Tíminn - 17.05.1952, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.05.1952, Blaðsíða 7
110. blað. TfMINN, laugardaginn 17. mai 1952. *. Frá hafi til heíða Hvar eru sLipin? Sambanðsskip: Ms. Hvassafell kom til ísa- fjarðar s. 1. nótt frá Kotka. Ms. Arnarfell losar timbur á Austfjörðum. Ms. Jökulfell átti að fara frá Rvik í gærkveldi til Patreksfjarðar. Ríkisskip: Hekla fór frá Akureyri í gær kveldi til Norðurlanda. Esja verð ur væntanlega á Akureyri í dag. Skjaldbreið er á leið frá Breiða íirði til Reykjavíkur. Þyrill er Norðanlands. Oddur er á Sauð árkróki á norðurleið. Ármann fór frá Reykjavík í gærkveldi til Vestmannaeyja. Eimskip: ! Brúarfoss fór frá Hamborg 15. 5. til Rotterdam og Reykjavík- ur. Dettifoss kom til Rvíkur 12. 5. frá New York. Goðafoss fór frá Hull 14. 5. Væntanlegur til Reykjavíkur á morgun 17. 5. Gullfoss fer frYá Kaupmanna- höfn á hádegi í dag 17. 5. til Leith og Reykjavíkur. Lagarfoss j fór frá Vestmannaeyjum 12. 5.1 til Gravarna, Gdynia, Álaborg- | ar og Gautaborgar. Reykjafoss fór frá Álaborg 15. 5. til Kotka. Selfoss fór frá Reykjavík 14. 5. vestur og norður um land til Húsavíkur og þaðan til Gauta- borgar. Tröllafoss fór frá Rvík 7. 5. til New York. Foldm fór frá Reykjavík 14. 5. til Vestur- og Noröurlandsins. Vatnajökull lest ar í Antverpen 17.—19. 5. til Reykjavíkur. Flngvélln CFramhald af 1. síðu.) fjöllum og hún sézt á nokkr- um stöðum. Óttast menn það mjög að vélin hafi rekizt á fjall, eða jökulinn. Flugveður var hið versta þarna eystra. Mikill vindur af jöklinum. En jafnan þegar þannig stendur á, er mikill fallvindur uppi við jökulinn, sem orsakað get ur skyndilegt fall vélarinnar úr áætlaðri flughæð. Þar við bætist svo, að flugmennirnir fimm, sem í vélinni voru, eru nýkomnir til landsins og ó- vanir íslenzkum staðháttum. EiginmaSisrliin (Fram'i. á 7. síðu). til konunnar. Það er aðeins þeg ar þetta keyrir svo úr hófi, að hætta stafar af eða framkoman er svo niðrandi, að ekki sé hægt að þegja við því, sem rétturinn notar vald sitt til að grípa í taumana". Með þessum orðum sendi dóm arinn hina ungu frú de Verdon aftur heim til manns síns, sem hún vildí skilja við af þeim sökum, að hann hafði kastað hráu eggi í höfuð hennar. Eina huggunin, sem frúin fékk, var aukaskammtur af eggjum. Flugferðir Flugfélag íslands. I dag verður flogið til Akur- eyrar, Vestmannaeyja, Blöndu- óss, Sauðárkróks, ísafjarðar og Siglufjarðar. Messur Fríkirkjan. Messa á morgun kl. 2 e. h. Séra Þorsteinn Björnsson. Reynivallaprestakall. Messa á Rangárvöllum kl. 2 e. h. Sóknarpresturinn. , I Óháði fríkirkjusöfnuðurinn. i Guðsþjónusta í Aðventkirkj- unni kl. 2 e. h. -bænadagurinn). Séra Emil Björnsson. Nesprestakall. Messa í kapellu háskólans kl. 11 árdegis. (Fólk er beðið að athuga breyttan messutíma). Séra Jón Thorarensen. Fossvogskirkja. Messa kl. 11 f. h. (bænadagur- inn). Séra Garðar Svavarsson. Laugarneskirkja. Messa kl. 2 e. h. (bænadagur- inn). Séra Garðar Svavarsson. Hallgrímskirkjan. Messur á morgun (bænadag- inn) kl. 11 f. h. Séra Jakob Jóns s_on. Kl. 5 e. h. Séra Sigurjón Árnason. — Kirkjan verður opin allan daginn til bænagerðar. Úr ýmsuai áttum Kvcnnaskólinn í Reykjavík hefir sýningu á hannyrðum og teikningum námsmeyja í skólanum í dag! og á