yf- | ir feröum manna með góðvild, | festu og fullkomnu æðruleysi og bægði frá þeim hættum og háska. Hann átti erfVfet með að heyra nokkrum manni hallmælt og hryggðist innilega með hrygg- um, en var þó fljótur að gleðj- (Framhald á 6. síðu.) V/.V.V.V.’.V.V.V.VV.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.W AUGLYSING um framboð og kjör forseta íslands jjl Kjör forseta íslands skal fara fram sunnudaginn 29. jj júní 1952. ;■ Framboð til forsetakjörs skal skilað í hendur dóms- Ijj málaráðuneytinu ásamt samþykkis forsetaefnis, nægi- I; legri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórnar ■; um að þeir séu á kjörskrá, eigi síðan en fimm vikum £ fyrir kjördag. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosn- ingabærra manna og mest 3000, er skiptist þannig eftir landsfjórðungum: Úr Sunnlendingafjórðungi (V.-Skaftafellssýslu- Borgarfjarðarsýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 920 meðmælendur, en mest 1.835. ■jj Úr Vestfirðingafjórðungi (Mýrasýslu-Strandasýslu, .j í að báðum meðtöldum) séu minnst 180 meðmælendur, *I en mest 365. í ■I í ;• Úr Norðlendingafjórðungi (V.-Húnavatnssýslu- S.- 1 ;■ Þingeyjarsýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 280 1 5* meðmælendur, en mest 560. 5* |í :• !■; Ur Austfirðingafjórðungi (N.-Þingeyjarsýslu- Austur- «■ ■: Skaftafellssýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 120 j£ V meðmælendur, en mest 240. "í ■: Þetta auglýsist hér með, samkvæmt lögum nr. 36 12. J. febrúar 1945, um framboð og kjör forseta íslands. Forsætisráðuneytið 21. marz 1952 ^ í Steingríntiu* Steinþórsson S i :■ Birgir Thorlacius J V.W.'.V.V.’.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.W.VAW Áveitur frá Ganges eiga aö breyta eyðimörk í akurlendi Bezta leiðin til áð sannfæra fólk um nauðsyn umbóta er að veita því skjótan og drjúgan af- rakstur. Þetta á sérlega við um hina tæknilegu aðstoð, sem S.Þ, veita. Og sem betur fer geta S.Þ. tíðum orðið við óskum manna í þessu efni. Hér fylgir yfirlit, sem dr. W. J. van Blommenstein frá Hol- landi hefir gert, en hann var sendur á vegum FAO til Pakist an til að gera áætlun um ai? breyta 400.000 hekturum eyði- J merkur í frjóa jörð. Með áveitum er þetta hægt og það án mikilla erfiðleika, þvi ekki þarf að grafa langa skurði, því svæðið — sem er í Kushtia og Jessore héruðunum — er sundurgrafið af breiðum ár- kvíslum, þar sem vatn er hætt j að renna vegna þess, að kvíslarn ar hafa fyllzt af auri og leðju og uppspretturnar hafa leitað annað í hinum hægfara breyt- ingum, sem eiga sér stað í nátt úrunni. Enginn vandi er að fá nægi- legt vatnsmagn frá stórfljótinu Ganges, en þaðan er hægt að dæla vatninu um nýjan skurð í hinar gömlu kvíslar. Dr. Blommenstein hefir áætl að kostnað við að grafa skurð- inn, koma upp dælistöðvum, hreinsa kvíslarnar og aðrar framkvæmdir um 27 milljónir dollara og árlegan reksturs- kostnað um 2,4 milljónir doll- ara. Eftirtekja af nýræktinni og landbúnaði á þessu svæði er hins vegar áætluð um 54 millj. dollara. Ef stjórn Pakistans tekur 10% af þeirri upphæð í skatta, fást 5,4 milljónir í ríkissjóð. Ef stjórn in tekur gjald af öllum skipum, sem um kvíslarnar fara, myndu þær tekjur nema 210.000 doli- urum á ári. Eftir fyrstu átta ár- in er áætlað að tekjurnar nemi 3,2 millj. á ári, en þangað til verða tekjurnar notaðar til að greiða stofnkostnaðinn við þess ar framkvæmdir. Nýjar loftleíðir Þrýstiloftsflugvélar í farþega flutningum eru orðnar að veru leika og flugmálasérfræðingar búast við því, að innan fárra ára komi þær algerlega í stað venjulegra farþegaflugvéla á lengri flugleiðum. En þrýstiloftsflugvélarnar fljúga svo hratt, að ekki er hægt að hafa þær í sama „lofts- lagi“ og gömlu flugvélarnar, er við fljúgum með nú. Þær verða að fá sérstakar loftleiðir í ann arri hæð og á öðrum stöðum. Þetta er aðeins eitt af þeim mál um, sem flugmálastofnun S.Þ. fjallar um. Um þessar mundir heldur ICAO ráðstefnu í París og til umræðu eru þar hin sér- legu flugferðavandamál Evrópu. I flugmálunum er þróunin ó- venjulega ör og er því nauð- synlegt að halda tíðar ráðstefn ur til að fylgjast með þróun- inni. Sú leið hefir verið valin, að reyna að ganga frá allsherjar áætlun um allar flugleiðir i Ev- rópu og þátt þrýstiloftsflugvél- anna í þeim flugferðum. Því aðeins er hægt að skapa öryggi og nákvæmni, að gerð verði flug áætlun fyrir alla álfuna, og sú áætlun verði jafn ströng og ná kvæm og á járnbrautarkerfi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.