Tíminn - 13.05.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.05.1952, Blaðsíða 6
TÍMINN, þriðjudaginn 13. maí 1952. 106. blaða LEKFÉIAG! iVÍKUR^ -/ Atburðir undanfarinna daga | í Reykjavík beina huganum 1 að hinu tímabæra viðfangs- I e'fiíi íélagsins: s Djúptlijígjarætnr f Sýniiig annað kvöld kl. 8. —| Aðgöngumiðasala frá kl. 4—7. i Simi 3191. 1 M i Glettnar ynfiismeyjar (Jungfrun po Jungfrusund) : Bráðfjörugt og fallegt sænskt [ ástarævintýri, þar sem | fyndni og alvöru er blandað f saman á alveg sérstaklega [ hugnæman hátt. S»ckan Carlsson Ake Söderblom Ludde Gentgel Sýnd kl. 5,15 og 9. NÝJA BÍÓ Blinda stúlkan og prcsturinn (La Symphonie Pastorale) Tilkomumikil frönsk stór- niynd, er hlotið hefir mörg verðlaun og af gagnrýnend- um verið talin í fremsta flokki listrænna mynda. Aðalhlutverk: Michéle Morgan Pierre Blanchar Sýnd kl. 5,15 og 9. Sala hefst kl. 4 e. h. BÆJARBIO - HAFNARFIRÐl Kjarnorku- maSurinn Fyrsti hluti. Sýnd kl. 7 og 9. Síðasta sinn. Sími 9184. HAFNARBÍÓ Hvíti kötturinn (DEN VITA KATTEN) Mjög einkennileg, ný, sænsk mynd byggð á skáldsögu Valters Ljungquists. Myndin hefir hvarvetna vakið mikla athygli og hlotið feikna að- sókn. Alf Kjellin, Eva Henning, Gertrud Fridh. Sýnd kl. 5,15 og 9. Bönnuð innan 16 ára. AMPER H.F, Baftækjavinnustofa Þlngholtstræti 21 Sími 81556. Baflagnir — Viðgerðir Baflagnaefni í Bergur Jóusson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Siml 5833 Helma: Vitastig 14 iti PJÓDLEIKHUSID | SINFÓNÍUTÓNLEIKAR | I Stjórnandi Olav Kielland. § Þriðjudag kl. 20.00. | ÆSKULÝÐSTÓNLEIKAR ] | Stjórnandi Oláv Kielland. | Miðvikudag kl. 14.00. ] „Tyrkja-Gutltla^ I | Sýning miðvikud. kl. 20. § 1 Bannað börnum innan 12 | ára. | | „Íslandsklukkaníe ] I Sýning fimmtud. kl. 20. | 1 s | Aðgöngumlðasalan upln alla | I virka daga kl. 13,15 til 20,00. | | Sunnudaga kl. 11—20. Tekið | í á móti pöntunum. Sími 80000. | | Austurbæjarbíó ! Keppinantar = (Never Say Goodbye) [ Bráðskemmtileg og fjörug amerísk gamanmynd. Aðalhlutverk: Errol Flynn Eleanor Parker Forrest Tucker Sýnd kl. 5,15 og 9. ny ; TJARNARBIO { Bláa IjósiS (The blue lamp) | Afar fræg brezk verðlauna- | mynd, er fjallar um viðureign i lögreglu Londonar við undir [ heimalýð borgarinnar. Jack Warner, Dirk Gogarde. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9. , Eim*æðishættan . . . (Framhald af 4. síðu.) eru hvortveggja í senn, full- trúar flokkanna og áhrifa- menn í þeim. Þannig hefir fleira verið gert í trássi við landslög svo sem hið ill- ræmda hlunnindabrennivín er glöggt dæmi um. Þó að menn vilji segja að í smáu sé, er þó ekki hægt að neita því, að hér örlar á líð- andi stundu á þeirri hættu, að framkvæmdavaldið, ríkis- stjórnin, virði löggjafarsam- komuna og hennar vilja að vettugi. Um dómsvaldið á landi hér er svo það að segja, að þing- meirihlutinn hefir hverju sinni fullan stjórnarskrárleg an rétt til að breyta skipun þess með einföldum lögum og þannig er hægt að gera hæsta rétt að flokksdómi svo aö segja fyrirvaralaust. Ekkert er lýðræðinu hættu legra en að spilling þrífist und ir skipulagi þess. Á þvi er minni hætta ef jafnvægi er jgætt, svo að