Tíminn - 27.05.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.05.1952, Blaðsíða 6
-T~rf-”r—n* TIMlNN; fjriðjúdágzan 27. maí~'l952. 117. blað. ÍLEIKFÉIAGÍ REYKJAYÍKUR^ PÍ-PA-Kl (Söngur lútunnar.) 40. sýning Aðgöngumiðasala frá kl. 4—7 | í dag. Sími 3191. Síðasta sinn. Kaldur hvemnaður! (A Woman of Distinction) | Afburða skemmtileg amer- I ísk gamanmynd með hkium | vinsælu leikurum: Rosalind Russel Ray Milland ' Sýnd kl. 5,15 og 9. NÝJA Blöl " t. t Ofjarl satnsteris- i tnannanna l (The Fighting O’Flynn) | Geysilega spennandi ný am- | erisk mynd um hreysti og ] vígfimi, með miklum við- I burðahraða, í hinum gamla | góða Douglas Fairbanks stíl. f Aðalhlutverk: Douglas Fairbanks jr. | og Helena Carter. Sýnd kl. 5,15 og 9. BÆJARBÍÖ) - HAFNARFIRÐI Hvíti kötturinn | (Den Vita Katten) Mjóg einkennileg, ný, sænsk | mynö, byggð á skáldsögu ‘ Walter Ljungquists. Myndin hetfir: hvarvetna vakið mikla athygli og hlotið feikna að- sókn. . | mí Alf Kjellm, k Eva Henning, • Gertrud Fridh. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9. KJARNORKUMAÐURINN Síðasti hluti. Sýnd kl. 7. Simi 9184. HAFNARBÍÓ Drengurinn frá Texas (Kid from Texas) Mjög spennandi og hasar- fengin ný amerísk mynd i eðlilegum litum. Audie Murphy Gale Storm Albert Dekker Sýnd kl. 5,15 og 9. Askriftarsími: TIMINN 2323 ELDURINN rerir ekk< boð A undan *ér. Þelr, sem ero hyrrnir, tryggja straz hjá SAMVIHNUTRYGGIHGUH /> PJÖDtEIKHÚSID | „Det lyhkelige shibbrud^ . eftir L. Holberg. I Leikstjóri: H. Gabrielsen | 4. Sýning í kvöld kl. 20.00 | 5. sýning miðvikud. kl. 20,00 | 6. sýning fimmtud. kl. 20,00. Næst síðasta sinn. | 7. sýning föstud. kl. 18,00. Síðasta sýning. | Aðgöngumiðasalan opin alla I virka daga kl. 13,15 til 20.00. | Sunnud. kl. 11—20.00. Tekið | á móti pöntunum. Sími 80000 | «»• 1 Austurbæjarbíó Parísarnœtur (Nuits de Paris) | Síðasta tækifærið til að sjá \ | „mest umtöluðu kvikmynd i | ársins“. i Aðalhlutverk: Bernard-bræður. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9. í ríhi undir- djúpanna (Undersea Kingdom) — Seinni hluti. — Sýnd kl. 5,15. TJARNARBIO Gráklteddi maðurinn (The Man in Graý) I Afar áhrifamikil og fræg | i brezk mynd eftir skáldsögu | | Eleanor Smith. Margaret Lockwood, James Mason Phyllis Calvert Steward Cranger Sýnd kl. 5,15 og 9. Sala hefst kl. 4 e. h. GAMLA BfÖ 1ngistneyjar (Little Women) Hrífandi fögur M.G.M. lit- I kvikmynd af hinni víðkunnu I skáldsögu Louise May Alcott. June Allyson Peter Lawford Elisabeth Taylor Margaret O’Brien Janet Leigh Sýnd kl. 5,15 og 9. TRIPOLI-BIO Óperettan Leðurblahan („Die FIedermans“) Sýnd kl. 9. | Röskir stráhar (The Uttle Rascals) | Hundafár. | Týnd börn. | Afmælisáhyggjur. | Litli ræninglnn hennar 1 mömmu. Sýnd kl. 5 og 7. AMPER H.F. Raftækjavinnustofa Þlngholtstræti 21 Siml 81556. Raflagnir — ViðgerBIr Raflagnaefnl Erlent j firlit (Framhald af 5. síðu.) sem skyldi afla upplýsinga um starfshætti fjárglæfrafélaga