Tíminn - 17.05.1952, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.05.1952, Blaðsíða 4
TÍMINN, laugardaginn 17. maí 1952. 110. blað. *. ^ I Réttur Islendinga er ótvíræður M Mánudaginn þann 12. þ. m. afhenti utanríkisráðherra jendiherra Breta svar ís- lenzku ríkisstjórnarinnar við jrðsendingu brezku ríkis- itjórnarinnar, varðandi hin- ir nýju reglur um verndun ciskimiða umhverfis ísland, jr sendiherrann afhenti utan ríkisráðherra 2. þ. m. Svar ríkisstjórnarinnar er svo- aljóðandi. aáttvirti sendiherra, Ríkisstj órn íslands hefir' at lugað orðsendingu yðar, iags. 2. maí 1952, varöandi reglugerð um verndun fiski- niða umhverfis ísland. 2. Þegar samningnum frá 1901 var sagt upp, var jam- íomulag um að æskilegt væri yrir báða aðila, að viðræður cæru fram um fyrirætlanir ís enzku ríkisstjórnarinnar. í samræmi við þessar ráðagerð r fór Ólafur Thors atvinnu- nálalráðherra til London í janúarmánuði s. 1. og átti var dðræður við brezk stjórnar- ;öld, þar sem skipzt var á skoðunum um fyrirhugaðar ■áðstafanir íslenzku ríkis- .tjórnarinnar varðandi vernd in fiskimiðanna. Ráðherrann skýrði ítarlega skoöanir ís- 'enzku ríkisstjórnarinnar, þ. i. m. að hún gæti ákveðið íiskveiðilandhelgina á sama aátt og gert hefði verið í Nor jgi, og að málið væri í undir búningi á þeim grundvelli. Af ðreta hálfu var það tekið iram, að það myndi vera sam iiginlegt hagsmunamál fyrir oæði ríkin, að gerður yrði samningur þeirra í milli um petta mál. Var því einnig naldið fram, að nauðsynlegar :eglur mætti byggja á möskva stærðarsamningnum frá 1946. ólafur Thors ráðherra lagði aftur á móti á það áherzlu, að íslenzka ríkisstjórnin áiiti, að hinar fyrirhuguðu ráðstaf anir væru í samræmi við al- pjóðalög, og að ekki væri aægt með milliríkjasamningi að afsala réttinum til að taka iinhliða ákvarðanir um .nesta velferðarmál þjóðarinn ar. Þetta sjónarmið var endur íekið í erindi mínu, dags. 17. .narz 1952, til yðar. Ráðherr- ann sýndi einnig fram á, að neð möskvastærðarsamningn im frá 1946 væri ekki fengin iausn í þessu máli, því að á- ívæði hans tækju einungis til peirra svæða, sem einhliða ceglum væri ekki beitt á. Það ar því ljóst, að viðræður milli ríkisstjórnanna áttu sér stað, auk þess sem brezka ríkis- stjórnin með orðsendingu til islenzku ríkisstjórnarinnar Kom skoðunum sínum áleiðis, pótt eigi tækist að samræma ijónarmið ríkisstj órnanna. 3. í erindi yðar frá 2. maí 1952 er gagnrýnd grunnlína sú, sem samkvæmt hinni aýju reglugerð er dregin milli grunnlínustaðanna 39 og 40. Það er skoðun íslenzku ríkis- stjórnarinnar, að gagnrýni þessi sé eigi réttmæt, enda sést við athugun á línu þeirri, sem stungið er upp á í orð- sendingu yðar, að hún er oijög óeðlileg miðað við stað- hætti. Hin eðlilegu takmörk Faxaflóa eru yztu mörk hans. Að norðanverðu eru eðlileg aiörk grunnlínustaöur sá, sem valinn var (Gáluvíkur- cangi) eða e. t. v. jafnvel Hraunvör (grunnlínustaður 41). AÖ sunnan eru þrjár eyj- ar, sem mynda framhald af Svar utanríklsráðherra við mótmæliim brezku stjórnarinnar gegn nýju friðunar- reglunum meginlandinu og framlengja þannig fauces terrarum. Grunnlínustaður nr. 39 er Eldeyjardrangur, sem er lítil eyja i rúmlega mílu fjarlægð frá Eldey, en milli Eldeyjar og lands er fjarlægðin 7.3 míl ur. Ýmsir hafa talið, að nota hefði mátt Geirfugladrang sem grunnlínustað, bæði fyr- ir lokun Faxaflóa og fyrir beina línu, sem dregin væri í Geirfuglasker (grunnlínu- staður 35). Jafnvel þótt slík aðferð hefði verið viðhöfð myndi fiskiveiðalandhelgin einungis hafa náð yfir gömul og alkunn íslenzk fiskimið, og miðað hefði verið við „hag- kvæmar þarfir og aðstæður allar,“án þess að sveigthefði verið til muna frá heildar- stefnu strandarinnar.