Tíminn - 17.05.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.05.1952, Blaðsíða 2
I TÍMINN, laugardaginn 17. maí 1952. 110. blafk Til eru konur, sem hengja undir- föt sín til þerris í koddaverum „Það minnkar giftingarvonir okkar uni 80%, ef það vitnast, að við höfnm átt lansa- kaup við karlmenn,“ seg'ir amerísk stiilka 1 amerískum smábæjum er það venja sumra húsmæðra að hengja nærföt sín og annarra kvenna til þerris innan í kodda- verum, svo að þau sjáist ekki á snúrunum. Þær gera þetta vegna þess, að sú kona, sem hengir nærföt sín til þerris, án slíks umbúnaðar er talin í meira lagi útsláttarsöm og lauslát. Ann ars staðar í Ameríku er fólk til með að brosa af þessum þurrkun arvenjum, en í rauninni eru þær ekki svo fjarlægar almennri skoðun Bandaríkjamanna á þessum málum. Staðreyndin er sú, að hið margumtalaða „Ameri can way of life“ er gegnsýrt af puritanisma og katolikkisma í miklu stærri stíl en fljótlega yf- irlit virðist bera með sér. La Ronde bönnuð. Það segir sig sjálft, að 155 milljónir manna hafa ekki sömu sjónarmið og sömu venjur. Þær eru aðrar í Minneasota og enn öðruvísi í Kaliforníu. Ein bók getúr verið bönnuð í Minnea- sota, þó að hún sé ekki bönnuð í New York. Kvikmynd eins og La Ronde (Keðjudans ástarinn ar, sem sýnd var hér í Nýja bíó) var t. d. bönnuð í flestum ríkjunum nema Kaliforníu, þó ástæðurnar væru ekki stórvægi legar. í hinum venjulega smábæ rís almenningsálitið ekki á aftur- fæturnar, þó að lögreglustjórinn hafi í frammi svindl, en verði hann grunaður um brot á kyn- siðferði bæjarins, aka heiðurs- konur og siðferðisverndarar öll um seglum hús úr húsi, og það þarf ekki mikið til að verða brot legur á því sviði. Tækifærið til að giftast. Amerískar stúlkur viðurkenna, að það eru ekki siðfræðilegar. eða trúarlegar ástæður, sem fyrst og fremst ákveða fram- komu þeirra. En hvað þá? i — Aðeins sú staðreynd að tækifæri okkar til að giftast vél minnkar um 80%, ef það1 vitnast að við höfum haft náin _ kynni af karlmönnum, sagði ung „Nú, hún hengir þá ailt siit fyr- ir allra augu, drósin“. stúlka, sem var við nám í New York. Danskur læknir í Kaliforníu segir: — Ef maður vill tala hreint út, þá er það spurningin um „vöru- gæði“. Hið betra fólk kærir sig ekki um brúði, sem hefir verið við karlmann kennd í lausaskipt um. Og þar höfum við orsakirn ar fyrir andstæðunum. Stúlkurn ar reyna allt, sem þær geta, til að eggja mennina. Þær ganga eins fáklæddar og þeim er frek ast unnt, og þær gera allt til þess að vera vel útlítandi. Allt frá ungdómsárum reyna þær að hafa kynhrif á menn, en þess er krafizt, að þær láti ekki und an neins vilja fyrr en öryggi er fengið. Tveggja ára böm með brjóstahaldara. í sumum ríkjum Bandaríkj- anna er það eyðilegging fyrir mann eða konu að fæðast utan hjónabands. Það eru til skrif- stofur og fyrirtæki, þar sem at- vinnubeiðandi verður að upp- lýsa, hvort heldur hann er fædd ur í hjónabandi eða í lausaleik. Og engu að síður er það góð saga, þegar