morgun frá Kl. 2 til 10 síðd. Þjóðhátíðardagnr (Framhald af 1. síðu.) herrahj ónin á móti norskum | og íslenzkum börnum að j Fjólugötu 15. Klukkan 20,30 í| kvöld heldur Nordmanslaget þjðhátíðarskemmtun í Þjóð- leikhúskjallaranum og verða Norðmenn þar vonandi fjöl- mennir. Reshewsky sigraði Najdorf Eins og kunnugt er hófst einvígi milli tveggja beztu skákmanna Ameríku í apríl, þeirra S. Reshewsky frá Bandarikjunum og Najdorf frá Argentínu. Alls voru tefld ar 18 skákir og lauk einvíg- inu 13. maí s. 1. Blaðinu er þó ekki kunnugt um nema úr- slit í 16 fyrstu skákunum, og stóðu leikar þá 10 l/z—5 y2 fyr- ir Reshewsky. Fyrstu átta skákirnar voru tefldar í New York og vann Reshewsky sex, en tvær urðu jafntefli. í annari lotunni, sem tefld var í Mexico City snérist þetta við. Þar voru tefldar 5 skákir og vann Naj- dorf þrjár, en tvær urðu jafn tefli. Siðustu fimm skákirnar voru tefldar í San Salvador, og urðu úrslitin í þremur fyrstu skákunum að Reshew- sky vann tvær, en ein varð jafntefli. Þó tvær skákir séu eftir hefir Reshewsky þegar sigrað, og hlýtur hann í verð- laun 5500 dollara, en hlutur Najdorf verður 4500 dollarar. Yfirleitt hafa þessir miklu yf irburðir Bandaríkjamannsins komið mjög á óvart, en þetta eru tveir beztu skákmenn heimsins, utan Rússlands. Tafl- og bridgeklúbburinn. Þriðja umferð í skákmóti T. B.K. hefst kl. 1,30 á morgun í Edduhúsinu. Fjöltefli við hol- lenzka skákmeistarann Prinz verður á mánudaginn kl. 19,30. Hafiö töfl með ykkur. Stjórnin. Iðnsveinar, sem útskrifuðust úr Iðnskól- anum fyrir tíu árum (1942), koma saman í kvöld klukkan 9 í Verzlunarmannaheimilinu. Þátttaka tilkynnist í síma 80729 og 3249. Bréfaskipti. 12 ára gamall sonur endur- skoðanda norræna félagsins í Noregi hefir áhuga á því að eign ast íslenzkan bréfavin á svipuð- um aldri. Er hann sérstaklega áhugasamur frímerkjasafnari. Heimilisfang hans er: Halvor Fredrik Löken, Postbox 82, Ramstad pr. Oslo. Þeir, sem vildu sinna þessu, eru beðnir að skrifa honum sem fyrst. Starfsskipti. Ritarinn í deild norska nor- ræna félagsins í Gausdal, Bjarne Törudstad, Follebu, hefir mikinn áhuga á því aö koma til Íslands og dvelja hér í 3—6 mánuöi við verzlunar- eða skrifstofustörf. Törudstad rekur sjálfur verzlun og er fús til þess að taka við einum íslendingi til að starfa við verzlun sína þennan sama tíma. Þeir, sem hefðu áhuga á þess um starfsskiptum, eru beðnir að skrifa Norræna félaginu, Reykja vík, um það hið fyrsta. Kýr látnar út undir Eyjafjöllum Frá fréttaritara Tímans á Hvolsvelli. Kominn er hér ágætur gróður og menn eru önnum kafnir við vorstörfin. Vel á veg komið að setja niður kartöflur. Búið er að sleppa öllu sauðfé, og senn munu kýr verða látnar út. Undir Eyjafjöllum er farið að láta úr kýr, og komnir góð ir hagar fyrir þær. Olíustarfsmenn í U.S. hverfa aftur til vinnu Leiðtogar félagssamtaka olíu- starfsmannr., sem verið hafa í verkfalli í Bandaríkjunum, hafa kvatt starfsmennina til að hverfa aftur til vinnu í dag, þar sem tekizt hafi bráðabirgða samkomulag í deilunni. Er það á þá lund, að einstk félög sg vinnuveitendur semji sín á milli hverir um sig, og hafa þegar verið boðaðir marg'r slíkir samn ingsfundir. Skora á vega- málastjórn Aðalfundur Ræktunarsam- bands Ása-, Holta- og