í Bandaríkjunum. Slíkar þing- nefndir höfðu oft starfað áður og með litlum árangri. Ef til vill hefir Kefauver verið kjör- inn formaður hennar með til- liti til þess, að hann myndi ekki miklu afreka. Sú varð hins veg- ar ekki raunin. Hann vann að þesu starfi skipulega og með mikilli eljusemi. Nefndin yfir- heyrði fjölda manna og skilaði síðan áliti, er gaf glöggar upp- lýsingar um þessi mál. Álitið sýndi, að nefndin hafði unnið starf sitt mjög samvizkusam- lega og ekki látið það hafa áhrif á sig, þótt hún yrði að ganga í berhögg við volduga auðkónga eða stjórnmálamenn. Kefauver hlaut því miklar vinsældir fyrir þetta starf sitt og hafa þær vin- sældir aukizt vegna þess, að seinustu mánuðina hefir orðið uppvíst um ýms ný fjárglæfra- mál. í augum almennings er Kefauver réttilega eða ranglega talin andstæðingur fjárglæfra- mannanna nr. 1. Vafalítið á Kefauver þessar vinsældir sínar ekki sízt sjón- ( varpinu að þakka. Mörgum yfir heyrslunum var sjónvarpað og mun aldrei hafa verið fylgzt með sjónvarpinu af almennari áhuga en þá. Það var óvenju- legt nýnæmi að sjá og heyra ýmsa helztu fjárbrallskónga Bandaríkjanna, er lögreglan hafði ekki blakað við, yfir- heyrða um starfshætti sína af þar til kjörinni þingnefnd. Það sýndi og sannaði, að enn væri til réttvísi í Bandaríkjunum og í augum margra sjónvarpsá- horfenda varð Kefauver hin sanna ímynd hennar. Hann stjórnaði yfirheyrslum einbeitt- lega en yfirlætislaust. Fram- koma hans var með þeim hætti, sem flestum fannst að hún ætti að vera. Andstaða flokksstjórnarinnar. Það er á svipaðan hátt, sem Kefauver vinnur sér hylli í kosningaferðum sínum. Fram- koma hans er látlaus og jafn- vel stundum ekki laus við það að vera hálfvandræðaleg. Hann berst ekki á og beitir ekki fyrir sig hnyttnum tilsvörum, en er blátt áfram og viðfelldinn. Harn kemur fram eins og einn í hópnum, en ekki eins og sá, sem sé hafinn yfir hann. Kefauver er maður myndar- legur í sjón, en ekki fríður. Hann er rúmlega sex feta hár og samsvarar sér vel. Þótt framkoma Kefauvers við yfirheyrslurnar í fjárglæfra- málinu aflaði honum almennra vinsælda, hlaut hann ekki ein- róma þakkir fyrir þær. Yfir- heyrslurnar stóðu sem hæst fyr ir þingkosningarnar 1950 og er talið, að þær hafi heldur orðið republikönum til framdráttar. Margir áhrifamiklir forustu- menn demokrata eru Kefauv- er reiðir fyrir það, hvernig hann hagaði þeim um þetta leyti, og eru þvi andvígir hon- um sem forsetaefni. Suður- ríkjamenn eru og heldur and- stæðir honum. Þess vegna hef- ir Kefauver vart það traust flokksstjórnarinnar, er til þess þarf, að hún tefli honum fram sem frambjóðanda, ef hún tel- ur sig hafa völ á öðrum manni jafngóðum og vænlegum til fylgis. Þetta kann þó að breyt- ast fram að flokksþinginu og taflið getur þá vel staðið þann- ig, að flokksstjórnin eigi ekki annan sæmilegan kost. Lánið hefir hingað til virzt fylgja Ke- fauver og svo getur farið enn. Spurningin er hins vegar sú, hvort heppilegra sé fyrir Ke- fauver að hljóta framboðið r.