Tíminn - 08.04.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.04.1952, Blaðsíða 2
TÍMINN, þriSjudagiim 8. apríl 1952. 82. blað. Dagblaðið norska 1. apríl: Sex- burar, stúlkur, fæddir í nótt Dagblaðið í Osló birti 1. apríl þá fregn, að sexburar hefðu fæðzt í Osló, og fylgdi frásögn- lnni mynd af tveimur hjúkrun- arkonum, er sátu undir þremur kornbörnum hvor. Menn eru þó beðnir aö taka frásögnina ekki of hátíðlega — hún birtist 1. apríl —, en hún er á þessa leið: Aðfaranótt 1. april fæddi frú Marthe Fröberg sexbura í fæð- ingardeildinni í Osló — og setti þar með í skuggann hina frægu fæðingu Dionne-fimmburanna kanadisku, sem fæddust fyrir stríðið. Fæðingin átti sér stað milli 1,20—2,15 — og á þehn tíma komu sex litlar stúlkur í heiminn. Faðirinn sá e«ni, sem er vanheill. Þessi frétt mun áreiðanlega vekja gífurlega athygli, ekk* minnst fyrir það, að móður- inni og dætrunum líður mjög vel. Sá eini, sem ekki var vel haustur, að fæðingunni afstað inni, var faðirmn; Haftor Frö- berg. Hann fékk snert af tauga áfalli, er hann heyrði frétt- ina, og þurfti að leggjast í súkrahús í heimabyggð sinni, Flatásbygda. Sexburarnir voru milli 1500 og 2050 grömm að þygnd hver og voru allir rétt skapaðir. Frö- berg-hjónin eru bæði um þrí- tugt, og búa í litlu húsi nálægt tígulsteinaverksmiðju í Flatás- en, þar sem faðrinn vinnur. Þau höfðu eignazt eitt barn áður, dreng, sem heitir Jdhannes og er fjögura ára. Það koma fleiri, Iæknir. Frú Fröberg var vel hress eft ir fyrstu fæðinguna kl. 1,20. Tíu mínútum síðar fæddi hún enn tvær stúlkur, og læknirinn, dr. Peder Svendshús, var öruggur um, að það yrði ekki meiraf en þríburar. — Hann og hjúkrunar konurnar voru á leið úr herberg inu með börnin nýfæddu, þeg- ar frú Fröberg kallaði allt í einu. — Það koma fleiri, læknir. Hálfum klukkutíma seinna j var frú Fröberg móðir sexbura i — sex fallegra lítllla stúlkna, er . allar voru með lítið dökkt hár. Það segir sig sjálft, að í fæðing ' ardeildinni varð hið mesta upp- þot og læknar þyrptust að tU j þess að sjá undrið. En dr. Svendshus er strangur hús- i bóndi. Það fengu ekki aðrir að vera við, er börnin voru böðuð, en hann sjálfur, yfirlæknirinn, hjúkrunarkonurnar Júdit o'g ! Jenný. (Og svo væntanlega ljós- ' myndari Dagblaðsins.) Skeyti sent til Kanada. I Það hefir verið ákyeðið, að Edit skuli annast börnin, og það hefir verið sent skeyti til læknis fimmburanna "kanadísku og spurzt fyrir um það, hvernig Dionne-telpurnar voru fóstrað- ar fyrstu mánuðina. Heillaskeytin tóku að streyma að með morgninum — frá út- varpsstjóranum, Hallesby, ríkis- skattstofunni, manntalsskrif- stofunni, hagstofunni og fleiri. Útvarp'ib Útvarpið í dag: 8.00—9.00 Morgunútvarp. — 10.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 útvarp. — 16.25 Veðurfregnir. 18.15 Framburðarkennsla í esp- erantó. 18.30 Dönskukennsla; II. fl. — 19.00 Enskukennsla; I. fl 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleik ar: Þjóðlög frá ýmsum löndum (plötur). 19.45 Auglýsingar. — 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Vest- ur íslenzk Ijóðskáld; II. (Rieh ard Beck prófessor; — útvarpað af segulbandi). 