íslenzka ríkisstjórnin taldi þó ekki ör uggt, að slík ákvörðun fengi staðizt því að hún vildi velja grunnlínustaðina í hinni nýju reglugerð með hinni mestu varúð að mjög vel athuguðu máli og gerði það að ráðum sérfræðinga, er njóta almenns trausts í þessari grein á al- þjóðavettvagni. Það er þess- vegna sannfæring ísleiizku ríkisstjórnarinnar, að ákvörð un grunnlínustaðanna hafi fulla stoð í alþjóðalögum. Til lögur Alþjóðahafrannsóknar- ráðsins árið 1946 skipta ekki máli í þessu sambandi, því að þær fjölluðu um afmörkun svæðis með millii’íkjasamn- ingi til vísindalegra rann- sókna, og hafi þær nokkurn- tíma haft lögfræðilega þýð- ingu, sem mjög er hæpið, þá hefir það viöhorf breytzt með Haagdómnum. 4. í erindi yðar, herra sendi herra, er athygli vakin á þeirri kunnu staðreynd, að spurningin um víðáttu land- helginnar var ekki borin und- ir Alþjóðadómstólinn í deilu- máli Breta og Norðmanna. Þrátt fyrir það er það skoðun íslenzku ríkisstjórnarinnar, að hin svonefnda þriggja mílna regla hafi enga stoð í þjóðarétti fremur en hin svo- nefnda 10-mílna grunnlínu- regla í flóum, sem algjörlega var hafnað af dómstólnum þrátt fyrir fullyrðingar um gildi hennar. Það er vissulega skoðun íslenzku ríkisstjórnar innar, aö hvert ríki megi sjálft, innan sanngjarnra tak marka, ákveða viðáttu fisk- veiðalögsögu sinnar með hlið sjón ef efnahagslegum, land- fræðilegum, fiskfræöilegum og öðrum aðstæðum á staðn- um. Hin nýja reglugerð geng- ur ekki lengra en þær aðstæð- ur gefa tilefni til. Auk þess var við 4 mílur miðað á ís- landi áður en samningurinn milli Bretlands og Danmerk- ur var gerður 1901, og styðst því sú fjarlægð við sterk sögu leg rök. 5. Svo sem tekið er fram í erindi mínu, dags. 17. marz 1952, var hin nýja reglugerð við það miðuð, að komist yrði eftir því sem unnt væri hjá hugsanlegum deilum í þess- um efnum. Var þess því vand lega gætt, að takmörkin væru þegar í upphafi dregin þann- ig, að ekki væri hægt að gera sanngjarnar eða réttlátar kröfur um breytingar. Það er skoðun íslenzku ríkisstjórnar innar, að hún hafi fyrir fram tekiö til greina hugsanlegar aðfinnslur með því að af- marka ekki stærri svæði en það, sem Bretar hafa ýmist sætt sig við viö Noregsstrend- ur eða með berum orðum var úrskurðað með Haagdómnum að fengi staðizt þar. Að öllu þessu athuguðu er það ein- læg von íslenzku ríkisstjórn- arinnar, að ráðstafanir þær, sem gerðar hafa verið og gjörvöll íslenzka þjóðin bygg- ir afkomu sína á, verði ekki til þess að spilla hinni góöu sambúð íslendinga og Breta. Ég leyfi mér, herra sendi- herra, að votta yður sérstaka virðingu mína. (sign) Bjarni Benediktsson. G. Þ. ræðir um sjónleikinn' „Tyrkja Guddu“, eftir séra Jakob Jónsson: „Svo virðist sem sjónleikur- inn „Tyrkja Gudda“, sem nú er sýndur í Þjóðleikhúsinu, njóti ekki þeirrar viðurkenningar sem hann mun eiga skilið. Valda því sennilega hinir ó- mildu dómar hinna kunnu leik- dómara dagblaðanna. Væri illa! farið, ef þeir hindruðu rétt- mæta aðsókn að þessari leik- sýningu, því almennir áhorfend ur munu yfirleitt telja leikinn veigamikinn og athyglisverðan. i Þjóðleikhúsið hefir sjaanlegal lagt mikið í kostnað við hin j margbreyttu, og sum glæsilegu, leiksvið og búninga. Og höfund ur hefir lagt mörgum persón- j um velhugsaðar og snjallar setn^ ingar í munn. Eðlilega getur mönnum fund ( izt þetta eða hitt miður takast' um byggingu leiksins. Er t.d. ekki erfitt að samræma fram- komu Olafs gagnvart Guðríði, þar sem ekki verður séð að hann geti hermt nein svik upp' á hana? Og hefði ekki verið heppilegra að láta leikinn enda í hátíðlegri þögn við dánarbeð f skáldsins, en með hinu þrjósku ( fulla hrópi hinnar öldruðu og margreyndu konu? Hið líkinga- fulla tákn krossins, sem mátt hefði vera dulrænna