ung móðir í San Francisco sendi tengdamóður sinni mynd af yngsta meðlim fjölskyldunnar, fallegum þriggja ára dreng og var myndin tekin, þar sem hann var að hlaupa um í garðinum fyrir utan húsið. Amman svaraði um hæl og þakk aði fyrir að fá myndina, en jafn framt lét hún þess getið, að rétt væri að hækka múrinn í kring- um garðinn, svo að nábúarnir gætu ekki séð drenginn vera að striplast þetta. Jafnvel þó svona dæmi séu ekki algeng, sýnir þetta vel þær siðferðishugmynd ir, sem fólkið hefir. Amerísk smábörn eru klædd í baðföt, strax og þau geta staðið á fót- unum og kemur þá fyrir að tveggja ára telpubörn eru klædd brjóstahöldurum. Aftur á móti verða amerískar ungfrúr, í öll- um sínum virðuleika, alveg mið ur sín af undrun, er þær heyra, að dönsk börn séu látin hlaupa um á baðströndunum, án nokk- urra spjara. (Eftir grein Edwards Clausen í Politiken). WAWV^W.,.V.,.VA%WAWW.'AVV.V.'.V.V.V.V.V.V í | Húseigendur I* Er nú ekki kominn timi til að þér athugið hitunar- .■ tækin í húsum yðar, eða hvort það muni ekki borga ■ sig fyrir yður að skipta um hitunartæki, þar sem olían er orðin mjög dýr, en mismunurinn á hinum ýmsu ^ gerðum katla er það mikill að olíusparnaðurinn yfir jl árið eða í hálft annað ár gæti numið andvirði ketils- ;í ins ef hin rétta gerð væri tekin. Þér, sem eruð að byggja, ættuð að athuga vel allar i* gerðir af okkar viðurkenndu og sparneytnu miðstöðv- arkötlum áður en þér festið kaup annars staðar, svo £ það hendi ekki yður, sem hent hefir svo marga áður, J« að þurfa að skipta um ketil eftir stuttan tíma. !■ Þér, smáíbúðarbyggjendur, ættuð að athuga 2,3 fer- I; metra miðstöðvarkatlana frá okkur með blásara og *; brennara fyrir aðeins kr. 4400,00. *í Eiginmaðiiriim má henda eggi í höfuð konunni Talið er, að réttur hins brezka eiginmanns hafi fengið tölu- verða uppreisn í fyrradag, en Willmer skilnaðardómari í London kvað upp eftirfarandlj úrskurð: „Eiginmaður verður að hafa leyfi til að kasta hráu eggi í höfuöið á konu sinni. Giftar kon , ur verða að búast við því, að þeir dagar geti komið í hjóna-! bandinu, að eiginmaðurinn sé önugur og súrlyndur, jafnvel svo, að hann stökkvi upp og slái (Framhald af 2. síðu.) I Aðeins það bezta er nógu gott fyrir yður, hringið í síma 222 eða 243, Keflavík, þar íáið þér beztu katlana. ;! Vélsmiðjfa Ol. Olsen h.f., Ytri-Njjar&víh. ;! ÍYAW.V.Y.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAW.V.V.V.V.V.V.V .w.v.v.v.w.v.v.v.w.v.v.v.v.v.v.v.w.v.v.v.v.v í S jFrá Byggingasamvinnu^ félagi Reykjavíkur :« Efri hæð í húsinu Mávahlíð 37, ásamt einu herbergi !« ;■ í risi, ER TIL SÖLU. l\ íbúðin er byggð á vegum Byggingasamvinnufélags !; «; Reykjavíkur og eiga félagsmenn forkaupsrétt að henni, «; % lögum samkvæmt. • ;I ;! Þeir félagsmenn, sem vilja nota forkaupsréttinn, ;! leggi inn skriflegar umsóknir á skrifstofu mína, fyrir ;I I; 21. þessa mánaðar. í; í; í búðin verður til sýnis þess tíma daglega kl. 6—7. í; I; JÓHANNES ELÍASSON hdl. í; ■: Austurstræti 5 ■: :■ :- v.v.w.v.v.w.v.v.v.v.w.v.v.v.v.v.v.v.w.v.w.v Seljum í dag é og næstu daga ný og notuð húsgögn; herraftnað; gólf 11 teppi o. m. m. fl. með miklum afslætti. | [ HÚSGAGNASKÁLINN <> Njálsgötu 112 — Sími 81570 ÚtvCLTpLð Útvarpið í dag: Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15,30 Miðdegisútvarp. 