ú eða eiga ónotað tækifæri 1956. Sennilega fer það mest eftir því, hvort Taft eða Eisenhower verður frambjóðandi republik- ana. Vicki Baum: Frægðarbraut Dóru Hart ? 10. DAGUR •i T í MI I N rN. • AuylijMi í Tmamtn •i -T,: I,'M I N N i» Bryant. „O, caro mio,“ stundi hún og hafði alveg gleymt því, að hún var að syngja. „Húrra, bravo,“ hrópaði Salvatori og sneri sér við á stólnum. „Loksins. Afbragð, Bravissimo. Einu sinni enn.“ En það mistókst líka í annað sinn. „Ég get ekki meira“, stundi Dóra, sem fann nú gerla, að b.arki hennar neitaði með öllu að gefa frá sér hljóð framar. Salvatori varð þó ekki uppvæg eins og Dóra hafði búizt við, heldur sat þögul og þungbúin og horfði á hana. Hún setti meira að segja á sig skóna. „Barnið mitt“, sagði hún að lokum hrærð og óvenjulega blíð- lega á ensku. „Barnið mitt, viltu svara undandráttarlaust einni spurningu minni. Trúir þú því sjálf, að þú verðir einhvern tíma ^fræg söngkona?“ „Ég veit það ekki“, svaraði Dóra niðurlút. „Mér virðist alltaf hraka. Heima í Þýzkalandi lék ég mér að H, nú næ ég ekki einu sinni A“. „Barnið mitt, barnið mitt“, sagði Salvatori. „Ég ætla að kenna þér ókeypis, og ég trúi á hæfileika þína. En ég veit hvað það er, sem eyðileggur þig. Það er þessi mannfjandi, þessi myndhöggv- araræfill. Segðu skilið við hann, rektu hann á dyr. Það mun nísta hjarta þitt, en það er þér fyrir beztu. Veiztu, hvað hinn mikli Chimani sagði eitt sinn við mig? Salvatori, sagði hann. Eng- nn verður meistari í hringleikahúsi fyrr en hann hefir að minnsta kosti einu sinni fótbrotið sig. Enginn verður heldur stjarna í óperunni, fyrr en hjarta hans hefir verið níst og helsært". „Já, en ég — ég“, stamaði Dóra. Hún varð ætíð dauðhrædd og fannst hún ganga á glóðum, þegar Salvatori byrjaði slíkar pre- dikanir. En gamla söngkonan lét ekki slá sig af laginu. „Starf þitt er önnur orsökin til ills. Þetta hryllilega umhverfi, reykur- inn, matarlyktin og svefnleysið eyðileggur þig gersamlega. Þú verður að hverfa frá þessu öllu saman, og þá munt þú verða fræg söngkona. Þá getur þú endurgoldið mér margfaldlega allt það, sem ég hef fyrir þig gert“. Dóra hafði fyrir löngu komizt að raun um, að skynsamlegar fortölur máttu sín einskis við Salvatori. Samt sem áður reyndi hún að beita þeún .„En á hverju á ég þá að lifa?“ sagði hún lágmælt. Salvatori gerði mikla handsveiflu. „Á hverju lifa aðrar ungar söngkonur í þessari borg? Á hverju lifði ég, þegar ég var ung? Á hverju lifðum við öll, Toscani, Rossi, Ciottina? Þar sem hæfi- leikarnir eru fyrir hendi, finnast ætíð leiðir til að nota þá. Það finnst ætíð einhver, sem fús er að veita liðsinni. Þú ert ung og falleg, barnið mitt“. Þessari hálfkveðnu vísu svaraði Dóra með jafnmikilli ein- lægni og öllu öðru. „Þér finnst það kannske kynlegt, en slíkt get ég alls ekki hugsað mér að gera. Ég er ekki þannig gerð“. Salvatori