Tíminn - 11.07.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.07.1952, Blaðsíða 2
TÍMINN, föstudaginn 11. júlí 1952. 153. blað. I Saudi Arabía er með olíu- ' Fél<k s/agæð úr dauS auðugustu löndum beimsins Allt þar til olía fannst í landi þeirra árið 1938, bjuggu íbú- ar Saudi Arabíu við sömu lifnaðarhætti og þeir höfðu búið við um aldaraðir. Þeir voru hermenn, kaupmenn, handiðn- aðarmenn og bedúínar, sem eyddu lífinu á ferðalögum um eyðimörkina og leituð» vista og vatn? Land þeirra var fátækt og einahgrað frá umheiminum, utan hinna föstu heimsókna pílagríma til múhameðsku helgiborganna tveggja, Mekku og Medínu, og þær tvær og hálf milljón punda, sem hinir trúuðu pílagrímar færðu í þjóðarbúið árlega, héldu Saudi Arabíu á floti. Hornsteinn hins frjálsa heims. Hin nálægari Austurlönd og sérstaklega Saudi Arabía eru nú orðin einn af hyrn- ingarsteinum hins frjálsa heims, bæði í stríði og friði. Ekki einungis liggja venju-j legar land- og sjóleiðir til Asíulandanna um Saudi Ara- j bíu, heldur er landið orðið j mjög þýðingarmikið frá hernj aðarlegu sjónarmiði vegna olí urnar, sem þar er nóg af. 25 millj. tonn af olíu. Vissulega er Saudi Arabía orðin þýðingarmikiö land, ef tii styrjaldar dregur. Megin- magn olíuframleiðslunnar hef ir upp á síðkastið hori'ið frá hinni fyrri miðstöð sinni við Mexíkóflóann og Karabíska hafið að Persaflóa. 25 millj. tonna af olíu voru unnin í Saudi Arabíu árið 1950, en það var rétt um einn þriðji af allri olíuframleiðslu Mið-Aust urlanda. Olían fannst 1930 Það var árið 1930, sem olían fannst á éyjunni Bahrein. Bahrein er í Persaflóa og inr- an sjónmáls frá strönd Saudi Arabíu. Ibn Saud, konungur, fékk góðar fregnir af fram- kvæmdunum á Bahrein og ameríska olíufélagið sendi full trúa sína á fund hans í Jeddah og tók hann á móti þeim með vinsemd. Árið 1933 fóru svo fram samningar, sem Ibn Saud undirritaði og eftir þeim samningum hefir Amerísk-Arabíska olíufélagið starfað (Aramco) í ríkinu og hefir það gert leit á stórum landssvæðum. Nokkur tími fór í rannsóknir. Og í maí ár- ið 1939 var fyrsti oliufarmur- inn fluttur á heimsmarkað- inn frá Saudi Arabíu. Árið 1950 var lokið við að leggja olíuleiðslu frá aðal olíusvæð- inu hjá Sidon að austanverðu Miðjarðarhafi. Meðan á stríðinu stóð og síðan hafa átta ný olíusvæði Útvarpið Útvarpið í dag Fastir liðir á venjulegum tímum. 19,30 Harmonikulög. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20. 30 Útvarpssagan: Grónar göt ur,‘, frásögukaflar eftir Knut Hamsun; II. (Helgi Hjörvar). 20.00 Tónleikar. 21.25 Frá út- löndum. 21.40 íslenzk tónlist. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Tónleikar.22.30 Dagskrái lok. — Útvarpið á morgun: Fastir liðir á venjulegum tímum. 19.30 Samsöngur (plöt ur). 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Tónleikar. 20.45 Leikrit: „Alltaf að tapa“ eft- ir Einar H. Kvaran. 21.45 Tón- leikar, Kiassísk danslög. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög (plötur). 24.00 Dag- s' 'árlok. Ibn Saud jfundizt í Saudi Arabíu, þar á meðal einn af stærstu olíu- völlum heimsins, Abqaiq Buqqa, þrjátíu mílna langur og 77,000 ekrur að flatarmáli. Áætlað er, aö þaðan megi fá um fimm billjónir tunna af olíu. | i ; 1 Vegna hinnar gífurlegu olíu framleiðslu hefir stórfé borizt í ríkisféhirzlu Ibn Saud kon-j ungs og hefir það fé verið not j að til framkvæmda í landinu.1 Vegir hafa verið lagðir, komið upp járnbrautarkerfi, borgir raflýstar o. s. frv. Þegnar Ibnj ,Saud eru nú óðum að venjast jnýjum og betri lifnaðarhátt-; um og Saudi Arabía er á1 i hraðri leiö að veröa að ný-j itízku ríki. Þrátt fyrir það erj ' fyrri störfum sinnt, eins og jfiskveiðum, perluleit í Persa- jflóa og bátasmíðum. Helmingj • ur Arabanna reisa sér enn i skýli úr ábreiðum, ofnum úr ikamelhári, hvar sem kamel i dýr þeirra, kindúr og geitur 'geta fundið grastó, og margir jbúa í þorpum, sem reist hafa verið í kringum vatnsbólin. Með annan fótinn á sjöundu öld. Þó að Ibn Saud eigi nokkr- ar hallir, hefir hann hina mestu ánægju af því að tjalda einhvers staðar úti í eyði- mörkinni og dvelja . þar. Tvisvar á dag talar hann við þegnana og leysir úr hinum