einn géti haft eftirlit með öðrum. Ef þjóðin felur kjörnum trúnaðar- manni sínum að sjá um fram kvæmdavaldið og kýs aðra menn til að fara með löggjaf arvaldið, en ofar þeim hvor- um tveggja er .dómsvaldið, sem ekki verður haggað í meg inatriðum nema með stjórnar skrárbreytingu, eru líkur til að einræðishættan sé hóti fjær en hún er nú í dag. KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI 121. DAGUR Kjnrnorkumað- urinn (Superman) Annar liluti. Sýnd kl. 5,15. i IGAMLA BIÓ S Stóri Jack (Big Jack). | Skemmtileg og spennandi 1 Metro Goldwyn Mayer-kvik- | mynd. Wallace Beery. ■ Sýnd kl. 5,15 og 9. Bönnuð innan 14 ára. (tripoli-bíö | í mesta saklrysi I (Dont trust your Husband) i Bráösnjöll og sprenghlægi- I leg ný, amerísk gamanmynd. Fred McMurray Madeleine Carroll Sýnd kl. 7 og 9. f Á Indíánaslóðum Gay Madison Sýnd kl. 5. Sala hefst kl. 4 e.h. j ELDURKNN | ferlr ekk< boð á undan sér, 1 Þeir, sem eru hygynlr, tryggja strax hjá j SAMVINNUTRYGGINGUM Jakoli Kristinsson (Framhald af 5. síðu.) völ er á að jafnaði á almanna- leiðum. Eins og fyrr segir, er Jakob tvíkvæntur. 1 bæði skiptin hef- ir hann átt miklu hjúskapar- láni að fagna. Seinni kona hans, Ingibjörg Tryggvadóttir, er skáldmælt vel, eins og marg ir munu vita, manni sínum traustur förur.autur og ágætis- kona í hvívetna. Ennþá er Jakob furðulega unglegur útlits, með alla sálar krafta óskerta, en nokkuð bagar hann heyrnardeyfð. Þó að sjö tugir ára séu nú að baki er hann mjög ungur í anda — og það hygg ég að hann verði til hinztu stundar. í dag mun afmælisbarnið fá mörg og fögur símskeyti og hug skeyti, og óskandi væri, að þjóð vor ætti sem flestra slíkra manna að minnast, — og kynni að meta þá, áður en lífi þeirra lýkur hér á jörð. Gretar Fells. „Sú ósk skal nppfyilt, sonur minn“. Ég þakka, virðulegi prestur. Og höldum svo af stað“. Kyndilberarnir gengu á undan, en vopnaðir hermenn fylgdu Magnúsi eftir niður turnþrepin. Þegar út í garðinn kom, sneri þessi ömurlegi flokkur til vinstri inn um hallarportin. Fótatakið ómaði í múraðri hvelfingunni. Magnús gekk föstum skrefum, þrátt fyrir sársaukann í fótunum. Hann hallaði höfðinu aftur á bak og sogaði að sér hreint útiloftið. Þegar þeir gengu framhjá skuggalegri kansellíbyggingu, hljóðnaði skyndilega á torginu. Allra augu beindust að manninum í vínrauðu skikkjunni. Aðeins stöku menn hvísluðust á. Tígulegur maður var Magnús Heina- son! Hann gekk ekki hokinn til aftökustaðarins. Það var sýni- lega ekki annað en rógburður, að hann hefði verið sjúkur á sál og líkama í fanaelsinu. Hann var jafnvel enn djarfmannlegri en nokkur aðalsmaður gat verið. Skyldi hann leggjast svona ró- legur og óttalaus á höggstokkinn, augliti til auglits við böð- ulinn? Það flögruöu að böðlinum keimlíkar hugsanir. Stór og loð- inn hrammur hans hvíldi á handfangi sveðjunnar miklu, er'hann studdist. við iörö. Angun voru hvikul, en hvíldu þó á fanganum. Hann átti að baki langa embættistíð, og margan syndarann hafði hann svipt lífinu, nr aldrei áður hafði honum staðið sá stuggur af verki sem nú. Vitaskuld var brotamaðurinn dæmdur til dauða á heiðarlegan og lögformlegan hátt af sjálfum ráðstofuréttin- um. En margs konar orðrómur var á sveimi. 