21.00 Undir ljúf um lögum. 21.30 Frá útlöndum. 21.45 Einsöngur: Pierre Bernac syngur (plötur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíu- sálmur (48). 22.20 Kammertón leikar (plötur). 23.10 Dagskrár lok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Útvarpssagan: „Morgunn lífsins" eftir Kristmann Guð- mundsson (höf. les). — XX. 21. 00 íslenzk tónlist. 21.25 Erindi: Um norska málaralist (Hjör leifur Sigurðsson listmálari) 21.50 Tónleikar: Lög leikin á gít ar (plötur). 22.00 Fréttir og veð- urfregnir. — 22.10 Passíusálm- ur (49). 22.20 Tónleikar (plöt- ur). 23.00 Dagskrárlok. ÁrnáB heilla Hjónaband. í fyrradag voru gefin saman í hjónaband af séra Þórði Odd- geirssyni, prófasti í Sauðanesi, ungfrú Sigríður Sigurgísladóft- ir frá Reykjavík og Irfgimar Ingimarsson, stud. theol. á Þórs höfn. 60 ára. er í dag Jóhannes Sigurðsson, prentari, Laugateig 48, er um mörg ár var verkstjóri í Acta og síðar í Prentsmiðjunni Eddu. Hann starfar nú hjá Leiftri. Enska bikarkeppflin í gær vann Arsenal Chelsea í ensku bikarkeppninni með 3:0 og skoraði Lewis tvö af mörk- unum. Á laugardag hafði orðið jafntefli, 1:1, hjá þessum félög- um.' Arsenal og Newcastle fara nú í úrslit, og fer úrslitaleikurinn fram á Wembley-leikvellinum 5. Maðurimi, sem skar hann Hinn finnski guðfræðiprófess or, G. O. Rosenquist, gekk í hjónaband á sunnudegi í maí 1918. Kvöldið áður fór hann í rakarastofu, því að hann vildi vera snyrtilegur á brúðkaups- daginn. Ungur maður rakaði hann, en svo illa tókst til, að hann skar illa á hökunni, og það gekk treglega að stöðva blóð rásina. Prófessorinn sat lengi í rakarastofunni, og seinast var hann þar einn eftir viðskipta- vina. Það varð að samkomulagi milli hans og eiganda rakara- stofunnar, að prófessorinn mætti koma aftur daginn eftir, skyldi þá reynt að smyrja og ¦hylja sáríð. Þrjátíu árum síðar var hann orðinn rektor við Ábo-háskóla, og þá var honum boðið, ásamt konu sinni, til veizlu í Helsing- fors. Þar varð kona þáverandi forsætisráðherra Finna, Fager- holms, . sessunautar prófessors- ins. í veizlunni spurði Fager- holm prófessorinn, hvort hann hef ði ekki verið grannur og dökk hærður á yngri árum. Rosen- quist játti því. Þá sagði forsæt- isráðherrann: „Það var ég, sem skar yður á hökunni kvöldið fyrir brúð- kaupsdaginn." Forsætisráðherra hafði verið rakari á unga aldri, og af því er hann hreykinn enn í dag. Þótt mistök gætu átt sér stað hjá honum, eins og sagan ber með sér. Newcastle og Blackburn höfðu áður keppt með sigri þess fyrr- nefnda, 2:1, og var sigurmark- ið skorað í vítaspyrnu. Þarf útvarpið að vera svona ieiðinlegt? Ríkisútvarpið íslenzka er ekki flysjungslegt. I óskastundinni í fyrrakvöld mátti ekki leika dans lög af því, að það var pálma- sunnudagur! Þetta er eins og forsmekkur af því, hverju má eiga von á um páskana, en það er alkunna, að mörg undanfar- in ár er varla hægt að hugsa sér leiðinlegra útvarp en ís- lenzka útvarpið um stórhátíðar. Þetta kemur sér þó þeim mun verr sem slíkar hátíðir eru einmitt þeir frídagar ársins, þegar fólk í kaupstöðum