16,30 Veður- fregnir. 18,00 tvarpssaga barn- anna: „Vinir um verld alla“, eftir Jo Tenfjord í þýðingu Hall J dórs Kristjánssonar (Róbert Arn fihnsson leikari) XI. Sögulok —I 19,25 Veðurfregnir. 19,30 Tónleik ar: Samsöngur (plötur). 19,45. Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 ; Útvarpshljómsveitin; Þórarinn! Guðmundsson stjórnar. 20,45 Upplestur: Þorsteinn Ö. Stephen sen leikari. 21,10 Tónleikar: Sin fóníuhljómsveit Lundúnarborg- ar leikur verk eftir Grieg (plöt- ur). 21,35 Upplestur: Haraldur Björnsson leikari. 22,00 Frétt- ir og veðurfregnir. 22,10 Dans- lög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. Árnað keilla Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Óskari J. í Þorlákssyni ungfrú Sigríður Þór' dís Sigurðardóttir, Ásvallagötu 53, og Hjálmar Pálsson, Geir- mundarsonar á Blönduósi. — Heimili ungu hjónanna er á Blönduósi. I ag Isfirðinga varð 30 ára 30. apríl FriEinsýmlI Gjald|)rotið eftir ISjörnsMii Frá fréttaritara Tímans á ísafirði. Leikfélag ísafjarðar átti þrjátíu ára afmæli hinn 30. apríl s.l. Leikfélagið hefir nú ákveðið að hefja sýningar á Gjald- þrotinu eftir Björnsterne Björnson og var frumsýning Ieiks- ins í fyrrakvöld við mikinn fögnuð áhorfenda og var Einar Guðmundsson sérstaklega hylltur. Leikstjóri er Þorlcifur Bjarnason. Í.S.I. K.R.R. K.S.I. Vormót meistaraflokks í dag kl. 4,30 leika Ekki eru áreiðanlegar heim iltíir fyrir því, hvenær leik- sýningar hófust á ísafirði, en það var einhverntíma á ár- unum á milli 1850—1860, en upphafsmaður leiksýninga þar er talinn Eiríkur Olsen, sem var verzlunarstjóri í Neðstakaupstaðnum. Fyrstu leiksýningarnar fóru fram í heimahúsum og voru hlut- verkin leikin af húsráðend- um og heimilisfólki þeirra, en leikritin voru dönsk smáleik- rit. Stofnuðu leikfélag 1922. Hinn 30. apríl 1922 var form lega stofnað leikfélag á ísa- firði, en forgöngu fyrir stofn- un félagsins höfðu fjórir ung ir menn, þeir Helgi Guðbjarts son, Elías Halldórsson, Jón G. Maríasson og Gunnar Hall- grímsson. Síðan leikfélagið var stofnað hefir það kynnt ísfirðingum um 30 leikrit, en mörg þeirra hafa verið tekin til sýningar oftar en einu sinni á þessu 30 ára tímabili, sem félagið hefir starfað. — Margir góðir leikkraftar hafa starfað við Leikfélag ísfirð- inga og þaðan eru runnir sum ir af beztu leikurum landsins. Fram - Valur I Dómari: é Þorlákur ÞcþðV'.rson,. ♦ Nú verður það spennandi. Mótanefnd. Frá iðnsýningunni Frestur til að tilkynna þátttöku í sýn- ingunni rennur út miðvikudaginn 21. maí. Skrifstofa sýningarinnar er á Skóla- vörðustíg 3, simi 81 810. t t l ♦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.