1 litlu veitingahús- unum við höfnina hafði þvi jafnvel verið fleygt, að gerð yrði tilraun tU þess að ræna fanganum fyrir aftökuna. En það var óheyrt uppátæki oe auk þess höfðu stjórnarherrarnir aukið varðliðið á toreinu. Aldrei fyrr höfðu jafn margir hermenn og varðliðar verið tilkvaddir vegna aftöku eins manns. Böðullmn færðist allur í herðarnar og bölvaði næturkuldanum.... Fanginn og fylgdarlið hans nam staðar við höggstokkinn. Mag- ur, dökkklæddur maður færði sig nær Magnúsi. Þetta var Markús Hess, borgarstjóri í Kaupmannahöfn, fyrr kaupmaður kóng- legrar majestatis. I hægri hendi hélt hann á stóru skjali með rauðu innsigli. Hann var dálítið reikull í spori, en þegar einn af yngri borgarráðsmönnunum gekk fram og gerði sig líklegan til þess að styðja hann, bandaði hann frá sér hendinni. Hann bar skjalið fast upp aö andlitinu og byrjaði að lesa skrækri, titrandi röddu. Magnús prreip fram í fyrir honum: „Sleppum öllum formsatriðum, borgarstjóri. Ég þekki hvert orð á þessu skjali." Markús Hess lét skjalið síga og gekk feti nær. Hann renndi augunum í kringum sig og sagði lágri röddu: „Það er mér mikil nauðung að lesa upp þennan dauðadóm yfir bróðursyni gamals vinar míns....“ „Þú gerir aðeins skyldu þína“, sagði Magnús óþolinmóður. „Rétt — rétt.... F.n ég hefi þekkt þig frá því, er þú varst unglingur, Magnús. Og ég greiddi atkvæði gegn þessum dómi í ráðstofuréttinum." „Það var fallega gert“, svaraði Magnús með bros á blóðvana vörunum. „Ég hafði aldrei búizt við öðru af þér.“ „Vertu sæll, Magnús“, sagði gamli kaupmaðurinn hrærður. „Guð veri sál þinni náðugur Magnús fann, að fæturnir undir honum skulfu. Kvalirnar voru orðnar óþolandi, en hann beit á jaxlinn. Þessi forvitni hópur skyldi aldrei sjá hann hníga niður á höggstokkinn. Slíkrar gleði skyldi Valkendorf ekki njóta. Hann gekk ásamt prestunum tveim ur upp á þrepin við höggstokkinn, og þegar hann var loks kom- inn upp á hann, sneri hann sér við og leit í kringum sig. Ef til vill leyndist siðasti vonarneistinn enn í augum hans, en hann slokknaði samstundis. Við bjarmann frá blysunum mátti sjá skóg af spjótum stríðsmanna. Það sindraði á fönnina á torginu, en handan hafnarinnar var allt myrkt — einnig hús Valkendorfs. Hann leit snöggvast til böðulsins, sem stóð grafkyrr, og sagði spottandi: „Þú skelfur af kulda, böðull. Ég skal ekki láta þig bíða of lengi.“ í höndunum. En Magnús hristi höfuðið. „Nei, virðulegi faðir — í sömu andrá gekk Jens Gjóðason nær honum með ritninguna lokaðu bók þinni Þegar höfuð mitt er oltið niður í sandkörfuna, getur þú þulið snntra bæn. Og loforð þess, sem þú gafst mér minnist þú.“ E.s. Selfoss Fer héðan miðvikudaginn 14. þ. m. til Vestur- og Norð- urlandsins. Viðkomustaðir: ísafjörður Siglufjörður Ólafsfjörður Dalvík Aureyri Húsavík H.f. Eimskipaf élag ísiands Þeir, sem óska að taka þátt í Iðnsýningunni, eru beðnir að gefa sig strax fram við slcrifstofuna Skólavörðustíg 3 Sími 81810 Iðnsýningin 1952 o o o O I > (> < > I > (> (» (> ( > o • > (» (> (> ( > (> o o ( > o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.