Tíminn - 13.05.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.05.1952, Blaðsíða 2
TÍMINN, þriðjudaginn 13. maí 1952. 106. blað. EKICERT /ÁR-LA fiSSgí Næstu daga höfum við tilbúin lítil eldhús vaskaborð úr ryðfríu, stáli. Vatnslás og tappi fylgja. Á borð og veggi höfum við einnig PP-plötur, Fiber-Plast-plötur. h/fOFNASMIÐJAN Bifreiðarstjóri ekur þjófi, sem hann leifar Nýlega brauzt maður inn til úrasala við Gömlu Kóngsgötu í Kaupmannahöfn, en bifreiðarstjóri, sem var þar nálægt, sá til þjófsins og elti hann, en sá eltingarleikur enðaði með því, að bif- reiðarstjórinn ók þjófnum til síns hcima, án þess að þekkja hann. Úrasalinn, sem brotizt var inn hjá, býr í húsi verzlunar sinnar og varð hann þess var, að brotin var rúða í sýningar- glugga verzlunarinnar. Hljóp liann til og kom að í því er þjófurinn var að láta greipar sópa um gluggakistuna. Þegar þjófurinn sá eigandann, hafði liann sig á brott með níu úr. Hélt hann i áttina til gamallar járnbrautarstöðvar þar í grennd inni. Itifreiðarstjórinn ætlaði að handsama þjófinn. Bifreiðarstjóri, sem hafði setið í bifreið sinni í nokkurri fjar- lægð, heyrði þegar þjófurinn braut rúðuna. Ók hann í átt- ina til hljóðsins og kom að verzl uninni, er þjófurinn var á braut og úrasalinn stóð yfir tómri gluggakistunni og harmaði missi sinn. Úrasalinn sagði, að þjófur inn hefði hlaupið í áttina til járnbrautarstöðvarinnar og hélt bifreiðarstjórinn þangað. Ók hann þar um, en sá engann. Á leiðinni til baka veifaði vegfar andi til hans, sem óskaði eftir að sér væri ekið til gistihúss þar í grenndinni. Þar sem bif- reiðarstjórinn áleit, að frekari leit væri gagnslaus, tók hann. akstursbeiðandann upp í vagn- inn og ók honum til gistihúss- ins. Þar greiddi farþeginn fyrir sig og kvaddi með virktum. Ók þjófnum í gistihús. Stuttu síðar hafði bifreiðar- stjórinn tal af manni, sem horft hafði á eftir þjófnum, er hann hljóp í burtu frá úrasalanum. Barst talið m. a. að útliti þjófs ins, sem maðurinn hafði tekið gaumgæfileg eftir. Sá þá bifreið arstjórinn, að þjófurinn og mað urinn, sem hann ók til gistihúss ins, mundi vera einn og sami maðurinn. Gerði hann lögregl- unni aðvart og hafðist uppi á manninum í gistihúsinu. Reynd ist þetta vera marg fangelsaður þjófur, Hansen að nafni og hjá honum fundust þau níu úr, sem hann hafði stolið fyrr um morg uninn. Úfvarpið Útvarpið í dag: Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15,30 Miðdegis- útvarp. 16,30 Veðurfregnir. 19,25 Veðurfregnir. 19,30 Tónleikar: Óperettulög (plötur). 19,45 Aug- lýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Er- indi: Lénharður fógeti og Ey- steinn úr Mörk; fyrra erindi (Pétur Sigurðsson háskólarit- ari). 21,00 Undir ljúfum lögum: Carl Billich o. fl. flytja létt klassísk lög. 21,30 Frá útlöndum (Þórarinn Þórarinsson ritstj.). 21,45 Einsöngur: Ria Ginster syngur (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Kammertón leikar (plötur). 22,50 Dagskrár- lok. IJtvarpið á morgun: Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10.10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15,30 Miðdegisút varp. 16,30 Veðurfregnir. 19,25 yeðurfregnir. 19,30 Tónleikar: Óperulög (plötur). 19,45 Auglýs- ingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Útvarps sagan: „Básavík“, söguþættir eftir Helga Hjörvar; II. (Höf. les). 21,00 Tónleikar: Kvintett fyrir blásturshljóðfæri eftir Finn Höffding (Ernst Normann: flauía; Paul Pudelski: óbó; Vil- hjálmur Guöjónsson: klarínett; I Adolf Ferber: horn; Hans1 Ploder: fagott). 21,20 Vettvang- j ur kvenna. Erindi: Um uþpeldis rnál (frú Guðrún Pálsdótth* frá ! Hallormsstað). 21,45 Tónleikar: j Sigfús Halldórsson tónskáld syngur og leikur frumsamin lög. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Leynifundur í Bagdad“, saga eftir Agöthu Christie (Her steinn Pálsson ritstjóri) — V. 22,30 Tónleikar: Sinfónuhljóm- sveitin í Boston leikur; Kousse- witzky stjórnar (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Árnað heilla Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trú- iofun sína ungfrú Bára Kjartans dóttir og Hörður Sigurjónsson, vélstjóri. 