smærri vandamálum á sama máta og kameldýraekill, sem vill hafa röð og reglu á langri lest. Einkaritari hans les hon- um stutt ágrip af heimsfrétt- unum á hverjum degi. Ibn Saud hefir ráðið ríkjum leng ur en nokkur annar konung- ur, sem nú er á lífi. Með annan fótinn aftur á sjöundu öld og hinn í þeirri tuttugustu, ekur hann í bifreiðum og talar í síma, klæddur að 13 alda gam alli venju þjóðar sinnar. Þorlákshöfn (Framhald af 1. síðu.) Búast á reknetaveiðar. Stærsti Þorlákshafnarbát- j urinn er á síldveiðum fyrir • norðan, en hinir bátarnir eru ' nú að búast á reknetaveiðar hér við Suðvesturlandið. Ýxpis' stór skip hafa þegar lagzt að. bryggju í Þorlákshöfn. Bláfell var þar fyrir nokkrum dög-' um, og Jökulfell hefir komið' þar áður. ! um mannL í Pennsylvaníu var nýlega geröur uppskurður á "nser fimmtugum manni. Uppskurð ur þessi var sérstæður að því leytinu, að hluti af aðalslag æð látins manns var tekin og sett í sjúklinginn. Slagæð þessi veitir blóði til þess hluta líkamans, sem er fyrir neðan hjarta. Sjúklingurinn hafði þjáðst af bólgum í æðaveggjunum. Við uppskurðinn fjarlægðu iæknar hinn sjúka hluta æðar innar og settu í staðinn átta sentimetra langan bút, er hafði verið tekinn úr líki 19 ára pilts, sem hafði farizt af slysförum tíu dögum áður. Hafði æðarbúturinn verið frystur strax og geymdur þannig. Uppskurðurinn tók sjö klukkustundir, en sjúkl- ingnum varð ekki meint af þessum æðaflutningi. Hann fór af sjúkrahúsinu stuttu eft ir uppskurðinn og var þá við góða heilsu. Bezta sundkona heimsins Ragnhild Hveger er nú sú danska sundkonan, sem Dan- ir búast við að nái beztum árangri á Ólympíuleikunum. Á úrtökumótinu fyrir leikana sigraði hún bæði í 100 m. og 400 m. skriðsundi og sigraði hún hina frægu sundkonu Gretu Andersen. Tími hennar * ♦ f ♦ t ♦ Fyrirliggjandi: SÆNGURVERA DAMASK og CAMBRIC LÉREPT HeiSdverzSiin Sig. Arnaids Túngötu 5. Sími 4950. AMBOÐ (?í*f Hrífur Hrífushöft Hrífuhatisar Hrífuklasr Ljtnr Brt/ui llverfisteinar 18” í þvermtíl w Het/hvíslar I Skóflur, mfsmunaiidi tognudir ♦ i Vörugeymsla KRON Hverfisgötu 52. — Sími 1727 (millisamband). ♦ f ♦ Jarðýtur tii sðiu Tilboð óskast í Allis-Chalmers jarðýtu meö G.M. diesel .vél H. D. 7. Ennfremur Cletrac með Herkules dieselvél 60 ha. Jarðýturnar eru til sýnis í Áhaldahúsi Reykja- víkurbæjar viö Skúlatún. Tilboð óskast send i skrifstofu bæjarverkfræöiúgs, Ingólfsstræti 5, og veröa opnuð laugardaginn 19. júlí kl. 11,30. • o o o O o 1» o 1» I* '( í báðum greinunum var mjög góður, m.a. synti hún 400 m. á 5:09,8 mín., sem er bezti tími i heiminum í ár. Þess má geta, að Hveger var upp á sitt bezta um 1940 og setti hún þá hvert heimsmetið á fætur öðru og standa þau öll enn. Á hernámsárunum giftist hún þýzkum manni, hætti sundæf ingum og féll í algjöra ónáð hjá dönsku þjóðinni. En i fyrra hóf hún keppni aftur og þrátt fyrir aldurinn er hún nú aftur orðin fremsta sund- kona heímsins. Fall Önnu Paiiker (Framhald aí 5. siðu.) og oftrausta í sessi. Þá sé minni hætta á nýjum Tító. Fall Önnu Pauker er vissu- lega ný sönnun um það, að efnahagsástandið í leppríkj- um Rússa er ekki jafn gott og stjórnarfar ekki eins heilbrigt og málgagn kommúnista hér vill vera láta. Það hefir líka verið sagnafátt um þennan at burð. - lO i TILKYNNING til kaupenda um blaðgjald ársins 1952: Blaðgjald ársins 1952 hefir verið ákveðið sem hér segir: I. Verðsvæði: Árgangurinn kr. 180,00. (Rangárvallasýsla að Dalasýslu en meðtalið verzlun- arsvæði Stykkishólms i Dalasýslu, Akureyri og Siglu- fjörður). II. Verðsvæði: Árgangurinn kr. 150,00. (Dalasýsla að Rangárvallasýslu, að undanskildum Siglufirði, Akureyri og verzlunarsvæði Stykkishólms i Dalasýslu). Frá og með 1. maí eru öll blaðagjöld er greiðast eigi í heilu lagi fallin i gjalddaga. Svo og blaðgjald fyrstu sex mánaða þessa árs er greiðast mánaðarlega eða árs- fjórðungslega til umboðsmanna blaðsins. Þeir, sem greiða eiga blaðið í heilu lagi til innheimtu manna eða beint til innheimtu blaðsins eru vinsam- legast beðnir að ljúka greiðslu sem fyrst. Munið að blaðgjaldið féll í gjald- daga 1. maí s. 1. « Innheimta Tímans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.