veit sízt, hvað það á af sér að gera, þar sem þá er ekki kom- inn sá tími, að það geti almennt leitað út úr bæjunum. Af hverju er sveitafólk hætt að hlusta? Þessi varfærni ríkisútvarps- ins á pálmasunnudag og grun- urinn um það, sem í vændum er um bænadagana og páskana gefur tilefni til þess að rifja upp, að fyrir nokkru skýrði fólk úr myndarlegri sveit suðvestan lands blaðinu frá því, að þar væri alls ekki einsdæmi, að ekki væri hlustað á íslenzka ríkisút- varpið heil kvöld. Beztu erindin, sem á boðstólum eru, koma eft- ir hádegiö á sunnudögum, og vinsælasta útvarpsefnið, þátt- i Jörð til sölu Ágæt bújörö 50 km. frá Reykjavík er til sölu. Laus til ábúðar nú í vor. Um 20 nautgripir fylgja með í söl- unni og margs konar landbúnaðarvélar. Þá tilheyrir og jörðinni nokkur laxveiði. Sími er á bænum. Semja ber viö Eirík Pálsson, lögfræðing, Suðurgötu 51, Hafn- arfirði. Símar 9036 og 80350, sem veitir allar frekari upplýsingar. Rjómabússmjör Bögglasmjör ., Smjörlíki Kokossmjör Kökufeiti 40% ostur 30% ostur Rjómaostur Mysuostur Fæst í heildsölu hjá HERÐUBREIÐ Sími 2678. ur Péturs Péturssonar, hefir ver ið felldur niður. Svo er óska- stund Gröndals settar þær skorð ur, er fram komu í fyrrakvöld. Ábyrgðarhluti að vera leiðinlegur. Því er haldið fram, að ríkis- útvarpið hafi ekki efni á skemmtilegri dagskrá. Það er þó vafasamt, að ódýrara sé að vera leiðinlegur en skemmtileg ur. En auk þess er það ábyrgð- arhluti fyrir ríkisútvarpið, ef heil heimili í einni af myndar- legustu sveitum landsins geta ekki fengið af sér að opna kvöld eftir kvöld, og þeir, sem þess eiga kost, kjósa jafnvel heldur að reyna að ná til útlendra stöðva. Það er sannarlega að- vörun rétt fyrir slys. ^ð ÞRUMA ÚR HEIÐ- SKÍRU LOFTI. Nú var hún orðm ekkja eft- ir langt hjónaband, og hún grét dag og nótt yfir raunum sínum og var algerlega óhugg andi, og henni fannst sem hún gæti varla haldið áfram að Hfa, en- þrátt fyrir allt var þó einn kostur við það mikla á- fall, sem hún hafði orðið fyrir. Nú vissi hún, hvar maður- inn hennar var á nóttunni. Ódýrir karlmanna- og kvenskór Verð frá kr. 40,00. KVENSTRIGASKÓR, margar gerðir. BARNASTRIGASKÓR. KARLMANNASTRIGASKÓR. KVENBOMSUR. KARLMANNABOMSUR. BARNABOMSUR. Lítið inn til okkar þegar þér eigið leið í bæinn. — Skrif- ið eða símið. — Sendum gegn póstkröfu. Skóvei'zlunin Frainnesvegi 2, Sími 3962. ?«»?•????????????????????????« Djúpivogur: i % Þokkum þorpsbuum mnilega auðsynda vinattu 1 veik- V V "» ? indum okkar í vetur. ^ J Þorbjörg Ákadóttir, I; ¦J Finnur Kristjánsson,, *l í" Fögruhlíð, Djúpavogi. j| AVVV"^WV"AVV.VVVVVVVVVV.V^.VVVVVVVVW.V"JVVVJ".V".V% Maðurinn minn og faðir okkar SIGURÐUR JÓHANNESSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 1,30 e. h. — Athöfninni verður útvarpað. Jóhanna Waage og börn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug^ við fráfall og jarðarför, JASONAR STEINÞÓRSSONAR, frá Vorsabæ. Sérstaklega þökkum við kirkjukór Selfosskirkju, fyrir einlægan vinar- og virðingarvott til heiðurs hinum látna. Kristín Helgadóttir og börn. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.