Land- mannahrepps, sem haldinn var að Laugalandi 9. maí s. 1., samþykkti áskorun á vega- málastjórnina um að vinna að því, sem allra fyrst, að hækka upp Holtaveginn, til að fyrirbyggja þá flutninga- teppu, sem snjóþyngsii á hon um hafa valdið tvo síðast- liðna vetur. Áskorunin var samþykkt samhljóða. Lúðuvciðar (Framhald af 1. siðu.) in á veiðar Björg frá Norðfirði og í ráði er að tveir aðrir Hafn! arfjarðarbátar leggi stund á þess ar veiðar, Ásdís og Stefnir. Veiðarnar eru stundaðar vest ur í Grænlandshafi. Fara skipin j um 160 sjómílur í norðvestur frá Hafnarfirði. Eru veiðarnar þar j stundaðar á miklu dýpi 240— 250 föðmum. En skipin eru eina til tvær vikur í hverri veiðiferð.! Lina dregin nótt og dag. Á lúðuveiðibátunum eru 8—10 manna áhafnir og er oftast verið að draga og leggja línu. Eru | bátarnir með ákaflega langar ’ j' línur. Undanfarið hefir ill tíð og § stormar hamlað veiðum á lúðu j | miðunum, svo að skipverjar hafa 1 litið getað aðhafzt. Sá litli afli,! É sem fengizt hefir, er smávaxin lúða, enda hætt á að stærsta lúðan slitni af, þegar dregið er í ókyrrum sjó á svo miklu dýpi. Fyrsti aflúin fenginn. Einn bátanna, Bjarnarey, kom inn á dögunum með- rösklega 300 lúður. Voru lúðurnar heldur smávaxnar, þar sem stærstu lúð ur veiðast á öðrum miðum síð ar á vorin. Verð á lúðu er nakkru lægra nú en í fyrra, eða um kr. 4,10 fyrir hvert kg. að jafnaði. Er það lítið eitt breytilegt eftir stærð fisksins. En i fyrra var hliðstætt lúðuverð ki. 5,50 hvert, „„„„„„„n,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, kg. Nokkuð af óseldri lúðu mun HiiiiimiiiiiiiuiiiiMiMiiiiiiiiimmiiiMMMimiiniiiMiiiiM vera til í landinu frá því í fyrra = og markaðshorfur hvað verð | snertir ekki alveg eins góðar | og þá voru í byrjun vertíðar. | Engu að síður er lúða.r verðmæt | ur og útgengilegur fiskur á inn i lendum sem erlenaum markaði. i iHöfum ávallt fyrirliggjandi: f„Fenner“ V-reimar og skífur.i | VERZLUN ÉVALD. POULSEN H. F.f iKalpparst. 29 — Sími 30241 >n iii ii iiut ii ■111111111111111 ii 111111111 iii ••iiiiiiiiimiiiiiiiiii ii Gull og silf urmunir | f Trúlofunarhringar, stein- | f hringar, hálsmen, armbönd | | o.fl. Sendum gegn póstkröfu. I GULLSMIÐIR I Steinþór og Jóhannes, | Laugaveg 47. iiiiiiiii iiiimiiiiiiiiiiim it iiiiiiiii 1111111111111111111111111111' iiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiitiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiM* | Jarðarberja- 1 | plöntnr | iverða seldar í dag frá kl. 1 f 10—4 í Atvinnudeild Háskól- f ians. Verð hverrar plöntu er i Ikr. 5.00. I Til sölu ný amerísk mjaltavél. 32 | volta mótor,-má breyta i = 110 og 220 volta straum. f Upplýsingar í afgreiðslu f Tímans, sími 2323. É immmmmiiiiiiiMmmmmiimmmmiiiiiimmiMMiM Trúlofunarhringar ávallt fyrirliggjandi. gegn póstkröfu. Sendi Magnús E. Baldvinsson Laugaveg 12 — Reykjavik * ÚR W ALLRA HÆFI Vatnsþétt, höggfri úr stáli, einnig úr gulli og pletti í mjög miklu úr- vali. Sendum gegn póstkröfu URA- OG SKARTGRIPAVEKZLUN Magntksar Ásxnimdssonar & Co. Ingólfsstræti 3 o ' I o o I» < > o O o O o o II O o 11 o I. O o o 11 Kosningaskrifstofa stuðningsmanna Ásgeirs Ásgeirssouar er i Austurstræti 17. Símar 3246 og 7320

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.