og feg- urra, hefði fyrir það getað not- ið sín að fullu. Um að hlutur leikaranna sé með ágætum eru víst flestir sammála. Þó virðist furðulegt, að Þor- steinn Ö. Stephensen skuli • ekki fara með hlutverk Brynj- ! ólfs biskups, þar sem hann hef ir þegar fastmótað þá persónu ' í hugum manna með leik sinum j í Skálholti. ! Það þarf enginn að iðrast j þess að fara í leikhúsið til að sjá þennan leik, og ekki vansa- laust, ef hann nýtur minni vin- | sælda en miðlungsverk út- lendra höfunda." Úlfur í Gili tekur nú til máls: Aldurstakmark drengja hækkað Stjórn Frjálsíþróttasam- bands íslands gerði nýlega breytingar á aldursákvæðum drengja, til samræmingar því, sem tíðkast á hinu.m Norð urlöndunum. Aðalbreytingin er fólgin í því, að aldurstak- markið er hækkað úr 19 árum í 20 ár, þannig, að þeir, sem kepptu sem drengir s. 1. sum- ar, hafa einnig sömu réttindi í ár. Þá hefir drengjaflokkunum verið þrískipt. í yngsta flokki, sem kallaður er sveinar, eru 12—14 ára drengir, og nota þeir sömu áhöld og kvenfólk í keppnisgreinunum. í öðrum flokki eru 15—17 ára drengir, kallaöur drengjaflokkur, og mun sá flokkur nota sömu á- höld og drengir áður. Til elsta flokksins teljast 18—20 ára.kallaður unglingaflokkur, og mun í þeim flokk verða notuð sömu áhöld og hjá full orðnum. Þakkir til sinfón- íuhljómsveitarinnar Sinfóníuhljómsveitin hefir að undanförnu efnt til hljóm leika ókeypis fyrir skólabörn í Reykjavík. Hefir verið boðið á þessa hljómleika öllum 12 ára börnum skólanna og einn ig þeim, sem taka unglinga- próf í vor. Fræðslumálaskrif- stofan hefir beðið blaðið að ílytja hljómsveitinni og stjórn endum hennar alúðar þakkir fyrir hljómleikana. „Sæll vertu Starkaður, og all- ir í baðstofunni. Mér finnst vera farið að dofna yfir sam- ræðunum hjá ykkur, baðstofu- menn góðir, líklega vegna þess, að Hinrik Andrésson og Brynj- úlfur Bóndason eru farnir út til að skoða í augun á folöldum og útigangshrossum og mega því varla vera að því að lita inn. Þó hefir maður heyrt kveðið hér við raust, svona við og við, en lítið bragð finnst mér að því, þar sem ekkert er um af- ómljóð eða annan ’nýtízku kveð skap, sem mér finnst, að menn skemmti sér bezt við. Á dögunum kom hér Vörður frá Felli og ræddi um framtíð- ina, sem honum fannst brosa mjög björt framundan með miklum „traktorshljóm" og öðr um vélagný en vildi gera sem minnst úr hestinum, en þar er ég á annarri skoðun. Hesturinn er það afl, sem er ódýrast fyrir bóndann, nú til dags, og hjá mörgum bændum það eina drátt arafl, sem þeir kunna að fara með, og þar sem einn lítill trakt or verkfæralaus kostar um 20 þúsund krónur, þá eru fáir bændur, sem geta staðizt þann kostnað, þegar öll nauðsynleg verkfæri eru fengin með hon- um, og til samanburðar má geta þess, að ekki þarf gjaldeyri fyr- ir hestinn. Eða þá allur milli- liðakostnaðurinn af vélunum, sem rennur í vasa stórlaxanna í Reykjavik og verkar á þá eins og dýr, sem búin eru að éta yfir sig, en pína þó gjarnan svo litiö meira i sig, ef æti gefst. Nei, svoleiðis lagað ættu ekki fátækir bændur að styðja að gamni sínu. En veit ég það, að vélar eru mjög svo nauðsynlegar við bú- skapinn, en það eru sett tak- mörk fyrír því, hvað bóndinn getur aflað sér, af þeim, sem eru því miður of þröng, þó það sé hagur þjóðarinnar allrar að landbúnaðurinn eflist sem mest. En það veröur að draga eitthvað meira úr þessum milli- (Framhald á 6. síðu.) iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiHiiiiiiiiiiiiimiiitiii REIÐHJÓL Kvenreiðhjól kr. 996,00 Karlmannareiðhjól kr. 975,00 Góð tegund. Kaupfélag Hafnfirðinga, Sími 9224. fiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiiii 0. JOHNSON & KAABER h/f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.