1 Jarðvinnsla að hef jast í Mikla- holtshreppi Frá fréttaritara Tímans í Miklaholtshreppi. Ekki er enn farið að vinna að jarðvinnslu í Miklaholtshreppi, en byrjað verður í næstu viku. Þá mun hafin framræsing með einni skurðgröfu. Ákveðið er að tvær skurðgröfur verði hafðar við framræsingu í sumar, en ekki er von á hinni fyrr en í júní. Tíð hefir verið slæm að undan- förnu og hafa bændur orðið að hafa fé sitt á gjöf og hýsa það um nætur, enda er tæplega hægt að segja að jörð sé farin að grænka, en sauðburður er nú að hefjast. Landaði fiski til íshúsanna Frá fréttaritara Tímans á Akranesi. Bæjartogarinn Akurey kom af veiðum í gærmorgun og landaði 220—230 lestum af fiski til vinnslu á hraðfrysti- húsuirum. Afli bátanna er lélegur, en þeir voru allir á sjó í gær. — Þeir sem komnir voru að, þeg- ar tíðindamaður blaðsins tal- aði við fréttaritara sinn á Akranesi, höfðu 4—5 lestir. Allra sálna raessa Það er í kvöld, sem Hafn- firðingar sýna sjónleikinn Allra sálna messa í Iðnó. — Hafa þá fjögur utanbæjar- félög sýnt sjónleiki hér í bæn um á vegum Bandalags ís- lenzkra leikfélaga. Alira sálna messa er áhrifaríkur sjónleikur eftir ungan írskan leikritahöfund, Joseph Tom- elty, og frumsýndi Leikfélag Hafnarfjarðar leikinn fyrir skemmstu. — Aðsóknin að sýningu gestanna hefir verið góð, var alveg útselt hús á sýningu Borgnesinganna á Ævintýri á gönguför á sunnu daginn. Áhugamenn um leik- list ættu ekki að láta þetta tækifæri til að sjá leik Hafn- firðinganna hér 1 bænum, fram hjá sér fara. Byrgður inni í skáp í 40 ár í 40 ár hefir geðsjúkur maður verið innilokaður í skáp á bæ einum í héraðinu Mányrju í Finnlandi. Einu þægindin í þess um skáp með fjögurra fermetra gólffleti, var hálmflet og gamalt ullarteppi. Maður þessi heitir David Val- jakka, og er nú 63 ára gamall. Hann var lokaður inni 19 ára gamall og talinn með ólæknandi geðveiki. Fyrst var hann send ur á geðveikrahæli, en síðan sendur heim, þar sem hann hef ir verið síðan hjá móður sinni. Hann fékk af og til svo alvar- leg brjálæðisköst, að nauðsyn- legt var að gera þennan skáp lianda honum, og áður en langt um leið var hann lokaður þar inni að fullu og öllu. Þar hefir hann nú alið aldur sinn nær 40 ár, unz uppvist varð um þetta fyrir nokkrum dögum. Hann hefir ætíð fengið nægan mat, sem honum var réttur gegn um gat á skápnum. Þegar lögreglan opnaði skáp- inn, sat hann í hnipri í horni skápsins og starði undrandi og óttasleginn á þessa gesti. Hann var alsnakinn, en reyndi að skýla nekt sinni með teppinu. Klæðin reif hann af sér fyrir mörgum árum, og engin ný föt fengið. Lögreglan undrast það mjög, að ekki skyldi verða kunnugt um þetta fyrr, og .hreppsyfirvöldin, sem þó hljóta að hafa vitað um þetta, skuli ekkert hafa aðhafzt. W.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.W.VAV.V.W.VAW.V.Vyi! :■ JÓRIMV VIÐAR: l PÍANÓ-TÓNLEIKAR ^ fimmtudaginn 15. maí, kl. 7,15 e.h. í Austurbæjarbíó. Viðfangsefni eftir: j| Beethoven, Schumann, Shostakovitch og Chopin. Aðgöngumiöar hjá Eymundsson, Lárusi Blöndal og ^ Bókum og ritföngum. Jj Ivw^w.v.v.’.wvav.v.v.v.v.w.v.v.v.v.v.v.v.v ! ____________________________ Flugvéfi Mlar I j (Framhald af 1. síðu.) braut gler og laskaði hann. Skár , ust' flugmennirnir lítið eitt á höndum og skrámuðust víðar, , en sjúklinginn sakaði ekki. | Báturinn, sem flutt hafði sjúklinginn út í flugvélina, var skammt frá, og dró hann vél- ina upp í fjöru. Þar var hún enn í gær, en ráðgert að fara með hreyfil í hana upp eftir við fyrsta tækifæri og setja í hana þar. Síðan verður henni flogið til Reykjavíkur, þar sem fulln- aðarviðgerð fer fram. Sjúklingurinn var fluttur til Reykjavíkur með skipi. Opnir bátar róa frá Akranesi Frá fréttaritara Tímans á Akranesi. Undanfarið hafa nokkrir opnir vélbátar, stundum 6— 8 stundað handfæraveiðar frá Skaga. Eru tveir og þrír menn á þessum bátum og afla vel þegar gefur, eða 1—3 lest- ir í róðri. Ekki geta þó opnu bátarnir róiö, nema þegar bezt og blíöast er. Fara þeir nokkuð út af Skaga í svoköll- uð Hraun. ÞvottabaBi fæSar þjéf Um helgina var brotin upp liurð að verzluninni Baróns- búð, Hverfisgötu 98. Allar lík- ur benda til að innbrotsmað- urinn hafi fengið fyrir hjart- að, þegar hurðin hrökk upp undan átökum hans, því þvottabali haföi verið hengd- ur innan á hana, sem fallið hefir á gólfið, þegar hurðin opnaðist. Við hávaðann hefir maðurinn kvekkst og haldið leiðar sinnar. AUSTIN VARAHLUTIR NÝKOMNlfc Grindur í vatnskassahlífar Skrár og handföng Framstöðarar fyrir Austin 8HP Demparar fyrir Austin 8 og 10 HP Bremsuborðar, spindilboltar o. m. fl. Garðar Gíslason h.f. Bifreiðaverzlun Reykjavík ER. EINS HR.ESSANDI AAOIJfínNí Ó.JOHNSON & KAABE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.