horfði hugsandi á hana um stund, en síðan yppti hún öxlum og sneri sér að flyglinum. „Dyggðin er dýrt óhóf nú á dögum“, sagði hún á ítölsku. „Þú veizt það auðvitað bezt sjálf, hvort þú hefir ráð á að veita þér slíkt. Canzonen einu sinni enn“. Dóra leit skelfd á úr sitt. Það var orðið mjög skuggsýnt. Hún sá aðeins móta fyrir Salvatori við flygilinn, og andlit hennar var aðeins ljós blettur í húminu. Dóra herti upp hugann. „Ég rná ekki vera að því að syngja meira núna“, stamaði hún. Hún bar ætíð nokkurn ótta af Salvatori, sem virtist fullráðin í að gera hana að söngkonu með harðri hendi. Kennslukonan blés líka heiftarlega úr nösum og var fyrirlitningin auðheyrð. „Já, svínasteikin kallar, súrkálið líka. Ég skal ekki neyða þig til að syngja, barnið mitt. Það mundi mér aldrei koma til hugar.“ Og þegar Dóra sneri sér þakklát burt frá henni og bjóst til að fara, varpaði hún enn einni heitingunni á eftir henni. „For la Cuoca", hrópaði hún og þýddi það meira að segja þegar á ensku: „Já, þú átt sannarlega heima í eldhúsinu og ekki annars staðar.“ Dóra tautaði einhver þakkarorð og flýtti sér brott. Þegar hún kom fram í ganginn, dró hún andann djúpt að sér, ræskti sig og hóstaði lágt. Svo hljóp hún léttilega upp í vinnustofu Basils. Hún átti enn ofurlitla frjálsa stund, áður en hún byrjaði dags- verkið hjá Schumacher. Ástæðan til þess, að hún lagði svo mikla áherzlu á að komast burt frá söngkonunni, var sú, að hún hafði allt í einu fundið til ómótstæðilegrar löngunar til að vera nokkr- ar mínútur ein í vinnustofu Basils, áður en hún klæddist þjón- ustubúningi sínum og færi að bera matardiska til soltinna krá- argestanna. Þótt vinnustofa Basils væri óhrjáleg og fáum gæð- um búin, leit hún ósjálfrátt á hana sem heimili sitt. Þetta var eina heimilið, sem hún hafð átt síðan hún fór úr Þýzkalandi. Hún gekk inn, því að dyrum vinnustofunnar var aldrei læst. Svo kveikti hún Ijós og leit í kringum sig. Basil skildi oft einhverja kveðjuorðsendingu til hennar eftir á bréfmiða, þegar hann fór að heiman, kveðju eða gamansemi jafnhliða einhverri smávægilegri beiðni, og allan tímann meðan hún var að syngja hjá Salvatori hafði hún fundið á sér og vonaö í hjarta sínu, að slíkan bréfmiða væri nú að finna þarna. En hún sá hvergi bréfmiða. ílún gekk að járnrúminu og horfði á það um stund. Henni fannst Basil aldrei hafa verið svo fjarlægur sér sem á þessari stundu. Hún sá hann aftur fyrir sér í hinu rík- mannlega húsi, og afbrýðisemin blossaði upp. Eins og allar ástfangnar manneskjur, gat Dóra ekki hugsað sér, að nokkur kona gæti kynnzt ástvini hennar nema verða sjálf ástfangin. Hún svipti ábreiðunni til hliðar og fleygði sér í rúmið. Hún hélt að meira þyrfti ekki við til að losa um grátinn, en þegar tárin vildu ekki koma, brosti hún að sjálfri sér og fór að laga til í vinnustofunni. Þar var allt á tjái og tundri éins og venju-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.